Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1989, Side 10
10
FIMMTUD'AGUR-7. DESEMBER 1989.
Útlönd
M'rtterrand styður Evrópufund
Mitterrand Frakklandsforseti ásamt Gorbatsjov Sovétforseta.
Símamynd Reuter
Mitterrand Frakklandsforseti lýsti stuðningi sínum við httgmyndir sov-
éska forsetans, Mikhails Gorbatsjov, um að fyrirhuguðum fundi leiðtoga
Evrópuríkja yrði flýtt um tvö ár og haldinn í Helsinki á næsta ári. Mítter-
rand var í heimsókn 1 Sovétríkjunum.
Sovétforsetinn kynnti þessa hugmynd sína þegar hann var í opinberri
heimsókn á ftalíu um síðustu mánaðamót. Upprunalega átti leiðtogafund-
ur þrjátíu og fimm Evrópuríkja - ffamhaldsfundur RÖSE, eða ráðstefnu
um öryggi og samstarf í Evrópu - aö fera fram í Helsinki árið 1992 en
sökum þeirra miklu breytinga sem átt hafa sér stað í Evrópu síðustu
vikur og mánuði lagði Gorbatsjov til að honum yrði flýtt.
Hrawi hótar að hætta
Elias Hrawi, forseti Libanons, ásamt Rima Muawad, dóttur hins myrta
forvera Hrawí, Rene Muawad. Hrawí hefur hótað að haetta takist honum
ekki að koma Michef Aoun, hershöfðingja krisfinna, frá. Simamynd Reuter
Elias Hrawi, forseti Líbanons, hefur hótað að víkja úr embætti takist
honum ekki að koma Michel Aoun, yfirmanni um fimmtán þusund manna
herliði kristinna, frá. Hrawi segir Aoun standa í vegi fyrir friði i Líbanon.
Hrawi, sem tók við af Rene Muawad, sem var myrtur í síðasta mán-
uöi, hefur ekki tekist að flytja inn í forsetahöllina þar sem Aoun hefur
hana á valdi sínu. í máli forsetans kom fram að erlendir sáttasemjarar
heföu lagt að honum að beita ekki valdi til að koma Aoun frá en áður
hafði hann sagst mundu láta vopnin tala tækist honum ekki að koma
Aoun frá á annan hátt. Forsetinn sagði nauðsyn að bregðast skjótt við,
að öðrum kosti væri hætta á skiptíngu landsins.
Taka viðvörunina alvariega
Sænsk yfirvöld og bandaríska sendiráðið kváðust í gær taka alvarlega
viðvörunina um sprengjutilræði í norrænni flugvél um jólaleytið en 21.
desember verður kveðinn upp dómur í Stokkhólmi yfir Palestínumanni
sem ákærður er fyrir hryðjuverk. Samkvæmt heimildarmönnum hefur
starfsfólki á Arlandaflugvelli við Stokkhólm þegar verið fyrirskipað að
herða eftirlit fram að 21. desember.
Einn Palestínumannanna, sem komið hafa fyrir rétt í Stokkhólmi, er
talinn eiga aðild að sprengjutilræðinu í desember í fyrra þegar bandarísk
farþegaþota sprakk yfir bænum Lockerbie í Skotíandi. Sænsk blöð haía
sagt aö verið geti að skoska lögreglanfarifram á framsal Palestínumanns-
ins fyrir 21. desember ef svo skyldi fara að hann verði sýknaður. Ákær-
andi hefúr krafist lífstíðarfangelsisdóms.
skref ■ friðarátt
Bandaríska ulannkisráðunevtið
tiikynnti í gær að Egvptar heföu
samþykkt fimm liða áætlun James
Baker, utanríkisráöherra Banda-
ríkjanna,'um frið í Miðausturlönd-
um sem miðar að því að koma á
beinum viðræðum milli ísraela og
Palestínumanna um kosningar á
herteknu svæðunum.
Egyptar fengu samþykki Frels-
issamtaka Palestínumanna, PLO,
til þess að satnþykkja Bakeráætl-
unina. ísraelar samþykktu áætlun-
ina fyrir mánuði en settu skilyrði
og það gera Egyptar einnig nú.
Næsta skref verður því að reyna
----- ------, ..™ að ná samkomulagi á milli aðilanna
Bandarikjanna. Simamynd Reuter umskilyrðin. Reuter
DV
Tékkóslóvakía:
Adamec hótar
aðsegjaafsér
Forsætisráðherra Tékkóslóvakíu,
Ladislav Adamec, hótaði að segja af
sér embætti í gær ef ný ríkisstjórn
hans nær ekki að ávinna sér traust
almennings. Forsætisráðherrann
hefur látið undan kröfum fulltrúa
Vettvangs borgaranna, breiðfylking-
ar stjórnarandstöðuhópa, og mun
leggja fram nýjan ráðherralista í stað
þeirrar ríkisstjórnar sem nú er við
völd. Andófsmenn voru mótfallnir
núverandi ríkisstjórn þar sem mikill
meirihluti ráðherra er frá kommún-
istaflokknum. Af tuttugu og einum
ráðherra eru sextán þeirra kommún-
istar.
Fulltrúar stjórnarandstöðunnar
hótuðu að efna til allsherjarverkfalls
á mánudag nema forsætisráðherr-
ann gerði viðamiklar breytingar á
stjórn sinni. Að sögn Vaclav Havels,
eins leiðtoga andófsmanna, mun
Adamec leggja ráðherralista sinn
fyrir stjórnarandstæðinga áður en
hann gefur uppi hverjir eiga sæti í
nýju stjórninni.
Leiðtogar Vettvangs borgaranna
ræddu við Karel Urbanek, leiðtoga
kommúnista, í gær. Var það í fyrsta
sinn sem Urbanek ræðir beint við
Vaclav Havel, einn leiðtoga stjórnarandstæðinga í Tékkóslóvakíu, ásamt
Karel Urbanek, leiðtoga kommúnista. Símamynd Reuter
fulltrúa stjórnarandstöðunnar síðan harðlínumanninum Milos Jakes.
hann tók við leiðtogaembættinu af Reuter
Fjöldamorð í Montreal-háskóla:
Fjórtán konur myrtar
Aö minnsta kosti fjórtán ungar kon- háskóla, létust í gær þegar vopnaður
ur, námsstúlkur við Montreal- maður gekk berserksgang í einni
Slasaður námsmaður við Montreal-háskóla fær aðstoð eftir að vitskertur
maður vopnaður riffli gekk berserksgang um byggingu verkfræðideildar
skólans í gærkvöldi. Símamynd Reuter
byggingu skólans og skaut að kon-
um. Að sögn lögreglu slösuðus'f að
minnsta kosti tólf aðrir nemendur.
Maðurinn, sem var á þrítugsaldri,
svipti sig lífi eftir fjöldamorðin.
Að því er næst verður komist gekk
maðurinn, vopnaður hálfsjálfvirkum
riffli, inn í eina skólastofu á annarri
hæö verkfræðideildar háskólans í
gærvöldi, skipaði karlmönnunum í
bekknum að yfirgefa stofuna og hóf
skothríð á stúlkurnar. Að sögn sjón-
arvotta hrópaði maðurinn slagorð
gegn kvenfólki um leið og hann
skaut. Einn pilturinn í bekknum
sagði að maðurinn hafi skotið tvær
stúlknanna og yfirgefið því næst stof-
una. Að sögn annarra sjónarvotta fór
maðurinn víöar um húsið og skaut
að kvenfólki.
Maðurinn hóf skothríðina í skóla-
stofunni en gekk því næst berserks-
gang í matstofu nemenda, tölvuher-
bergi og á göngum skólans áöur en
hann framdi sjálfsmorö. Talið er að
hann hafi verið einn á ferð. Tólf fórn-
arlambanna létust samstundis en tvö
þeirra eftir að komið var með þau á
SjÚkrahÚS. Reuter
Kólumbía:
Tugir létust í sprengjutilræði
Björgunarmenn í Bogota í Kól-
umbíu höfðu seint í gærkvöldi fundið
þrjátíu og sjö lík í og umhverfis bygg-
ingu leyniþjónustunnar þar sem gíf-
urlega öflug sprengja sprakk í gær.
Talið er að fórnarlömbin geti verið
nær fimmtíu. Yfir sex hundruð
manns særðust í sprengjutilræðinu.
Um fimm hundruð kílóum af dína-
míti hafði verið komið fyrir í vörubíl
fyrir utan stöðvar leyniþjónustunnar
og þegar sprengjan sprakk hrundi
einn útveggur hússins. Miklar
skemmdir urðu á skrifstofunum í
byggingunni og þakið rifnaöi.
Embættismenn telja víst að eitur-
lyfjasalar hafi staðið á bak við tilræð-
ið og að þeir hafi beint því gegn Migu-
Eiturlyfjasalar eru taldir standa á
bak við sprengjutilræðið við höfuð-
stöðvar leyniþjónustunnar í Bogota
í Kólumbíu í gær. Simamynd Reuter
el Maza Marquez, yfirmanni leyni-
þjónustunnar. Lögreglan segir hann
hafa komist af þar sem skrifstofa
hans hafi verið brynvarin. Er þetta
í annað sinn á sex mánuðum sem
honum er sýnt banatilræði.
Yfirvöld í Kólumbíu tilkynntu á
þriðjudaginn að sprengja hefði
grandað kólumbísku farþegaþotunni
sem fórst í síðustu viku. Greinilegt
þykir að eiturlyfjabaróninn Pablo
Escobar hafi fyrirskipað sprengjutil-
ræðið í flugvélinni eftir að hann
komst að þvi að sérstök sveit væri á
höttunum eftir honum. Escobar
komst undan þegar skyndiárás var
gerð á hýbýli hans fyrir skömmu.
Reuter