Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1989, Blaðsíða 12
12
FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1989.
Viðskipta- og hagfræðingar:
Forðast þeir fyrir-
tækjarekstur?
Spumingin
Sendirðu jólakort?
Eygló Björnsdóttir: Já, til bekkjar-
systkina minna.
Berglind Björnsdóttir: Já, ég sendi
jólakort til bekkjarfélaga minna.
Sif Þórarinsdóttir: Ég gerði það fyrir
tveimur árum að senda um 70 jóla-
kort en er alveg hætt því núna.
Erling Gígja: Nei, ég nenni ekki að
skrifa á þau.
Hjalti Sölvason: Nei, ég missti allan
áhuga á jólakortum þegar ég seldi
milh 200 og 300 kort í Versló.
Baldvin hringdi:
Mig langar til að koma á framfæri
hjá ykkur stuttri sögu sem kunningi
minn í viðskiptalífinu sagði mér og
snerist um það hvers vegna við-
skipta- og hagfræðingar forðast yfir-
leitt bein afskipti af rekstri fyrir-
tækja og setja ógjaman sjálíir upp
fyrirtæki hér, en sækja þeim mun
I.S. hringdi:
Ég var staddur inni í Kringlu sl.
laugardag. Þar var mikil ös og mikið
:um að vera. Þama er útibú Pósts og
síma. Margir sem þama vom staddir
ætluðu að sinna sínum erindum við
póstinn en þar var ekki hægt að kom-
ast inn því allt var lokað.
Ég hefði haldið að þarna hefði ver-
ið kjörið tækifæri fyrir þessa nauð-
synlegu þjónustu við almenning að
hafa opið á laugardegi eins og aðrar
verslanir til að geta létt undir með
1 fólki sem t.d. vildi senda póst sinn frá
sér á þessum degi. - Það er einkenn-
ilegt ef Póstur og sími sníður ekki
af þennan agnúa sem flestir em sam-
mála um að sé á þjónustunni einmitt
nú fyrir jólin - og hefur opið á þeim
tímum sem verslanir em opnar.
fastar að ráða sig sem ráðgjafar eða
markaðsmenn hjá fyrirtækjum -
ekki síst hjá hinu opinbera.
Kunningi minn, sem sjálfur er end-
urskoðandi, sagði að ástæðan væri
einfaldlega sú að þeir vissu manna
best að fyrirtæki hér á landi eiga við
margfalt erfiðari vandamál að glíma
en sams konar fyrirtæki erlendis og
Þaö er eðlilegt að samræma af-
greiðslutíma pósthúsanna við þann
afgreiðslutíma sem er hjá verslun-
um, a.m.k. í jólamánuðinum, hvað
sem líður reglum um vinnutíma op-
það væri svo að segja borin von aö
komast klakklaust frá rekstri þeirra.
Átti hann þá við að fjármagnskostn-
aður, skattaálögur hins opinbera og
skyldur gagnvart starfsfólki í formi
launatengdra gjalda, ásamt vinnu-
svikum og árvissum verkfaUstíma-
bilum gerði það að verkum aö þeir
sem í upphafi reiknuðu dæmið til
inberra starfsmanna. Hann getur
varla verið svo heilagur hjá þeim
fremur en öðrum sem starfa í þjón-
ustugreinum.
enda sæju ekki annað en glórulaust
tap á öllu saman.
Viðskiptafræðingar og endurskoð-
endur fengju nóg af dæmum um allt
þetta í námi sínu þegar þeir væru
t.d. látnir gera upp gjaldþrota fyrir-
tæki. Það væri þeim víti til vamað-
ar. - Þeir væru hins vegar óðfúsir
að gerast ráðgjafar og sinna bókhaldi
í fyrirtækjum og gera sitt besta til
að forða frá svipaðri reynslu og þeir
hefðu kynnst í náminu.
Kunningi minn sagði svo að lokum,
að þeir einir gætu rekið fyrirtæki hér
á landi sem hefði tekist að komast
nokkurn veginn klakklaust gegnum
rekstur ákveðið reynslutímabil, sem
hann taldi vera 5-6 ár. Það væri
reyndar reynslan ein sem sæi mönn-
um fyrir menntun á þessu sviði.
Hæfileikar og hyggjuvit yrði þó að
vera til staðar í byrjun ásamt á-
ngægju af að takast á við vandann.
Þetta væri reynslan alls staðar.
Miklu fleiri menn hefðu ílenst í fyrir-
tækjarekstri sem hefðu byrjað svo
að segja með tvær hendur tómar en
þeir sem hefðu lagt upp með heil-
mikla þekkingu á sviði markaðs-
fræða og stjómunar. - Ég held að
þetta eigi við hér á landi líka, þegar
vel er að gáð.
Kunningi minn vildi þó ekki úti-
loka að góð þekking á endurskoðun
og bóhaldsfrumskóginum væri mik-
ill styrkur og menn úr þeim röðum
hefðu vinninginn af þeim sem kæmu
úr skólum viðskiptalífsins. Baráttan
og þrautseigjan af reynslusviðinu
væri þó það affararsælasta.
Góð dagskrá
á Aðalstöðinni
Magnús Sigurðsson skrifar:
Mig langar til að koma á fram-
feri þakklæti til Aðalstöðvarinn-
ar fyrir aldeilis ljómandi dagskrá
flesta daga vikunnar, a.m.k. alla
virka daga, en það eru þeir dagar
sem ég hlusta mest á útvarp.
Einnig á kvöldin er dagskráin
prýðileg. Ég er hrifmn af hvað
svona nýrri útvarpsstöð hefur
tekist fljótt að festa sig í sessi og
vona að stöðin haldi því striki
1 sem hún hefur siglt eftir hingað
tUL
Á morgnana er þessi þægilega
tónlist ásamt fróðleiksmolum úr
dagblöðunum skotið inn á milli,
ekki bara í eina eða tvær mínútur
og með einhverjum látum eins
og gerist hjá rás 2, heldur allt í
rólegheitunum og þaö fer vel í
áheyrendur.
Á kvöldin eru svo ágætir við-
talsþættir sem eru bæði fróðlegir
og talsvert nýmæli eins og t.d.
þættimir um dulspeki, drauma
og ýmis dulræn fræði sem ekki
hefur verið mikið rætt hér opin-
berlega. - En best er þó tónlist-
arvalið, þetta millistig milli há-
væru diskó- og rokklaganna og
háklassískrar tónlistar. Þetta er
það sem margir voru að vonast
eftir að fá á einhvem Ijósvaka-
miðilinn.
Azvníl
kennslubækur?
Ásthildur skrifar:
Kona ein lánaöi Azmíl-
kennslubækur og spólur í ít-
ölsku. Ég man ekki hveijum en
þetta er merkt henni. - Nánari
upplýsingar gef ég í síma 51525.
Reynslan, ásamt meðfæddu hyggjuviti og hæfileikum stenst menntun í rekstri fyrirtækja ekki snúning - segir m.a.
í bréfinu.
„Atökin“ óþolandi
M.G. skrifar:
Herferðir og átök- era ofarlega á
blaði hjá okkur allt árið um kring.
Ef það era ekki byggingarátök era
það þrýstihópar eða „góðgerðarfé-
lög“ sem bókstaílega taka frá ein-
hvern ákveðinn dag fyrir sig og til-
einka hann baráttumáli sínu án
þess að nokkur viti og ekki er sérs-
taklega tilgreint á dagatölum að
þetta félag „eigi“ daginn þann.
Svona er þetta búið að ganga
undanfarið og maður hefur ekki
einu sinni frið fyrir þessum her-
ferðum heima hjá sér, hvað þá ann-
ars staðar, t.d. á götum úti eða við
verslunarstaði og stórmarkaði. -
Jafnvel Ríkisútvarpið er tekið her-
skildi undir þessi átök strax i morg-
unsárið og fólk „vakið til umhugs-
unar“ - eins og það er svo ísmeygi-
lega orðað - um vandamálið.
I síðustu viku vaknaði maður við
það einn morguninn, að kominn
var „dagur alnæmisins" og þar var
ekkert til sparað aö nýta sér tilef-
nið. Þarna var komið með einn með
alnæmi og viðtal á staðnum - rödd-
in mátti aö vísu ekki þekkjast - og
morgunútvarpsmenn kepptust við
að fá allt út úr manninum með
breyttu röddina um alnæmið. - Um
kvöldið var svo fenginn annar
maður í sjónvarpi (varla sá sami!)
með alnæmi og sneri baki í áhorf-
endur ol hann sagði sína sögu.
Að lokum var svo greint frá því
að um kvöldið yrði haldið áfram
að kynna alnæmið á götum Reykja-
víkur með því að fara og tala við
unglingana er kvölda tæki, einkum
fyrir utan skemmtistaðina.
En nú eru að koma jól og ég vona,
að maður fari að losna undan
„átökunum" og herferðunum - líka
frá sérsöfunuðunum Lions, Kiwan-
is og öðram ímynduðum ljósberum
eða merkjaberserkjum. Eina átakið
sem ég vildi sjá þjóðina vera sam-
taka um er að stefna að er átaka-
laus, friðsöm og sparsöm jól, og að
eyða engu í jólagjafir þetta árið. -
Það gæti komið mörgum vel á ný-
byijuðu ári.
Þjónusta Pósts og síma:
Ekki sambærileg við aðra
„Eðlilegt að samræma afgreiðslutima pósthúsanna við þann sem er hjá
verslunun, a.m.k. í jólamánuðinum".