Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1989, Side 15
FIMMTlíÐAGtmiT: DESBMBEH1989: il
Hong Kong
í Keflavík
í dag leitum viö að nýrri stöðu
fyrir okkur í heimi viðskipta og
peninga. Þetta gengur ekki of vel.
Evrópubandalagið er enginn hjálp-
ræðisher. Það er að komast inn í
okkar haus. Þeir mæla flátt en
hugsa eingöngu um þrönga sér-
hagsmuni. - Raunar er þetta nýja
stórveldi okkur framandi.
Þarna er á ferðinni katólskt
bandalag, enda kennt við Rómar-
sáttmála. Það mun eiga auöveldara
með að taka upp samstarf í austur,
þar sem trúarbrögð eru þau sömu
eða svipuð, heldur en að leggja
lykkju á leið sína til að þóknast
lútherskri smáþjóð á útskeri norð-
ur í Atlantshafi.
Refaræktun
Við höfum hlaupið til og byrjað
nýjar atvinnugreinar. Þar má
nefna refarækt og fiskeldi. Allt
gengur þetta þó með ósköpum og
stór hluti þessara fyrirtækja er
gjaldþrota. En hvað var gert rangt?
Það gleymist að byggja fyrirtæk-
in upp smátt og smátt. Svo skiljum
við ekki enn verðtryggða peninga.
Raunvextir voru hækkaðir of fljótt
og of mikið en htil semengin aðlög-
un gefin. Það gleymdist að sígandi
lukka er best. Allt er gert í stökkum
og hlutirnir annaðhvort í ökkla eða
eyra.
Evrópubandalagið
í þessum ófórum okkar heyrast
þær raddir að hest sé að ganga í
Evrópubandalagið. Þá verði tollar
í EB felldir niður, landbúnaður
KjaUarinn
Lúðvík Gizurarson
hæstaréttarlögmaður
okkar og fiskveiðar komist á opin-
bera erlenda styrki frá EB o.s.frv.
Það gleymist í þessu sambandi
að erlendir aðilar kaupa hér allt
upp á stuttum tíma með inngöngu
okkar í EB. Einnig myndi erlent
vinnuafl flæða hér inn. Þegar til
lengri tíma er litið myndi þetta
þýða algjör endalok okkar sem
þjóðar.
Við höfum staðið í stríði út af
landhelgi okkar. Með inngöngu í
EB kaupa erlendir aðila upp fisk-
veiðifyrirtæki okkar og leggja
þannig landhelgina undir sig. Þetta
verður ekki gert með herskipum
eins og reynt var fyrir nokkru,
heldur með péningum þegar búið
verður að opna fyrir óheft erlent
fjármagn.
Nýjar leiðir
Sú spurning hlýtur að vakna
hvort við höfum íhugað okkar mál
sem þjóðar á nógu breiðum grund-
velli. Við höfum t.d. ekki gert þá
kröfu til Norðurlanda að þau fjár-
festi hérlendis með skipulögðum
hætti í samráði við okkur til að
vega upp þann mikla halla sem er
á viðskiptajöfnuði okkar viö þau.
Við flytjum mikið inn frá þessum
þjóðum en seljum þeim litiö. Ef
Norðurlöndin fiárfesta hér á landi
gætum við með sama hætti tekið
þátt í atvinnurekstri á Grænlandi
og í Færeyjum hlutfallslega. Á
þessa leið hefur ekki reynt en hún
gæti bjargað miklu fyrir okkur og
væri ekki annað en réttmæt gagn-
kvæmni í viöskiptum af hendi
Norðurlanda.
Hong Kong
Eins og kunnugt er stendur til að
Hong Kong komist fljótlega undir
yfirráð Kínverja. Þetta hefur leitt
til flótta fyrirtækja og einstaklinga
frá Hong Kong. Hvernig væri að
bjóða einhverjum slíkum fyrir-
tækjum að setja sig niður við Kefla-
vík og mynda þar fríhöfn eða fri-
ríki?
Svæðið hefur marga kosti. Flug-
samgöngur eru góðar og mikið ör-
yggi er hægt að bjóða á Islandi sem
tekið hefur verið inn á pólitískt og
hemaðarlegt verndarsvæði Banda-
ríkjanna. Það er skárri kostur að
setja upp friðland og fríhöfn fyrir
Kínverja frá Hong Kong, heldur en
liggja á maganum sem þjóö til að
geta verið í sambýh við EB.
Lokaorð
Við lifum ekki sem sjálfstæð þjóð
.íema vilja það sjálfir. Þeirrar
hugsunar gætir oröið um of hjá
okkur að gefast upp. Við verðum
ekki lengi feitir af gjafasmöri frá
EB. Það er ekkert ókeypis hjá EB
heldur er allt á þeim bæ rukkað inn
með vöxtum og vaxtavöxtum.
Lúðvík Gizurarson
„Við verðum ekki lengi feitir af gjafasmjöri frá EB,“ segir greinarhöfund-
ur m.a. - Litið inn í eitt smjörfjalla Evrópu.
,,Þaö er skárri kostur að setja upp frið-
land og fríhöfn fyrir Kínverja frá Hong
Kong, heldur en liggja á maganum sem
þjóð til að geta verið í sambýli við EB.“
Draumurinn um
ríkisstjórnina
Mig dreymdi skrýtinn draum
eina nóttina.
Ég vil ekki segja, að það hafi ver-
ið í hkingu við martröð - og þó.
Mér fannst ég vera á leiðinni inn í
skóg.
Þetta byrjaði rólega - elskulega -
eins og í Vaglaskógi fyrir norðan í
gamla daga. Ég þrammaði gegnum
skóginn. Fuglar flugu yfir höfði
manns. Sóhn skein og ég hugsaði:
„Hvaöan komum við? Hvert förum
við?“
Svo breyttist stemningin
Það fóru að heyrast annarleg
hljóð. Hvað var þetta? Skógurinn
fór aht í einu að Ijókka. Hann varð
slepjugur og ógeðslegur. Ekki er
þetta góðs viti, hugsaði ég.
Mér varð htið á trén í skóginum.
Þau voru ekki eins og tré áttu að
vera - heldur eitthvað allt annað -
og þetta fór óneitanlega að minna
á eitthvað, sem ég hafði séð í kvik-
mynd.
Nú var ég kominn að fljóti. Þarna
á fljótsbakkanum voru einhveijar
kynjaverur. Ég kannaðist einhvern
veginn við þessar verur. - Svei mér
ef þama var ekki öll íslenzka ríkis-
stjómin, sem enn situr við völd,
samankomin.
Þarna var sá fiölmiðlaglaði,
veizlugjöfuh (!) Jón Baldvin, sem
einhver sagði, að gæti verið prent-
viha af Dlafi við Faxafen, og þarna
var sjálfur Qármálaráðherrann Ó.
Grímsson (htt eða ekkert skyldur
Kjallariim
Steingrímur Th.
Sigurðsson,
listmálari og rithöfundur
Jo Grimsson, segja vestfirzkir),
sem ahtaf minnir á peysufatakonu
með krullujárnsbylgjur í hári (ja,
mikið fer hárið alltaf vel á piltin-
um).
Og svo voru alhr hinir,- að við-
bættri Jóhönnu blessaðri, sem
virðist ahtaf svo heiðarleg.
Og þarna var hann nafni minn.
Ég held alltaf svoldið upp á hann
vegna nafnsins. Við heilsumst
stundum í Austurstræti. Og mér
finnst hann skemmtilegur eins og
Hermann faðir hans. Þegar ég var
blaðamaður á Tímanum fyrir rúm-
um fiörtiu árum, þá féll það í hlut
minn að hafa viðtal við Hermann
- þetta var fyrsta verkefni mitt í
blaðamennsku. Mér hefur því alltaf
verið heldúr vel við Steingrím
vegna föður hans. Nafni er vinsæll
eins og allir vita (hins vegar ætla
ég ekki að tala um vinsældir ríkis-
stjórnarinnar) - en sem sagt.
Áfram með smjörið
Steingrímur var þarna með lax-
veiðistöngina. Mér finnst hann ein-
hvern veginh táknrænn, þessi
veiðiskapur hans, því eitt sinn eða
oftar hefur hann dottið á bólakaf
ofan í góða laxveiðiá.
Aht í einu heyrði ég flugvéladyn.
Mér varð htið tíl himins. Og þarna
var þá Ómar Ragnarsson á ferðinni
í Dornier-rehunni sinni, sem hann
nefnir Frúna - og nú renndi hann
sér niður á jörðina ofan úr háloft-
unum. Og rétt á eftir var hann
mættur þama með míkrófóninn og
byijaði að þýfga nafna um ástand-
ið, sem hefur skapazt meðal þjóðar-
innar og hér á ísa landi köldu.
Kynjaverurnar á bakkanum
urðu æ ferlegri ásýndum og nú
voru þær alveg eins og maður sér
í amerískum hrylhngsmyndum í
Bíóborginni eða Bíóhölhnni. Ég
furðaði mig á þessu og fór að hug-
leiða, hvort þetta ættí rót sína að
rekja tíl einhvers úr djúpum sálar
- ef tíl viU þjóðarsálarinnar eins
og hún er á vegi stödd um þessar
mundir.
Skyndhega skaU á þnunuveður
með eldingum og fári og nú var
eins og einhvér máttur - trúlega
æðri máttur - hrinti þessum hryll-
ingsverum með andlit íslenzku rík-
isstjómarinnar beint ofan í fljótið.
Og um leið breyttist veörið - og
aUt tók á sig annan blæ. Þetta
minntí ekki lengur á hrylhngskvik-
myndir í Bíóhölhnni eða Bíóborg-
inni og aUt var eðhlegt eins og af
guði gjört - veðrið og umhverfið,
og skógurinn var ekki lengur frum-
skógur með skrímshsverum, held-
ur eins og Vaglaskógurinn var fyr-
ir norðan eða Grasagarðurinn eða
Lystígarðurinn inni í Laugardal.
Og þá vaknaði ég...
Að Hæðardragi,
Steingrímur St. Th. Sigurðsson
„Eg kannaðist einhvern veginn við
þessar verur. - Svei mér ef þarna var
ekki öll íslenzka ríkisstjórnin, sem enn
situr við völd, samankomin.“