Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1989, Síða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 07.12.1989, Síða 28
92 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 1989. Andlát Bjarni F. Halldórsson, fyrrverandi skólastjóri, Háteigi 7, Keflavík, varö bráðkvaddur á heimili sínu aö morgni miðvikudagsins 6. desember. - JHargrét Samúelsdóttir, Fossvogs- bletti 13, lést á Droplaugarstöðum aðfaranótt 6. desember. Jarðarfarir Sighvatur Sigurjónsson, Gnoðarvogi 40, sem lést á heimili sínu 1. desemb- er, verður jarðsunginn frá Fossvogs- kirkju fostudaginn 8. desember kl. 13.30. Óskar Elías Björnsson, Faxastíg 5, Vestmannaeyjum, sem andaðist í sjúkrahúsi Vestmannaeyja 4. des- -j*ember sl., verður jarðsunginn frá Landakirkju, Vestmannaeyjum, laugardaginn 9. desember kl. 14. Jóhann Adólfsson, Klettahlíð 10, Hveragerði, sem lést í Landspítalan- um 1. desember, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. desember kl. 15. Ásta Ingibjörg Ásgrímsdóttir, Eini- grund 3, Akranesi, sem lést 1. des- ember, verður jarðsungin frá Akra- neskirkju fóstudaginn 8. desember kl. 11. Anna Bergljót Böðvarsdóttir fyrr- verandi stöðvarstjóri Pósts og sima, Bjarkarlundi, Laugarvatni, verður jarðsungin frá Skálholtskirkju laug- ardaginn 9. desember kl. 13.30. Ferð ffá BSÍ kl. 11.30. Málfríður Jörgensen, Sörlaskjóli 66, verður jarðsungin frá Fossvogskap- ellu föstudaginn 8. desember kl. 15. Kristín H. Guðmundsdóttir lést 29. nóvember sl. Hún var fædd að Lækjarósi í Dýrafirði 8. september 1902. Árið 1926 giftist hún Kristjáni Sigurði Sigurðssyni, en hann lést 1956. Þau fluttu til Hafnarfjarðar og bjuggu þar allan sinn búskap. Þeim varð 5 bama auðið. Útfór Kristínar verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju J dag kl. 15. Ti3kyimingar Jólaráðstefna Skýrslu- tæknifélags íslands Skýrslutæknifélag íslands boðar til jóla- ráðstefnu að Hótel Loftleiðum, Höfða, fóstudaginn 8. desember kl. 13.15. Fyrsti einmenningstölvudagur SÍ var haldinn 1987. Þróun einmenningstölva hefur ver- ið nyög hröð á liðnum árum og því hafa ET-dagar orðið árlegur viðburður í starf- semi félagsins. Á síðasta ári var ET- dagurinn jafnframt jólafundur SÍ og er sá háttur einnig hafður á nú. Engum blandast hugiu- um aö árið hefur verið ár aukins afls ET og betri nýtingar þess með samtengingu um staðamet. Þá hafa myndræn notendaskil leitt til þess að . betta mikla afl verður almennum not- enda aðgengilegra. Á ráðstefnunni verð- ur fjallað um þessa þætti í sjö völdum erindum sem gefa eiga leilóium sem lærðum glögga innsýn í nýtingu þess aukna afls sem býr í einmenningstölvum. Skráning hjá Helgu Erlingsdóttur í síma 27577. Félag eldri borgara Opið hús í Goðheimum, Sigtúni 3, í dag, fimmtudag, kl. 14. Frjáls spilamennska, kl. 19.30 félagsvist, kl. 21 dansað. Göngu- Hrólfur hittist nk. laugardag 9. desember kl. 11 að Nóatúni 17. Haldinn verður bas- ar í Goðheimum, laugardag 9. desember, kl. 14. Kökum og munum er hægt að koma á skrifstofu félagsins í síma 28812. Jólamerki kvenfélagsins _Framtíðarinnar er komið út. Merkið er falleg jólamynd, prentað og unniö hjá Prentverki Odds Bjömssonar. Sölustaðir eru Póststofan Akureyri, Frímerkjahúsið og Frímerkja- miðstöðin, Reykjavík. Félagskonur sjá um sölu á Akureyri. Merkið kostar 12 krónur og örkin 144 krónur. Allur ágóði rennur í elliheimilasjóð. Fiuidir Fjórði félagsfundur JCSúlna jólafundur, verður haldinn að Aðalstræti 54 (Contahúsinu), Akureyri, fóstudaginn 8. desember kl. 20.30. Mætum öll. Digranesprestakall Jólafundur Kirkjufélagsins verður í safn- aðarheimilinu við Bjamhólastíg í dag, 7. desember, kl. 20.30. Fjölbreytt jóladag- skrá. Veislukaffi. Gestur fundarins verð- ur Yngvi Þórir Ámason. Jólafundur kven- félags Kópavogs verður haldinn í félagsheimili bæjarins í dag, 7. desember, kl. 20.30. Fjölmennum og tökum með okkur gesti. Digranesprestakall Jólafundur kirkjufélagsins verður í safn- aðarheimilinu við Bjamhólastíg í dag, 7. desember, kl. 20.30. Fjölbreytt jóladag- skrá. Veislukaffi. Gestur fundarins verð- ur séra Yngvi Þórir Ámason. Kvenfélag Neskirkju heldur jólafund sinn nk. mánudagskvöld kl. 20.30 í safnaðarheimili kirkjunnar. Gestur fundarins verður Hanna Jóhann- essen, formaður Vemdar. Konur em minntar á að koma með jólapakka með sér. Jólafundur Gigtarfélags ís- lands verður haldinn í Risinu, Hverfisgötu 105, Reykjavík, fóstudaginn 8. desember. Hús- ið verður opnað kl. 19. Borðhald, tónhst. Eiríkur Jónsson fréttamaður les upp úr bók sinni um Davíð. Valgeir Guðjónsson tónhstarmaður flytur eigið efni. Best er að koma bakdyramegin fyrir þá sem koma á bílum. Keyrt inn frá Snorrabraut (lyfta). Miðapantanir í síma 30760 ,og 35310. Félagsmenn fjölmennið og takið með ykkur gesti. Slysavarnadeild kvenna í Reykjavík Jólafundurinn verður í dag, 7. des., kl. 20.30 stvmdvislega á Hótel Holiday Inn. Góð skemmtiatriöi. Konur, munið eftir pökkum í jólahappdrættið. Mætið vel. Tónleikar Blústónleikar á Hótel Borg í kvöld, heldur Blúskompaníið blústón- leika á Hótel Borg. Blúskompaníið hefur starfað í tuttugu ár og á þvi tímabih hafa margir af bestu hljóðfæraleikurum þjóð- arinnar leikið með því. Þeir sem skipa kompanhð á tónleikunum í kvöld eru: Magnús Eiríksson, gítar, Páhni Gunnars- son, bassi og söngur, Ásgeir Tómasson, trommur, Sigurður Sigurðsson, munn- harpa, og Þórir Úlfarsson, hljómborð. Sérstakir gestir kvöldsins verða þau Eh- en Kristjánsdóttir söngkona og Guð- mundur Ingólfsson, sá landsfrægi jass- og blús-píanisti. Tónleikamir hetjast kl. 22.30 stundvíslega. Bubbi og lamarnir á útgáfutónleikum Nú geta þeir sem hafa hungrað og þyrst eftir rafmögnuðum Bubba tekið gleði sína á ný því að eftir þetta tveggja ára hlé kemur hann nú aftur fram með eigin hljómsveit á útgáfutónleikum sem haldn- ir verða á Hótel íslandi í kvöld. Hljóm- sveitin hefur fengið nafnið „Lamamir" og er skipuð völdum einstaklingum: Birg- ir Baldursson, trommur, ásláttarhljóð- færi, Guðlaugur Óttarsson, gítar, Harald- ur Þorsteinsson, bassi, Hilmar Öm Hilm- arsson, hljómborð og ásláttarhljóðfæri, og Jósep Gíslason, hljómborð. Forsala aðgöngumiða er í Gramminu, Laugavegi 17, og hinni nýju hljómplötuverslun Geisla á Snorrabraut 29. Miðaverð er kr. 1.250. Sýningar Líf í réttu Ijósi er heiti á sýningu sem Ljóstæknifélag íslands og Sjónstöð íslands standa fyrir á lýsingu fyrir aldraða og sjónskerta. Sýningin er í Byggingarþjónustmmi, Hahveigarstig 1, Reykjavík, og er opin virka daga kl. 10-18. Þar gefúr að hta veggspjöld, sjóntæki, Ijósfæri og mynd- bandasýningar. Kvikmyndir___________________ Háskólabíó - Skuggar fortíðar: Stríðið endalausa Mark Lambert er fyrrverandi hermaöur sem baröist í Víetnam. Hann hefur aldrei boriö sitt barr eftir þann hildarleik og treystir sér varla til þess aö taka þátt í samfélaginu. Þess í stað dvelst hann ásamt nokkrum stríösfélögum sínum hátt til fjalla í Washington fylki. Þar hafa þeir félagar búiö um sig og sýnist ekki ýkja mikill munur á þeim skógi og hinum víetnamska sem þeir höröust í áöur. Son sinn hefur Mark ekki séö í 14 ár en fyrir þrá- beiðni ráðskonu skógarhöggsmanna, sem hann vinnur meö um hríö, skrifar hann pilti og lætur vita af sér. Strákur, sem er nýútskrifaður hæstur í sínum bekk, mætir á staðinn. En þá er hlaupin snurða á þráðinn og samfundir þeirra feðga veröa ekki meö þeim ágæt- um sem báða dreymdi um. Eftir andstreymi á vinnu- stað er faöirinn flúinn til fjalla á ný, Sonurinn skilur ekki höfnun og feluleik foðurins, faöirinn kann ekki aö umgangast son sinn. Ekki bætir úr skák að í kjölfar hálfmisheppnaðra endurfunda þeirra brýst út stríö í friðsælum skóginum. Ekkert er til sparað viö gerð myndarinnar og vekur vönduö og falleg myndataka alveg sérstaka athygh. Fallegt og tignarlegt landslag gerir sitt til þess aö margar senur í myndinni verða mjög áhrifamiklar. John Litgow leikur hermanninn vankaða og ferst það vel úr hendi eftir því sem handrit býöur upp á en það er einn veikasti hlekkur myndarinnar. Félagar hans í skóginum eru skýrar persónur, báöir kolgeggj- aöir, hvor á sinn hátt. Unglingurinn virðist klaufalega leikinn í fyrstu en Ralph Macchio nær sér mjög vel á strik og kemst frá- bærlega vel frá hlutverki sínu að lokum. Styrkur myndarinnar er mestur sá að viðkvæmar senur, um erfið samskipti fóður og sonar, verða aldrei væmnar og klisjukenndar. Leikstjóra tekst mjög vel að sneiða hjá þeim gn'fjum sem grafnar eru í frekar veikburða handriti. Fyrir vikið verður myndin sterk- ari og áhrifameiri í fremur einfóldum boðskap sínum í glæsilegu lokaatriði. Stjömugjöf ★ ★ ★ Distant Thunder. Bandarisk. Leikstjóri Rick Rosenthal. Aðalhlutverk: John Litgow og Ralph Macchio. Páll Ásgeirsson Stjömubio - Lif og flör 1 Beverly Hllls: Hingað og ekki lengra Lif og fjör í B.H. er tvímælalaust ein lélegasta afurð draumaverksmiðjunnar á þessu ári. Sjaldan hefur bandaríska afþreyingarformúlan verið eins herfilega misnotuð. Myndin er kennslubókardæmi um hve djúpt sé hægt að sökkva í peningaleit. Lapþunnur söguþráð- urinn greinir frá ofdekraðri húsmóður í Beverly Hills, sem tekur sér á hendur í samviskukasti að stjóma hópi ofdekraðra stúlknaskáta þótt hún kunni ekki hið minnsta að bjarga sér á skátavísu. En hún kann að kaupa tískufot, velja skartgripi, hárgreiðslu, fótsnyrt- ingu og viðlíka og miðlar því þeirri dýrmætu reynslu til telpnanna í staðinn. Þetta er verra en það hljómar. Bætið við öfundsjúkri Rambólínu, langþreyttum eigin- manni, mexíkanskri ráðskonu, japönskum garðyrkju- manni, forríkum foreldrahópi, kökusölukeppni og bakpokasýningu og þá er útlitið orðið verulega slæmt. Ekki er vitund reynt að breiða yfir galla sögunnar, heldur veltir myndin sér blygðunarlaust upp úr þeim. Handritið er fáránlegt og þegar líður á myndina sann-, ast að lengi getur vont versnað. Mjög lengi. Leikarar geta engu bjargað því þeim er gert að ofleika, með hræðilegum afleiðinguní. Hinni snoppufríðu Shelley Long hefur aldrei tekist eins illa upp og verður Phyll- is Neffler minnst sem einnar af leiðinlegustu persón- um hvíta tjaldsins til þessa. Aukaleikar gera illt verra og tekst þeim listilega að draga myndina enn neðar þegar þeir fá tækifæri til þess. Hollywood er frægt að Craig T. Nelson og Shelley Long eru tveir af aðalleik- urum myndarinnar. endemum fyrir ómerkilega afþreyingu, en hér hefur eitthvað farið illilega úrskeiðis. Það sýnir svörtustu hliðar iðnaðarins að virkilega skuli tilætlast að ein- hverjir fari á slíkan óhugnað. Stjörnugjöf: 'A Troop Beverly Hills, bandarísk 1989, 105 mín. Leikstjóri: Jeff Kanew Aðalhluverk: Shelley Long, Craig T. Nelson, Betty Thomas, Marie Gross, Stephanie Beacham. Gísli Einarsson Fjölmiðlar Einkennilegar aðferðir Út kemur í Reykjavík mynd- skreytt mánaðarrit undir nafninu „Heimsmynd" á vegum Herdisar Þorgeirsdóttur og Ólafs Hannibals- sonar. Af einhverjum ástæðum er þessu fólki uppsigað við Davíö Oddsson borgarstjóra. f desemberhefti ritsins er athyglis- vert, hverníg könnun á viðhorfum rúmlega hundrað k venna til ís- lenskra karla er kynnt. Stjórnmála- mönnum er þar raðað eftir því, hversu umdeildir þeir eru. Verða menn að lesa vel og lengi til þess að komast að því, að Davíð hafi reynst vinsælasti stjómmálamað- urinn í hópi kvennanna. Þurfti að felaþástaðreynd? Enn fremur eru birtar umsagnir úr könnuninni um frammámenn í stjórnmálum, atvinnulífi, iþróttum, listum og vísindum. Þar er farið hin- um verstu orðum um Sverri Her- mannsson og gráu bætt ofan á svart með þvi að birta af honum andlits- mynd á forsíðu undir fyrirsögninni „Spilitur". Nú er Sverrír vissulega umdeildur maður, enda fyrirferðarmikill og stundum hvass í málflutningi. En ótrúlegt er, ef enginn i þessari könn- un hefur sagt neitt jákvætt um hann. Sú spuming vaknar, hversu langt blaðamenn geta leyft sér að ganga í skjóli ónafngreindra heimildar- manna. Treysta þau Herdis og Ólaf- ur sér til að leggja frara öll gögn þessarar könnunar? Hannes Hólmsteinn Gissurarson HEIMSMEISTARA-HAPPDRÆTTI HANDKNATTLEIKSSAMBANDS ÍSLANDS Stöndum saman um landsliðið okkar - I^IPÍ ^ Mestu möguleikar í einu happdr BÍLAR t. ættiaðvinnabíl SALA UR BÍL í KRINGLUNNI OG AUSTURSTRÆTI \ " " L_____

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.