Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1990, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 1990.
5
dv Fréttir
Fengu reyk>
eitrun í
heimahúsi
Tveir voru fluttir á slysadeild eftir
að kvlknað hafði í út frá borðskreyt-
ingu sem hafði brunnið niður í húsi
við Skálagerði um hádegisbilið í gær.
Var talið að að um lítils háttar reyk-
eitrun hefði verið að ræða en var
ekki talið alvarlegt. Slökkviliðið var
einnig kvatt að húsi við Álfatröð í
Kópavogi í gær og hafði bamakofi
þar brunnið eftir að bam hafði verið
að leika sér með eldfæri.
Á nýársnótt vom útköll ekki mörg
hjá slökkviliöinu í Reykjavík. Þó var
kveikt í ruslagámi við húsið Haga í
vesturbænum og logaði þar í msli
sem var slökkt í. Einnig kviknaði í
sorpgeymslu í Breiöholti og tókst
fljótlega að slökkva þar.
Á sjöunda tímanum á nýársnótt
varð ökumaður fyrir því óhappi að
keyra á bmnahana og valt bíllinn.
Var leitað eftir aðstoð slökkvihðs til
að fjarlægja bensín af vettvangi sem
hafði lekið úr bílnum. Maðurinn
slasaðistekki. -ÓTT
Akureyri:
Mikil ölvun en
friðsöm áramót
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyii:
„Áramótin hér á Akureyri vom
góð, slys urðu engin svo okkur sé
kunnugt um,“ sagði Matthías Ein-
arsson, lögregluvarðstjóri á Akur-
eýri, í samtah við DV í gær.
Matthías sagði að eftif dansleiki
nýársnótt hefði miðbærinn fyllst af
fólki sem var þar fram á morgun,
enda veður mjög gott og 6 stiga hiti.
Flestir hefðu verið í góðu skapi, mik-
ih gleðskapur ríkjandi og aht farið
vel fram. Þó hefðu þrír menn verið
fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar
eftir slagsmál en þegar á heildina
væri htið hefðu áramótin á Akureyri
farið mjög vel fram og verið stórá-
fahalaus.
Einn í haldi
vegna innbrota
Gyffi Kristjánssan, DV, Akureyri:
Einn maður er í haldi rannsóknar-
lögreglunnar á Akureyri, grunaður
um að hafa framið fjölda innbrota í
fyrirtæki og stofnanir í bænum að-
faranótt gamlársdags.
Ahs var brotist inn á 13 stöðum þá
nótt víðs vegar í bænum, skemmdir
unnar og einhveiju stolið. Lögreglan
hafði strax ákveðinn grun um að
sami aðili hefði veriö að verki á öh-
um stöðunum og hafði ákveðinn
mann strax í huga. Hann var síöan
handtekinn daginn eftir og var í yfir-
heyrslum rannsóknarlögreglunnar í
gær.
Elo-skákstigi:
Helgi efstur
Nýr Eló-skákstigaiisti hefur verið
gefinn út og er Helgi Ólafsson nú efst-
ur íslendinga með 2575 stig en það
er það hæsta sem hann hefur kom-
ist. Margeir Pétursson er með 2555
stig og hefur lækkað um 35 stig. Þeir
eru á meðal 100 efstu en _þeir Jóhann
Hjartarson og Jón L. Ámason eru
dottnir út af þeim hsta. Ekki er ljóst
hvað mörg stig þeir eru með en þeir
eru örugglega undir 2535 stigum en
það eru 106 menn á hstanum með.
Þess er þó rétt að geta aö bæði Jón
L. og Jóhann eiga inni hækkun sem
ekki reiknast með núna. Jón L.
hækkar th dæmis um 20 stig eftir
mótið á Mahorca.
Kasparov er efstur með 2800 stig
sem er met. Hann er nú 70 stigum á
undan Karpov sem hefur lækkað
niöur í 2730 stig. Þriðji er Jan Timm-
an frá Hollandi með 2680 stig. Judit
Polgar er hæst kvenna með 2550 stig
en systir hennar, Zusza Polgar, er
næstmeð2500stig. -SMJ
HÚ ÖETIIR U»Ú
, ,«JRÆTf
Á TÁ OG FINGRI!
Hvergi í heiminum er jafnhátt vinningshlutfah og hjá Happdrætti Háskólans,
því 70% af veltunni renna beint th vinningshafa! Þar með er vinningsvonin hvergi jafnmikh
og hjá Happdrættinu. í ár eru yfir 2000 mhljónir króna í pottinum. í raun gæti annar hver íslendingur
hlotið vinning því að vinningarnir eru 135.000 talsins. Mest getur þú unnið 45 milljónir á eitt
númer — aht skattfrjálst. Með trompmiða er hægt að vinna 10 mihjónir króna í hvérjum
mánuði og 25 mhljónir í desember.
Tryggðu þér happamiða strax - þú mátt bara til!
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ÍSLANDS
vænlegast til vinnings
VINNINGASKRÁ FYRIR ÁRIÐ1990:
9 vinn. á kr. 5.000.000, 108 vinn. á kr. 2.000.000,
324 vinn. á kr. 250.000, 1.953 vinn. á kr. 75.000,
13.797 vinn. á kr. 25.000, 118.575 vinn. á kr. 12.000,
234 aukavinn. á kr. 50.000.
Samtals 135.000 vinn. á kr. 2.268.000.000.
3