Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1990, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1990, Side 6
6 Viðskipti__________ Hvað gerist íslendinga á ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 1990. í atvinnulífi árinu 1990? Haggskipið komið ígáigam? amherjamennirnir á Akureyri- ® Sa?a Þehra er frekar eins Oflbiomynd en raunveruleiki H vað er pappírstígrisdýr? AtaJ«ss tapaði yfir 700 mityonum á síðasta ári ~ íekjur &rirt»iri«:«„ ... Wlf 1-400 milljónir Kreppunni í íslensku efnahagslífi, sem einkenndi árið 1989, er ekki lok- ið. Hún verður áfram á þessu ári, samkvæmt mati Þjóðhagsstofnunar sem spáir því að kaupmáttur ráðstöf- unartekna á mann rýrni um 5,5 pró- sent í ár miðað við í fyrra. Þetta mun koma framl í vaxandi atvinnuleysi hjá þjóðinni og spáir Þjóðhagsstofn- un því að um 3 þúsund manns verði að jafnaði atvinnulaus á árinu. Talið er aö atvinnuleysið verði mest í þess- um mánuöi eða á milli 4 og 5 prósent en í lágmarki í september. Þetta eru váleg tíðindi þegaf þess er gætt að atvinnuleysi hefur aldrei verið eins mikið og einmitt á árinu 1989. Kjara- samningar flestra launþegasamtaka eru lausir og búast flestir við hörðum vinnudeilum á næstu mánuðum. En rýnum frekar í líðandi ár. Hverjir skipta um forstjórastóla? Nokkrir þekktir menn úr atvinnu- líftnu settust í nýja forstjórastóla á árinu 1989. Eysteinn Helgason varð forstjóri Plastprents, Axel Gíslason hjá Samvinnutryggingum, Gunnar Ragnars hjá Útgerðarfélagi Akur- eyringa, Sigurður Ringsted hjá Slipp- stöðinni á Akureyri,-Magnús Gauti Gautason varð kaupfélagsstjóri KEA, Valur Amþórsson varð Lands- bankastjón og Olafur Ólafsson varð forstjóri Álafoss eftir að forstjóri þess, Jón Sigurðarson, hóf störf með tengdafoður sínum að útflutningi sjávarafurða. Eflaust verða ekki jafnmikil for- stjóraskipti á þessu ári og því síð- asta. Þegar er ljóst að Kristinn Björnsson, forstjóri Nóa-Síríusar verður forstjóri Skeljungs um mitt sumar er Indriði Pálsson lætur af því starfi að eigin ósk. Þá hóf Sólon R. Sigurðsson störf sem bankastjóri Búnðarbankans í dag en hann var áður aðstoðarbankastjóri þar. Harðnandi samkeppni milli bankanna Síðasta ár var sögulegt í bankamál- um íslendinga. Þar bar kaup Versl- unar-, Iönaðar-, og Alþýðubanka á hlut ríkisins í Útvegsbankanum hæst. Þessir bankar hafa nú samein- ast í einn banka, íslandsbanka, sem hefur störf nú um áramótin. Á síð- asta ári vora einnig endalausar um- ræður um kaup Landsbanka á hlut Sambandsins í Samvinnubankanum. Færri og sterkari bankar á þessu ári eiga eflaust eftir aö auka sam- keppnina verulega á milli bankanna. Ljóst er að Landsbanki verður áfram langstærsti bankinn með um helm- ing, 50 prósent, allra bankaviðskipta, íslandsbanki verður væntanlega með um 32 prósent og Búnaðarbanki með um 18 prósent. Sérstaklega verður spennandi að fylgjast með baráttu sparisjóðanna í landinu gagnvart færri og stærri bönkum. Þeir hafa þegar gefið út þá yfirlýsingu að herbragð þeirra verði að veita persónulega þjónustu og ætla þeir ekki síst að sérhæfa sig enn meira með því að gera út á einstakl- inga og smærri fyrirtæki. Þannig segjast þeir ætla að grípa það gap sem myndist á markaönum þegar litlu bankarnir eru horfnir. Erfitt ferðaár Árið 1989 var eitt erfiðasta ár sem íslenskar ferðaskrifstofur hafa geng- ið í gegnum. Snemma gerðu þær sér grein fyrir að um 20 prósent sam- dráttur yrði í sólarlandaferðum. Þetta gekk eftir og aðeins betur. Út- koman varð sú að eftir sumarið klór- uðu ferðakóngarnir sér í kollinum og áttuðu sig á aö þeir höföu verið aö selja ferðimar á allt of lágu verði og tap væri á rekstrinum. Snemma árs hafði það vakið at- hygli þegar nýráðinn forstjóri Útsýn- ar, Anna Guðný Aradóttir, skellti því fram í blaðagrein að ferðaskrifstofur ættu eftir að detta út af markaðnum og aðrar sameinast þegar liði á árið. Hún hélt því fram að þær sem eftir lifðu yrðu þær þrjár stærstu, Útsýn, Úrval og Samvinnuferðir en Veröld, sem stofnuö var til höfuðs Útsýn, færi á kollinn. Spá Önnu rættist að miklu leyti nema nöfn skrifstofanna voru ekki alveg rétt. í haust samein- uöust nefnilega Útsýn og Úrval, Pól- aris og Veröld, og Útsýn-Úrval hefur keypt að mestum parti ferðaskrif- stofuna Sögu. Raunar áttu Sam- vinnuferðir Pólaris eina helgi en þeim samningi var rift af Pólaris- mönnum. Búast má við áframhaldandi sam- drætti í 'sólarlandaferöum íslendinga á þessu ári þar sem kaupmáttur al- mennings er minni, jafnframt því sem ætla má aö ferðimar hækki frá því í fyrra þegar ferðaskrifstofumar brenndu sig á of lágu verði. Gott hjá ísal Vænlega horfir hjá stóriöjufyrir- tækjunum ísal í Straumsvík og ís- lensku járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga á þessu ári. Metfram- leiösla var hjá ísal á síöasta ári þegar fyrirtækið framleiddi um 88.500 tonn og hagnaöist um vel á annan milljarð króna fyrir skatta en áætlaðar skatt- greiðslur voru um 400 milljónir. Þrátt fyrir stöðugt lækkandi verð á kísiljámi á árinu varð hagnaður Járnblendiverksmiðjunnar um 500 milljónir á síðasta ári. Þessi hagnað- ur myndaðist að mestu á fyrri hluta ársins. Búist er við að verð á kísil- jámi hækki eitthvað á næsta ári og að sú veröhækkun skíli verksmiðj- unni einhverjum hagnaði. Haldist hins vegar núverandi verð er gert ráð fyrir að reksturinn verði í járn- um, sem þýðir að frekari verðlækk- un leiðir til tapreksturs. Sameinaðir stöndum vér Árið 1989 var ár samruna fyrir- tækja í íslensku atvinnulífi. Á trygg- ingamarkaðnum bar hæst samein- ingu Sjóvá og Almennra trygginga, svo og sameiningu Brunabótar og Samvinnutrygginga. Á bankamark- aðnum var það samruni bankanna fjögurra í íslandsbanka. Þá samein- uðust húsgagnafyrirtækin Gamla kompaníið og Kristján Siggeirsson svo og Axis og EE-húsgögn. Áður hefur veriö minnst á sameiningu ferðaskrifstofanna. Gera má ráð fyrir að fleiri fyrir- tæki sameinist á þessu ári, einfald- lega vegna þess að áframhaldandi Fréttaljós Jón G. Hauksson kreppa þýöir minni viðskipti, minni veltu og þess vegna nauðsyn á auk- inni hagræðingu. Þó má minna á eitt vandamál við sameiningu fyrirtækja. Hagræðingin felst oftast í því aö fækka fólki og minnka húsnæðiö. Hver á hins vegar að kaupa húsnæði þegar kreppan og peningaleysið eru allsráðandi. Samdráttur í bílainnflutningi Mikill samdráttur varð í bílainn- flutningi á síöasta ári. Þetta vissu bílaumboðin fyrir eftir að þau höfðu látiö glepjast á árinu 1988 og pantaö allt of mikið af bílum sem þau síðan sátu uppi meö og leiddi til eins konar bílaútsölu. Búast má viö því að markaðsstjór- ar bílaumboðanna hringi enn bjöll- um um að fariö verði hægt í sakirnar á þessu ári. Nokkrar væringar hafa verið á milli bílaumboöanna. Þannig fékk Jöfur umboð fyrir Cherokee-jeppana sem Egill Vilhjálmsson hafði áður og Glóbus fékk Ford-umboðiö frá Sveini Egilssyni. Þá fékk Bílaumboð- ið, sem er með umboð fyrir BMW, umboðið fyrir Renault. íslandslax gjaldþrota Ekkert lát varð á gjaldþrotum á síðasta ári. Hæst ber gjaldþrot fisk- eldisfyrirtækjanna íslandslax og Lindalax. Bæði þessi gjaldþrot nema hundruðum milljóna króna. Reikna má með því að lesendur eigi eftir að lesa um fleiri gjaldþrot fiskeldisfyrir- tækja á árinu sem nú er hafið. Árið 1989 er metár í gjaldþrotum á íslandi. Aldrei fyrr fóru jafnmargir til fógeta og báðum um að verða tekn- ir til gjaldþrotaskipta. Fyrirtæki töp- uöu milljörðum á síðasta ári vegna gjaldþrota annarra fyrirtækja. Búast má við því aö hámarki gjald- þrota sé náð í þessari kreppuhrinu. Enda hefur mikil hreinsun átt sér stað á meðal skuldsettra fyrirtækja. Flugfélögin tvö Amarflug var mjög í fréttum í byrj- un síðasta árs og stóð félagið mjög tæpt um tíma. Björgunaðgerðir nú- verandi hluthafa leiddu hins vegar til þess að félagiö náði sæmilegum jafnvægispunkti á ný. Það sem menn spyrja sig helst á þessu ári er hvernig félögin tvö, Flug- leiðir og Arnarílug, ætla að búa sig undir sameiginlegan Evrópumarkað áriö 1992. Þegar hafa útlend flugfélög verið að kaupa hluti í hvert ööru. Þess vegna er það spurningin hvort stór útlend flugfélög komi til með að eignast hlut í Flugleiðum og Arnar- flugi. Eins verður forvitnilegt að sjá hvort nýr markaður opnast í Sovét- ríkjunum en Flugleiðir hafa áhuga á að taka upp áætlunarflug þangað. Svo kynni að fara að íslenskur flug- rekstur yrði miðpunkturinn í flugi milli Sovétríkjanna og Bandaríkj- anna vegna þess að ísland liggur á sporbaugslínu og er mitt á miíli Moskvú og Washington. Lækkar olíuverðið? Hráolíuverðið var í kringum 17 dollara tunnan að jafnaði á síðasta ári eftir að hafa verið í kringum 14 dollara tunnan árið 1988 og 17,7 doll- ara árið 1987 og um 14,20 dollara árið 1986. Nýlega spáði National Westm- inister bank í London því að hráolíu- verð eigi eftir að lækka á þessu ári og vera í kringum 16 dollara tunnan að jafnaði. Þetta byggist á því að Opec-ríkin komi sér ekki saman um framleiðslukvóta sem fyrri daginn þannig að framboð aukist meira en eftirspurnin. DV birtir vikulega verö á olíu í Rotterdam og hófust þessar DV- skráningar haustið 1987.1 þeim hefur vel komið fram hvernig verð á gasol- íu og svartolíu hefur snarhækkaö síðustu mánuði íslenskri útgerð í óhag. Þannig er komið að verð á gas- olíu er hærra en verð á súperbens- íni. Einnig hefur steinolía, þotuelds- neyti, snarhækkað í verði, ísiensku flugfélögunum í óhag. Menn ársins Menn ársins í atvinnulífinu á síð- asta ári voru Samherjamennirnir á Akureyri. Þeir em undramenn í út- gerð og er þeim frekar líkt við galdra- menn en útgerðarmenn. Samherja- mennirnir voru sérlega vel að út- nefningunni komnir. Nokkur kvíöi er hins vegar í út- gerðarmönnum fyrir þetta ár. Ljóst er að verulegur samdráttur verður í þorskveiðum en áætlað er að veiða ekki meira en 300 þúsund toún af þorski á árinu. Þjóðhagsstofnun ger- ir ráð fyrir að vegna minni afla sé fyrirsjáanlegt aö framleiðsla sjávar- afuröa muni minnka á þessu ári um 3 prósent. Staða fiskvinnslunnar batnaði mjög á síðasta ári vegna þess að raungengið lækkaði verulega. Búast má viö því að stjórnvöld verði jafn- grimm á þessu ári að lækka gengi krónunnar takist ekki að halda verð- bólgunni í skefjum en Þjóðhagsstofn- un gerir ráð fyrir um 16 prósent verð- bólgu, hækkun framfærsluvísitölu, á árinu. Menn þessa árs? Að lokum er svo bara að sjá hveij- ir verða menn þessa árs í atvinnulíf- inu. Þaö ræðst af því hverjir verða duglegastir og harðastir í að reka fyrirtæki sín og ná fram aukinni hagkvæmni og hagnaði. -JGH Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækurób. 11-12 Bb Sparireikningar 3jamán.uppsögn 11,5-13 Úb,V- b,Ab 6mán.uppsögn 13-14 Úb,V- b.Ab 12mán.uppsögn 12-15 Lb 18mán. uppsögn 26 Ib Tékkareikningar, alm. 2-4 Sp Sértékkareikninqar 10-12 Bb Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 0,75-1,5" Allir nema Sp 6mán. uppsögn 2,5-3,0 Lb,Bb,- Sb Innlán með sérkjörum 21 Allir Innlángengistryggð Bandaríkjadalir 7-7,5 Sb Sterlingspund 13-13,75 Úb.Bb,- lb,V- b.Ab. Vestur-þýsk mörk 6,75-7 Úb.lb,- Vb.Ab Danskarkrónur 10,5-11,0 Úb.lb,- Vb,Ab ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvixlar(fon/.) 27,5 Allir Viðskiptavíxlar(forv.)(1) kaupgengi Almenn skuldabréf 31,5-32,75 Lb.Bb Viðskiptaskuldabréf(l) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(yfirdr.) 32,5-35 Lb.Bb Utlán verðtryggð , Skuldabréf 7,25-8,25 Úb Utlán til framleiðslu Isl. krónur 28,5-33 Lb.Bb, SDR 10,75 Allir Bandarikjadalir 10,25-10,5 Allir nema Úb.Vb Sterlingspund 16,75 Allir Vestur-þýsk mörk 9,75-10 Allir nema Húsnæðislán 3,5 Lb Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 40,4 MEÐALVEXTIR óverðtr. des. 89 31,6 Verðtr. des. 89 7,7 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitalajan. 2771 stig Lánskjaravísitala des. 2722 stig Byggingavísitala des. 505stig Byggingavísitala des. 157,9stig Húsaleiguvisitala 3,5%hækkaði l.okt. VERÐBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 4,508 Einingabréf 2 2.481 Einingabréf 3 2,971 Skammtímabréf 1,539 Lifeyrisbréf 2,267 Gengisbréf 1,993 Kjarabréf 4,460 Markbréf 2,368 Tekjubréf 1,898 Skyndibréf 1,346 Fjólþjóðabréf 1,268 Sjóðsbréf 1 2.169 Sjóösbréf 2 1,662 Sjóðsbréf 3 1,523 Sjóðsbréf 4 1,281 Vaxtasjóðsbréf 1,5225 HLUTABREF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv Sjóvá-Almennar hf. 400 kr. Eimskip 400 kr. Flugleiðir 162 kr* Hampiðjan 172 kr'. Hlutabréfasjóður 166 kr. Iðnaðarbankinn 180 kr. Skagstrendingur hf. 300 kr. Útvegsbankinn hf. 155 kr. Verslunarbankinn 153 kr. Olíufélagið hf. 318 kr. Grandi hf. 157 kr. Tollvörugeymslan hf. 114 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaö- inn birtast i DV á fimmtudögum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.