Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1990, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1990, Page 10
10 ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 1990. Útlönd fundur þeirra haldinn til þess aö bjarga samsteypustjóminni, sem setið hefur í eitt ár, frá falli. Aðstoðarmenn Shamirs sögðu að forsætisráðherrann, sem er leið- togi Likudflokksins, myndi ekki breyta ákvörðun sinni um að reka Weizman. Hins vegar myndi hann reyna að halda flokki ráðherrans, Verkamannaflokknum, í stjóm- inni. Shamir rak Weizman, sem átti mikinn þátt í friðarsamningnum við Egypta 1979, á sunnudaginn og sakaði hann um að hafa aðstoðaö PLO viö að reyna að eyðileggja áætlun ísraels um kosningar fyrir Palestínumenn á herteknu svæð- unum. Aðstoðarmenn Shamirs segja að Weizman hafi hitt Nabil Ramlawi, yfirmann skrifstofu PLO í Genf. Weizman tjáði flokksfélög- um sínum að hann hefði gefið PLO ráð í gegnum milligöngumann til að setja skilyrði fyrir samþykkt fimm liða áætlunar Bandaríkjanna um að greiða götu fyrir kosninga- áætluninni. Milligöngumaðurinn sagði að stjómin hefði óbeint sam- band við PLO og að Weizman hefði ekki vikið frá þeirri stefnu. Háttsettur ráðgjafi PLO í Bagdad sagði að Weizman hefði ekki hitt embættismenn PLO en það hefðu hins vegar nokkrir ónafngreindir ísraelskir ráðherrar og háttsettir embættismenn gert. Verkamannaflokkurinn styður opinbert bann við sambandi við PLO en sundrung ríkir þó innan flokksins um málið. Verkamanna- flokkurinn hefur ekki til mikils áð vinna með því að þrýsta á um kosn- ingar um viðræöur við PLO. Leið- togi Verkamannaflokksins, Shim- on Peres varaforsætisráðherra, sagði að samsteypustjómin myndi falla nema Weizman héldi embætti sínu. Skiptar skoðanir voru meðal annarra ráðherra flokksins um hvort yfirgefa ætti stjómina. Reuter Yitzak Shamir, forsætisráðherra man, sem rekinn hefur veriö vegna ísraels, mun ef til vill hitta að máli meintra tengsla við Frelsissamtök ráöherra vísindamála, Ezer Weiz- Palestínumanna, PLO. Yrði þá Ezer Weizman, ráðherra vísindamála í Israel, sem Shamir forsætisráð- herra hefur rekið. Símamynd Reuter Stjórnar- kreppa í ísrael Kam tkMúi* « Fellagörðum - Breiðholtl III ^ii Fellagörðum - (í Dansskóla Helðars) Almenn námskeið Karon skólinn kennir ykkur: e rétta líkamsstöðu e rétt göngulag O fallegan fótaburð e andlits- og handsnyrtingu e hárgreiðslu e fataval e mataræði e hina ýmsu borðsiði og alla almenna framkomu o.fl. Módelnámskeið Karon skólinn kennir ykkur: e rétta líkamsstöðu e rétt göngulag e fallegan fótaburð e sviðsframkomu $ Öll kennsla í höndum færustu sérfræðinga. Allir tímar óþvingaðir og frjálslegir. Ekkert kynslóðabil fyrirfinnst í Karon Innritun og upplýsingar í síma 38126 kl. 15-20. skólanum. ísraelskir lögreglumenn handtaka palestínska konu sem þátt tók í friðar- göngu frá vesturhluta Jerúsalem til austurhluta borgarinnar. Simamynd Reuter Palestínskur unglingur skot- inn ta'l bana ísraelskir hermenn skutu til bana palestínskan ungling á vesturbakk- anum í gær í átökum viö grímu- klædda unglinga sem minntust þess aö tuttugu og fimm ár voru liðin frá stofnun Fatah-hreyfingar Yasser Arafats, leiðtoga Frelsissamtaka Pa- lestínumanna, PLO. Fatah-hreyfing- in er stærsti hópurinn innan PLO. Útgöngubann var sett á nær millj- ón Palestínumenn á vesturbakkan- um og Gazasvæðinu til að koma í veg fyrir mótmæli í gær en heryfirvöld tilkynntu að útgöngubanninu yrði aflétt á Gazasvæðinu í dag. Heimildarmenn innan hersins sögðu að hermenn á eftirlitsferð í þorpi norðan við Jerúsalem hefðu skotiö gúmmíkúlum til að dreifa fimmtíu grímuklæddum aröbum. Hefðu hermennimir handtekið tvo, þar á meöal særðan ungling. Síðar kom í ljós að unglingurinn hafði ver- ið myrtur og fluttur á sjúkrahús í austurhluta Jerúsalem. Lögreglan greindi frá því að póstyf- irvöld hefðu gert tíu bréfsprengjur, sem sendar hefðu verið frá Kýpur undanfama daga, óvirkar. Hafa Isra- elsmenn verið varaðir við að fleiri geti verið á leiðinni. Vegna útgöngubannsins hafa fréttamenn einungis getað farið til herteknu svæðanna í fylgd með ísra- elskum hermönnum. Allur vestur- bakkinn, að Betleheip undanskilinni, hefur verið lokaður. íbúar í Betie- hem segja aö hermenn hafi neytt verslunareigendur til að loka versl- unum sínum stuttu eftir að þær vom opnaöar. Þrátt fyrir allar ráðstafan- imar mátti sjá myndir af Arafat á byggingum á vesturbakkanum. Lögreglan tilkynnti að ónýt hand- sprengja hefði fundist undir bíl eigin- konu Shimon Peres varaforsætisráð- herra fyrir utan heimili þeirra í Tel Aviv. Reuter Olíuævintýri á Grænlandi? Gífurlegt magn olíu gæti verið í jörðu nyrst á Grænlandi, samkvæmt áhti jarðfræðinga sem stundað hafa rannsóknir þar frá 1984. Uppgötvun- in leiðir þó ekki til olíuævintýris á næstunni þar sem talið er að olían sé á milli jökulsins og stöðugt ísi- lagðra fjarða. Flutningar á olíunni yrðu þess vegna erfiðir og dýrir. Vinnsla myndi aöeins borga sig ef olíuverð hækkaði mikið og ef um mikið magn olíu væri að ræða. Skil- yrði fyrir vinnslu á þessu svæði eru miklu verri en á Jameson Land á austurströnd Grænlands þar sem tvö olíufélög, ARCO sem er bandarískt og AGIP sem er ítalskt, hafa leitaö að olíu í mörg ár. Rannsóknirnar nyrst á Grænlandi, þar sem meðalhitastigið kemst rétt upp fyrir frostmark í aðeins þrjá mánuði á ári, hafa hins vegar farið fram í vísindalegum tilgangi. Jarð- fræöingamir segja að skýrsla þeirra geti verið áhugaverö fyrir næstu nágranna Norður-Grænlands, Kanada og Síberíu, þar sem skilyrðin SéumjÖgSVÍpuð. Ritzau

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.