Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1990, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1990, Page 14
14 ÞRIÐJUDAGUR’ 2. JANÚAR 1990. Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JONAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11,105 RVlK, SlMI (1J27022- FAX: (1 )27079 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr. Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr. Maður ársins Ritstjórn DV valdi Sigurjón Óskarsson, bjargvætt og aflakóng frá Vestmannaeyjum, mann ársins 1989. DV er einkar ánægt með þessa útnefningu, og hún hefur mælzt vel fyrir. Þarna fer maður, sem ekki hefur verið daglega í fréttum eins og gildir um marga landa hans. En þeim mun frekar er réttmætt að heiðra þennan mann og benda ítarlega á afrek hans, bæði á síðasta ári og fyrr. DV hefur um langt árabil valið mann ársins. Það val hefur tekizt vel. DV er eini íjölmiðillinn, sem þetta ger- ir. En sé litið yfir liðin ár, kemur í ljós, að jafnan eru þar menn og konur, sem upp úr standa. Valið á manni ársins getur verið erfitt. Oft koma margir til greina. í þetta sinn hefur verið vahnn maður, sem vinnur hörð- um höndum mest í kyrrþey að starfi sínu, og afrek hans hafa verið unnin við þá elju. Þetta er maður, sem ekki lætur mikið yfir eigin afrekum, en honum fmnst gjarn- an, sem verkum hans sé stýrt af æðri hendi. Þegar litið er yfir farinn veg, verður manni oft fyrst hugsað til stjórnmálamannanna. Hafa einhverjir þeirra unnið veruleg afrek á hðnu ári? Svo er ekki. Sumir hafa staðið sig vel, aðrir Ula. Ýmiss konar vandræða- mál hafa einkennt stjórnmálin. Núverandi ráðherrar verðskulda ekki heiður. Þeir hafa yfirleitt farið illa að ráði sínu, þótt utanríkisráðherra hafi komið þolanlega fram sem fuhtrúi fríverzlunarbandalagsins EFTA. Hið sama gildir um stjórnarandstöðuna. Nokkrir stjórn- málamenn hafa hlotið nýjar vegtyllur á liðnu ári. Borg- araflokkurinn eignaðist tvo ráðherra mað samninga- makki. Steingrímur J. Sigfússon var kjörinn varafor- maður Alþýðubandalagsins. Davíð Oddsson var kosinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins. En þetta gerir þá auðvitað ekki að mönnum ársins. Þegar litið er yfir árið, koma mönnum auðvitað marg- ir í hug. Hér skal aðeins nefnt afrek handknattleiks- landsliðs íslands í B-heimsmeistarakeppninni í hand- knattleik. Það var vel gert, og verðskulda bæði leikmenn og þjálfari liðsins heiður fyrir. Ýmsir aðrir íþróttamenn hafa staðið sig vel. Sigurjón Óskarsson hlýtur heiður DV fyrir björgunarstörf. Fleiri hafa unnið slík mark- verð störf, en enginn getur neitað því, hversu afrek Sig- urjóns ber hátt, einkum þegar htið er á feril hans í heild. Siguijón hefur að vísu ekki verið daglega í fréttum. En margir landsmenn kannast mætavel við hann. Sigur- jón er margfaldur aflakóngur í bátaflotanum. En það afrek, sem vakti mesta virðingu síðastliðið ár, var það, þegar Siguijón bjargaði sjö mönnum úr sjávarháska, þar á meðal bróður sínum. Þetta var í fjórða sinn, sem Sigurjón bjargaði sjómönnum frá drukknun. Hann hefur bjargað 27 sjómönnum úr sjávarháska. Hann fékk síðastliðið ár riddarakross fálkaorðunnar og var sannarlega vel að þeim heiðri kominn. Ef við rekjum í stuttu máli björgunarafrek Sigurjóns Óskarssonar, minnast margir þess, að hann bjargaði árið 1974 áhöfninni á Bylgju, sem sökk undan suður- ströndinni. Síðar barg hann áhöfninni á Jóhönnu Magn- úsdóttur VE. Þriðja skiptið var, þegar hann barg Katr- ínu VE af strandstað í Meðahandsbug. Þar komst hann lengra en aðrir, sem reyndu björgun við þær aðstæður. Árið 1989 bjargaði hann svo mönnum af Nönnu VE, þar sem Leó bróðir hans var skipstjóri, en sjálfur er Sigur- jón skipstjóri á Þórunni Sveinsdóttur VE. Hér hefur vel tekizt um val. Haukur Helgason „.. .ég hef aldrei getað skilið að fólk á Vesturlöndum skuli hafa getað varið og barist fyrir stjórnkerfi kommún- ista,“ segir í greininni. - Ceausescu heilsar þegnum sínum. Spennandi ár Á árinu 1989 gerðust meiri og merkilegri hlutir en nokkurn hefði getað órað fyrir. Þetta á þó ein- göngu við um það sem gerðist á erlendum vettvangi. í innanlands- málum gerðist því miður ekki ann- að en búast mátti við af slæmri og úrræðalausri ríkisstjórn. Fjörbrot kommúnismans í Aust- ur-Evrópu er það sem ber hæst. Ósigur kommúnismans sem stjórnmálastefnu varð svo afger- andi á árinu 1989 að hann á sér ekki viðreisnar von. Þegar reynt er að meta það sem gerðist þá stendur eftir að á síðasta ári gerðist sá einstæði atburður að fólkið sigraði kerfið. Það var fólkið, að mestu leyti skipulagslaus and- staða, sem velti einokunar- og kúg- unarkerfi kommúnismans í hverju landinu á fætur öðru. Oft hefur veriö talað um að menn gætu ekki látið skoðun sína í ljós undir kommúnistastjórn nema með því að greiða atkvæði með fót- unum og er þá átt við að fólk verði að flýja land og sýna afstöðu sína með þeim hætti. Nú má einnig segja að fólkið í kommúnistaríkjunum hafi svo um munar greitt atkvæði með fótun- um. Ekki með því að flýja land heldur með því að halda út á göt- umar og ganga, fara óvopnað í kröfugöngur og mótmælastöður gegn harðstjórninni. Hvað gerðist? Kommúnistastjómir Austur- Evrópu höfðu komið sér upp gríö- arlega sterku stjómkerfi. Vakað var yfir hverju fótmáli, orðum og hugsun þegnanna og þeim komið fyrir í vinnubúðum, geðveikrahæl- um eða haldið í stofufangelsi ef skoðanir þeirra og framkoma var ekki í samræmi við það sem vald- hafamir vildu. Unnið var gegn kirkju og trúar- lífi. Blöð vom ritskoðuð og lutu stjóm kommúnistaflokksins. Bannað var að hlusta á vestræna fjölmiðla og upplýsingastreymi til fólksins takmarkaö á ýmsa vegu. Heimsmynd fólks í kommúnista- ríkjunum var því á margan hátt mjög brengluð. Stjórnkerfi kommúnista var sú ógn sem frelsisunnandi fólk í lýð- ræðisríkjum taldi nauðsynlegt að berjast gegn, ekki síst vegna þess að fulltrúar þessarar ógnar áttu jafnan sterka málsvara í hverju landi fyrir sig. Ég sannfærðist ungur um það að mikilvægasta póhtíska baráttan væri gegn kommúnismanum. Frelsi mannkyns og framtíð valt á því að þessari ógn yrði bægt frá. Sú skoðun hefur ekki breyst í ár- anna rás. Við sem vorum þessarar skoðunar tókum út pólítískan þroska og hörðnun í baráttunni við íslenska kommúnista. Ég viðurkenni það fúslega aö ég hef aldri getað skilið að fólk á Vest- urlöndum skuli hafa getað varið og barist fyrir stjórnkerfi komm- únista. Sérstaklega gekk mér erf- iðlega að skilja það þar sem fjöl- margir baráttumenn fyrir komm- únisma voru og eru miklir og góðir baráttumenn fyrir alls kyns mann- úðar- og velferðarmálum og hið KjaJIariim Jón Magnússon hrl. ágætasta fólk í hvívetna. En svo hrundi þetta kerfi allt í einu. Hvað gerðist eiginlega? Hvernig stóð á því að kerfið með leynilögregluna, herinn, fjölmiðl- ana og allt megnaði ekki að halda áfram að vera til og berjast fyrir tilveru sinni? Á því eru tvær meg- inskýringar. Annars vegar var um að ræða svo víðtæka og almenna andúð fólksins á kerfmu og hins vegar var efnahagskerfið hrunið. Eg sem andstæðingur kommún- ismans taldi einsýnt að honum yrði ekki rutt úr vegi nema til kæmu verulegar blóðfómir. Sem betur fer reyndist ég ekki sannspár í því efn- i. Mér fannst hins vegar skrýtiö að handhafar einræðiskerfisins skyldu ekki reyna að berjast. Skýringin kom endanlega í Rúmeníu sem því miður mátti þola blóösúthellingar. En þar sýndi það sig, svo ekki varð um villst, að kerf- ið var oröið svo veikt að öll barátta var vonlaus og hafði ekkert upp á sig nema blóðsúthellingar. Niður- staðan lá fyrir. Hvað geist svo? Margir óttast að þeirri þróun, sem hafin var á árinu 1989, verði snúið við. Harðlínumenn muni taka yfir. Jafnframt em þeir til sem spá því að ástandið sé í það miklu ójafnvægi að líkur hafi aukist á styrjaldarátökum. Ég held að þetta sé rangt. Fráhvarfið frá kommún- ismanum er svo algjört og efna- hagslegt gjaldþrot hans svo afger- andi að erfitt er að sjá annað en að framhald verði á þessari þróun á næstu ámm. Mér finnst því full ástæða til aö vera bjartsýn á framtíðina. Ef Vest- ur-Evrópu-þjóðir skynja sinn vitj- unartíma og era reiðubúnar til að mynda samtök um að hjálpa ríkj- um Austur-Evrópu til sjálfshjálpar þá verður fyrirsjáanleg framtíð Evrópu björt og friðsamleg. Þær spumingar, sem nú standa eftir, eru fyrst og fremst hvað ger- ist í hinum kommúnistaríkjunum, eins og Kína og Víetnam o.s.frv. Verður sama þróun þar? Ég held að nauðsynlegt sé að láta tímann vinna með frelsinu í þessum lönd- um eins og löndum Austur-Evrópu. Ég minnist þess að harðlínumenn í íslenskum varnar- og öryggismál- um höfðu á öllum tímum margt við austurstefnu Willy Brandt að at- huga. Þeir voru á móti öryggis- málaráðstefnu Evrópu sem síðan var haldin í Helskinki. Nú er ljóst að afstaða þessara manna var röng. Það var mikilvægur áfangi að fá þjóðir kommúnismans til að undir- rita Helsinkisáttmálann. Þau ákvæði, sem þar er að finna, urðu baráttumönnum fyrir frelsi og mannréttindum í Austur-Evrópu hvatning til dáða. Þessir menn prédika nú harðlínustefnu sem fyrr. í dag er fyllsta ástæða til að taka boðskap þeirra með varúð. Pólitíkin í framtíðinni Ljóst er að sú mikla hugmynda- fræðilega barátta í pólitík, sem hófst fyrir um tveim öldum, er að renna ákveðið skeið á enda. í lýð- ræðisríkjunum hefur orðið sátt um mörg helstu deilumál ólíkra kenn- ingakerfa. í dag er ekki lengur deilt um gildi velferðarkerfisins sem slíks. Ekki er deilt um ótvíræða kosti fijáls markaðsbúskapar, svo tekin séu dæmi um atriði úr póli- tískri baráttu sem skipt hafa miklu á undanförnum áratugum. Nú líður væntanlega að því að fólk hætti að skipa sér í flokka eft- ir því hvort það er með eða á móti NATO eða veru varnarliðsins. Póli- tíska litrófið tekur því væntanlega breytingum til góðs. Hættan, sem ég sé í þessu, er stöðugt minnkandi áhugi almennings á stjómmálum og aukin völd skrifræöisins. Slíkt áhugaleysi er í sjálfu sér eðlilegt þegar fólk á í raun enga raun- verulega valkosti. Flokkar sósíahsta hafa að nokkru tekið upp fijálslynd viðhorf og fijálslyndir flokkar hafa í nokkru tekið upp sósíalísk viðhorf. Fólk greinir því iðulega lítt á milli stefnu þeirra og áhugaleysi þess á stjórn- málum, sem er eðlileg afleiðing, veldur því að báknið stækkar. Raunveruleg pólitísk barátta hér á landi, sem og á öðrum Vestur- löndum, mun á næstu árum aöal- lega vera á milli þeirra sem vilja létta oki skrifræðis og skattaáþján- ar af þegnunum og hinna sem telja eðlilegt að koma fram sem tannhjól ríkjandi valdavélar sem stjórnað er af helstu embættismönnum í ráðuneytum og fjármálastofnun- um. Jón Magnússon „Fráhvarfiö frá kommúnismanum er svo algjört og efnhagslegt gjaldþrot hans svo afgerandi að erfitt er að sjá annað en að framhald verði á þessari þróun á næstu árum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.