Dagblaðið Vísir - DV - 02.01.1990, Side 28
28
ÞRIÐJUDAGUR 2. JANÚAR 1990.
Andlát
Gisli Guðmundsson, leiösögumaður
og kennari frá Tröð, lést 29. desemb-
er.
Sigurlilja Pétursdóttir, áður Hofs-
vallagötu 17, ReyKjavík, lést á öldr-
unardeild Hvítabandsins 29. desemb-
er.
Jarðarfarir
Guðríður Ólafsdóttir frá Höíðahól-
um, Skagaströnd, tíl heimilis í Há-
túni lOb, er látin. Útförin hefur farið
fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu.
Narfi Þorsteinsson, Hvassaleiti 85,
verður jarðsunginn frá Dómkirkj-
unni' miövikudaginn 3. janúar kl.
10.30.
Eyrún Guðnadóttir lést í Landspítal-
anum 18. desember sl. Útforin fer
fram frá Fossvogskirkju miðviku-
daginn 3. janúar kl. 15.
Útfór Oddnýjar S. Einarsdóttur frá
Ámesi verður gerð frá Langholts-
kirkju miðvikudaginn 3. janúar kl.
13.30.
Lilja Jóhannesdóttir, er andaðist á
Sólvangi 23. desember, verður jarð-
sungin frá Hafnaríjarðarkirkj u 3.
janúar kl. 13.30.
Stefán Á. Pálsson, Stígahhð 4, verður
jarðsunginn frá Dómkirkjunni mið-
vikudaginn 3. janúar kl. 13.30.
Útfór Kaj L. J. Pind húsgagnabólstr-
ara verður gerð frá Nýju kapeilunni
í Fossvogi miðvikudaginn 3. janúar
kl. 15.
Bjarni Jónsson vélstjóri, Espigerði
4, Reykjavík, verður jarðsunginn frá
Fossvogskapellu í dag, 2. janúar, kl.
15.
Kristín Illugadóttir frá Skárastöðum
verður jarösett frá Víðistaðakirkju,
Hafnarfirði, í dag, 2. janúar, kl. 13.30.
Valgeir Þórður Guðlaugsson, Hörða-
landi 24, verður jarðsunginn frá Bú-
staðakirkju miðvikudaginn 3. janúar
ki. 13.30.
Óskar Jónsson lést 21. desember.
Hann fæddist 22. nóvember 1927 á
Borgarfirði eystra, sonur hjónanna
Jóns Stefánssonar og Kristbjargar
Helgu Eyjólfsdótur. Óskar vann
margvísleg störf tíl lands og sjávar
en lengst af við jámsmíði. Útför hans
verður gerð frá Fossvogskapellu í
dag kl. 13.30.
Lovisa Júlíusdóttir lést 21. desember.
Hún fæddist í Reykjavík 21. júh 1916,
dóttir hjónanna Maríu Símonardótt-
ur og Júlíusar Loftssonar. Lovísa
stundaði nám við Kvennaskólann í
Reykjavík og hóf verslunarstörf að
námi loknu. Eftírlifandi eiginmaður
hennar er Þórarinn Sigurgeirsson.
Þeim hjónum varð þriggja barna
auðið. Útfor Lovísu verður gerð frá
Fríkirkjunni í Reykjavík í dag kl.
13.30.
Tilkynningar
Gjöf til Félags
einhverfra barna
Eigendur verslana og þjónustufyrirtækja
í Glæsibæ eru nú í annað sinn að færa
Félagi einhverfra bama dálitla peninga-
gjöf. Stúfur, sem er jólasveinn Glæsibæj-
ar, færir félaginu þessa gjöf og tjáir með
því hug sinn og eigenda viðkomandi fyr-
irtælga til Félags einhverfra bama.
t
Maðurinn minn, faðirokkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Stefán A. Pálsson,
Stigahlíð 4,
Menning
Skemmtilegt skaup
Rikisútvarpið - sjónvarp:
ÁRAMÓTASKAUP
Höfundar: Andrés Indriðason, Árni ibsen, Jón Hjartarson,
Þórarinn Eldjárn, Stefán Baldursson og leikhópurinn.
Kvikmyndataka: Páll Reynisson
Stjórn upptöku: Þór Elís Pálsson
Leikstjórl: Stefán Baldursson
Áramótaskaup sjónvarpsins er fyrir löngu orðið
jafnómissandi hluti af skemmtun gamlárskvölds eins
og flugeldamir og blysin. Og svo er skeggrætt um það
næstu daga hvemig tíl hafi tekist, hvort grínið hafi
verið betra eða verra í ár en í fyrra og bestu atriðin
úr skaupum liðinna ára em rifluð upp til saman-
burðar.
Það er að mörgu leyti erfiðara að fremja skaupið um
þessi áramót en oft áður, vegna þess að Spaugstofu-
menn róa í sínum vikulegu þáttum á sömu mið þegar
þeir skjóta örvum sínum að því sem best hggur við
höggi hverju sinni.
í ár voru nokkrir vahnkunnir höfundar skrifaðir
fyrir Skaupinu og komu þeir ótrúlega víða við. Að
vepju var stuðst við hitt og þetta broslegt sem gerst
hefur á árinu stjómmálamennirnir fengu sinn skammt
og ýmis tiltæki mörlandans voru skoðuð í spéspegh.
Leikendurnir bmgðu sér í ahra kvikinda líki og tókst
oft ótrúlega vel að ná töktum og úthtí þjóðkunnra
persóna. Nokkur bestu atriðin vom með Gísla Rúnari
Jónssyni í hlutverki Ólafs Ragnars Grímssonar fjár-
málaráðherra. Atriðið um Skattmann var eitt besta
atriðið í Skaupinu að þessu sinni, bráðvel útfært, fynd-
ið og ádeílan hitti beint í mark. í svipaðan knérunn
var höggvið í tveimur öðmm atriðum, söngnum um
Kalstjömuna þar sem höfundur sneri upp á ljóð Hah-
dórs Laxness og í söngnum „Óli fer“. Og ættu nú sum-
ir að fara að skilja sneiðina.
Listin viö að gera skemmtilegt skaup er ekki hvað
síst að blanda þannig saman gamni og ádeilu að ahir
geti hlegið með, líka þeir sem em í forsvari fyrir þjóð-
arbúinu hveiju sinni og verða þess vegna óhjákvæmi-
lega duglega fyrir barðinu á spaugurunum.
Leiklist
Auður Eydal
Atriðin vom nokkuð jafnfyndin og þess gætt að
blanda hæfilegan hristing úr lögum og leiknum atrið-
um í sönnum revíusth. Og ekki var verra að hafa
Egh Ólafsson og Eddu Heiðrúnu Backman th að þenja
látúnsbarka sína í söngvum af ýmsu tagi. Það var
smehin hugmynd að láta Egh taka viðtal við sjálfan
sig (eða Þvegil Puðmann, eins og hann hét í Skaupinu)
vegna útihátíðarinnar í Húnaveri og umdehdra sölu-
skattsmála. Það mátti vart á mihi sjá hvor var betri,
Egih eða Þvegih.
Hugmynd Davíðs Oddssonar, sem eyddi fyrir
skemmstu hehum vinnudegi í hjólastól, var útfærð
nánar í tilefni væntanlegra sveitarstjórnakosninga og
Pálmi Gestsson fór létt með að bregða sér í gervi borg-
arstjórans sem þurfti að leggja á sig marga þraut til
að kynnast aðstöðu þegna sinna.
Tannviðgerðarferðir til Búlgaríu, málræktarátak,
sorpflokkun og endurvinnsla vom meðal þess sem
skoðað var í spéspeglinum að þessu sinni og auk
stjórnmálamannanna fengu ýmsar þekktar persónur
úr útvarpi og sjónvarpi skammtinn sinn eins og geng-
ur.
Auk þeirra sem hafa verið talin hér á undan léku
þau Aðalsteinn Bergdal, Edda Björgvinsdóttir, Guð-
mundur Ólafsson og Ólafía Hrönn Jónsdóttir í Ára-
mótaskaupinu auk ahmargra baksviðsleikara. Stefán
Baldursson annaðist leikstjóm.
Þetta var hið besta skaup með mörgum prýðilega
unnum atriðum, græskulaust gaman, ágæt hvhd frá
krepputali og barlómi. Að flestu leyti var það vel unn-
ið tæknhega og höfðu menn ágæta skemmtun af.
-AE
Fréttir
18 keppendur leiddu saman hesta sína á árlegu jólahraðskákmóti Utvegsbankans. Á myndinni á Jón L. Árnason
í höggi við bróöur sinn, Ásgeir Þór Árnason. DV-mynd GVA
verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni
miðvikudaginn 3. janúar kl. 13.30.
Hildur E. Pálsson
Stefanía Stefánsdóttir Björn Valgeirsson
Páll Stefánsson Anna Guðnadóttir
Stefán H. Stefánsson Jórunn Magnúsdóttir
Kittý Stefánsdóttir Ólafur Ólafsson
. Hrafnhildur Stefánsdóttir Valur Ásgeirsson
barnabörn og barnabarnabörn
Jóhann vann í jólahraðskák
Jóhann Hjartarson vann hið ár-
lega jólahraðskákmót Útvegsbanka
íslands en það fór fram 30. desemb-
er. 18 keppendur tefldu 17 umferðir
og fengu 7 mínútur th umráða í
hverri skák.
Jóhann Hjartarson hlaut 14 vinn-
inga af 17 mögulegum. Næstur hon-
um kom Helgi Ólafsson með 13,5
vinninga, þá Jón L. Ámason með 12
og Björgvin Jónsson með ll vinn-
inga. Friðrik Ólafsson og Þröstur
Þórhallsson deildu 5.-6. sætinu með
10,5 vinninga hvor.
Jólahraðskákmót Útvegsbankans
hefur lengi verið fastur hður í skák-
lífinu. í ræðu við setningu mótsins
lét Ásinundur Stefánsson þau orö
falla að hann myndi gera allt sem -í—
hans valdi stæði th þess að hinn nýi
íslandsbanki myndi halda þeim sið
að gangast fyrir hraðskákmóti um
jól.
-Pá