Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1990, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1990.
11
GOU-S.S
Björn og Lorenda en þau ætla sér að fara að hlaða niður börnum. A
meðan þau bíöa eftir því að Loredana veröi barnshafandi deila þau við
Spánn:
Von á áttburum
Kona nokkur á Spáni á von á átt-
burum í endaðan mars eða byijun
apríl á þessu ári. Ef bömin lifa öll
setur konan heimsmet í fleirbura-
fæðingum.
„Stundum langar mig til að hlæja
af fognuði yfir því að eiga von á öllum
þessum bömum. En oftar langar mig
til að gráta því ég er hrædd um að
eitthv^ð komi fyrir og bömin fæðist
andvana," segir tilvonandi móðir,
Maria Ines Banon, 26 ára gömul hús-
móðir í bænum Abaran.
Maria, sem á engin börn fyrir, var
orðin úrkula vonar um að hún gæti
átt barn. Þá ákvað heimilislæknirinn
hennar að gefa henni fijósemislyf og
stuttu síðar var hún orðin ófrísk.
„Mig var farið að gruna að ég væri
ófrísk og fór því til heimilslæknisins
míns. Hann sendi mig í rannsókn á
spítala þar sem ég fór í sónar. Að
aflokinni skoðun var mér sagt að ég
gengi með sjö böm í stað eins. Ég
trúði ekki mínum eigin eyrum þegar
ég heyrði fréttirnar en var samt mjög
glöð. Fimm dögum síðar var ég send
aftur í sónar og þá var mér sagt að
ég gengi ekki með sjö börn heldur
átta,“ segir Maria.
Eiginmaður hennar, Jose, 36 ára
flugmaöur í spánska hernum er
áhyggjufullur yflr þessum fréttum.
„Ég er ekki viss um að ég geti fram-
fleytt svo stórri fjölskyldu. Ég þéna
um 80 þúsund krónur á mánuði og
ég efast um að við náum endum sam-
an af kaupinu mínu. íbúðin okkar
er stór en þegar átta börn verða sam-
ankomin þar verður ekki mikið
pláss,“ segir Jose.
Þó að læknar Mariu segi að bömin
þroskist eðhlega ætla þeir að taka
þau með keisaraskurði í 36 viku
meðgöngunnar.
Einn af læknum hennar lét hafa
eftir sér að líklegt væri að eitthvað
að börnunum mundi fæðast andvana
en kraftaverk geti alltaf gerst og því
sé hugsanlegur möguleiki aö Maria
fari heim af sjúkrahúsinu með átta
börn.
„Þegar ég er spurð að því hvort ég
vilji eiga átta börn svara ég ætíð ját-
andi,“ segir Maria að lokum.
Bjöm og Loredana:
Ætla að eignast fjögur böm
Jannike um yfirráðaréttinn yfir Robin.
Björn Borg og kona hans, Lored-
ana, eru jafnan mikið í fréttum. Nú
nýlega lýsti Loredana því yflr að
Svíar væru leiðinlegir og hefðu ekki
tekið sér sem skyldi. Skömmu síðar
boöuðu þau hjón þó til blaðamanna-
fundar og sögðu blaðamönnum að
þau ætluðu sér að fara að hrúga nið-
ur börnum. Ahs ætla þau hjón sér
að eignast fjögur börn.
„Við erum bæði mjög hrifin af
börnum. Þess vegna ætlum við að
eiga mörg börn. Við ættum að hafa
efni á því,“ sagði Loredana.
„Mig langar til að eiganast tvær
stelpur og tvo stráka meö Lored-
önu,“ sagði Bjöm. „Þótt bömin verði
öh af sama kyninu skiptir það ekki
máh, aðalatrið er að þau verði heil-
brigð,“ bætti hann svo við.
Fyrir á Bjöm einn son með fyrrum
sambýhskonu sinni, Jannike. Nú ríf-
ast þau um hvort eigi að fá yfirráða-
réttinn yfir syninum, Robin. Ekki
hefur enn verið útkljáð fyrir rétti
hvort þeirra fær að hafa hann hjá
sér.
ALLT A FULLU
AEROBIC, TÆKJASALUR, IJÓS, GUFA.
Aerobic og leik-
yi MK fimitímar byrja 3.
iKl ‘f'H (9 í| jBt og 4. janúar.
Leiðbeinandi i sal
ræhtin
Ánanaustum 15 — Reykjavlk — Sími 12815
Kodak *
Express ^
IVríIVÚTUR
Opnumkl. 8.30.
nTmninm « « ■ mi miiiiiiin f 1111«i
LJOSMYNDAÞJONUSTAN HF
LAUGAVEGI 178 • SÍMI 68 58 11
Sviðsljós
Líf þeirra frægu og ríku er ekki
eintómur dans á rósum. Stundum
misstígur þetta blessaða fólk sig
hastarlega i lífmu. Lögbrjótar í
þessum hópi finnast einnig en þeir
Umtöluðustu réttarhöldin yfir þeim
sem teljast frægir og ríkir voru
hins vegar án efa yfir hlnu kynrtgi-
magnaða kyntákni, Zsa Zsa Ga-
bor. Hún var ákærð fyrir að hafa
danglað í lögregluþjón sem stopp-
aði hana fyrir öivunarakstur. Sekt-
in var sönnuð og Zsa Zsa Gabor
sett bak við lás og slá í nokkra
daga.
frægu og ríku hafa hins vegar efhi
á þvi að ráða sér alraennilega lög-
fræðinga og því sleppa þeir oft bet-
ur undan klóm réttvísinnar en þeir
sem hafa ekki jafnmikil auraráö.
Sjónvarpsklerkurinn Jim Bakker
var mikið i fréttum á liðnu ári fyrir
að hafa fé af trúuöum fylgismönn-
umsínum. Hann var leiddur fyrir
rétt, sekt hans sönnuð og má hann
væntanlega eyða næstu 25 árum
ævi sinnar bak við lás og slá.
Það brá skugga á líf Vanessu Vald-
im, dóttur Jane Fonda og Rogers
Vaidim, á síöasta ári þvi hún mátti
gera sér að góðu að mæta fyrir
dómstói og svara fyrirkærastann
sinn, hann Thomas Feegel. Hann
var ákærður fyrir að hafa haft eit-
urlyf í fórum sínum. Móðir hennar
fór hins vegar hamf örum yf ir því
að dóttir hennar hefði þurft að
mæta fyrir rétti og boðaði til blaða-
mannafundar þar sem hún hélt þvi
fram að dóttirsín hefði aldrei not-
aðeiturlyf.
William Hurt mátti mæta fyrirdóm-
ara. Hann hafði þó ekki brotið
neitt ai sér. Ástæðan fyrir réttar-
höldunum var sú að slitnað hafði
upp úr sambúð Hurfs og Söndru
Jennings og hún heimtaði helming
af öllum auðæfum sambýlismanns
sins. Við réttarhöldin hélf Sandra
þvi fram að sambúð þeírra hefði
jafngílt gittingu. Daman tapaði hins
vegar málinu.