Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1990, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1990, Blaðsíða 8
8 FIMMTUDAGUR-4. JANÚAR 1990. Utlönd Manuel Noriega gafst upp í nótt Verður dreginn fyrir rétt í Bandaríkjunum Manuel Antonio Noriega, hershöfð- ingi og fyrrum einvaldur í Panama, gekk út úr sendiráði Páfagarðs í Pa- nama um tvöleytið að íslenskum tíma í nótt og gaf sig fram við banda- ríska hermenn. Hann yar íluttur til Flórídafylkis í Bandaríkjunum í morgun þar sem hann verður leiddur fyrir rétt og formlega ákærður fyrir aöild að fikniefnamisferh í dag. Nori- ega, sem steypt var af stóli í síðasta mánuði, hafði dvalið í sendiráöi Páfagarðs í tíu daga áður en hann gaf sig á vald Bandaríkjamönnum. Að því er erkibiskup Panama, Marcos McGrath, sagði í morgun var uppgjöf Noriegas niðurstaða við- ræðna fulltrúa Bandaríkjanna og sendiherra Páfagarðs, Jose Sebast- ian Laboa, sem staðið hafa yfir síð- ustu daga. Sagði biskupinn aö Bandaríkjamenn heíðu fullvissað Noriega um að hann hlyti réttlát og drengileg réttarhöld. Hefði sú full- vissa átt stóran þátt í ákvörðun Nori- egas að gefa sig bandarísku her- mönnunum á vald. „Ég held ekki að nokkur önnur leið hefði verið fær,“ sagði McGrath. Ákærður í Flórída Um leið og hershöföinginn kom aö hUöi sendiráðsins í morgun tóku bandarískir hermenn hann í sína vörslu. Þaðan var farið með hann að Howard-herflugveUinum, að því er bandarískir embættismenn skýrðu frá. Því næst var flogið með hann til herflugvaUar nærri Miami-borg á Flórída þangað sem hann kom snemma í morgun. í Flórída verður hann dreginn fyrir dómstóla í dag. Þar með er endi bundinn á tveggja ára baráttu bandarískra stjórnvalda tíl að fá Noriega fyrir rétt í Banda- ríkjunum. Þegar hafa verið lagðar fram ákær- ur á hendur honum fyrir fíkniefna- smygl í tveimur dómstólum í Flórídafylki. Hann mun koma fyrir rétt í Miami en þar var hann ákærö- ur í febrúar árið 1988, að honum fjar- stöddum að vísu. Þá hefur hann einn- Noriega með yfirlýsingu Panama- þings frá 15. desember um að hon- um væru falin öll völd. ig veriö ákærður fyrir aðild að fíkni- efnasmygh í dómsal í borginni Tampa. Noriega gæti hlotið aUt að 145 á£a fangavist verði hann fundinn sekur, að sögn embættismanna í bandaríska flughernum. Einn lögfræðinga Noriegas í Bandaríkjunum, Steven KolUn, sagði að skjólstæðingur sinn myndi segjast saklaus af ákærum gegn honum. KoUin sagði að Noriega myndi fara fram á að leggja fram „viðkvæm" skjöl sem hluta af vörn sinni fyrir rétti en hiö sama geröi Oliver North í íran-kontra vopnasölumáUnu er það kom fyrir dómstóla. Noriega var eitt sinn í þjónustu bandarísku leyni- þjónustunnar, CIA, og segja sumir að margt það er hann gæti skýrt frá við yfirheyrslur gæti komiö sér iUa fyrir Bandaríkjastjórn. Margir sér- fræðingar segja og að það kunni aö reynast erfitt að rétta yfir Noriega án þess að gera uppskátt um ríkis- Latest Wblte House Tropby Nýjasti minjagripur Hvíta hússins. Teikning Lurie leyndarmál. Þá segja lögfræðingar Noriegas að erfitt ef ekki vonlaust verði fyrir hann að fá „réttlát réttarhöid" þar sem mikið hafi verið fjallaö um hann og hans málefni í bandarískum fjöl- miðlum æ síðan hemaöaríhlutun Bandaríkjanna hófst í síðasta mán- uði. Tíu daga umsátur Bandarískir hermenn höföu vakt- aö sendiráö Páfagarðs í höfuðborg Panama frá því á aðfangadag er Nori- ega leitaði þar hæUs. Var það skömmu eftir að bandaríski herinn gerði innrás í landið en eitt mark- miða innrásarinnar var að taka Noriega höndum. Uppgjöf panamíska leiðtogans fyrr- verandi batt enda á tíu daga umsátur um sendiráðið. Fréttirnar um upp- gjöfina voru Bush Bandaríkjaforseta einkar kærkomnar. Það var forset- Panamabúar fagna uppgjöf Noriegas. sendiráð Páfagarðs og kröfðust þess a riskum yfirvöldum. inn sjálfur sem tílkynnti að leiðtog- inn fyrrverandi heföi gefið sig Bandaríkjunum á vald. Sagði forset- inn að handtaka Noriegas sýndi að Bandaríkjastjórn væri alvara með yfirlýsingar sínar um harðar aðgerð- ir gegn þeim sem grunaðir væru um aðild að dreifingu á fíkniefnum. Fagnað í Panama Þegar tilkynnt var í sjónvarpi í Panama að Noriega heíði veriö hand- tekinn brutust út mikil fagnaðarlæti víðs vegar um Panamaborg. Þrátt fyrir útgöngubann, sem er í gildi á kvöldin og nóttunni, hópaðist fólk saman út á götur borgarinnar, hróp- I gær söfnuðust þúsundir þeirra við ) hershöfðinginn yrði afhentur banda- Símamyndir Reuter andi og fagnandi. Bílflautur voru þeyttar og fólk barði bumbur. Margir íbúar Panama skáluðu í kampavíni og skutu á loft flugeldum. Noriega gaf sig sjálfviljugur á vald bandarísku hermönnunum, að því er Maxwell Thurman hershöföingi sagði í morgun. Dvöl hans í sendiráð- inu var kveikjan að miklum deilum milli stjórnvalda í Bandaríkjunum og Páfagarðs því Páfagarður hafði hafnað beiöni Bandaríkjastjórnar um að hershöfðinginn yröi framseld- ur til Bandaríkjanna. Reuter Liðsauki sendur til Azerbajdzhan - kommúnistar í Litháen ræða við ráðamenn í Moskvu Leiðtogi kommúnistaflokks Lit- háens, eins sovésku lýðveldanna, mun í dag ræða við stjórnvöld í Moskvu, aðeins nokkrum dögum fyrir fyrirhugaða heimsókn Mik- hails Gorbatsjovs Sovétforseta til lýðveldisins. Heimildarmenn segja að leiðtoginn, Algirdas Brazauskas, og aðrir umbótasinnaðir Litháar muni ræða um þá ákvörðun kommúnistaflokks lýðveldisins frá í síðasta mánuöi að slíta öll tengsl viö móðurflokkinn í Moskvu. Segja þeir að markmið viðræðnanna sé að „hreinsa andrúmsloftið" fyrir heimsókn Gorbatsjovs en áætlað er að hún hefjist á þriðjudag. Stjórnvöld í Moskvu hafa aiftur á móti ekki sagt hvenær heimsókn forsetans hefst. Ákvörðun kommúnista í Litháen, eins Eystrasaltsríkjanna, er íyrsti klofningur sem verður vart í so- véska kommúnistaflokknum frá byltingunni árið 1917. Flokksfor- ystan í Moskvu fordæmdi ákvörð- unina en miðstjóm flokksins hefur þó ákveðið að bíða með ákvörðun um hvernig bregðast eigi við at- burðunum þar til aö ferð Gor- batsjovs til Litháen er lokið. En búast má við að mikill þrýstingur verði á Brazauskas um að endur- skoða þessa ákvörðun. En þaö er ekki bara ólga í Eystra- saltslöndunum sem ráðamenn í Kreml þurfa að horfast í augu viö þessa dagana. Róstur á landamær- um Azerbajdzhan, eins lýðvelda Sovétríkjannna, og írans halda áfram. Einn maöur hefur látist í þessum landamæradeilum að því er sovéskir embættismenn segja. Fjöldamótmæli héldu áfram í Azerbajdzhan í gær, fjóröa daginn í röð. Yfirmaður landamæravarða Kákasushéraðanna sagði í viðtali við Izvestia, dagblað kommúnista- flokksins, að óeirðirnar hefðu breiðst út, allt til héraöa í nágrenni Kaspíahafs en þar hefðu mótmæ- lendur „nær lamað“ starfsemi landamæravarða. í fréttum Tass, hinnar opinberu fréttastofu, var haft eftir háttsettum embættis- manni innan KGB, leyniþjónustu Sovétríkjanna, að gæsla hefði verið aukin viö landamærin, fleiri landa- mæraverðir sem og herbílar verið sendir á staðinn til að tryggja friö. Fyrsti fréttir af mótmælum á hin- um 790 kílómetra löngu landamær- um bárust fyrr í vikunni. Þá var skýrt frá því að nokkur þúsund Azerar hefðu flykkst að landamær- unum, verið með ólæti, ráðist að landamærastöðvum og hótað landamæravörðum. Skemmmdir vegna mótmælanna eru taldar nema átta milljónum dollara, að því er opinberar tölur herma. Leiðtogar lýðveldisins sem og blaðamenn segja að aðeins eitt vaki fyrir Azerum með þessum mót- mælum; þeir vilji fá til ábúðar frjó- samt land á landamærunum sem hefði verið girt af. Þeir vísa á bug fregnum um að pólitískar ástæöur liggi að baki þessum mótmælum en í sovéskum fiölmiðlum var sagt frá því að þjóðemissinnar stæðu fyrir þeim. Azerbajdzhan var eitt sinn hluti írans og flestir Azerar eru shíta-múfiameðstrúar eins og íranir. Reuter Sovéskir skriödrekar á torgi héraðsins Nagorno-Karabakh í sovéska lýöveldinu Azerbajdzhan. Róstur og mótmæli hafa verið daglegt brauö á landamærum Azerbajdzhan og íran. Simamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.