Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1990, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1990.
3
dv Fréttir
Neyðar-
númer síma
um land allt
Ómar Garðaisson, DV, Vestmannaeyjum:
„Þetta er mikil framfor. Meö þessu
kerfi er beint símasamband milli lög-
reglu, Hjálparsveita skáta, björgun-
arfélags, sjúkrahúss, flugtums,
slökkvistöövar og ráðhúss sem hægt
er að grípa til í neyðartilfellum,“
sagði Agnar Angantýsson, yfirlög-
regluþjónn í Vestmannaeyjum, um
nýtt almannavarnakerfi sem hefur
verið tekið í notkun. Agnar á sæti í
almannavamanefndinni í Eyjum.
Auk þess var sett upp neyðarnúmer,
000, sem hægt er að grípa til ef fólk
er í háska.
„Það er gott að muna númerið, sem
komið er víða um landið, og í fram-
tíðinni verður hægt að hringja í það
hvar sem er á íslandi. Ég vil leggja
áherslu á að þetta er neyðarnúmer
en ekki almennur þjónustusími. Þeg-
ar hringt er í 000 svarar lögreglan
og getur gefið beint samband við
sjúkrahús, komið til hjálpar eða gert
aðrar viðeigandi ráðstafanir," sagði
Agnar.
Reynslan er sú aö að þegar eitthvað
kemur upp á er síminn mikið notað-
ur og kerfið verður óvirkt vegna
álags. Það gerðist til dæmis í Vest-
mannaeyjagosinu 1973 og þá urðu
stofnanir símasambandslausar eins
og aðrir. Með nýja kerfmú er komið
í veg fyrir það.
Vestmannaeyj ar:
Gjöld verða
í lægri kant-
Ómar Garöaisson, DV, Vestmannaeyjum:
„Útsvarsprósentan verður áfram
6,7% sem er hin sama og á síðasta
ári. Heimildir til hækkunar útsvars,
aðstöðugjalds og fasteignagjalda eru
ekki nýtt að fullu. Þetta var ákveðið
á bæjarstjórnarfundi á dögunum
þegar gjaldastefna bæjarins fyrir
árið 1990 var samþykkt," sagði Arn-
aldur Bjarnason, bæjarstjóri í Vest-
mannaeyjum, í samtah við DV.
Heimilt er að leggja á 1,3% aðstöðu-
gjald á allan atvinnurekstur en bæj-
arstjórn ákvað að leggja 0,33% á
rekstur fiskiskipa og flugvéla, 0,65%
á fiskvinnslu, 1% á iðnrekstur og
1,3% á ajlan annan rekstur.
Hvað fasteignagjöld varðar er nú
heimilt að taka upp nýja viðmiðun
sem miðast viö markaðsverð á höf-
uðborgarsvæðinu. Sveitarfélög geta
notað þessa hbimild eða hlutfall af
henni. í Vestmannaeyjum verður
þetta 0,335% á íbúðarhúsnæði en
mátti vera 0,5%. Á annað húsnæði
verða fasteignagjöld 0,8% en heimilt
er að leggja á 1%.
Erró krossaður
Nú um áramótin sæmdi forseti ís-
lands 18 einstaklinga heiðursmerki
hinnar islensku fálkaorðu. Þeir eru
Ágúst Bjarnason skrifstofustjóri,
Almar Grímsson lyfsali, Ásdís
Sveinsdóttir, Auður Laxness, Bald-
vin Tryggvason sparisjóðsstjóri,
Bogi Pétursson verkstjóri, Eyþór
Þórðarson kennari, Friðrik Pálsson
forstjóri, Garðar Cortez söngvari,
Guðmundur Guðmundsson (Erró)
málari, Jón Tómasson stöðvarstjóri,
herra Ólafur Skúlason biskup, Óli
M. ísaksson verslunarmaður, Pálína
Ragnheiöur Kjartansdóttir forstöðu-
kona, herra Pétur Sigurgeirsson
biskup, dr. Sigríður Þ. Valgeirsdóttir
prófessor, Sigurður Magnússon
framkvæmdastjóri, Sveinbjöm Sig-
urðsson byggingameistari og dr.
Þuríður J. Kristjánsdóttur prófessor.
-SMJ
HEFURÞÚ GLEYMT
AÐ VINNAl
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLANS?
Það er fátt ergilegra en að missa af góðum vinningi í Happdrætti Háskólans
fyrir það eitt að hafa gleymt að endurnýja! Nú gefst VISA- og EURO-korthöfum
kostur á að endurnýja happdrættismiða sína með boðgreiðslum. Þannig sparast
bæði tími og áhyggjur og þá gleymist ekki að vinna!
HAPPDRÆTTI
HÁSKÓLA ISLANDS
vænlegast til vinnings
VINNINGASKRÁ FYRIR ÁRIÐ 1990:
9 vinn. á kr. 5.000.000, 108 vinn. á kr. 2.000.000,
324 vinn. á kr. 250.000, 1.953 vinn. á kr. 75.000,
13.797 vinn. á kr. 25.000, 118.575 vinn. á kr. 12.000,
234 aukavinn. á kr. 50.000.
Samtals 135.000 vinn. á kr. 2.268.000.000.
ARGUS/SIA