Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1990, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 04.01.1990, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 4. JANÚAR 1990. 15 Störf slökkviHðsmanna: Brunamálastofn- un í brennidepli Margt hefur veriö rætt og ritaö um branann að Réttarhálsi. Sumt gott, annað ekki. Nokkrir menn hafa, með misjöfnum árangri, reynt að slá sig tÚ riddara á kostn- að þeirra sem máhð varðar. Dæmi um slíkt er fundur Bnma- málastofnunar ríkisins sem í DV 13.10. segir að hafi veriö storma- samur. í greininni segir að fulltrúi BMSR hafi haldið fyrirlestur um það hvemig ætti að slökkva eld og að Slökkvilið Reykjavíkur hafi staðið rangt aö verki viö störf sín að Rétt- arhálsi. Ég held að flestir slökkvi- hðsmenn séu undrandi á slíkum yfirlýsingum, aö minnsta kosti áð- ur en úttekt á slökkvistarfi liggur fyrir. Fagleg umræða Fagleg umræða á lokuöum fundi, í hópi þeirra sem vinna að eld- varna- og slökkvistörfum, væru ekki óeðlileg vinnubrögð, en eins og fram hefur komið í fjölmiðlum voru á fundinum aðilar sem vart er hægt að kaha sérfróða um þessi mál. Það er ekki undarlegt þótt ein- hverjir slökkvhiðsstjórar hafi ekki kært sig um að sitja undir slíkum lestri og því gengiö út. Það er held- ur ekki undarlegt þótt sumar af samþykktum 17. þings Landssam- bands slökkvihðsmanna, sem var hafdið á Akureyri dagana 13.-15. okt. sl„ hafi beinst að Brunamála- stofnun og þeim vinnubrögðum sem þar tíðkast. Meðal annars ályktaði þingið á þessa lund: - LSSásamttryggingafélögumtaki við rekstri BMSR. - ítrekað að reglugerðum verði framfylgt. - Leitað verði meðal annars til vinnueftirlitsins v/aðbúnaöar, öryggis og hollustuhátta. - Óskað eftir faglegri umræðu um eldsvoða í stað villandi og rangs fréttaflutnings. Kjallariim Baldur S. Baldursson aðstoðarvarðstjóri hjá Slökkviliðinu í Reykjavík Veldur ekki hlutverki sínu Úr þessum samþykktum má lesa að slökkvhiðsmenn telja BMSR ekki valda hlutverki sínu. Ef slökkvhiðsmenn sjálfir gætu blandað sér meira í reksturinn væri ef th vhl hægt að fylgja því eftir að lög og reglugerðir um brunavarair og brunamál væru virtar. Þá yröi- það sennilega eitt af forgangsmálunum að óska eftir því við félagsmálaráðhenji aö reglugerð um nám, réttindi og skyldur slökkvhiðsmanna taki gildi hiö allra fyrsta. Þeir sem starfa að slökkvistörfum vita manna best hve nauðsynlegt það er að mennta slökkvihðsmenn á réttan hátt og byggja upp skipulega þjálfun þeirra. Iðnaðarmenn ljúka ákveðnu námi áður en þeir fá rétt th að starfa sjálfstætt. Það sama ghdir um margar aðrar stéttir. Hvers vegna ekki slökkvihðs- menn? Ef einhver stétt manna hef- ur þörf fyrir skipulegt nám og þjálf- un þá eru það þeir. Skjótar, hnit- miðaðar ákvarðanir þarf að taka í eldsvoðum um tæknheg atriði þar sem hver einstakhngur verður að vita nákvæmlega hvað gera skal. Slökkvihðsmaöurinn sjálfur tekur þessar ákvarðanir í öllum aðalat- riðum. Það er enginn tími th að setjast niður og gera viimuplan þegar á eldstað er komið. Strax er ráðist að eldinum samhliða því að gengið er úr skugga um að menn og málleysingjar séu úr ahri hættu. Ef ekki tekst gð ráða niðu'rlögum eldsins meö þeim mannafla, tækj- um og slökkviefni sem fyrst eru á staðinn breytist aðferðin og starfið. Erfitt er að segja til um hvaða að- ferð er sú réttasta fyrr en öll atriði hggja ljós fyrir. Þegar ákvörðun hefur verið tekin verður að gera ráð fyrir að hún sé rétt á þeim tíma enda örugglega byggð á þeim upp- lýsingum sem völ vap á. Burt með eitur og eldgildrur Engir tveir eldsvoðar eru alveg eins, þannig að reynsla frá fyrri eldsvoöum nægir ekki ein og sér til að ráða niðurlögum þess næsta. Þegar slökkvihðsmaður, sem ekki er á vakt, er kallaður th slökkvi- starfa telur hann það siðferðhega skyldu sína að mæta því tæpast eru það launin sem draga menn að. Fyrir þrjár fyrstu klst. eru það ca 2.500 kr„ eftir það ca 500 kr. á klst. Ekki geta þetta talist háar greiðslur fyrir jafnhættuleg stprf. Áhættu- þóknun, viðunandi tryggingar eða einhver önnur opinber hvatning th aö standa sig er ekki fyrir hendi. Fyrir rúmlega 46.000 kr. mánað- arlaun skulu t.d. reykvískir slökkvihðsmenn bera ábyrgð -á flutningi sjúkra og slasaðra, bjarga mönnum og verðmætum úr elds- voðum auk annarrar neyðarþjón- ustu. Áhugi slökkviliðsmanna sjálfra og faglegur metnaður þeirra er það sem heldur slökkviðliðum landsins gangandi. Oft glatast mik- il verðmæti í eldsvoðum en hefur fólk hugsað út í hve miklum verð- mætum hefur verið bjargað í gegn- um tíðina? Nýlegt dæmi er eldsvoði á Akureyri þar sem eldur kom upp í fiskvinnslufyrirtæki. Þar standa eflaust eftir mörg hundruð mhljón- ir. Á Selfossi tókst að bjarga gífur- legum verðmætum þegar kviknaði í plastverksmiðju. Þannig er þetta um allt land. í Reykjavík eru útköhin á sl. ári komin yfir 600. Skyldi eitthvað hafa bjargast? Það er óskandi að félags- málaráðherra sjái sér fært að sinna þessum málaflokki sem allra fyrst til að bæta stöðu þeirra sem eld- varna- og slökkvistörfum sinna. Það yrði öllum til hagsbóta. Og fyr- ir alla muni. Burt með óþarfa eitur og eldghdrur! Baldur S. Baldursson ,,Abugi slökkviliðsmanna sjálfra og faglegur metnaður þeirra er það sem heldur slökkviliðum landsins gang- andi.“ Krafan um 100% launahækkunina Lesendur dagblaða og hlustend- ur útvarpsstöðva kunna að hafa hrokkið við þegar Bifreiðastjórafé- lagið Sleipnir fór á dögunum fram á 100% kauphækkun til handa fé- lagsmönnum sínum. Prósentu- reikningur er ætíð varasamur og 100% kauphækkunarkrafa kann að hljóma sem einskær ögrun eða bjánaháttur. En skoðum máhð ögn betur. Finnst einhverjum 42.546 kr. boðleg mánaðarlaun fyrir átta stunda dagvinnu? Nei, myndu nær 100% aðspurðra svara. Væru ekki 80 þús. kr. mánaöarlaun nær því sem teljast mega boðleg og sann- gjörn laun? Jú, myndu flestir að- spurðra svara. Hér er þá komin hin skelfilega krafa um 100% launa- hækkun. Hún er svona ótrúlega sanngjöm. Vinnutími og ábyrgð Mikih hluti vinnutíma bílstjóra á rútubhum fer fram utan hefð- bundins vinnutíma - á nóttunni, snemma á morgnana, um helgar á þeim tímum þegar þorri þjóðarinn- ar er í fríi, þ.e. á ferðamannatíma- bihnu yfir sumarmánuðina. Nú kunna margir að halda að bílstjór- ar fái umtalsverðar launaupp- bætur á mestu álags- og fjarvistar- tímum. Að sönnu fá þeir greidda eftir- og næturvinnu en nánast eng- ar greiðslur fyrir matarkaup eða svefnaðstöðu. Oft standa bhstjórar nánast eins og betlarar viö borð farþega sinna og.aftursæti bílanna Kjallarínn Magnús Guðmundsson formaður Sleipnis er oft hvhustaðurinn. Þá er það ábyrgðin. Bhstjóri, sem ekur með allt að 70 farþega, verður aö vera í góðu formi, vel hvíldur og með skilningarvitin í lagi. Hér vhl oft verða mikhl misbrestur því að vin- nutíminn er oft ahtof langur. Það er engin reglugerð th um vinnu- tíma bhstjóra og þess eru dæmi að þeir hafi sjálfir neyðst til að setja sér reglur og neitað að aka lengur en 16 tíma á sólarhring og þá ekki ætið við mikinn fögnuð vinnuveit- andans. Að draga úr undirboðum og hækka launin Rútubhum hefur fiölgað mikið að undanfómu og það hefur haft í for með sér að samkeppni rútubheig- enda hefur aukist. Þeir hafa keppst við að undirbjóða hver annan þannig að í dag skhst mér að meðal- verö fyrir bh sé um 40% undir taxta. Mér finnst að menn, sem geta rekið fyrirtæki sín með veru- legum undirboðum og samtímis flestir komist vel af, séu aflögufær- ir um sómasamleg laun th handa starfsmönnum sínum. Vinnuskylda Rútubhstjórar hafa ekki enn náð fram í samningum almennri lýs- ingu á hvert sé þeirra starfssvið samanborið við þau laun sem í boði eru. Margir halda eflaust að vinna bhstjóra sé fyrst og fremst fólgin í því að aka bíl milli fyrir- fram ákveðinna staða en það er ætlast th að þeir sinni ýmsu öðru, th dæmis: Gera við bhinn ef hann er ekki í lagi. Þrífa bílinn og halda honum hreinum. Hlaða og afhlaða bíhnn. Selja og innheimta fargjöld. Skipta um dekk ef springur og helst að gera við dekkið Úka. Smyrja bh- inn eða sjá til þess að hann sé smurður. Vera ávallt hreinn og þokkalegur th fara. Svona mætti lengi telja. í hnotskurn er máhð það að bílstjórar hafa alltof lág laun miðað við vinnuskyldu og ábyrgð og í samanburði við aðra launþega. Þótt kjörorð dagsihs virðist vera engar launahækkanir eru kjör sumra stétta svo léleg að þau verð- ur að bæta verulega áður en hægt er að ræða hugsanlega launa- og verðlagsstöðvun. Þannig er ástatt hjá félögum í Bifreiðastjórafélag- inu Sleipni sem krefiast í fuhri al- vöru 100Vo launahækkunar. Magnús Guðmundsson „Það er engin reglugerð til um vinnu- tíma bílstjóra og þess eru dæmi að þeir hafi sjálfir neyðst til að setja sér reglur og neitað að aka lengur en 16 tíma á sólarhring.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.