Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1990, Síða 4
4
FIMMTUÐAGUR; 22. FEBRÚAR 1990.
Fréttir
Eirikur Ingi Friðgeirsson, yfirmatreiðslumeistari á Hótel Holti, heldur á loðnu-
tylltum kútmaga og siidartríói úr ferskri sild. DV-mynd GVA
Menningarverðlaun DV:
Loðna í kútmaga
Matargerðarlistin hefur ailtaf leik-
iö stórt hlutverk viö afhendingu
Menningarverðlauna DV og svo er
einnig nú. Eríkur Ingi Friðgeirsson,
yfirmatreiðslumeistari á Hótel Holti,
og samstarfsmenh hafa lagt sig fram
við að útbúa nýja og spennandi rétti
úr hráefni sem telst sjaldgæft á okkar
boröum.
Forrétturinn að þessu sinni er
loðnufylltur kútmagi í hvítvínssölva-
sósu. Eiríkur segist lengi hafa hugsað
sér að gera eitthvað gott úr loðnunni
sem fæst hér fersk á þessum árs-
tíma. Kútmagi þarf töluvert langa
suðu og það tók nokkum tíma að
finna góða suðuaðferð. Að lokum
kviknaði hugmynd um aö fylla hann
með hrísgijónum, sjóða og tæma síð-
an. Loönan er flökuö og síðan sett í
blandara með steinbítskjöti, eggja-
hvítu og ijóma. Farsið er bragðbætt
með salti, pipar og þarastrimlum.
Loðnufarsinu er sprautað í kútmag-
ann og hann síðan gufusoðinn í 10
mínútur.
Aðalréttur er fersk síid í þremur
útfærslum. Sporðstykki er steikt á
gamla mátann í feiti, hálft síldarflak
- skorið á lengdina - er fyllt með síld-
arfarsi sem bragðbætt er meö eplum
og annaö hálft er fyllt með venjulegu
síldarfarsi. Með þessu er borinn fram
kartöflupottur, laukur soöinn í sérríi
og kryddi, gulrótarstrimiar og dill-
sosa. -JJ
Prófkjör Alþýðuflokksins í Hafnarfirði:
Engar breytingar
í efstu sætum?
- Guðmundur Árni gulltryggður í fyrsta sæti
„Það verða litlar sem engar breyt-
ingar á fimm efstu sætum. Svo
mikið er víst aö þau sem eru í
þremur efstu sætum halda sínu,“
sagði krati í Hafnarfirði þegar hann
var að spá um hugsanleg úrslit í
prófkjöri Alþýðuflokksins en próf-
kjörið verður haldið dagana 24. og
25. febrúar.
Allir sem DV ræddi við sögðu að
Guömundur Árni Stefánsson bæj-
arstjóri væri öruggur um að halda
efsta sæti framboðslistans. Allir
voru sammála um að hann nyti
taisverðra vinsælda. Jóna Ósk
Guðjónsdóttir, forseti bæjarstjórn-
ar, var í öðru sæti við síðustu kosn-
ingar. Allir viömælendur DV voru
á því að Jóna Ósk yrði áfram í ööru
sæti. Ingvar Viktorsson mun halda
þriðja sæti.
Spámennirnir voru ekki eins
Fréttaljós
Sigurjón M. Egilsson
vissir um þau sem voru í fjórða og
fimmta sæti. Þó er ekki gert ráð
fyrir miklum breytingum - í mesta
lagi að Valgerður Guðmundsdóttir
og Tryggvi Harðarson hafi sæta-
skipti. Tryggvi var í fjórða sæti og
Valgerður fimmta við síðustu
kosningar.
í kosningunum 1986 jók Alþýðu-
flokkurinn fylgi sitt verulega 1
Hafnarfirði. Flokkurinn fékk fimm
fulltrúa í bæjarstjórn en hafði tvo
áður. Kratar eru nokkuð bjartsýnir
um að þeir haldi sínu.
„Ég hef ekki trú á að fólk láti láta-
lætin í Jóni Baldvin aftra sér frá
því að kjósa Alþýðuflokkinn í bæj-
arstjómarkosningunum,“ sagði
einn viðmælenda DV þegar hann
var spurður um lélega útkomu
flokksins í skoðanakönnunum að
undanfömu. Þær skoðanakannan-
ir hafa mælt fylgi á landsvísu og í
Reykjavík.
Erlingur Kristensson, sem var í
sjötta sæti síðast, fær eflaust harða
keppni um það sæti. Þau sem helst
eru nefnd í þá baráttu eru Árni
Hjörleifsson, Eyjólfur Sæmunds-
son, Garðar Smári Gunnarsson og
Klara S. Sigurðardóttir.
Alþýðuflokkur og Alþýðubanda-
lag mynda meirihluta í bæjarstjórn
Hafnarfjarðar. Prófkjör Alþýðu-
flokksins er bindandi fyrir tíu efstu
sæti.Þátttakendureru25. -sme
Guðmundur Oddsson er
öruggur í fyrsta sæti
- stefnir í átök um þriðja og fjórða sæti krata í Kópavogi
Guðmundur Oddsson, skólastjóri
og bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í
Kópavogi, virðist vera öruggur um
að halda sæti sínu í prófkjöri sem
fram fer um næstu helgi. Þeir sem
DV talaði við voru allir á einu
máli um að enginn annar frambjóð-
endanna hefði möguleika á að taka
sætið af Guðmundi.
Nokkrar breytingar hafa orðið á
bæjarstjórnarliði Alþýðuflokksins
á yfirstandandi kjörtímabili. Rann-
veig Guðmundsdóttir. og Hulda
Jensdóttir hættu í bæjarstjóm.
Annar þeirra sem tóku sæti í þeirra
stað, Kristinn Ó. Magnússon, gefur
ekki kost á sér nú.
Fréttaljós
Sigurjón M. Egilsson
Sigríður Einarsdóttir mynd-
menntakennari, sem tók sæti
Huldu í bæjarstjórninni, virðist
vera örugg um annað sætið í próf-
kjörinu.
Viðmælendur DV voru flestir á
því að hörð barátta yrði um þriðja
og fjórða sæfi listans, á milli Gunn-
ars Magnússonar, sem er formaður
Alþýðuflokksfélagsins í Kópavogi,
og Helgu E. Jónsdóttur. Viömæl-
endur DV voru ekki á einu máli
um hvort þeirra næði þriðja sæt-
inu.
Eins má búast við að Ólafur
Björnsson, einn af þekktustu
íþróttamönnum Kópavogs síðustu
ár; geti blandað sér í baráttuna.
Helst er talið að ungt fólk geti haft
þau áhrif að Ólafur verði í þriðja
eða fjóröa sæti listans.
Alþýðuflokkurinn á nú þrjá bæj-
arfulltrúa og stendur að meirihluta
ásamt Alþýðubandalaginu.
Alls hafa tíu manns gefið kost á
sér í prófkjörinu. Kosið verður á
laugardagogsunnudag. -sme
í dag mælir Dagfari
Falsaður tommustokkur
Nú er illt í efni. Vísitalan fer hækk-
andi eftir því sem launin lækka.
Vísitala byggingarkostnaðar
hækkaði um tvö prósent á milli
mánaða. Þetta er mun meiri hækk-
un en á vísitölu framfærslukostn-
aðar og á rætur sínar aö rekja til
þess að mælieiningum í vísitölu-
húsinu hefur fjölgaö. Þaö tekur
sem sagt fleiri stundir hjá húsa-
smiðum, rafvirkjum, pípulagn-
ingamönnum og múrurum að
leggja hönd á vísitöluhúsið í febrú-
armánuði heldur en þaö tók þá í
janúar.
Nú liggur ekkert fyrir um það að
vísitöluhúsið hafi stækkað, en af
einhverjum ástæðum tekur það
iðnaðarmennina lengri tíma að
smíða þetta sama hús. Iðnaðar-
menn vinna samkvæmt uppmæl-
ingu svo ekki verður dregin önnur
ályktun af þessari hækkun en sú,
að tommustokkurinn hafi minnkað
þegar þeir mæla upp vísitöluhúsið
í febrúar, frá því sem tommustokk-
urinn var þegar þeir mældu húsið
í janúar.
Menn hafa verið aö halda því
fram að tækninni fleygi fram. Iðn-
aðarmenn hafa verið taldir njóta
góðs af nýjum verkfærum og hrað-
virkum tækjum sem geri þeim
kleift að ljúka við verk sín á mun
skemmri tíma en áður. Uppmæl-
ingin hefur aö sjálfsögöu ekki
breyst þótt tímaspamaðurinn og
fljótvirknin aukist, enda hefur upp-
mæhng verið heilög kýr á íslandi.
Uppmælingaraöalhnn er ekki aðall
fyrir ekki neitt. Hann kemur með
sinn tommustokk, mælir fermetr-
ana og lengdarmetrana og tekur
sinn taxta, hvort sem tækin breyt-
ast eöa verkin léttast. Svo er upp-
mælingin hagkvæm aö því leyti aö
húsbyggjandinn er aldrei spuröur
um álit, samningar um kaup og
kjör eru óþarfir, vegna þess að
meistarinn semur við sveininn og
meistaranum er sama hvort hann
borgar meira eða minna fyrir vinn-
una. Húsbyggjandinn borgar brú-
sann.
Eina vörnin sem sauðsvartur al-
múginn á í þessari stöðu er að
mæla vísitöluna og gæta þess aö
vísitöluhúsið stækki ekki. Þannig
telja menn sig geta komið í veg fyr-
ir innbyggðar hækkanir, meðan
taxtarnir hækka ekki meir en laun-
in á hinum almenna markaði. Þaö
var þetta sem þeir skrifuðu upp á
í hinum frægu kjarasamningum á
dögunum sem þjóðin hefur verið
að hrósa síðan.
En í kjarasamningunum og út-
reikningunum gleymdu þeir einu.
Þeir gleymdu aö taka tommustokk-
inn með í reikninginn. Tommu-
stokkurinn er nefnilega það vopn
sem uppmælingaraöalhnn bregður
á loft og gamalt máltæki segir að
þegar sverð þitt er styttra þá geng-
urðu feti framar. Það er akkúrat
þetta sem uppmæhngarstéttin hef-
ur gert. Tommustokkurinn reynist
styttri en áður og iðnaðarmennim-
ir hafa gengið feti framar.
Forsvarsmenn vinnuveitenda og
almennra launþega eru að rífast
út af þessu. Voru jafnvel svo vit-
lausir að mæla vísitöluhúsið upp á
nýtt með gamla tommustokknum.
En það þýðir ekkert að rífast út í
uppmælingarmenn eða halda því
fram með einhverjum rökum að
vísitöluhúsið sé óbreytt að stærð.
Ekki geta uppmælingarmenn gert
að því þótt tommustokkurinn
þeirra styttist í kjarasamningum
eða því að hann hafi veriö lengri í
janúar heldur en hann er í febrúar.
Voru ekki allir að tala um að fólk
þyrfti að herða sultaróhna, skera
niður útgjöld, minnka við sig í
þessu og hinu? Auðvitað minnkar
tommustokkurinn eins og allt ann-
að þegar shkir kjarasamningar eru
gerðir og iðnaðarmenn hafa tekið
þessu möglunarlaust og stigið
skrefi framar í lífsbaráttu sinni til
að mæta lífskjaraskerðingunni.
Ef menn vilja fylgjast með upp-
mælingaraðlinum eiga kjararann-
sóknarnefndir og hagstofur að
hætta að fylgjast meö stærð vísi-
töluhússins. Þeir eiga að hætta að
mæla greiðslurnar fyrir fermetr-
ana. Það sem á að gera er að mæla
tommustokkinn og búa th nýja
vísitölu, vísitölu tommustokksins.
Þannig er hægt að fylgjast með
uppmælingunni og brúa bilið milh
uppmælingar og framfærslu. Að
öðru leyti á aö láta uppmælinga-
raðalinn í friði. Hann er heilagur
sem áður. Hann getur ekkert að því
gert ef nú eru seldir styttri tommu-
stokkar en í gamla daga. Menn
verða að fylgjast með tískunni og -
framförunum.
Dagfari