Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1990, Síða 8
8
FIMMTUDAGUR 22. FEBRUAR 1990.
Útlönd
Fimm mUljarða dollara lán
Alþjóðabankinn mun líklega lána
finun milljarða dollara til ríkja
Austur-Evrópu, þar af aUt að 2,5
milijarða dollara til Póllands næstu
þtjú árin til að styðja við eihahags-
legar umbætur aö því er skýrt var
frá í morgun. í dag mun forseti
bankans, Barber Conable, undir-
rita 360 mUljón dollara lán til Pól-
lands og er það fyrsta lánið sem
pólska þjóðin hlýtur frá Alþjóða-
bankanum síðan Pólland gekk tU
liðs við hann árið 1986.
Þau ríki Austur-Evrópu sem ekki
eiga aðUd að Alþjóðabankanum
geta einnig fengið lán ef þau gerast
aöUar að bankanum. Ungverja-
land, Rúmenía og Júgóslavía eiga
þegar aðild að bankanum og
Tékkóslóvakía hefur einnig farið
fram á að gerast aðUi.
Alþjódabankinn hyggst lá
um Austur-Evrópu, þar á
Póllandi þar sem þessi n
tekin, fimm milljarða dollara næaiu
þrjú ár. Símamynd Reuter
Sumarið þýðingarmikið fyrir Gorbafsjov?
Sumarið gæti reynst úrslitavaldurinn fyrir umbótatilraunir Gorbatsjovs
Sovétforseta að því er sovéskur hagfræðingur sagði bandariskum þing-
mönnum í gær. Valery Makarov, sem er háttsettur í visindaakademíu
Sovétríkjanna, sagði að efnahagur Sovétríkjanna færi versnandi án þess
að úrbætur væru í sjónmáli. Sagði hann nauðsyn vera á róttækum breyt-
ingum í Sovéríkjunum.
A þingínu bar einnig bandarískur sérfræðingur, Ed Hewett Irá Brook-
ings-stofnuninni, vitni. „Grundvallarbreytingar verða að eiga sér stað,“
sagði Hewett. Hann kvaðst búast við að hnignunar yrði vart í efnahags-
lífi Sovétríkjanna nú eftir nær engan hagvöxt árið 1989.
Fimm þúsund handteknir í Nepal
Lögreglumenn standa vörð í Kathmandu í Nepal. Þar hafa átt sér stað
átök milli óeirðalögreglu og borgara. Simamynd Reuter
Mannréttindasamtök í Nepal segja að þarlend yfirvöld hafi handtekið
fimm þúsund manns í íjökiamótmælum síöan á sunnúdag og að tuttugu
hafi látist í róstum. í skýrslu frá samtökunum segir einnig að raótmælend-
ur hafi sætt alvarlegum pyntingum. Talsmaður samtakanna, sem ekki
vildi láta nafns síns getið, hvatti Sameínuðu þjóðimar til að leggja að
stjórnvöldum í Nepal aö sýna stillingu og virða mannréttindi. Stjórnvöld
hafa viðurkennt að átta hundruð hafi veriö handteknir síðustu daga.
Mótmæli hófust i Nepal um síðustu helgi þegar stjórnandstæðingar fóru
fram á fjölflokkakerfi. Talið er að að minnsta kosti tíu hafi látist. í gær
höfnuðu stjórnvöld og andófsmenn málamiðlunarsamkomulagi til að
binda enda á átökin.
Jafnaðarmenn með góðan stuðning
Samnkvæmt niðurstöðum skoðanakönnunar um fylgi stjórnmálaflokka
í Austur-Þýskalandi, sem birtar voru í dagbiaðinu Berliner Zeitung,
hyggst ríflega helmingur Austur-Þjóðverja, eða 53 prósent, kjósa flokk
jafnaðarmanna, austur-þýska Sósíaldemókrataflokkinn, í fyrstu frjálsu
kosningunum þar í landi í rúma fjóra áratugi en áætlað er að þær fari
fram þann 18. næsta mánaöar. í könnuninni kom einnig fram að Hans
Modrow, sem er kommúnisti og jafnframt forsætisráðherra, nýtur mestr-
ar virðingar stjórnmálamanna í Austur-Þýskalandi.
Niðurstöður könnunarinnar benda til að kristnir demókratar fengju
þrettán prósent yrði gengið til kosninga nú, en kommúnistar tólf pró-
sent. Samkvæmt skoöanakönnunum bæði í Austur- og Vestur-Þýskalandi
síðustu dægrin hafa sósíaldemókratar allt frá 36 og upp í 55 prósent fylgi.
Er þetta allt að fjórum sinnum meira en sá flokkur sem næstur kemur.
Mikið atvinnuleysi í Póllandi
Mazowiecki,
Póllands.
forsætisráðherra
Símamynd Reuter
Atvinnuleysi í Póllandi tvöfald-
aðist milli mánaða, frá janúar til
febrúar, og voru eitt hundrað þús-
und manns atvinnulaus um miðjan
þennan mánuð að því er fram kom
í skýrslu vinnumálaráðuneytisins
í gær. Þar sagði að 107.009 manns
hefðu verið skráðir atvmnulausír
þann 15. þessa mánaðar. Á sama
tíma í janúar voru 55.800 á atvinnu-
leysísskrá.
Þetta aukna atvinnuleysi er að-
eins eitt sjáanlegt merki vaxandi
kreppu í Póllandi. Fastlega er búist
við að fjöldi atvinnulausra aukist
enn. Stjórnvöld búast við fjögur
hundruð þúsund atvinnulausum á
árinu en sumir spá því aö atvinnu-
lausir verði taldir í milljónum.
Ríkisstjórnin, sem er undir for-
sæti Mazowieckis, eins liðsmanna
Samstöðu, reynir nú að stöðva verðbólguhraðann og bæta efnahaginn.
Alþjóðabankinn mun í dag undirrita tvær lánveitingar til Póllands, alls
360 miUjónir dollara.
DV
Háttsettur sovéskur umbótasinni:
Vill aukin
völd forseta
stofnun nýs og öflugs embættis for-
seta. Til slíks þarf stjórnarskrár-
breytingu og er slíkt einungis hægt
á fulltrúaþingi.
í kjölfar mikilla rósta og óstöðug-
leika víðs vegar um Sovétríkin, frá
Moldavíu til róta Kákasusfjalla og
Mið-Asíulýðveldanna, hefur stuðn-
ingur aukist við hugmyndir um að
forseti hafi mun skýrari völd. Alex-
eyev sagði 1 viðtali við Moskvufréttir
að töf gæti leitt til hruns Sovétríkj-
anna. Eins og nú standa mál er Gor-
batsjov þjóðarleiðtogi vegna þess að
hann heldur stöðu forseta forsætis-
nefndar Æðsta ráðs Sovétríkjanna,
það er þingsins. Slíkt embætti felur
í sér skyldur og skuldbindingar þjóð-
arleiðtoga.
í Moskvufréttum sagði að forseta-
stjórn gæti fyllt upp í það tómarúm
sem myndst þegar völd og áhrif
kommúnistaflokksins' fara þverr-
andi. í stjórnaskrá landsins er ekki
gerður skýr munur á völdum flokks
og stjórnar. Alexeyev kvaðst telja að
sá sem hlyti hið nýja embætti forseta
ætti að segja skilið við flokkapólitík-
ina.
Reuter
Háttsettur sovéskur þingmaður og
þekktur umbótasinni, Sergei Alexey-
ev, hvatti í gær til þess að völd Mik-
hails Gorbatsjovs forseta yrðu aukin.
Þetta var haft eftir Alexeyev í viku-
ritinu Moskvufréttir.
Alexeyev, sem er í forsæti stjórnar-
skrárnefndar Sovétríkjanna, sagði
að styrkja þyrfti stöðu forseta til að
koma í veg fyrir hrun landsins. Gor-
batsjov hefur lagt til að sett verði á
laggirnar nýtt og valdamikið emb-
ætti forseta en þessi tillaga er hluti
áætlunar hans um enduruppbygg-
ingu ríkisins og yfirfærslu valda og
áhrifa frá kommúnistaílokknum til
rílússtj órnarinnar.
í Moskvufréttum sagði að Æðsta
ráðið væri nú að undirbúa fund full-
trúaþingsins þar sem fjallað yrði um
Mikhail Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna.
Simamynd Reuter
Minnkandi ólga á
verðbréfamörkuðum
Þegar kauphöllinni í Tokýo var
lokað í dag hafði verð á verðbréfum
mjakast upp á við eftir mikið verð-
fall í gær. Verðfallið, sem var það
mesta frá því skömmu eftir mánu-
daginn svarta, 19. október 1987,
varð vegna ótta við vaxtahækkun.
Verð á mörkuðum í Evrópu
lækkaði lítilsháttar í gær, einnig
vegna ótta við vaxtahækkun, bæði
í Japan og Evrópu. Talið er að að-
sókn í lán muni aukast vegna þarf-
arinnar á að fiármagna umbætur í
Austur-Þýskalandi. I Bandaríkjun-
um gætti taugatitrings en lækkun-
in þar varð lítil.
Fjármálaráðherra Frakka, Pierre
Beregovoy, hefur_ varað Vestur-
Þýskaland við vaxtahækkun. Kvað
hann slík viðbrögð, vegna óvissun-
ar um fyrirhugaða samræmingu
gjaldmiðla þýsku ríkjanna, óþörf.
Reuter
Mótmæla skýrslu
um mannréttindabrot
Yfirvöld í Peking vísuöu í gær á
bug skýrslu bandaríska utanríkis-
ráðuneytisins um víðtæk brot á
mannréttindum í Kína og töluðu um
rangfærslu og óréttmæta íhlutun.
Stjórnarerindrekar í Kína sögðu aö
fyrstu viðbrögð yfirvalda þar, sem
birtust í stuttri athugasemd á innsíðu
málgagns kommúnistaflokksins,
hefðu verið hljóðlátari en búist hafði
verið við. Þótti þeim greinilegt að
kínversk yfirvöld væru enn að reyna
að bæta samskiptin við Bandaríkin.
Hins vegar sögðu stjórnarerindrekar
það ekki ólíklegt að sendiherra
Bandaríkjanna í Kína yrði kallaður
til kínverska utanríkisráðuneytisins
og honum afhent mótmæli. Bentu
stjórnarerindrekamir á að í Dagblaði
alþýðunnar hefði þess ekki verið get-
ið hvaða áhrif málið myndi hafa á
samskipti Bandaríkjanna og Kína.
Erfitt þykir fyrir kínversk yfirvöld
að ráðast á öll atriðin í skýrslu
bandaríska utanríkisráðuneytisins
þar sem sumar ásakanirnar í henni
eru byggðar á opinberum kínversk-
um heimildum.
í skýrslu utanríkisráðuneytisins
kemur fram mikil ánægja með þróun
mannréttindamála í Austur-Evrópu.
Reuter
Sendifulltrúi Kína i mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna veifaði spjaldi
meö nafni lands síns til að trufla ræðu kínversks andófsmanns á fundi
nefndarinnar í Genf í gær. Kínverska sendinefndin dró í efa rétt námsmanns-
ins til að ávarpa mannréttindanefndina og kallaði hann glæpamann.
Símamynd Reuter