Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1990, Page 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1990, Page 11
FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1990. 11 Sviðsljós Ólyginn sagði... James Brown - sem nú er orðinn 56 ára og oft nefndur guðfaðir soultónlistar- innar, þarf nú ekki lengur að sitja inni á daginn líka. Hefur hann nú leyfi til að vinna í hinu al- menna þjóðfélagi en Brown af- plánar nú sex ára dóm fyrir lík- amsárás í State Park Correction- al Center í Suður-Karólínufylki. Brown hefur leyfi til að vinna á skyndibitastöðum og slá gras fyr- ir vegagerðina, en má hvergi vera þar sem áfengir drykkir eru hafð- ir um hönd. Nokkuð hefur verið um það að útvarpsstöðvar hafi viljað fá hann fyrir plötusnúð, en ekkert hefur enn verið ákveðið um slíkt. Amold Schwarzeneg- ger og eiginkona hans, María Shriv- er, eignuðust dóttur þann 13. des- ember. Var frumburðurinn skírður Katherine Eunice Schwarzenegger, og er miðnafnið fengið frá móður Maríu, Eunice Shriver. Að sögn talsmanns þeirra hjóna mun barnið vera alveg eins og móðirin, eða gull- fallegt. Arnold, sem nýlega lauk við að leika í sálfræðilegri hroll- vekju, „Total Recall", í Mexíkó, mun nú taka sér frí um tíma til að geta verið með fjölskyldunni. Um miðjan mars mun María svo aftur halda til starfa hjá sjón- varpsstööinni NBC. Lech Walesa mun nú hafa selt Mount Comp- any og Wamer Bros rétt til að gera kvikmynd um ævi sína og störf. Eftir því sem sögur herma mun Walesa hafa hagað sér sem sannur kapítalisti við samninga- gerðina og náð að fimmfalda til- boð fyrirtækjanna. í upphafi átti hann að fá 12 milljónir, en Walesa vissi hvers virði hann var og fór fram að meira. Þá var tilboðið hækkaö í 30 milljónir en það var samt ekki nóg fyrir Walesa því hann hafði heyrt að í Hollywood hefðu verið borgaðar 60 mÚljónir fyrir rétt til aö kvikmynda ævi brasilísks umhverfisverndar- sinna, og hann væri sko ekki minna virði. Warner Bros gafst upp og Walesa fær sínar 60 millj- ónir. Meðal þeirra sem heilsuðu upp á Gunnar voru Þór Magnússon og Víglund- Gunnar í hópi systkina sinna. F.v. Jóhanna, Lúðvíg, afmælisbarnið, Ásta, ur Þorsteinsson. Lengst til vinstri á myndinni er bróðir hans, Hjálmtýr. María og Hjálmtýr. DV-myndir KAE Borgarstarfs - maður sjotugur Þann 16. febrúar sl. varð Gunnar Hjálmtýsson sjötugur. Ekki er víst að ur hann sópað götur hennar í fjöldamörg ár. nafnið hljómi kunnuglega í eyrum margra, en fleiri kannast við andlitið. Haldið var upp á stórafmælið á Loftleiðum þann 18. febrúar og var margt Gunnar er nefnilega einn af þeim mörgu sem halda borginni hreinni og hef- um manninn eins og títt er þegar haldið er upp á svo merkan áfanga. Hönd i hönd leiddust þau Barron og Jane um götur Hollywood. Þá vissi hún ekki að hann var með eyðnismitaður. Jane Fonda hræðist eyðni Jane Fonda getur ekki á heilli sér tekið um þessar mundir. Maðurinn, sem hún átti í nokkuð innilegu sam- bandi við eftir að slitnaði upp úr hjónabandi hennar fyrir tæpu ári, greindist ekki alls fyrir löngu með eyðni. Sá er um er rætt er Barron Matal- on, hárgreiöslumeistari í Hollywood. Hann og Jane eru tahn hafa átt í ástarsambandi, alla vega segja slúð- urdálkaskýrendur að þau hafi ferð- ast saman til Evrópu þar sem þau dvöldu á sama hóteli fyrir utan öll stefnumótin sem þau áttu í Holly- wood. Þegar það svo uppgötvaðist að Barron var eyðnismitaður voru þau Jane hætt að vera saman. En Jane er eigi að síður mjög hrædd um aö hún hafi smitast af eyðni áf Barron, eða svo segir góður vinur hennar. Sami vinur Jane hefur eftir henni að henni líði mjög illa vegna þessa því það sé hægt að ganga með eyðni- veiruna í sér í marga mánuði án þess að hún greinist í blóðinu. Það líða þvi væntanlega margir mánuðir áð- ur en Jane fær úr því skorið hvort hún er smituð eða ekki. ) STAÐGREIÐSLUAFSLÁTTUR SÉRTLBOÐ HELGARINNAR Þú þarft ekki aö ieita lengra Grundarkjör Opið: Mánud.-fimmtud. Föstud. Laugard. Sunnud. REYKJAVÍKURVEGI72, HAFNARFIRÐI, S. 53100 9-20 9-21 10-18 11-18 GARÐATORG11, GARÐABÆ, S. 656400 9-19 9-20 10-18 11-18 FURUGRUND3, KÓPAVOGI.S. 46955 0G 42062 9-20 9-20 10-18 11-18 STAKKAHLÍÐ 17, REYKJAViK, S. 38121 9-20 9-20 1M6 Lokað BRÆÐRABORGARSTÍG 43. REYKJAVÍK.S. 14879 9-20 9-20 10-16 Lokað VERSLANIR FYRIR ÞIG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.