Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1990, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1990, Blaðsíða 23
FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1990. 31 Sími 27022 Þverholti 11 Smíöum sumarhús. Sími 91-652388 og 675134. Ford Econoline 1986 til sölu, 6,9 lítra dísil, sjálfskiptur, 2 olíutankar, fljót- andi afturöxlar (Dana 60), tvöföld hliðarhurð. Upplýsingar í Bílabank- anum, Bíidshöfða 12, sími 673232. Opið til kl. 22 virka daga. Ath., rekstrarað- ilar geta fengið vsk. endurgreiddan. Framleiði hliðarfellihurðir, áratuga reynsla, hafa staðist alla íslenska veðráttu. Framl. einnig handrið, hringstiga, pallastiga og annast alla almenna járnsmíði. Járnsmiðja Jónas- ar, s. 91-54468. ■ Sumarbústaðir ■ BOar til sölu Isuzu WFR, 8 manna, árg. 1986, til sölu, fallegur bíll. Verð 650 þús. Uppl. í síma 92-11146 og 985-20223. Volvo Lapplander 1981 til sölu, ekinn aðeins 50 þús., 35" dekk, spil 4ra tonna. Toppeintak. Uppl. í síma 18285 eftir kl. 19 eða á Borgarbílasölunni, s. 83150. Toyota Hilux ’82 dísil til sölu. Uppl. í sima 91-30733 eftir kl. 18. ■ Ymislegt MMC Pajero langur, árg. ’87, turbo, 4x4, ekinn 80 þús., 5 gí dyra, 7 manna, vökvastýri, rafmagn í rúðum, blár/silfur, tveir dekkjagang- ar. Hagstætt verð og góð greiðslukjör. Uppl. í síma 91-17678 milli kl. 17 og 21. Toyota Hiace dísil 4x4, árg. ’87, til sölu, sæti fyrir 8, tvöfaldur gangur af dekkj- um á íelgum. Skipti á ódýrari koma til greina. Uppl. í símum 91-678349 og 985-23882. Danmörk: Til leigu eru tvö glæsileg 6 manna sumarhús á Fjóni. Húsunum fylgir allt, s.s. sængurföt, sjónvörp, útvarp, hjól og allt í eldhúsið. Verðið er miðað við 6 manns, kr. 3.360 á viku eða 80 kr. danskar á dag á mann. Einn- ig getur bíll fylgt á 200 danskar kr. á dag. Uppl. í síma 91-17678 m. kl. 17 og 21 næstu daga. Mánudaga - föstudaga, 9.00 - 22.00 Laugardaga, 9.00 - 14.00 Sunnudaga, 18.00 - 22.00 Fjölhæfur bíll sem gelur góðar tekjur, GMC ’87 dísil 4x4, ek. 66 þús., með snjóplóg. Bíllinn getur hreinsað af plönum á stuttum tíma. Einnig er hægt að fá með honum ferðahús f. 4 með öllu, hita, eldhúsi, ísskáp o.fl. 'A tíma sett á eða tekið af. Uppl. í síma 91-17678 milli kl. 17 og 21. gftSragAKSTUIi yuj™, dv________________Menning Antígona í Menntaskólanum við Hamrahlíð hefur áhugafólk um leiklist valið verk eftir fomgríska stórskáldið, Só- fókles til flutnings í ár, harmleikinn um Antígónu, dóttur Oidípúsar kon- ungs í Þebu. Sýning L.M.H. á Nashymingunum Ionescos í fyrra var algjör andstæða þessarar sýningar, absúrd leikhús þar sem óbeislað hugmyndaflug fékk að ráða við gerð ævintýralegra bún- inga og gerva og í uppsetningunni í heild. Kannski er það þess vegna sem valin er sú leið við uppfærsluna á Antígonu að hafa allt sem sem stíl- hreinast og láta texta þessa mörg þúsund ára listaverks tala fyrir sig sjálfan. Sviðsmyndin í hvítum lit gefur til kynna grískt umhverfl og búning- amir eru stílfærðar útgáfur á fatnaði þess tíma sem verkið gerist á. Sigur- borg Matthíasdóttir á heiðurinn af hvorutveggja og hefur ásamt því hagleiksfólki, sem vann með henni, búið verkinu hina ágætustu um- gjörð. En tiltölulega rúmgott sviðið er lít- iö notað, leikendumir standa mest hreyfmgarlausir þegar þeir flytja textann og hafa að vonum misjafnt vald á flutningnum þó að greinilega hafi verið lögð mikil rækt við fram- sögnina. Þýðing dr. Jóns Gíslasonar er vönduð og nákvæm á sannkölluðu gullaldarmáli en eilítið hátíðleg á stundum. Leildist Auður Eydal Sagan af Antígonu er harmsaga, byggð á sagnahefð Grikkja. Antígona er kvenhetja síns tíma. Hún býður sjálfum konunginum byrginn þegar hann mælir svo fyrir aö bróðir henn- ar, Pólíneikes, skuli ekki hljóta greftrun eftir að hann fellur í bar- daga, heldur skuli lík hans liggja á víðavangi þar sem hræætur geta rifið það í sig. Þetta er refsing konungs vegna þess að Pólíneikes hafði farið með ófriði á hendur ættborg sinni, Þebu. Konungurinn, Kreon, lætur múra Antígonu inni í helli og hlifir henni í engu þó að hún sé heitbundin syni hans. En örlög Kreons eru þau að hann missir bæði eiginkonu sína og son vegna þessara atburða. Þorvarður Helgason leikstjóri legg- ur eins og fyrr er sagt mest upp úr flutningi textans, þannig að stundum minnti sýningin meira á leiklestur. Hallur Guðmundsson í hlutverki Kreons var vörpulegur og hann hef- ur góða rödd sem kom til skila valds- mannsbrag og ósveigjanleik kon- ungs. Brynhildur Björnsdóttir var líka örugg á framsögninni og tók sig vel út á sviðinu en áhersla leikstjóra á hægum flutningi textans og drama- tískum þögnum fannst mér skemma fyrir henni og alls ekki skila þeim áhrifum sem til var ætlast. Jón Atli Jónasson lék konungsson- inn og heitmann Antígónu og gerði það um margt vel þó að hann réði ekki alls kostar við geðshrærinu Hemons. Samleikur þeirra Jóns og Halls var meö ágætum. Berglind M. Tómasdóttir lék ísm- enu og spilaði auk þess faflega á flautu í upphafi (frumsaminn forleik) og við sýningarlok svo ljóst er að þarna er er á ferð fólk með fjöl- breytta hæfileika. Margir fleiri koma fram í smærri hlutverkum og í hinum klassíska gríska kór sem gegnir hér hefð- bundnu hlutverki. Valiö á þessum tveimur síðustu verkefnum L.M.H. sýnir að víða má leita fanga í leikbókmenntunum. Til- gangurinn með leiklistastarfí í skól- um er einmitt sá að vekja áhuga á þessum bókmenntum auk þess sem þátttakendur fá dýrmæta reynslu af allri vinnunni í kringum uppsetning- amar og af því að komast í kynni við leiklistargyðjuna sjálfa. Leikfélag Menntaskólans viö Hamrahliö sýnir: ANTÍGONU Höfundur: Sófókles. Jón Gíslason sneri úr frummálinu, grisku. Leikstjórn: Þorvaröur Helgason. Aöstoðarleikstjóri: Marteinn H. Sigurös- son. Leiktjöld og búningar: Sigurborg Matthi- asdóttir. Konungur kommúnista Löngu eftir að leiðtogar risaveld- anna hafa lýst kalda stríðinu lokiö á þaö í lífseigum fjörbrotum á íslandi. Þetta er skiljanlegt þar sem þeim sem í hirðuleysi byggðu skoðanir sínar á því líður nú líkt og embættismönn- um kommúnistaflokka Austur-Evr- ópu sem trúðu á flokksræðið en sjá nú alþýðuna velta því eins og spila- borg. „Við erum alþýðan, hveijir eru þið?“ hrópuðu Austur-Þjóðverjar að flokksleiðtogunum. Þeim varð svara- fátt. Trúaðir flokksmenn fyrirfóru sér. Takirðu frá fólki lífslygina tek- urður lika frá því lífslöngunina. En þeir sem höfðu leyft sér þann munað að hugsa sjálfstætt og tjá sig opin- skátt öðluðust traust fólksins. Modrow og Gysi vilja engar noma- veiðar. Frelsi með ábyrgð Á Vesturlöndum ríkir lotningar- blandin undran yfir hinni samfelldu og hröðu þróun í Austur-Evrópu, jafnframt því sem menn hálfsköm- mustulegir keppast við að finna upp- byggileg viðbrögð. Tímaritið The Economist lýsir vel- þóknun á stefnu Alþjóöagjaldeyris- sjóðsins gagnvart Austur-Evrópu en hann gerir strangar arðsemiskröfur við lánveitingar þangað, enda yrðu ríkin aldrei sjálfbjarga meö flárgjöf- um. Iðnaður hvílir víða á gamalli heíö. Þannig áttu t.d. Volkswagen og Porsche sér uppmnalega tékkneskar fyrirmyndir. Frjálst eignarhald í fyr- irtækjum og aðlögun aö markaðs- kerfi em ekki markmið í sjálfu sér heldur þjóðfélag frelsis með ábyrgð á samborgurum og vistkerfi. Hið jákvæða viö umfjöllun um Austur-Evrópu á Vesturlöndum er að lítiö hefur boriö á sjálfbirgings- hætti í garð þeirra sem aldir em upp í kommúnisma, enda væri slíkt ekki viö hæfl þar sem lýðræöisþróunin er að öllu leyti borin uppi af alþýðu hlutaðeigandi landa. Hún er tilkomin þrátt fyrir þá sem á Vesturlöndum einangruðu sig í hugarheimi kalda stríösins en alls ekki vegna meintra yfirburða sann- leiksástar og óbilandi frelsisbaráttu þeirra. Aö öðrum ólöstuöum eru það frekar menn eins og Willy Brandt og Richard Nixon sem hvor á sinn hátt rufu jámtjaldið. Kjallariim Jón Hjálmar Sveinsson verkamaður Nýr tími, nýtt hlutverk I Morgunblaðinu hefur Guðmund- ur H. Garðarsson undanfarið reynt að kenna mönnum að varast Vil- borgu Haröardóttur og Jón Baldvin - því aö einu sinni kommi alltaf kommi - hin pólitíska holdsveiki sé ekki bara ólæknanleg heldur einnig ófyrirgefanleg. En það eru ekki skoö- anir manna, sem til lengdar skipta máli né hvernig þeir fengu þær, held- ur hvernig þeir viöhalda þeim meö gagnrýni og skoðanaskiptum eða meö því að látast hvorki heyra né sjá. Styrkur lýöræöis felst ekki í því að allir hafl rétt fyrir sér heldur aö sem flestir fylgi sannfæringu sinni en hafi líka hæfileikann til aö læra og þroskist viö mistök. Þaö er kald- hæönislegt að Guömundur skuli halda því fram aö NATO hafl beinlín- is átt að hindra valdatöku komma í ríKjum þess. Lýöræði ver sig ekki með ofbeldi en það var einmitt Var- sjárbandalagiö sem meö sameinuð- um herstyrk bældi niður meint vald- arán í Tékkóslóvakíu ’68; réðst inn í sjálft sig. NATO er byggt gegn utanaðkom- andi ógnun og aðild að því er von- andi fijáls. Eins og réttlæting sjálf- stæðs austur-þýsks ríkis hverfur með hruni flokksræðisins hverfur gmndvöllur NATO með lýðræðis- þróun Austur-Evrópu, nema aöilar vilji skilgreina það upp á nýtt sem pólitískan vettvang, hlutverk sem Efnahagsbandalagiö er að taka frá NATO. Þjóðlegum hervörnum er ekki lokið; maðurinn er ekki hafmn yfir vopnaburð en heimurinn er ann- ar en hann var fyrir „ostpolitik” og glasnost. Rýmið fyrir hinum ungu Islenskir vinstri menn standa í uppgjöri og endumýjun. Samstaða þeirra yngri virðist áhugamál jafnt Marðar Árnasonar sem Birgis Árna- sonar. En skýrsla Páls Kr. Pálssonar og félaga um ástæöur fylgishruns hægri manna hefur því miður farið fyrir lítið. Þar var varað við ímynd kalda stríösins. Jón Magnússon dáir Carl I. Hagen, en Framfaraflokkur- inn norski er langt á undan því elli- heimili sem þingflokkur Sjálfstæðis- flokksins er. Kjartan Gunnarsson lýsti því sem viðurkenningu á starfsemi SVS og Varðbergs að Vigdís, forseti íslands, skuli hafa sótt fund þeirra. Eftir síö- ari heimsstyijöldina var stofnaöur andkommúnískur félagsskapur í Noregi. Hákoni sjöunda konungi var boðið aö veröa verndari félagsins. Norskir kommar höfðu veriö virkir í andspymunni og eru fylgjandi her- vörnum en á móti NATO. Formlega er konungur æösti yflrmaöur hers- ins. Hákon neitaði aö taka þátt í fé- laginu og sagði: „Ég er líka konungur kommúnistanna.“ Jón Hjálmar Sveinsson „Styrkur lýðræðis felst ekki 1 því að allir hafi rétt fyrir sér, heldur að sem flestir fylgi sannfæringu sinni..

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.