Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1990, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 22.02.1990, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 22. FEBRÚAR 1990. 35 LífstOl Apótekarar gagnrýna auglýsingar um heimsendingu: Yfirlýsing félagsins atvinnurógur - segir starfsfólk Laugavegsapóteks „Þetta er nú ekki óyggjandi brot á lyf]alögum,“ sagði Jón Bjömsson, formaður Apótekarafélags íslands, í samtali við DV. „Það er deilt um túlkun laganna í þessu efni. Viö vildum hins vegar koma því á framfæri að þessa þjónustu hafa apótek ávallt veitt væri þess óskað. Við hefðum viljað að apótekin hefðu samstarf um að auglýsa hana sérstaklega." „Þessi þjónusta annarra apóteka hefur verið á fárra vitorði," sagði Hjörleifur Þórarinsson lyfjafræð- ingur í samtali við DV. „Mér finnst að þeir sem stóðu að yfirlýsingunni ættu'frekar að snúa sér að því að veita faglega og góða þjónustu í stað þess að innrétta læknastofur, mata eigin krók og róghera starfsfólk annarra apó- teka.“ -Pá Apótekarafélag íslands hefur birt yfirlýsingu í öllum dagblöðum þar sem auglýsingar Laugavegsapó- teks um heimsendingu lyfja era harðlega gagnrýndar og sagðar vera brot á lyfjalögum og skapa hættu á mistökum. „Þessi yfirlýsing félagsins er ekk- ert annað en atvinnurógur," sagði Hjörleifur Þórarinsson, yfirlyfja- fræðingur í Laugavegsapóteki, í samtali við DV. „Öll vinna í apótek- inu, þar með talin þessi heimsend- ingarþjónusta, er undir faglegri stjórn lyíjafræðinga þar sem öllum lögum og reglugerðum er fylgt. Við höfum starfandi hér á landi Lyfja- eftirlit ríkisins sem eftirlitsaðila apóteka og það hefur ekkert haft út á þessa þjónustu að setja. Frá því að Laugavegsapótek hóf að senda lyf heim til fólks og sækja til þess lyfseðla, því að kostnaðar- lausu, hafa á annað þúsund manns notfært sér þessa þjónustu og eru aldraðir og öryrkjar meira en níu- tíu af hundraði þess hóps. „Við höfum átt ánægjulegt sam- starf við sjúklinga, aðstandendur þeirra, lækna, heimahjúkrun, heimahlynningu krabbameins- sjúklinga og marga fleiri," sagði Hjörleifur Þórarinsson, „þeir einu sem haft hafa horn í síðu þessarar þjónustu eru nokkrir apótekarar hér í bæ sem nú hafa fengið stjórn félagsins til þess að birta þessa fá- heyrðu yfirlýsingu." ID UM HE\MSEND\NGULVFnd^ Vegna ^ v\U Apotekaraielag enirfarandi fram'. væðinU hafa um arab J ^ skapa hæ<,u 8 u/iAta reg'or om .„.Ai„«arfv\»st, Yfirlýsing Apótekarafélagsins sem deilt er um. Stjórn Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins við opnun efnamóttökunnar í Kópavogi í gær. DV-mynd BG Móttaka hættulegra efna tekur til starfa Móttaka þar sem safnað verður saman umhverfismengandi efnum, sem ekki má urða með öðru sorpi, var opnuð á vegum Sorpeyðingar höfuðborgarsvæðisins í Kópavogi í gær. Móttökustöðinni er ætlað að taka á móti efnaúrgangi sem fellur til í sveitarfélögunum og ekki má urða né losa í sjó samkvæmt nýrri meng- unarreglugerð. Svæði það sem tekið er á móti efnum frá nær frá Hafnar- firði til Kjalarness. í móttökustöðinni verður búið um efnin til flutnings úr landi. Danska fyrirtækið Kommunekemi a/s, sem er í eigu dönsku sveitarfélaganna, tekur við þeim til eyðingar þar til íslendingar geta leyst þann vanda sjálfir. Itarlegar leiðbeiningar um frágang og merkingar efnanna verða á næstunni sendar á, vinnustaði á höfuðborgarsvæðinu. Reiknað er með að á þessu ári komi um 150 tonn af mengandi efnum í móttökustöðina en vitað er að tals- vert magn hættulegra efna bíður eyðingar. Húsnæðið að Dalvegi 7 í Kópavogi er bráðabirgðahúsnæði og er ráðgert að móttakan verði þar aðeins í rúmt ár en flytji í Gufunes vorið 1991. Efnum sem tekið er á móti verður skipt í 8 flokka: olíuúrgang, lífrænan efnaúrgang með halogen eða brenni- steinsupplausnarefni, lífrænan efna- úrgangur án halogens og brenni- steins, úrgang með kvikasilfri, dýra- og plöntueitur, ólífrænan efna- úrgangogannanúrgang. -Pá Leiðrétting: Hörður bakari ódýrastur í frétt DV í gær um niðurstööur verðkönnunar á brauðum og kökum víxluðust nöfn bakaría. Hið rétta er að karfa með kökum var ódýrust í Harðarbakaríi á Akranesi á 565 krónur en dýrust hjá Guðnabakaríi á Selfossi á 1.194 krónur. Munurinn er 111%. Hér með er beðist velvirð- ingar á þessum afglöpum. -Pó Wefwhwg ém æiím hmwm Æw ® ÆMsÆ ‘N-/ cið méimssAm þwi sem wli þessl kona þmmm I Reykjovík wmrwm smmméím uns - mé iiJllilrll H eitlliwai nsiklw síðdegis winno úti fyrir húdegi ef mméwr skipfl ekki uns skoðun. Reykjavík síðdegis á Bylgjunni alla virka daga kl. 17:00-19:00. Vettvangur hlustenda - símatímar - viðtöl - fréttir - málefni Ifðandi stundar. Nýr maður við hljóðnemann: Sigursteinn Másson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.