Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1990, Page 2
2
FIMMTUDAGUR 15. MARS 1990.
Fréttir dv
Tugir verðmætra málverka horfið af stúdentagörðum:
Menn virðast hafa
gengið með þau út
- segir Bjöm Th. Bjömsson hstfræðingur
Stór hluti af því málverkasafni sem
Stúdentaráð Háskóla íslands á aö
eiga virðist hafa horflð án j)ess að
nokkur hafi áttað sig á því. í nýlegu
tölublaöi tímarits Röskvu, félags fé-
lagshyggjufólks, ritar Sigurjón Baid-
ur Hafsteinsson, nemi í listasögu,
grein þar sem hann vekur athygli á
þessum stuldi. Greinin heitir: Stuld-
ur á list og Stúdentaráð.
Vekur Siguijón þar athygli á því
að árið 1935 hafi Jóhann Briem list-
málari gefið stúdentagarði, sem er
eign Félagsstofnunar stúdenta, 21
vatnslitamynd meö efni úr íslensku
þjóðlífi. Samkvæmt heimildum DV
Feröaþristur:
Kaupendur telja
sig hafa keypt
útrunna miða
Vegna mistaka, sem urðu við
prentun á skafmiðahappdrættismið-
um hjá Ferðaþristi, hafa komið upp
vangaveltur hjá kaupendum um að
verið sé aö selja miða sem eru útr-
unnir. Á bakhliö skafmiðanna stend-
ur nefnilega að smávinninga skuli
vitja fyrir l.janúar 1990!
Ungur maður kom til DV með
fimmtán Ferðaþrist-skafmiða sem
hann hefur keypt á ýmsum stöðum
í borginni. Hann sagði áð sér heföi
brugðið mjög þegar hann sá ofan-
greinda dagsetningu enda var hann
þá búinn að verja talsverðu fé í miða-
kaup. Auk þess hafði hann hlotið
smávinning á miða sem hann keypti
í Happahúsinu í Kringlunni. Þar var
honum tjáð að slíkt væri ekki afhent
þar - þó svo að tekið sé fram á bak-
hlið miðanna að smávinninga sé
hægt að vitja á viðkomandi sölustað.
Við svo búið hringdi maöurinn í
uppgefið símanúmer hjá Ferðaþristi
til að kvarta. í símsvara í Hveragerði
sagði: „Ef þú hefur fengið vinning
segðu þá nafn og símanúmer og viö
munum hringja." Maðurinn sagðist
margoft hafa talað inn á símsvarann
en aldrei hafi verið hringt í hann.
DV bar frásögn mannsins undir
Sturlu Þórðarson, framkvæmda-
stjóra Ferðaþrists.
„Við erum búnir að auglýsa í dag-
blöðum og í sjónvarpi og höfum til-
kynnt um þessi leiðindamistök sem
urðu í prentsmiðju í Bandaríkjunum
með dagsetningar. l.janúar (síðast-
hðinn) átti á að vera 1. júní næstkom-
andi. Happdrættið er því í fullum
gangi,“ sagði Sturla.
„Happahúsiö tekur ekki lengur
smávinninga fyrir okkur og það hef-
ur orðið misbrestur á því hjá sölu-
stöðum í Reykjavík að sjoppurnar
endurnýi birgðir sínar af vinningum.
Það er skýringin á þessu tiltekna til-
felli,“ sagði Sturla. -ÓTT
Gamall maður
féll úr stiga
Gylfi Kristjánsscm, DV, Akureyri:
Maður um áttrætt slasaðist mikið
á höfði er hann féll úr stiga við hús
sitt í Grundargötu á Akureyri í gær.
Maðurinn hafði fariö upp í stigann
til þess að bijóta klaka sem hékk
niöur af þaki' hússins. Hann missti
jafnvægið og féll 3^1 metra. Maður-
inn mun hafa lent á höfðinu og slas-
ast alvarlega enda var hann fluttur
með sjúkraflugvél tii Reykjavíkur
skömmu síðar.
mun vera ástæða til aö ætla að þetta
séu nokkuð verðmætar myndir. Seg-
ir Siguijón að nú, hálfri öld síðar, sé
aðeins vitað um eina mynd af þess-
ari rausnarlegu gjöf.
Þess má geta að þrátt fyrir eftir-
grennslan DV tókst ekki að finna
myndina til myndatöku.
„Það veit enginn hvað hefur orðið
um þessar myndir. Menn virðast
hafa tekið myndirnar með sér þegar
þeir fóru af görðunum enda virðist
aldrei hafa veriö haldin nein skrá
yfir þær,“ sagði Bjöm Th. Bjömsson
listfræðingur en hann hefur haft
frumkvæði að því að reynt hefur
„Eg var að ganga upp Skólavörðu-
stíginn um eittleytið í nótt þegar tvær
konur og einn karlmaður komu að
máli við mig. Ég get ímyndaö mér
að þau séu rúmlega tvitug. Þau voru
vinaleg i fyrstu en síðan sáu þau
veskið mitt sem var í rassvasanum.
Þá skipti engum togum aö maður-
inn kýldi mig í andlitið og sparkaði
Ef ríkisstjórnin veitir Álafossi ekki
umtalsverða aðstoð þá mun fyrir-
tækið verða lýst gjaldþrota. 400 millj-
ón króna aðstoð sem Hlutafjársjóður
og Atvinnutryggingasjóður hefur
lofað dugar ekki einu sinni til að
halda fyrirtækinu á floti.
„Til að afstýra gjaldþroti þarf án
efa að koma til eftirgjöf skulda eða
veruleg breyting á fjárhagsuppbygg-
ingu félagsins og aukið eigiö fé. Fyr-
irtækið rís ekki undir þeim miklu
skuldum sem á því hvíla,“ sagði Jón
Sigurðsson iðnaðarráðherra í sám-
tali viö DV.
„Þaö hefur ekki verið tekin ákvörð-
un enn um hvort brugðist verði við
verið að skrá málverk í eigu opin-
berra aðila. Sagði Björn að víða hefðu
veriö miklir þverbrestir í skráningu
og mörg málverk glatast úr opinberri
eigu. Dæmið með stúdentagarð væri
því ekkert einsdæmi.
Að sögn Siguijóns eru málverkin
eftir Jóhann ekki einu verkin sem
hafa horfiö. Sagði hann til dæmis að
verk eftir Gunnlaug Blöndal, sem
ætti að vera á Gamla Garði, fyndist
hvergi. Þá nefnir hann í grein sinni
eitt af helsíu verkum Jóhannesar
Kjarvals, Foran Paradiset, sem sé í
eigu Stúdentaráðs. Það verk, segir
Siguijón, á að hafa hafnaö hjá Lista-
svo í magann á mér. Ég féll alveg
saman. Þau tóku svo veskið úr vas-
anum og töskúna sem ég hafði með
mér. Að því loknu tóku þau pening-
ana úr veskinu og hentu því svo aft-
ur í mig,“ sagði 26 ára gamall sjómað-
ur utan af landi sem ráðist var á í
nótt og hann rændur.
„Ég sá þann kost vænstan að
málaleitan fyrirtækisins um frekari
aðstoð. Reyndar er rétt að nefna að
fyrirheitunum um stuðning frá At-
vinnutryggingasjóði og Hlutafiár-
sjóði hefur ekki verið fullnægt ein-
faldlega vegna þess að þau voru háð
heildarlausn sem ekki héfur fengist.
Það er þvi ekki að öllu leyti verið að
tala um nýja peninga en svart er það
samt.
- En er ekki ljóst að 100 milljón
króna hlutafiárkaup Hlutafiársjóðs
myndu á engan hátt duga?
„Nei, nei og 300 milljóna skuld-
breyting Atvinnutryggingasjóðs
dugir ekki heldur," sagði Jón Sig-
urðsson.
safni íslands og sé nú eignað safninu.
Því mótmælti Bera Nordal, for-
stöðumaður Listasafnsins, og sagði
hún að enginn drægi í efa að Stúd-
entaráð ætti myndina. Myndin mun
nú vera erlendis á sýningarferðalagi
aö frumkvæði Listascifnsins.
Hjá Stúdentaráði varð fátt um svör
þegar forvitnast var um þessi mál-
verk og virtust engar upplýsingar
vera til um gjöf Jóhanns þar. Jóla-
gjöfin frá 1935 virðist því hafa gufað
upp í tímans rás.
-SMJ
hlaupa í burtu og forða mér. Ég
hringdi svo í lögregluna. Þetta er
orðiö ruglað fólk hér í bænum -
maður veit ekki á hverju maður á
von. Mér telst til að í veskinu hafi
verið um fimm þúsund krónur en í
töskunni voru aðeins föt - jakki, bux-
í björgunaraðgerðunum miklu síð-
astliðið haust tóku þátt auk ríkisins;
Landsbankinn, Iðnlánasjóður, Iðn-
þróunarsjóður, Framkvæmdasjóöur,
Atvinnutryggingasjóður og Sam-
bandiö. Auk þess lofaði Hlutafiár-
sjóður aðstoð sem ekki hefur orðið
af ennþá. Allir þeir sem tóku þátt í
aðgerðunum töldu sig hafa teygt sig
eins langt og mögulegt var til bjargar
fyrirtækinu. Til dæmis höfnuðu
bæði Framkvæmdasjóður og Sam-
bandið, eigendur fyrirtækisins, að
auka hlutafé þess. Forráðamenn fyr-
irtækisins leita því nú til ríksins um
hundruð milljón króna aðstoö.
-gse
Fjórar hSjóm-
sveitir og
„næturklúbbur“
til landsins
- hundrað gestir fylgja með
Það verður heldur betur líf í
tuskunum í Tunglinu og Mennta-
skólanum við Hamrahlíö um
helgina. Fjórar enskar hljóm-
sveitir koma til landsins á vegum
Smekkleysu og heill næturklúb-
bur, The Brain Club, verður sett-
ur upp í Tunglinu á fóstudags-
og laugardagskvöld. Ástæðan er
hingaökoma hljómsveitarinnar
Happy Mondays en hún þykir sú
hljómsveit í Englandi sem líkle-
gust er til að slá í gegn á næst-
unni. Er uppselt á alla tónleika
hennar í Englandi á næstunni.
The Brain Club er nokkuð sér-
stakur næturklúbbur. Fyrir utan
að vera starfræktur í Englandi
þá útfærir hann skemmtanir sín-
ar um alla Evrópu og er mikið á
feröalagi.
Aðstandendur The Brain Club
eru fiórtán, plötusnúðar, hljóm-
sveitimar A Guy Called Gerald,
sem kom lagi inn á topp tuttugu
í Bretlandi á síðasta ári, Audio
One og If? sem leikur blöndu af
reggage og rokki. Plötusnúðarnir
eru tveir. Þá má ekki gleyma
veislugestum sem koma með
„næturklúbbnum" en þeir eru
nálægt hundrað manns.
Forskot á sæluna verður í kvöld
þegar verður haldin Smekkleysu-
hátíð í Tunglinu í tilefni af að út
er aö koma í Bandaríkjunum
safnplata með íslenskum hljóm-
sveitum. Neftiist hún World
Domination or Death. Flestar
hljómsveitirnar koma fram á há-
tíðinni. Kynnir verður engin önn-
urenRósalngólfsdóttir. -HK
Borgaraflokkimnn:
Helena kemur
og ræsir
hulduherinn
Helena Albertsdóttir er vænt-
anleg til landsins næstu daga.
Hún kemur til með að leggja
Borgaraflokknum lið í komandi
borgarsfiórnarkosningum, sam-
kvæmt heimildum DV úr innsta
hring Borgarafiokksins. Helena á
fleiri erindi til íslands en þátttöku
í kosningabaráttu.
Borgaraflokksfólk gerir sér
vonir um að Helena verði á
landinu fram yfir kosningar og
að hún leggi því gott liö. Nú er
rætt um að endurvekja hulduher-
inn þrátt fyrir aö þeir feðgar, Al-
bert Guömundsson og Ingi Björn
Albertsson, hafi sagt skilið við
fiokkinn.
„Það er einlæg von okkar að
Helena geti unnið fyrir okkur.
Við helðum aldrei náð þeim ár-
angri sem við náðum viö síöustu
þingkosningar ef hennar hefði
ekki notið við,“ sagði viömælandi
DV. ,
Prófkjör Borgaraflokksins í
Reykjavík verður helgina 24. og
25. þessa mánaöar. Frestur til að
skila inn tilnefningum er ekki úti
og þvi er ekki hægt aö segja til
um hversu margir sækjast eftir'
að vera i framboði fyrir flokkinn
íReykjavík. -sme
Varði laxeldið
með haglabyssu
Lögreglan í Reykjavík hafði af-
skipti af manni sem var aö skjóta
úr haglabyssu við Laxalón i Graf-
arvogi um áttaleytið í morgun óg
var í fyrstu talið að maðurinn
væri að skjóta á gæsir.
Maðurinn gaf þá skýringu aö
hann hefði veriö að verja seiða-
eldið fyrir áreitni vargfugls. Að-
eins tveir menn á vegum bórgar-
innar hafa leyfi til áö skjóta á
vargfugl. -ÓTT
Júlíus Sólnes umhverfisráðherra fékk í gær afhenta gjöf frá samtökunum Landvernd en það var forlátatrjáplanta
og ritsafn Landverndar. Hér sést hann taka við trénu frá þeim Auði Sveinsdóttur, formanni Landverndar, og Svan-
hildi Skaftadóttur, framkvæmdastjóra samtakanna. DV-mynd BG
Ráðist á 26 ára gamlan sjómann og hann rændur 1 nótt:
„Kýldu mig og spörkuðu í mig“
ur og vinnuskyrta," sagði sjómaður-
inn. -ÓTT
Jón Sigurðsson segir útlitið svart hjá Álafossi:
400 mil|jónir duga ekki