Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1990, Page 12
12
FIMMTUDAGUR 15. MARS 1990.
Spumingin
Hvaða fiskur
finnst þér bestur?
Inga Stefánsdóttir húraóðir: Ætli það
sé ekki steikt smálúða.
Ármann Atli Sigurðsson nemi: Ýsa,
steikt með raspi.
Birna Lúðvíksdóttir húmóðir: Ýsa,
soðin í örbylgjuofni með osti ofan á
og borin fram með grjónum og græn-
meti.
Petra Björk Arnardóttir sendill: Ýsa
og ef hún er glæný vil ég hana soðna
með kartöflum, annars steikta með
raspi.
Sólveig Guðmundsdóttir nemi: Soðin
ýsa.
Ásgeir Jónsson fiskvinnsluskóla-
nemi: Bara ýsa, steikt með raspi og
lauk.
Lesendur
Bogdan, þjálfari landsliðsins, í góðum höndum „strákanna", sem „aðstæð-
ur og uppeldi hafa lagst á eitt við að eyðileggja", eins og bréfritari tekur
til orða.
I Arnar skrifar:
j Ég hef eins og svo margir aðrir
verið að velta fyrir mér árangri
landsliðsins okkar í handboltanum.
í fyrsta lagi er ég þeirrar skoðunar
| að við íslendingar megum vera
meira en ánægðir með að eiga á að
skipa einu af 10 bestu liðum heims í
; handbolta. - Það eigum viö tvennu
' að þakka, frábærum efniviði í ungum
mönnum sem áhuga hafa á þessari
tegund íþróttar og svo þjálfaranuriT
Bogdan Kowalczyck sem hefur unnið
mikið þrekvirki að móta þennan ís-
lenska efnivið, ungu mennina, þrátt
: fyrir afar lélegar aðstæður í landi þar
| sem skortir allan aga í uppeldi heim-
ila og skóla.
Málið er nefnilega að það er nánast
kraftaverk að hér skuli vera hægt
að ná upp samhæfðu liði til keppni í
! viðurkenndum íþróttagreinum
vegna þess hve jarðvegurinn er
' grýttur á sviði ytri aðstæðna. Aga-
I leysið er þar helsti þröskuldurinn.
Við skulum gæta að því, að knatt-
spyrna og handbolti eru íþróttir sem
j krefjast mikillar samhæfingar sem
byggist ekki á neinu öðru en aga og
j hlýðni. Sérhver þeirra þjóða sem við
mætum í keppni hefur herskyldu.
Hún þýðir þaö aö ungir menn eru
kvaddir til þess að gegna 12-18 mán-
aða þegnskyldu sem felst í því (þegar
ekki eru stríðstímar) aö þessir ungu
menn eru við stanslausar líkamlegar
æfingar og búa viö sérstakan aga og
eftirlit allan tímann.
Þarna fá menn góöa undirstöðu í
þrekþjálfun, göngum, hlaupum og
annarri líkamlegri þjálfun, ásamt því
að læra að taka við skipunum sem
hlýða verður umsvifalaust. Þetta allt
er óþekkt fyrirbæri hér á landi. Og
þótt ungir menn hafi flestir stundað
vinnu á skólaárum og síðan að þeim
loknum þá er vinna hér á landi nán-
ast dagheimilaleikur miðað við það
sem tíðkast erlendis. Við vinnum
einnig í skorpum og hvílumst svo vel
á eftir en höfum ekki úthald á borð
við aðrar þjóðir. Þetta verður að við-
urkenna.
Hinir erlendu þjálfarar, sem hér
hafa verið, leggja þess vegna mest
upp úr því að byggja upp þrek leik-
manna. En þegar slík þjálfun er ekki
alls kostar vel liðin í undirmeðvit-
undinni verður árangurinn ekki eins
og skyldi. - Því fer þannig í reynd
að þegar mönnum finnst þeir vera
búnir að fá næga þjálfun (að eigin
dómi) taka þeir sjálfir völdin og fara
aö sniðganga þann sem þeir eiga að
hlýða.
Á meðan við íslendingar höfum
annað fyrirkomulag á uppeldi ungs
fólks en tíðkast meðal annarra þjóða
getum við ekki búist við neinum sér-
stökum árangri af hinum ungu
íþróttamönnum okkar, jafnvel þótt
þeir fengju heimsins bestu þjálfara.
Við getum því ekki að skellt skuld á
hinn pólska Bogdan fyrir slæma
frammistöðu handboltaliðsins eða
mistök í innáskiptingum, o.s.frv. -
Hann hefur þegar gert meira en
hægt var að búast við úr annars góð-
um efniviði sem aðstæður og uppeldi
hafa lagst á eitt við að eyðileggja.
Kristján Jóhannsson óperusöngvari. ,,.. .meinað að syngja á svokallaðri
Listahátíð..segir bréfritari.
Skipuleggjendur Listahátíðar og Kristján Jóhannsson:
Framkoma
til skammar
Jón Hjálmar Sveinsson skrifar:
Bandaríkjamenn eiga sér „Murp-
hy’s lögmáT' en þaö segir að geti eitt-
hvað farið úrskeiðis þá gangi það
oftast eftir.
Af rætni og minnimáttarkennd,
sem gjaman þrífst í smáum sam-
félögum, em hins vegar hin norsku
„Jantelov" sprottin en eitt þeirra er
svona: „Þú skalt ekki halda að þú
sért eitthvað, getir eitthvað og þaöan
af síður að þú verðir einhvern tíma
eitthvað.”
Það er í öfundaranda þessa boðorðs
sem einasta söngvara okkar með al-
þjóölega viðurkenningu er af yfir-
veguöu tillitsleysi meinað að syngja
á svokállaðri Listahátíð, jafnvel þrátt
fyrir að honum hafi tekist að fá nokk-
ur af hinum stóru óperuhúsum til
að lofa þátttöku.
Þrifnaður, slysahættur
og hollusta í borginni
Gunnlaugur Valdimarsson skrifar:
Eftirfarandi hugleiöingum vil ég
koma á framfæri, ef þær mættu
verða til þess að vekja viðkomandi
yfirmenn og stjórnendur til um-
hugsunar með tilliti til velferðar
borgaranna, betri umgengni og meiri
þátttöku þeirra í verndun umhverfis-
ins.
1. Hversu mikið magn tjöru og ann-
arra efna skyldi leysast úr götum
borgarinar og verða að ryki í and-
rúmsloftinu vegna saltdreifingar á
göturnar?
2. Hve mikið skyldi tjón á bifreiðum
landsmanna vera sökum saltsins, t.d.
á hemlakerfi bifreiðanna, að
ógleymdu sjálfu ryðinu sem tærir
málminn í þeim?
3. Hve mörg skyldu vera umferðar-
óhöppin sem rekja má beint til salts-
ins sem blandast við snjóinn?
4. Hve margir skyldu þurfa að leita
til læknis sökum ýmissa tegunda of-
næmis eftir að hafaandað að sér eða
orðið fyrir saltblönduðu tjöru/treíja-
ryki þegar göturnar þorna og vindar
blása því um loftið?
5. Að hve miklu leyti veldur saltið
skemmdum á húsum borgarbúa þeg-
ar það fýkur um og skellur á veggj-
um, gluggum og þökum, t.d. í skaf-
renningi?
6. Tjörueyðir, steinolía, „white-
spritt", olíueyðir og dekkjahreinsi-
vökvi. - Allt eru þetta efni sem bif-
reiðastjórar hafa mikið notað til
varnar gegn hálku og hvers konar
hreinsun á bifreiðum sínum. Hver
skyldu áhrif þessara efna vera í
náttúrunni og á umhverfi fólks hér
í borginni?
Þetta eru atriði sem fróðlegt væri
að fá upplýsingar um frá réttum aðil-
um. Þær myndu kannski leiða til
þess að fólk umgengist eða notaöi
minna af þessum efnum þegar vitað
er með vissu um áhrif þeirra á um-
hverfið og fólkið sem í því hrærist.
Afmælisritiö Yrkja:
Fólk þorir ekki
að af þakka
Pétur Guðmundsson skrifar:
Nú er „gert stórt átak“ í því að selja
fyrirfram bók sem á að gefa forsetan-
um okkar í afmælisgjöf. Þetta er gert
með útsendum bæklingum og per-
sónulegu sambandi hringjara, sem
fara eftir símaskrá og þjóðskrá og
leita fólk uppi með nafni úti um „ditt-
inn og dattinn”.
Rúsínan í pylsuendanum er svo sú
að forsetinn okkar á að fá lista yfir
þá velunnara sína sem „heiðra” hana
með því að kaupa þessa bók að óséðu.
Það er líklegt eða hitt þó heldur að
hún fari aö liggja yfir þess háttar
lesningu. - Eða skyldi hún hafi þjóð-
skrána eða símaskrána með sér upp
í á kvöldin?
Forsetinn okkar er ugglaust ágæt-
ur. Þó er ég ekki afvelta af hrifningu
yfir honum og gæti vel hugsað mér
annan. En eins og staðið er að söl-
unni á þessu fyrirhugaða bókverki
þarf einstaklingurinn töluverða
dirfsku til að hafna kaupunum. Eins
og útvarpið sagði í morgun „hafa
allir íbúar á Flúðum“ (sennilega þá
í Flúðahverfi) ekki þorað annað en
að kaupa kverið.
Ég trúi því ekki að fólk almennt sé
svo hugfangið af forseta vorum að
þá langi til að eiga einhverja bók um
hana upp á von eða óvon. Þess vegna
á fólk að rísa upp nú undir eins og
segja „nei, takk“, ef þaö hefur ekki
persónulegan áhuga á því að gefa
forsetanum afmælisgjöf upp á 2500
kall - sem er töluvert hærra en laun-
þegar fengu í launabætur í nýaf-
stöðnum kjarasamningum.