Dagblaðið Vísir - DV - 15.03.1990, Blaðsíða 27
FIMMTUDAGUR 15. MARS 1990.
35
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Roger Moore
hefur ekki tekiö illa í þá hugmynd
aö leika í næstu James Bond-
mynd. í augum margra er hann
hinn eini og sanni Bond og gaml-
ir aödáendur kunna heldur illa
viö Timothy Dalton í hlutverk-
inu. Þaö stendur þó ekki til að
Moore leiki sjálfan Bond oftar
heldur er hugmyndin aö hann
leiki fóöur meistaraspæjarans.
Ef af því verður hefur Bond fetað
í fótspor Indiana Jones sem fékk
föður sinn til liðs viö sig í síðustu
mynd. Þá var annar gamall
Bond-leikari kallaður til sögunn-
ar. Það var enginn annar en Sean
Connery.
Angela
Lansbury
á að hafa ákveðið að hætta að
leika í Morögátu. Þættirnir er eitt
vinsælasta sjónvarpsefni sem nú
er framleitt í heiminum og er sagt
að framleiðendurnir hafi verið
gráti nær þegar þeir fréttu af
ákvörðun leikkonunnar. Þeir
kunnu þó ráð við vandanum,
tóku upp seðlaveskið og buðu
Lansbury 12 milljónir króna í
laun á viku. Þá fannst henni
mátulegt að hætta við að hætta
og leikur því áfram í Morðgátu.
Kelly McGillis
á von á barni í júní. Sagt er í
Hollywood að ekkert þyki nú
finna en að eignast börn og er
McGillis ekki ein um það af stór-
stjörnum þar vestra að vera ólétt.
Sigourney Weaver á von á barni
í vor og Kate Capshaw einnig.
Barnsfaðir hennar er enginn
annar en Steven Spielberg. Þá var
Jennifer Beals einnig í þessum
hópi en hún eignaðist barn í jan-
úar.
Mæðgurnar Benazir og Bakhtawar. Dóttirin fæddist 25 janúar.
Frístæl- og tísku
línukeppni
Alþjóðleg frístæl- og tískulínu-
keppni var haldin á Hótel íslandi
fyrir stuttu og þótti keppnin takast
mjög vel. Slagorð keppninnar var
Verndum ósonlagið. Stóð dagskrá
keppninnar frá hádegi fram til kl.
eitt um nóttina. Var fullt út úr dyrum
á Hótel íslandi allan daginn.
Keppni þessi er alþjóðleg og komu
erlendir keppendur og aðilar frá
Bandaríkjunum, Bretlandi, Dan-
mörku, Svíþjóð, Finnlandi og Ítalíu
til að taka þátt í keppninni og fylgj-
ast með.
Það var tímaritið Hár og fegurð
sem haföi veg og vanda af þessari
miklu keppni og var það duglegt við
að kynna hana erlendis með góðum
árangri.
í keppninni voru veitt samtals tutt-
ugu og fimm verðlaun, auk þess sem
Hár og fegurð valdi Elsu Haralds-
dóttur og Torfa Geirmundsson
hársnyrtimenn ársins. Peningaverð-
laun voru veitt þeim sem voru stiga-
hæst í hárgreiðslu og hárskurði.
Lára Óskarsdóttir og Jón H: Guð-
mundsson fengu hvort um sig 75.000
krónur.
Á þessari mynd sjást, talið frá vinstri: Valerie Stewart, sigurvegari i get-
raunakeppni sem fór fram; Norman Bloomfield, umboös- og blaðamaður;
Denise Gaze, blaðamaður frá Hairdresser and Beautician; Xavier Wenger,
forseti heimssamtaka hársnyrifólks og tæknilegur ráðgjafi keppninnar; Pét-
ur Melsteð, ritstjóri Hárs og fegurðar, og Helga S. Jóhannsdóttir, formaður
sambands hárgreiðslu- og hárskerameistara, en hún átti afmæli sama dag
og keppnin fór fram.
Á þessum fjórum myndum má sjá sýnishorn af greiðslum sem litu dagsins Ijós á þessum eftirminnilega sunnudegi á Hótel íslandi.
Benazir Bhutto
eignast dottur
Benazir Bhutto, forsætisráðherra
Pakistans, hefur í fleiru aö snúast
en aö stýra landinu. Hún þarf að
samræma hlutverk þjóöhöfðingja
og uppeldi tveggja barna. Bilawal
sonur Bhutto er nú orðinn hálfs
annars árs en hann fæddist
skömmu áður en móðir hans var
kjörin í embætti. í lok janúar fædd-
ist síðara barnið, dóttirin Bakh-
tawar.
Benazir Bhutto varð heimsfræg
fyrir andstöðu sína við Zia Ul-Haq
hershöfðingja eftir að hann hafði
látið taka Zulfiqar föður hennar af
lífi og siðar fyrir að verða fyrsta
konan til að vera kjörin til að leiða
ríki múhameðstrúarmanna.
Þegar hún gekk með soninn boð-
aði Zia Ul-Haq til kosninga og hag-
aði málum svo að kjördag bar upp
á 16. nóvember árið 1988, sama dag-
inn og Benazir átti að eiga barnið.
Svo fór þó að sonurinn fæddist 12.
september og Benazir tókst að leiða
kosningabaráttuna síðustu vikurn-
ar.
Eiginmaður Benazir er Asif Zard-
ari. Hann er þekktur kaupsýslu-
maður í Pakistan og þó ekki síöur
frægur sem einn fremsti pólóleik-
ari landsins.
Benazir Bhutto með börnin tvö, þau
Bilawal og Bakhtawar, og amman,
Begum Nusrat, aðstoðar við uppeld-
ið.