Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1990, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1990, Síða 8
I;8 MlÐVlKb'DAG'UR í\. Míífö Í990. Nauðungaruppboð þriðja og síðasta á fasteigninni Vesturgötu 71 b, þinglýst eign Gunnhildar J. Halldórsd., en talin eign Tómasar Rúnars Andréssonar, verður haldið á eigninni sjálfri, föstudaginn 23. mars 1990 kl. 14. Uppboðsbeiðandi er Fjárheimtan hf. Bæjarfógetinn á Akranesi Tilboð óskast í 8 veghefla fyrir Vegagerð ríkisins. Útboðsgögn eru afhent á skrifstofu vorri að Borgar- túni 7, Reykjavík. Tilboð skulu berast á sama stað fyrir kl. 11.00 f.h. þann 25. apríl 1990, merkt: „Útboð 3565/90", þar sem þau verða opnuð í viðurvist við- staddra bjóðenda. INIMKAUPASTOFIMUN RÍKISINS BORGARTUNI 7. 105 REYKJAVIK MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Lausar stöður Lausar stöður við Háskólann á Akureyri Við Háskólann á Akureyri eru lausar til umsóknar eftirtaldar lektorsstöður: 1. Við heilbrigðisdeild tvær lektorsstöður i hjúkrunarfræði. 2. Við rekstrardeild lektorsstaða í þjóðhagfræði. 3. Við sjávarútvegsdeild lektorsstaða í efnafræði og lektors- staða í lífefna- og örverufræði. Laun samkvæmt launakerfi starfsmanna ríkisins. Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um vísindastörf umsækjenda, ritsmíðar og rannsóknir, svo og námsferil og störf, skulu sendar mennta- málaráðuneytinu, Sölvhóli, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 17. apríl nk. Útlönd DV Tugir þúsunda komu saman i Búdapest í Ungverjalandi í gærkvöldi til að mótmæla ofbeldinu gegn Ungverjum í Rúmeníu. Símamynd Reuter Blóðug átök milli Rúmena og Ungverja TIL SÖLU Mót: 15 t., 8 t. plastbáta & polyurethan framleiðslu- lína. Tilboð óskast í eftirtalda muni: Smíðamót fyrir 15 t. plastbáta með öllu. Smíðamót fyrir 8 t. plastbáta með öllu. Smíðamót: Fiskeldisker, 3 stærðir - plast. Smíðamót: Garðlaugamót, hitapottur - plast. Urethan vinnslulína: Efnisblöndunarsamstæða, mótapressa, mót og efnislager. Skriflegum tilboðum ber að skila fyrir 23. mars nk. á skrifstofu embættisins. Allar nánari upplýsingar veitir undirritaður, skrifstofu embættisins, Hnjúka- byggð 33, Blönduósi, sími 9524157. Skiptaráðandinn í Húnavatnssýslu, Sverrir Friðriksson, ftr. MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ Styrkir Styrkur til háskólanáms i Japan Japönsk stjórnvöld bjóða fram styrk handa Islendingi til há- skólanáms í Japan háskólaárið 1991-92 en til greina kemur að styrktímabil verði framlengt til 1993. Ætlast er til að styrk- þegi hafi lokið háskólaprófi eða sé kominn nokkuð áleiðis í háskólanámi. Þar sem kennsla við japanska háskóla fer fram á japönsku er til þess ætlast að styrkþegi leggi stund á jap- anska tungu um a.m.k. sex mánaða skeið. - Umsóknir um styrkinn, ásamt staðfestum afritum prófskírteina, meðmælum og heil brigðisvottorði, skulu sendar menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 1 50 Reykjavík, fyrir 30. maí nk. Sérstök um- sóknareyðublöð fást í ráðuneytinu. Norrænir starfsmenntunarstyrkir Menntamálaráðuneyti Danmerkur, Finnlands, Noregs og Sví- þjóðar veita á námsárinu 1990-91 nokkra styrki handa íslend- ingum til náms við fræðslustofnanir í þessum löndum. Styrkirn- ir eru einkum ætlaðir til framhaldsnáms eftir iðnskólapróf eða hliðstæða menntun, til undirbúnings kennslu í iðnskólum eða framhaldsnáms iðnskólakennara, svo og ýmiss konar starfs- menntunar sem ekki er unnt að afla á islandi. Fjárhæð styrks í Danmörku er 15.500 d.kr., í Finnlandi 24.000 mörk, I Noregi 21.200 n.kr. og í Svíþjóð 10.000 s.kr. miðað við styrk til heils skólaárs. Umsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík, fyrir 25. apríl nk. og fylgi staðfest afrit próf- skírteina, ásamt meðmælum. Sérstök eyðublöð fást í ráðuneyt- inu. og hundruð særst. Hermennirnir gerðu enga tilraun til að stöðva Ung- verja þegar þeir tóku til við hefndar- aðgerðir sínar seint í gærkvöldi þeg- ar Rúmenar höfðu haft sig á brott. Rúmenar eru í miklum meirihluta í Tirgu Mures og hafa þeir reiðst kröfum Ungverja um meira sjálfs- forræði frá því að Ceausescu einræð- isherra var tekinn af lífi í desember siðastliðnum. Eitt af því sem vakti sérstaka reiði Rúmena núna var skilti í búðarglugga Ungverja þar sem á stóð: „Rúmenar fá ekki af- greiðslu.“ Rúmenar lokuðu búðinni og þar með fór ofbeldisskriðan af staö. Herskáir Ungverjar, sem héldu kyrru fyrir í miðborg Tirgu Mures í gærkvöldi, hétu því að fara hvergi fyrr en yfirvöld hefðu orðið við öllum kröfum þeirra. Vilja þeir meðal ann- ars fá meiri yfirráð yfir eigin málum og að kennsla fari einnig fram á ung- versku. Reuter Sameining Þýskalands: Búast við myntbandalagi í apríl Vestur-Þjóðverjar búast við að samningur um saméiningu gjald- miöla þýsku ríkjanna verði tilbúinn í lok næsta mánaðar aö því er heim- ildarmenn innan Bonn-stjórnarinn- ar sögöu í gær. Myntbandalag af slíku tagi, þar sem vestur-þýska markið yrði innleitt í Austur-Þýska- land, gæti svo tekið gildi innan sex til átta vikna frá undirritun samn- ingsins, sögðu heimildarmennirnir. Heimildarmennirnir sögðu þó ekki frá þeim skilyrðum sem slíkt banda- lag yrði bundið né hvaða skilyrði yrðu að vera til staðar til undirritun- ar. Helmut Kohl, kanslari Vestur- Þýskalands, bauð löndum sínum austan landamæranna sameiningu efnhags, félagskerfis og gjaldmiðla ríkjanna sem undanfara pólitískrar sameiningar þýsku ríkjanna. Nefnd, skipuð fulltrúum beggja landa, hefur verið sett á laggirnar tii að undirbúa jarðveginn. Stjómarmyndunarþreifingar standa nú sem hæst í Austur-Þýska- landi í kjölfar niðurstaðna kosning- anna á sunnudag þar sem hægri menn, Bandalag fyrir Þýskaland, unnu yfirburða sigur. Vilja þeir að Lothar de Maiziere, leiðtogi kristilegra demókrata í '‘.•■stur-Þýskaiandi, á tali við Martin Kirchner, háttsettan embættismanna íiukksins, í Austur- Berl ín í gær. Simamynd Reuter samsteypustjórn verði mynduð inn- an tveggja vikna til að tryggja að sameining á sviöi efnahags og fjár- mála hefjist sem fyrst. Talsmenn Bandalags frjálsra demókrata, sem fékk alls 21 þingsæti í kosningunum, sögðu í gær að Bandalag fyrir Þýska- land hefði boöið þeim til stjórnar- mynundarviöræðna. Reuter Sex menn hafa beðið bana og yfir þrjú hundruö særst í átökum milli Rúmena og Ungveija í borginni Tirgu Mures í Transylvaníu í Rúm- eniu. í fréttum rúmenska útvarpsins í morgun var ekki greint frá þjóðerni hinna follnu. Mikil spenna var sögð vera í Tirgu Mures í morgun. í hefndarskyni fyrir árásir Rúmena kveiktu Ungverjar í verslunum og hóteh eftir aö Rúmenar höfðu dreift sér er líða tók á kvöldið. Átökin í gær voru þau alvarlegustu milli rúmen- skra þjóðernissinna og eins af minni- hlutahópunum í landinu frá lokum seinni heimsstyrjaldarinnar. Tugir þúsunda efndu til mótmæla í Búdapest í Ungverjalandi í gær- kvöldi gegn ofbeldinu gegn Ungverj- um í Rúmeníu. Rúmensk yfirvöld sendu skrið- dreka til Tirgu Mures í gær til að skilja á milli fylkinganna en þeim hafði lent saman öðru hvoru frá því á fóstudaginn. Þegar hermenn komu á vettvang höfðu þegar nokkrir fallið Ungverska leikritaskáldiö Andras Suto kom til að leita læknishjálpar i Búdapest i gær. Hann hatði verið barinn i Tirgu Mures i Rúmeníu af rúmenskum þjóðernissinnum. Símamynd Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.