Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1990, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1990, Side 14
14 Iþróttir Handboltastúfar • Erwin Lanc, forseli IHF. Erwin Lanc, forseti IHE (alþjóöa handknattleiks- sambandsins), sem baðst afsökunar á því á dögunum að hafa fullyrt eftir HM í Tékkó að ísland væri áfram a- þjóð, hefur verið endurkosinn for- seti austurríska handknattleiks- sambandsins. Lanc, sem er fyrr- verandi utanríkisráðherra Austur- ríkis, verður formaður fram til árs- ins 1992. „Phantom-þotan“ gefur út bók Austur-þýski markvörðurinn Wie- land Schmidt, sem af mörgum er talinn besti markvörður allra tíma í handknattleik, leikur sem stendur meö vestur-þýska 2. deildar liðinu Hameln sem Kristján Arason lék með um tíma. Schmidt, sem er 36 ára gamall, fékk viðurnefnið „Phantom-þotan“ eftir heims- meistarakeppnina í Danmörku 1978. Hann er nú að skrifa bók um feril sinn og mun bókin bera nafn- ið: The Phantom - My life and My Tricks. Wenta kostaði Bidasoa rúmar43 miiljónir Eins og margir handknattleiks- unnendur vita leikur hinn heims- þekkti pólski leikmaður Bogdan Wenta með spánska liðinu Bidasoa ásamt Alfreð Gíslasyni. Wenta fór ekki til spánska liðsins fyrir neina smáaura því að fyrir hann þurfti Bidasoa að greiða 43,5 milljónir ís- lenskra króna. Pólskir landsliðs- menn reyna viðar fyrir sér og þess má geta að Ryszard Antczak leikur með ATSV Innsbruck i Austurriki og markvörðurinn Wislaw Goliat leikur með belgíska liðinu VZW Olse Merkensen. Landsliöió til Seattle íslenska landsliðið í handknattleik mun væntanlega fara utan í júlí i sumar og taka þátt í handknatt- ieikskeppni góðgerðarleikanna sem fara fram í Seattle í Bandaríkj- unum dagana 22.-27. júlí. Andstæð- ingar íslenska liðsins verða lið Sov- étríkjanna, Suður-Kóreu, Júgó- slavíu, Japan, Tékkóslóvakíu, Spánar og Bandaríkjanna. Fá iandslið æfa meira en lið Frakkiands Leikur íslands gegn Frakkiandi á nýliðnu heimsmeistaramóti var leikurinn sem miklu ef ekki öllu máli skipti fyrir íslenskan hand- knattleik og óþarfi að fara nánar út i þá sorgarsálma hér. Þess má hins vegar geta að landsliðsþjálfari Frakka, Daniei Constantini, fór með lið sitt 1 júli 1989 i hálfan mán- uð til Tékkóslóvakíu í æíingabúðir. Leikmenn franska liðsins, en fá landslið í heiminum æfa meira ef undan er skilið lið Sovétmanna, voru því ekkí alls ókunnugir mál- um í Tékkóslóvakíu er þeir mættu á HM. Sannkallaðurflótti frá Metaloplastica Það er gjarnan talað um að lið hafi orðið fyrir mikilli blóötöku ef einn snjall leikmaður hverfur frá við- komandi liði. En hvað mega for- ráðamenn júgóslavneska liðsins Metaloplastica Sabac segja. Liðiö hefur löngum þótt eítt besta félags- lið heims og hefur meðal annars unnið Evrópukeppni bikarhafa. Segja má að júgóslavneska lands- líðið haf: yílrgefið liðið en þeir leik- menn eru: Basic markvörður, Vujovic, Vukovic, Mrkonja, Cvetkovic, Isakovic, Portner og Kuzmanovsky. Allt eru þetta þekkt nöfn í heimi handknattleiksmanna. Margir snjallir ieika handbolta í Frakklandi Franska 1. deildin í handknattleik er orðin geysilega sterk með til- komu margra frægra erlendra leik- manna. Þar má nefna júgóslav- neska markvörðinn Mirko Basic sem leikur með CHB Venissieux, Mile Isakovic hjá US Creteil, en það lið þjálfar Bronislav Pokrajac, sem gerði Júgóslava að ólympíumeist- urum 1984, og danski landsliðs- maðurinn Klaus Sletting Jensen en hann leikur með USAM Nime. • Svona litur hún út, bókin sem þeir Andreas Thiei og Stefan Hec- ker hafa skrifað. í tísku að skrifa? Það eru fleiri heimsþekktir mark- verðir í handboltanum en Wieland Schmídt sem eru eða hafa verið að gefa út bækur. Markverðir vestur- þýska landshðsins, þeir Andreas Thiel og Stefan Hecker, hafa geflö út 144 blaðsíðna bók sem nefnist Saves Like Ours. í bókinni er ýmis fróöleikur fyrir markverði og kem- ur þar margt forvitnilegt fram. Ætli Eínar Þorvarðarson sé með skruddu i vinnslu? Ola Lindgren stóð vel undir nafni Hér fer á eftir listi yfir þá leikmenn í nokkrum löndum Evrópu sem kosnir voru handknattleiksmenn ársins á síðasta ári: Peter Pysall, SC Magdeburg, í Austur-Þýska- landi, Lars Lundbye, Tastrup IK, í Danmörku, Jochen Fraatz, Tusem Essen, i V-Þýskalandi, Jiri Kotrc, Dukla Prag, í Tékkóslóvakíu, Iztok Puc, Borac Banja Luca, í Júgóslav- íu, og Ola Lindgren, Drott, í Svíþjóð en hann átti marga góða leiki meö sænska landsliðinu á HM. Neituðu leikmenn að fá Roger Carlsson? Nðkkuö einkennileg fullyrðing er í einu virtasta handknattleikstíma- ritinu sem gefið er út í heiminum og nýkomið er fyrir sjónír lesenda. Þar er sagt að til greina hafi komið að sænski þjálfarinn Roger Carls- son tæki við íslenska landsliöinu eftir ólympíuleikana í Seoul og má það rétt vera en ennfremur er full- yrt að leikmenn íslenska landsliðs- ins hafi hafnaö Carlsson og neitað því að hann tæki við liðinu. Skrít- ið, ef satt er. Tiedemann á þröskuldi HM íTékkóslóvakíu Eins og komið hefur fram í DV hefur austur-þýski þjálfarinn Paul Tiedemann þjálfaö landslið Egypta frá því í júní í fyrra eða frá því að honum var neitað um fararleyfi til íslands. Það sýnir vel hve snjall þjálfari Tiedemann er að mjög litlu munaði að lið Egyptalands kæmist í úrshtakeppni HM1 Tékkó. í und- ankeppninni í Afríku tapaði liðiö aðeins einum leik, gegn Alsír 17-18, sem þar með komst til Tékkó. -SK MIÐyiKUDAGIJK. ,21 MARS 1990 ( • Pierre Littbarski, leikmaður með v-þýska liðinu Köln, er hér með knöttinn í leik gegn belgíska liðinu Antwerpen i Evrópu- keppninni í knattspyrnu. Leiknum lauk með jafntefli, 0-0, sem dugði Köln til áframhaldandi þátttöku. Símamynd Reuter Jafntefli hjá Aston Villa gegn QPR í 1. deild ensku knattspymunnar Tveir leikir fóru fram í 1. deild ensku knattspyrnunnar í gærkvöldi. QPR og toppliðið í deildinni, Aston Villa, skildu jöfn, 1-1, og Crystal Palace og Derby gerðu sömuleiðis jafntefli, 1-1. Leikur QPR og Aston Villa var mjög íjörugur og hefðu úrslit leiksins geta orðið 5-5 ef leikmenn liðanna hefðu nýtt marktækifærin. Colin Clark skoraði mark QPR á 50. mín- útu en 15 mínútum fyrir leikslok tókst Dananum Kent Nielsen að jafna metin. George Graham, fram- kvæmdastjóri Arsenal, var á leikn- um og fylgdist grannt meö markverði QPR, David Seaman. Hann hefur ör- ugglega ekki orðið fyrir vonbrigðum með Seaman því hann átti stórleik í markinu. Leikur Crystal Palace og Derby var mjög haröur og þurfti að flytja Ian Whright, leikmann Crystal Palace, á sjúkrahús eftir harða tæklingu eins leikmanns Derby. Andy Gray skor- aöi mark Palace á 73. mínútu en Mark Whright jafnaði metin fyrir Derby á 80. mínútu. -GH/-GSv Richard Möller tekur við danska landsliðinu - í knattspyrnu til næstu Qögurra ára Richard Möller Nielsen var í gær ráðinn landsliðsþjálfari Dana í knatt- spyrnu og stýrir liðinu væntanlega næstu fjögur árin. Eins og DV sagði frá í gær hætti Vestur-Þjóðverjinn Horst Wohlers við að taka við liðinu á mánudagskvöldiö eftir að hafa ver- iö ráðinn á sunnudag! Nielsen er 52 ára gamall og var aðstoðarþjálfari landsliðsins þegar Sepp Piontek stýrði því. Piontek sagöi sjálfur á sunnudag þegar Wohl- ers var ráðinn að hann skildi ekki þá ákvörðun, eðlilegast hefði verið að Nielsen tæki við. Richard Möller Nielsen er yfirþjálf- ari B 1909 en Friðrik Friöriksson landsliðsmarkvörður lék þar undir hans stjórn árin 1988 og 1989. Þar leikur nú Aðalsteinn Víglundsson frá Akranesi eins og DV sagði frá í gær. -VS Bikarleikir í handboltanum Fimm leikir eru á dagskrá í kvöld ast. í Digranesi leika UBK-B og FH í 32-liða úrslitum í bikarkeppni karla kl. 19. Stjarnan og ÍR leika í Garðabæ í handknattleik. Valur og Valur-B kl. 20. ÍBV og KA leika í Eyjum og leika á Hlíðarenda kl. 18 og þetta er hefst leikurinn kl. 20 og í Digranesi annað árið í röð sem þessi lið mæt- leika HK og KR kl. 20.30. -GH Köln og Mónakó áfram - í Evrópukeppniimi Tveir leikir fóru fram í Evrópukeppninni í knattspyrnu og voru það síðari viðureign- ir félaganna. í Belgíu léku Antwerpen og vestur-þýska liðið Köln í UEFA bikarkeppn- inni. Leiknum lauk með jafnteíii, 0-0, og fer Köln áfram þar sem liðiö vann fyrri leikinn á heimavelli, 2-0. Þá léku í Frakklandi Mónakó og spænska liðið Real Valladolhd í Evrópukeppni bikar- hafa. Fyrri leiknum sem fram fór á Spáni lauk með markalausu jafnteíli og í leiknum í gær var sama staða eftir venjulegan leik- tíma og framlenginu. Þurfti að grípa til víta- spyrnukeppni sem lauk sem sigri Mónakó, 3-1. Markvörður Mónakó var hetja hðsins þvi hann varði tvær vítaspyrnur Spánverj- anna. -GH Markalaust hjá ÍR og Víkingi í slökum leik - á Reykjavíkurmótmu Einn leikur fór fram á Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu í gærkvöldi. ÍR og Víkingur skildu þá jöfn, 0-0, í frekar slökum leik á gervigrasinu í Laugardal. Næsti leikur á mótinu er á fimmtudagskvöld þegar KR og Fylkir leiða saman hesta sína. • í handboltanum var einn leikur á dagskrá. ÍBK fékk Selfoss í heimsókn í 2. deild kvenna og sigruðu Selfossstúlkur, sem nýlega unnu sér sæti í 1. deild, 18-27. -GH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.