Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1990, Side 23
5^
M
.QPM
Afmæli
Sigurður Guðni Jónsson
Sigurður Guðni Jónsson, apótekari
í Apóteki Austurbæjar, Flókagötu
33, Reykjavík, er flmmtugur í dag.
Sigurður er fæddur í Fögruhlíð í
Jökulsárhlíð í Norður-Múlasýslu og
ólst þar upp til sex ára aldurs, er
hann flutti til Keflavíkur með for-
eldrum sínum. Hann varð stúdent
úr stærðfræðideild Menntaskólans
á Laugarvatni 1960 og hóf nám við
Háskóla íslands sama ár. Hann var
við verknám í Lyfjaverslun ríkisins
og Holts Apóteki 1961-62 og lauk
miðprófi sama ár. Árið 1962 hóf Sig-
urður nám við Danmarks Farma-
soytyske Hoyskole og lauk cand.-
pharm. prófi í júní 1966. Hann starf-
aði á vegum landlæknisembættisins
hjá Patrekshreppi 1966-67 og var
stofnandi og fyrsti lyfsali Patreks
Apóteks 1967-84. Hann opnaði lyfj-
aútsölu á Bíldudal 1971 og Þingeyri
1973. Árið 1984 tók hann við rekstri
Apóteks Austurbæjar. Sigurður var
um tíma formaður Björgunarsveit-
ar Patreksíjaröar og formaður Nor-
ræna félagsins á Patreksfirði um
skeið. Einnig starfaði hann í skóla-
nefnd.
Sigurður kvæntist þann 15.11.1969
Fjólu Guðleifsdóttur hjúkrunar-
fræðingi, f. 21.9.1944. Hún er dóttir
Guðleifs Kristins Bjamasonar sím-
virkja og Sigurborgar Eyjólfsdóttur
frá Dröngum, húsmóður í Reykja-
vík.
Börn Sigurðar og Fjólu eru: Leif-
ur, f. 18.8.1970, nemi, og Anna, f.
3.5.1974.
Bróðir Sigurðar er Hilmar, f. 12.5.
1932, yfirbókavörður við Bæjar- og
héraðsbókasafnið í Keflavík,
kvæntur Elísabetu Guðrúnu Jens-
dóttur, f. 3.3.1945, kennara, og eiga
þauþrjúbörn.
Foreldrar Sigurðar voru Jón Guð-
jónsson, f. 26.4.1905, d. 28.2.1975,
b. og verkamaður í Keflavík, og
kona hans, Jóna Guðrún Þorkelína
Guðlaugsdóttir, f. 27.2.1908, d. 15.10.
1968, verkakona.
Jón var sonur Guðjóns, b. í Fögru-
hlíð, Einarssonar, b. á Setbergi í
Fellum, Sveinssonar, b. í Götu í Fell-
um, bróður Þórunnar, móður Páls
Ólafssonar skálds. Sveinn var sonur
Einars, b. í Götu, Sigurðssonar.
Móðir Einars í Götu var Bóthildur
Magnúsdóttir, systir Stefáns, ætt-
fóður Sandfellsættarinnar, langafa
Árna, afa Helga Seljans og Áma
Helgasonar í Stykkishólmi. Stefán
var einnig langafi Bóelar,
langömmu Geirs Hallgrímssonar.
ÞávarStefánlangafiBóasar, .
langafa Harðar Einarssonar, fram-
kvæmdastjóra Frjálsrar fjölmiðlun-
ar, og Kjartans Gunnarssonar,
framkvæmdastjóra Sjálfstæðis-
flokksins.
Móðir Jóns var Sigríður Jóns-
dóttir, b. í Fögruhlíð, Þórðarsonar.
Móðir Jóns í Fögruhlíð var Sigríður
Sigfúsdóttir, systir Kristínar,
langömmu Guörúnar, ömmu Sig-
mundar Sigfússonar, læknis á Ak-
ureyri, og langömmu Péturs Einars-
sonar flugmálastjóra.
Jóna var dóttir Guðlaugs, báta- og
húsasmiðs í Keflavík, Eyjólfssonar,
b. á Efri-Steinsmýri í Meðallandi,
Eiríkssonar, bróður, samfeðra,
Árnýjar, ömmu Sigurbjarnar Ein-
arssonar biskups og Aðalheiðar
Bjarnfreðsdóttur alþingismanns.
Móðir Eyjólfs var Guðrún Ásgríms-
dóttir, b. á Oddum í Meðallandi,
Árnasonar, b. í Botnum, Eiríksson-
ar, bróður Sverris, langafa Jóhann-
esar Kjarvals.
Móðir Jónu var Málhildur Þor-
kelsdóttir, b. á Harðangri á Vatns-
leysuströnd, Jónssonar, b. á
Strympu á Rangárvöllum, Þorkels-
sonar. Móðir Málhildar var Guðrún,
systir Guðríðar, langömmu Oddnýj-
ar, móður Jónatans Þórmundssonar
prófessors.
Guðrún var dóttir Egils, b. á Þóru-
stöðum á Vatnsleysuströnd, Guð-
Sigurður Guðni Jónsson.
mundssonar, prests á Kálfatjörn,
bróður Þorvaldar, langafa Finn-
boga, föður Vigdísar forseta.
Guðmundur var sonur Böðvars,
prests í Guttormshaga, Högnasonar
„prestaföður", prests á Breiðaból-
stað í Fljótshlíð, Sigurðssonar, afa
Tómasar Sæmundssonar Fjölnis-
manns, langafa Helga, fóður Ragn-
hildar alþingismanns og Tómasar
prófessors.
Sigurður Guðni tekur á móti gest-
um á heimili sínu, Flókagötu 33, í
dag, miðvikudaginn21. mars, milli
kl. 17 og20.
Til hamingju mec >afmælið21.mars
80 ára Bjarkarholti 1, Mosfellsbæ.
Sigurjón Gottskálksson, Hásteinsvegi64, Vestmannaeyjum.
40ára
ErnaHjaltadóttir, Fellsenda II, Miðdalahreppi. Hlynur Andrésson,
70ára
Kristín Vigfúsdóttir, Melseli2,Reykjavík. Jósteinn Kristjánsson,
V tltiiöGUUíiuic llj. yuj ii.yya vV5t< Páll J. Pálsson, Hátúni 12, Reykjavik. Ystaseli 28, Reykjavík. Magnús Sigurðsson, Dalsgerði 2B, Akureyri.
RoIfSörby,
60 ára Stelkshólum 2, Reykjavík. Stefanía Hákonardóttir, Heiðarbakka 7, Keflavík.
IjX la öKUglJUlu yOaclsUUI 111 . Ásgarði 67, Reykjavík.
Sigurbjörg
Jónsdóttir
Sigurbjörg Jónsdóttir, Hverfisgötu
92A, Reykjavík, varð áttatíu og
fimm ára í gær, 20. mars.
Eiginmaður Sigurbjargar var
Helgi Jóhannsson Hafliðason, f. 18.8.
1908, d. 30.1.1965, bifvélavirki og
koparsmiður í Reykjavík. Helgi var
sonur Hafliða Jóhanns, skipstjóra á
Búðum í Eyrarsveit, Jóhannssonar
og Helgu Jónsdóttur, b. á Fáskrúðs-
bakka í Miklaholtshreppi, Gíslason-
ar.
Systur Helga: Mínerva, f. 20.6.
1903, og Karlotta Jónbjörg, f. 1904,
dóung.
Börn Sigurbjargar og Helga:
Guðbjörg Jóna Olsen, f. 8.4.1932,
búsett í Danmörku, gift Svend A.
Olsen.f. 30.6.1920.
Hafdís Helga, f. 12.11.1933, búsett
íReykjavík.
Kristín, f. 5.8.1935, gift Einari
Torfasyni frá Vestmannaeyjum, f.
23.4.1923.
Hulda Elvý, f. 17.2.1940, búsett í
Reykjavík, var gift Ragnari Kristni
Hjaltasyni, f. 28.3.1939.
Ómar Þór, f. 11.7.1941, búsettur í
Reykjavík.
Kristján Hafþór, f. 12.1.1945, fórst
með flugvél sinni þann 27.10.1982,
kaupfélagsstjóri Saurbæinga og síð-
ar ísfirðinga, var kvæntur Guðnýju
Kristjánsdóttur, f. 7.3.1945.
Helgi, f. 7.10.1946, bóndi og bíl-
stjóri í Landeyjum, kvæntur Rós
Óskarsdóttur, f. 6.2.1949.
Bræður Sigurbjargar: Kristján, f.
1.9.1902, dó um tvítugt, og Guðjón
Benjamín, f. 30.8.1906, bílstjóri í
Reykjavík. Auk þess á Sigurbjörg
einn hálfbróður, Guðbjörn Ingvar,
f. 15.10.1922.
Sigurbjörg Jónsdóttir.
Foreldrar Sigurbjargar voru Jón,
b. í Smádalakoti og síðast í Fram-
nesi í Holtum, Halldórsson og Guð-
björgJónsdóttir.
Jón var sonur Halldórs, b. á Ósa-
bakka á Skeiðum, Vigfússonar, b. í
Lambhúskoti, Vigfússonar.
Móðir Halldórs á Ósabakka var
IngibjörgHalldórsdóttir. Móðir
Jóns var Þorbjörg Jónsdóttir, b. í
Unnarholti, Guðbrandssonar og
Guðfinnu Jónsdóttur.
Guðbjörg var dóttir Jóns, for-
manns í Einkofa á Eyrarbakka,
Jónssonar, b. á Vindheimum í Ölf-
usi, Jónssonar.
Móðir Jóns í Einkofa var Guðrún
Jónsdóttir. Móðir Guðbjargar var
Kristín Ólafsdóttir, b. í Eystra-
Geldingaholti og Baugsstöðum í
Flóa, Nikulássonar og Sólveigar
Gottsveinsdóttur frá Steinsholti í
Eystrihreppi.
Olgeir G.Á.
Gíslason
Olgeir G.Á. Gíslason.
Olgeir G.Á. Gíslason verkamaður,
Brúarholti 3, Ólafsvík, er sextugur
ídag.
Olgeir er fæddur á Gullhúsum í
Snæfjallahreppi og alinn upp á
ísaflrði.
Eiginkona hans er Þórunn S. Jó-
hannsdóttir húsmóðir, f. 10.2.1933.
Olgeir mun taka á móti gestum á
laugardaginn, 24. mars, kl. 20 á
heimili sínu.
Andlát
Matthías Jónasson
Dr. Matthías Jónasson prófessor,
Þinghólsbraut 3, Kópavogi, lést
þriðjudaginn 13.3. sl. Hann verður
jarðsettur frá Kópavogskirkju í dag,
miðvikudaginn 21.3., klukkan 13.30.
Matthías fæddist í Reykjarfiröi við
Arnarflörð 2.9.1902 og ólst þar upp
í foreldrahúsum. Hann stundaði sjó-
mennsku frá 1923-28 en hóf þá nám
við MA og lauk þaðan stúdentsprófi
1930. Matthías stundaði nám í upp-
eldisfræði, sálarfræði, heimspeki,
félagsfræði og mannkynssögu viö
háskólann í Leipzig og lauk þaðan
doktorsprófi 1936. Hann var við
framhaldsnám í uppeldisfræði og
sálarfræði við háskólann í Leipzig
1935-45 og var styrkþegi Sjóðs séra
Hannesar Árnasonar prestaskóla-
kennara 1939-42.
Matthías var lektor við háskólann
í Leipzig 1936-40, settur prófessor
þar 1940-45, stundakennari við HÍ í
uppeldisfræði 1952-57 og prófessor
við HÍ1957-73. Þá var hann for-
stöðumaður rannsókna á vegum
menntamálaráðuneytisins á greind-
arþroska íslenskra skólabarna
1945-57.
Matthías var forgöngumaður að
stofnun Barnaverndarfélags
Reykjavíkur 1949 og síðar níu ann-
arra barnaverndarfélaga, sem og
stofnun Landssambands íslenskra
barnaverndarfélaga. Hann var for-
maður Barnaverndarfélags Reykja-
víkur og Landssambands íslenskra
barnaverndarfélaga um alllangt
skeið frá stofnun þeirra. Þá var
hann frumkvöðull að stofnun Heim-
ilissjóðs taugaveiklaðra barna 1961.
Matthías skrifaði mikinn flölda
rita á íslensku og þýsku um uppeld-
is- og sálarfræði. Meðal þekktari rita
hans má nefna eftirtalin: Recht und
Sitthchkeit in Pestalozzis Kultur-
historie(doktorsritgerð), 1936; Is-
land, Schicksal eines germanischen
Stammes, 1943; Athöfn og uppeldi,
1947; Nýjar menntabrautir, 1955;
Greindarþroski og greindarpróf,
1956; Veröld milli vita, 1964; Mann-
leg greind. Þróunarskilyrði hennar
og hlutverk í siðmenntuðu þjóð-
félagi, 1967; Nám og kennsla. Mennt-
un í þágu framtíðar, 1971; Frumleg
sköpunargáfa, 1976, ogUppeldi
ungra barna, 1969.
Matthías var kjörinn félagi í Vís-
indafélagi íslendinga 1959, heiðurs-
félgi íslenskra sálfræðinga 1972 og
riddari íslensku fálkaorðunnar
1973. Hann var heiðursdoktor frá
KHÍ frá 1989.
Matthías kvæntist 12.8.1937
Gabriele Jónasson, f. Graubner,
cand mag., húsfreyju, f. 16.2.1912,
dóttur Adolfs Graubner ofursta, síð-
ast í Stuttgart í Vestur-Þýskalandi,
og koriu hans, Margarethe Graub-
ner, f. Cramer, húsfreyju.
Börn Matthíasar og Gabriele eru
Sigrún, f. 21.2.1938, stúdent og skrif-
stofumaður hjá Þjóðhagsstofnun;
Björn, f. 8.12.1939, hagfræðingur við
Fjárlaga- og hagsýslustofnun flár-
málaráðuneytisins, kvæntur Ernu
Bryndísi Halldórsdóttur, löggiltum
endurskoðanda; Margrét, f. 21.12.
1949, kennari við Hagaskólarin í
Reykjavík, gift Guðmundi Bjarna-
syni verslunarmanni, og Dagbjört,
f. 28.6.1952, húsfreyja í Kópavogi,
gift Jóni Þorleifi Jónssyni húsamið.
Matthías átti tólf systkini og eru
þrjúþeirraálífi.
Foreldrar Matthíasar voru Jónas
Ásmundsson, f. 3.9.1865, d. 13.9.
1946, bóndi, búfræðingur og hrepp-
stjóri í Reykjarfirði, og kona hans,
Jóna Ásgeirsdóttir, f. 20.7.1874, d.
30.9.1938, húsfreyja.
Jónas var sonur Ásmundar, b. á
Borgum í Þistilfirði, Jónassonar, b.
á Borgum, Ásmundssonar. Móðir
Ásmundar á Borgum var Signý
Halldórsdóttir. Móðir Jónasar í
Reykjarfirði var Kristjana Jóns-
dóttir.
Jóna var dóttir Ásgeirs, b. á Álfta-
Dr. Matthías Jónasson.
mýri í Arnarfirði, bróður Friðriks,
langafa Guðmundar J. Guðmunds-
sonar, formanns Dagsbrúnar og
Verkamannsambandsins. Hálfbróð-
ir Ásgeirs var Auðunn, langafi
Styrmis ritstjóra og Blöndals-
bræðra, þeirra Benedikts, Halldórs
og Haraldar. Ásgeir var sonur Jóns,
prests í Álftafirði, Ásgeirssonar,
prófasts í Holti í Önundarfirði, bróð-
ur Þórdísar, móður Jóns forseta og
Jens rektors, langafa Jóhannesar
Nordal. Ásgeir í Holti var sonur
Jóns, prófasts í Holti, Ásgeirssonar,
prests í Dýraflarðarþingum, Bjarna-
sonar. Móðir Ásgeirs í Holti var
Þorkatla Magnúsdóttir, prests á
Söndum, Snæbjarnarsonar. Móðir
Jóns á Álftamýri var Rannveig,
systir Jóns, prests í Arnarbæli,
langafa Árna, fóður Matthíasar Á.
Mathiesen, fyrrv. ráðherra. Rann-
veig var dóttir Matthíasar, stúdents
í Vigur og á Eyri í Seyðisfirði við
Djúp, hálfbróður Markúsar, langafa
Ásgeirs Ásgeirssonar forseta. Matt-
hías var sonur Þórðar, stúdents í
Vigur, Ólafssonar, lögsagnara á
Eyri, Jónssonar. Móðir Asgeirs á
Álftamýri var Guðrún Guðmunds-
dóttir, b. á Auðkúlu, Arasonar.
Móðir Jónu var Jóhanna Bjarna-
dóttir.