Dagblaðið Vísir - DV - 21.03.1990, Síða 28
T A S K O T I Ð
Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, hringdu Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 5.000
þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert fréttaskot, sem birt- krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við
ist eða er notað í DV, greiðast 2.000 krónur. fréttaskotum allan sólarhringinn.
Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Sími 27022
FD w" ■
1» KH I
Frjálst,óháö dagblað
MIÐVIKUDAGUR 21. MARS 1990.
14 milljónir
í Kringlutorg
Reykjavíkurborg hefur ákveöið aö
setja 14,5 milljónir króna í fram-
kvæmdir viö að ganga frá stórum
hluta Kringlutorgs í sumar. Kringlu-
torgið veröur á stærö viö Austurvöll
og mun tengja saman Kringluna 4,
6,12 og Borgarleikhúsið.
Þorvaldur S. Þorvaldsson, for-
stöðumaður Borgarskipulags, segir
aö meöal annars verði gert ráö fyrir
útileiksviði á Kringlutorginu.
Um það hvort til standi að Reykja-
vikurborg byggi gleryfirbyggingu
yfir torgið segir Þorvaldur það ekki
standa til.
„Það verður nú varla byggt yfir
Kringlutorgið. Hins vegar hafa verið
uppi hugmyndir um það á meðal
verslunareigenda i Kringlunni að
tengja saman gömlu Kringluna við
Kringluna 4 og 6 með glergöngum.
Þetta eru aðeins hugmyndir og
Reykjavíkurborg kemur þar hvergi
nærri.“ -JGH
Eftirlýstur maö-
ur handtekinn
Ungur eftirlýstur maður var hand-
tekinn í gærkvöldi. Hafði hann illa
fengið veski og ávísanahefti undir
höndum. Einnig fundust í fórum
hans áhöld til fíkniefnaneyslu. Mað-
urinn hafði verið eftirlýstur af Saka-
dómi, RLR og rannsóknardeildar lög-
reglu í Reykjavík. Hann haföi ekki.
sinnt boðun sakadómara og mætti
ekki til yfirheyrslna hjá lögreglu-
embættunum. Maðurinn situr nú í
fangageymslum lögreglunnar.
_______________________-ÓTT
Stolið úr bens-
ínsjálfsölum
Þrír þjófnaðir og skemmdarverk
hafa verið framin á bensínsjálfsölum
í höfuðborginni á síðustu dögum.
Mikið tjón hefur orðið á sjálfsölunum
á hveijum stað. Einnig hefur tugum
þúsunda verið stolið. Öll málin eru
í höndum Rannsóknarlögreglu ríkis-
ins. -ÓTT
íslandsbanki á Akureyri:
Guðjón verður
útibússtjóri
Gylfi Kristjánsson, DV, Akureyri:
Guðjón Steindórsspn hefur verið
ráðinn útibússtjóri íslandsbanka á
Akureyri en bankaráð íslandbanka
gekk frá ráðningunni á fundi sínum
í gær.
Guðjón hefur starfað að bankamál-
um í 20 ár, fyrst í Búnaðarbanka en
síðan 1977 hefur hann stýrt útibúi
Iðnaðarbankans á Akureyri.
LOKI
Er þetta ekki viðskiptalegt
kringlukast?
Sjöstjaman VE fórst við Vestmannaeyjar í gær:
Fimm menn komust
í gúmbjörgunarbát
- eins úr áhöfninni er saknað
Netabáturinn Sjöstjarnan VE fórst
í gærmorgun við Vestmannaeyjar.
Sex manna áhöfn var á bátnum og
komust flmm í björgunarbát og var
bjargað. Eins skipverja er saknað.
Lóðsinn frá Vestmannaeyjum
bjargaði mönnunum eftir að neyð-
arsendir í björgunarbátnum hafði
vísað á staðinn í gegnum gervi-
tungl,
Sjöstjarnan, 75 tonna eikarbátur,
hélt í róður frá Vestmannaeyjum
um sjöleytið í gærmorgun. Slæmt
veður var, austan hvassviðri sem
versnaði þegar leið á morguninn.
Um klukkan 10 var komið ofsaveð-
ur og var báturinn þá staddur inn
af EUiðaey og hélt sjó.
Fékk báturinn skyndilega á sig
brot og lagðist á hliöina. Reyndi
skipstjórinn, Haraldur Traustason,
að keyra bátinn upp þegar annað
brot reið yfir. Bátinn lagði þá alveg
þannig að honum varð ekki bjarg-
að. Komust fimm skipverjar i
björgunarbát en náöu ekki að ekki
Þrídrangar Sjöstjarnan VE 92 sökk NV af Elliðaey kl. 10:05
V Ðliðaey
Kl. 13:01 sást til gúmmibjörgunar- báts skipbrots- mannanna á reki skammt frá Þri- dröngum og var þeim bjargað skömmu síðar r^VESTMANNA- EYJAR
OVJU
Sjöstjarnan VE sem fórst við Vest-
mannaeyjar i gærmorgun.
senda út neyðarkall.
Sá sem saknað er komst ekki í
bátinn.
Um tveimur klukkustundum síð-
ar, rétt fyrir klukkan 12.00, lét flug-
turninn í Vestmannaeyjum Ágúst
Bergsson, skipstjóra á Lóðsinum,
vita að heyrst hefðu sendingar frá
neyðarsendi.
„Viö reyndum strax að miða út
mjög veik neyðarmerki sem við
heyrðum og voru þau í stefnu inn-
an við Eyjar,“ sagði Ágúst.
„Þegar við komum í Faxasund,
norðan Heimaeyjar, var merkið
skýrara án þess að við næðum ná-
kvæmri staðsetningu. Svo fengum
viö aðra nákvæmari og kom hún
frá stað rétt framan viö Lóðsinn
og eftir um 15 mínútur sáum við
gúmbjörgunarbátinn. Stuttu
seinna tókst að koma mönnunum
um bórð. Gekk það vel þrátt fyrir
ofsaveður. Mennirnir voru kaldir
og blautir en fljótir aö jafna sig eft-
ir að við klæddum þá í þurr fót og
gáfum þeim heitt að drekka. Um
borð í Lóðsinum er ullarfatnaður
fyrir 10 til 12 sem slysavarnakonur
í Eyjum gáfu fyrir nokkrum árum.
Hjálpaði það mikið."
Mennirnir voru búnir að vera
hátt í þrjá tíma í björgunarbátnum
og hafði rekið frá Elliðaey vestur
að Þrídröngum undan veðrinu.
Klæddu þeir sig í álpoka sem voru
í bátnum og náðu upp góðum hita
en þegar frá leið rifnuðu þeir utan
af þeim.
Komið var með skipbrotsinemv
ina tii Vestmannaeyja um hálfþrjú-
leytið í gær.
Neyðarsendar, eins og sá sem vís-
aði Lóðsinum á skipbrotsmennina,
eru komnir i nokkra báta. Þykja
þeir hafa sannað gildi sitt því eng-
inn var farinn að sakna Sjöstjöm-
unnar þegar tilkynning um neyð-
arsendingar kom,
Varðskiþ tók líka þátt í leitinni.
Fann það annan björgunarbátinn
af Sjöstjörnunni og brak úr bátn-
um.
Skipverjar af Sjöstjörnunni við komuna tii Vestmannaeyja í gærdag.
DV-myndir ÓG
Veðrið á morgun:
Él á víð
og dreif
Á morgun verður vestanátt um
sunnanvert landiö, en norðvest-
anátt norðaustanlands, víðast
kaldi eða stinningskaldi, en hæg-
ari breytileg átt norðvestanlands.
Lægir síðdegis. Léttskýjað aust-
anlands en él á víð og dreif í öðr-
um landshlutum. Frost verður á
bilinu 2-5 stig.
NÝJA
SENDIBÍLASTÖÐIN
68-5000
Úti að aka
í 40 ár
BÍLALEIGA
v/Flugvallarveg
91-61-44-00