Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1990, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1990, Side 6
6 LAUGARDAGUR 31. MARS 1990. Utlönd Eistland: Fyrsta skrefið í sjálfstæðisátt Eistlcndingar, íbúar cins þriggja Eystrasaltsríkjanna, hafa nú ákvcöiö aö fylgia aö nokkru lcyti fordæmi granna sinna, Litháa, sem sagt hafa skiliö viö ríkjasamband Sovétríkj- anna. í gær var samþykkt ályktun á þingi Eistiands þar scm yfirráðum sovéskra stjórnvalda í lýöveldinu var hafnaö. Mcð þcssu hafa íbúar Eist- lands skipaö sér á bekk með Lit- háum. Eistlendingar hafa þó ekki tekiö skrefið til fulls á sama hátt og ráðamenn í Litháen geröu fyrr í mars því þeir fyrrnefndu samþykktu að fullt sjálfstæöi kæmi ckki til fyrr en eftir ákveöinn ,,aölögunartíma“. Ályktun þingsins í Eistlandi náði fram að ganga í gær þrátt fyrir viö- varanir minnihlutahóps Rússa á þingi um hugsanlega borgarastyrj- öld. Ljóst er að þessi samþykkt er enn ein ögrunin gegn 'Gorbatsjov Sovét- forseta en hann hefur krafist þess að Eystrasaltsríkin bíöi þar til nýtt lagafrumvarp um framkvæmd sam- bandsslita lýðveldanna hefur veriö samþykkt á sovéska þinginu. Bush Bandaríkjaforseti sendi Gor- batsjov persónulegt bréf síöla dags á fimmtudag þar sem hann hvatti tii friðsamlegrar lausnar á deilum sov- éskra ráðamanna og Litháa. Tals- maður Bush sagði í gær aö í bréfmu hafi Bandaríkjaforseti lýst yfir stuðningi viö þrá Litháa eftir sjálfsá- kvörðunarrétti og skýrt frá þeirri skoðun bandarískra stjórnvalda aö lausn á deilunum megi finna meö samningaviðræðum. Bandarikjastjórn hefur ekki form- lega viðurkennt sjálfstæðisyfirlýs- ingu Litháa. Mikil spenna hefur ríkt i Litháen síðustu daga, sérstakiega í kjölfar þess að sovéskir hermenn voru sendir þangað fyrri réttri viku og lögðu undir sig nokkrar opinberar byggingar. Dimitri Yazov, sovéski varnar- málaráðherrann, lýsti því yfir í gaír að fyrrverandi ráðamenn í Litháen hefðu tekið þá ákvörðun að samein- ast ríkjasambandi Sovétríkjanna af fúsum og frjálsum vilja árið 1940 og gætu því ekki sagt skilið við það án heimildar Sovétstjórnarinnar. Hann staðhæfði aö aöeins 26 prósent íbú- anna styddu Sajudis, samtök sjálf- stæðissinna sem hafa meirihluta á iitháiska þinginu, og aö fæstir vildu ekki að lýðveldiö segöi skilið við ríkjasambandið. Yazov.sagði aö í stjórnarskránni væri kveðið á um aö lýðveldin geti sagt sig úr Sovétríkjunum en að slíkt yrði aö gerast eftir settum reglum. Hinir nýkjörnu leiðtogar lýðveldis- ins segja að Litháen hafi verið inn- limað inn í Sovétríkin með valdi og að þeir hafi nú endurheimt sjálfstæði lýðveldisins. Reuter „Litháar hafa gert upp hug sinn. Nú er komið að okkur,“ er letrað á spjald sem stuðningsmenn sjálfstæðis fyrir Eistiand, eins þriggja Eystrasaltsríkj- anna, héldu uppi er þeir komu saman fyrir framan þinghús lýðveldisins fyrr í vikunni. Simamynd Reuter Stríðsástand í S-Afríku Ekkert lát virðist á blóðugum átök- um milli blökkumanna í Natal-daln- um í Suður-Afríku en óttast er aö hundruð manna hafi látist í átökum þar síðustu vikur. Forseti landsins, F.W. de Klerk, óttast að deilurnar kunni að ógna umbótum þeim sem stjórn hans reynir nú aö innleiða og sagði í gær að svo gæti farið aö stjórnvöld teldu sig knúin til að grípa til róttækra aðgerða. Lögregla segir að þrjátíu og sjö hafi látist í róstum á sex svæðum í dalnum síðan á sunnudag. Aðrir ótt- ast að fjöldi látinna kunni að vera tvöfalt hærri. Blóðug átök milli andstæðra hópa blökkumanna i hverfum þeirra víðs vegar um Suður-Afríku ógna nú umbótum forsétans. Rúmlega íjögur hundruð blökkumenn hafa látist síð- an umbætur þessar voru fyrst kynnt- ar fyrir tveimur mánuðum og vax- andi hætta er talin á að hvítir Suður- Afríkubúar grípi til aðgerða. Hvítir öfgasinnar eru nú þegar taldir eiga hlut að máli í nokkrum árásum í hverfum blökkumanna. Tveir af þekktustu leiðtogum blökkumanna í landinu, Nelson Mandela, varaforseti Afríska þjóðar- ráðsins, og Mangosuthu Buthelezi, leiötogi Inkatha-hreyfmgarinnar, hafa hvatt til friðar en þaö hefur engan árangur borið. Fylgismenn Sameinuðu lýöræðisfylkingarinnar, sem er hliðholl Afríska þjóðarráðinu, og stuðningsmenn Inkatha-hreyfing- arinnar hafa átt í deilum í þrjú ár en síöustu vikur hefur mikil harka hlaupiö í átökin. Má segja að hálfgert stríð ríki þeirra í milli og óttast sum- ir að stjórnvöld telji sig nauðbeygö til að grípa til harkalegra aðgerða til að binda endi á blóðsúthellingarnar. Reuter Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbaekurób. 3-5 LB Sparireikningar 3ja mán. uppsbgn 4-6 lb 6mán. uppsögn 4,5-7 Ib 12mán.uppsögn 6-8 Ib 18mán. uppsögn 15 Ib Tékkareikningar, alm. 0,5-1 Allir nema Sértékkareikningar 3-5 Sp Lb Innlan verðtryggð Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 1.5 Allir 6mán. uppsögn 2,5-3,0 Lb.Bb,- Innlán meðsérkjörum 2.5-3,25 Sb Sp Innlángengistryggð Bandarikjadalir 6.75-7.25 Sb Sterlingspund 13,5-14.25 Sb Vestur-þýsk mörk 6,75-7.25 Sb.lb Danskarkrónur 10,5-11,2 Bb ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvíxlar(forv.) 18,25-18.5 Ib.Sb Viðskiptavixlar(forv.)(1) kaupgengi Almennskuldabréf 18,5-19 Ib.Bb,- Sb Viðskiptaskuldabréf(l) kaupgengi Allir . Hlaupareikningar(vfirdr.) 25-26,5 Ib.Bb Utlan verðtryggð . Skuldabréf 7.5-8.25 Lb.Bb Utlan til framleiðslu Isl. krónur 17,5-19,5 lb SDR 10,95-11 Bb Bandarikjadalir 9,95-10 Bb Sterlingspund 16,75-17 Lb.Bb Vestur-þýskmörk 10.15-10,25 Bb Húsnæðislán 4.0 Lífeyrissjóðslán 5-9 Dráttarvextir 30 MEÐALVEXTIR överðtr. mars 90 22,2 Verðtr. mars 90 7.9 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala mars 2844 stig Lánskjaravísitala apríl 2859 stig Byggingavisitala mars 538 stig Byggingavisitala mars 168,2 stig Húsaleiguvísitala 2,5% hækkaö 1. jan. VERDBRÉFASJÓÐIR Gengi bréfa verðbréfasjóða Einingabréf 1 4,782 Einingabréf 2 2,619 Einingabréf 3 3,150 Skammtímabréf 1,626 Lífeyrisbréf Gengisbréf 2,106 Kjarabréf 4,735 Markbréf 2,522 Tekjubréf 1.980 Skyndibréf 1,420 Fjolþjóðabréf 1,270 Sjóðsbréf 1 2,304 Sjóðsbréf 2 1,728 Sjóösbréf 3 1.613 Sjóðsbréf 4 1,363 Vaxtasjóðsbréf 1,6295 Valsjóösbréf 1,5325 HLUTABREF Söluverð að lokinni jofnun m.v. 100 nafnv.: Sjóvá-Almennar hf. 600 kr. Eimskip 413 kr. Flugleiðir 136 kr. Hampiðjan 190 kr. Hlutabréfasjóður 176 kr. Eignfél. Iðnaðarb. 185 kr. Skagstrendingur hf. 373 kr. Islandsbanki hf. 158 kr. Eignfél. Verslunarb. 158 kr. Olíufélagið hf. 415 kr. Grandi hf. 162 kr. Tollvörugeymslan hf. 120 kr. (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Verslunarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkað- inn birtast i DV á fimmtudögum. NUM i DAG uu/ jarlfnn V E I T I N G A S T O F A ■ TRYGGVAGÖTU 20

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.