Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1990, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1990, Qupperneq 7
LAUGARDAGUR 31. MARS 1990. Fréttir Siglfirðingar óánægðir með Vegagerðina: Getum mokað meira fyrir minni pening „Viö getum mokað meira fyrir minni pening. Þaö er óhætt að segja að Siglfirðingar eru óánægðir með hvemig snjómokstri er háttað,“ sagði ísak J. Ólafsson, bæjarstjóri á Siglufirði. Snjómokstrinum er stjórnað frá Sauðárkróki en þar er Vegagerðin með bækistöðvar. ísak segir að mikil heimasjónarmið séu ríkjandi. Menn séu sendir frá Sauðárkróki þegar næg tæki og menn eru til staðar á Siglufirði. ísak segir að ekki sé vafi á að mun ódýrara sé oft á tíðum að láta Siglfirðinga um moksturinn. Óánægja Siglfirðinga er ekki ný. Þeir hafa lengi verið ósáttir við snjómoksturinn og telja að hiklaust sé hægt að moka meiri snjó fyrir minna fé, aöeins ef staðið er öðruvísi aö framkvæmdunum. „Bæjarstjóm hefur samþykkt ályktanir og annað án nokkurs árangurs. Allir þéttbýlisstaðir vestan viö okkur fá mokstur fimm daga í viku en hingað er aðeins mokað á mánudögmn og föstudögum. Þriðja deginum er bætt við ef ekki er mik- ill snjór. Eins erum viö ósáttir við hvernig er mokað. Þeir fara oft í gegnum skaflana. Þaö er fljótt að teppast aftur ef gerir einhvern vind. Það hefur því oft komið fyrir að hing- að sé aðeins fært fáar klukkustundir í viku,“ sagði ísak J. Ólafsson. -sme Loðnuvertíö lokið? Ekkert að finna Emil Thorarensen, DV, Eskifirði: Fremur dauflega horfir nú með loðnuveiðamar en eftir er að veiða um 100 þúsund tonn af þeim 760 þús- undum sem heimilt var að veiða. Grétar Rögnvarsson, skipstjóri á Jóni Kjartanssyni, sagði í samtali við DV á fimmtudagskvöld að enginn hefði fengið loðnu frá þvi á sunnudag en Jón Kjartansson er nú ásamt fimm öðrum austfirskum loðnubát- um á Lónsbugtinni, „Hér er ekkert að finna, sennilega allt búið, allavega er ekkert sem bendir til annars. Mikil leit hefur verið en allt kemur fyrir ekki, afgjör ördeyða og eins gott að fara að hætta þessu í stað þess að eyða olíu í leit að einhverju sem ekki er til,“ sagði Grétar. Hann sagði ennfremur aö hann hefði haft spurnir af nokkrum bátum báðum megin við Snæfellsne- sið en þar væri heldur ekkert að hafa. FERMINGARTILBOÐIN HLJOMA VEL EN HVERNIG HLJÓMA ~rr^ u URNAR“? TJBL harman/kardon UBL Við bjóðum takmarkað magn af þessum „dúndur“ hljómtækjum: 2 stk. JBL TLX 14 (100 vött). 1 stk. HD 800 geislaspilari m/fjarstýringu. 1 stk. HK 440 vxi útvarpsmagnari (2x30 vött, 20 amp.) á einstöku verði: 59.470.- HUÓMTÆKJA-/HLJÓÐF/ERAVERSUJN STEINA SKULAGÖTU 61 - SÍMI 14363 Hættuástand í Horna- Júlía Imsland, DV, Höfn: Mikið brim ásamt stórstreymi í þessari viku hefur haft mjög slæm áhrif á innsiglingaleiðina um Horna- fjarðarós. Að sögn Ólafs Einarssonar hafnsögumanns er nú aðeins 4-5 metra dýpi í ósnum á fjöru þar sem áður var 8-9 metra dýpi. Grynnst er á móts við nýja ósinn á Suðurfjöru en hann hefur breikkað mikið núna frá því sem áður var. Þar gengur sjórinn óhindrað inn í innsiglinguna. Miklar breytingar hafa orðið á Austurfjörum oghefur tanginn styst mikið. Að sögn Ólafs er ástand inn- siglingarinnar mjög alvarlegt eins og hún er núna og hann reiknar ekki með að hægt sé að taka inn stærri skip en strandferðaskipin og þau aðeins á flóði. Dýpkunarskipið Perlan hefur und- anfarið dælt upp úr innsiglingunni við ósinn en hætt er við að þar hafi mikið fyllst upp aftur eftir sjógang- inn núna. Eldsvoði á Hellissandi Eldur kviknaði í kyndiklefa í tveggja hæða einbýlishúsi á Hellis- sandi í fyrrinótt. Talið er að eldsupp- tök hafi verið þau að brennari í kyndiklefanum hafi sprungið. Femt var sofandi í húsinu þegar eldurinn kom upp. Allir náðu að forða sér út og engan sakaði. Mikill reykur og hiti myndaðist af brunanum og voru reykkafarar slökkviliðs sendir inn í húsið. Vel gekk að slökkva eldinn og urðu skemmdir ekki miklar. Tveir menn frá Rannsóknarlögreglu ríkisins komu á staðinn til að rannsaka elds- upptök. -ÓTT r Verð á Subaru Legacy Sedan 1,8, 16 ventla, GL gjörsamlega hlaðinn öllu því besta, kr. 1.299.000,- stgr. Ingvar Helgason M Sævarhöföa 2 sími 91-674000 Gerðu verðsamanburð - það gerum við stöðugt BE ! _ { . A ■ I v - i L . I —'ó- L: V " : ,i V Ki 1$I i imi 1 ^ ga isa in llll lö I

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.