Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1990, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1990, Page 10
10 LAUGARDAGUR 31. MARS 1990. Inga Ólafsson skólahjúkrunarfræðingur um samtöl sín við unga fíkniefnaneytendur: Fíkniefnavanda- málið hefur aukist „Ég veit aö framboö á fikniefnum hefur aukist og þaö er almennt talið aö neyslan hafi aukist á síðasta ári. Helsta skýringin er kannski sú að efnin eru ódýr. Þaö kom upp fikni- efnamál hér í haust sem tengdist nokkuö stórum hópi nemenda - um 10-15 unglingum í áttunda og níunda bekk. í samtölum mínum við þá kom fram aö þeim finnst auðveldara aö ná sér í eitt gramm af hassi fyrir partí um helgar heldur en flösku af áfengi. Framboöið er einfaldlega þaö mikiö,“ sagöi Inga Ólafsson, skóla- hjúkrunarfræðingur í Hagaskóla, í samtali viö DV. Inga segist hafa komist í náin tengsl viö grunnskólanema sem hafa neytt fíkniefna. Hún hefur átt mörg og markviss samtöl viö þá unglinga sem voru í ofangreindum hópi. Flest- ir þeirra hafa nú horfiö frá fíkniefna- neyslu en tveir úr hópnum fóru í meðferð þar sem tilfelli þeirra þóttu það alvarlegs eðhs. Spennandi aó prófa „Þetta byrjar allt meö fikti. Krakk- amir segja aö þeim finnist spennandi að prófa. Síðan ræöst framhaldiö af kunningjahópnum - hvort haldið er áfram í hópi með þeim sem neyta fíkniefna eða ekki. Samtölin við krakkana leiddu til þess aö flestir hættu aö umgangast þá sem þeir höfðu reykt hass með. Þessi mál var hægt að leysa á tiltölulega'fljótlegan hátt. Vandamálið náöi rneira að segja ekki til heimilanna í öllum tilvikum. Því miður hefur þó ekki tekist aö telja tveimur eða þremur úr hópnum hughvarf ennþá - þeir vilja ekki hlusta þó búið sé að reyna að tala um fyrir þeim. Engu að síður finnst krökkum almennt gott að geta rætt við skólahjúkrunarfræðing í trúnaði til að leysa vandamáhn. Leiðindi komu aldrei upp út af samtölunum," sagði Inga. Inga telur að fræðslu vanti fyrir unglinga um skaðsemi og áhrif fíkni- efnaneyslu. Fræðslu vegna áfengis- neyslu og tóbaksreykinga segir hún þó vera nægilega. „Unglingar, sem neyta fikniefna, eru haldnir rang- hugmyndum - til dæmis að það sé allt í lagi að keyra skellinöðru þegar maður er í hassvímu. Þeir gera sér ekki grein fyrir því að það fer illa með mann andlega og líkamlega að reykja reglulega hass,“ sagði Inga. - Hver eru helsti einkenni ungs fólks og nemenda sem reykja hass? „Kæruleysi. Þeim veröur alveg sama ef þeir detta niður í punkta- kerfi vegna mætingar. Þeir geta ekki einbeitt sér þó að þeir hafi áöur átt auðvelt með að læra. Þetta kemur gjarnan fram í niðurstöðum í próf- um. Það versta er að þeim veröur svo alveg sama hver árangurinn verður. Ég hef starfað sem skólahjúkr- unarfræðingur í átta ár í Hagaskóla og tel aö þetta vandamál sé fyrst að koma fram núna - einhver breyting hefur orðið. Þetta er einnig tilfinning annarra sem við þessi mál starfa. Það er fyrst og fremst framboðið af hassi sem hefur aukist og neyslan i kjölfar- ið. Veröið er lágt og auðvelt er að ná sér í fíkniefni. Þegar öllu er á botninn hvolft þá finnst mér skrýtnast að ís- lendingar skuli vera að reykja þegar þeir skemmta sér og hverfa inn í sig því þeir eru mjög opnir þegar þeir skemmta sér,“ sagði Inga Ólafsson. Foreldrar verða aó líta sér nær „Það er erfitt fyrir foreldra aö kom- ast að því hvort börn þeirra reykja hass eða ekki. Foreldrar taka yfir- leitt vel í samstarf ef svona kemur upp en því miöur sýna dæmi að for- eldrar neita að leiða hugann að því að vandamálið geti verið á þeirra heimili. í fyrra átti ég samtal við for- eldra sem sögðu að krakkinn þeirra hefði komið fullur heim árið áður en nú gerðist það ekki lengur. Ég spurði þá á móti hvort þeir hefðu ekki leitt hugann aö því hvort fíkniefni væru komin í staðinn. Ég vissi að viðkom- andi unglingur reykti hass. Ég sagði þeim síðan frá staðreyndum málsins. Þetta mál var svo rætt og það fór vel. Ég get nefnt fleiri svipuð dæmi og þetta viðhorf er greinilega algengt. Foreldrarnir halda að ekkert vanda- mál sé fyrir hendi ef áfengið er ekki í spilinu; þeir verða að líta sér nær. Ég vil þó benda á að flestir foreldrar opna augun fyrir þessum málum aö lokum. Erfitt að sjá hvort... Inga segir að erfitt sé fyrir þá sem ekki þekkja til að koma auga á ein- kenni hassneyslu. Hún segir að þau geti komiö fram í lítilli matarlyst, sleni, þyngslum, mikilli svefnþörf, erfiðleikum með aö vakna og breyttri framkomu. „Þó ber að geta þess að atferlisbreytingar sem þessar geta verið eðlilegar á gelgjuskeiöi," segir Inga. „Þess vegna er ekki auðvelt aö sjá í fljótu bragði hvort um fíkniefna- neyslu er aö ræða eða ekki. Rauðleit augu einkenna þó þá sem eru undir áhrifum hass. En með tímanum koma einkennin fram því þá eykst sljóleiki, hreinlæti og klæðnaði verð- ur ábótavant og allri framkomu yfir- leitt. Þetta þarf að ræða á heimilum. Foreldrar verða að átta sig á því að fíkniefnavandamálið er mun um- fangsmeira í dag en á síðustu árum. Aðalatriðið er að þora aö ræða vandamálið við unglinginn án þess að ganga of nærri honum - gera það í vinsemd og án hótana. -ÓTT Aldrei fleiri ungmenni handtekin vegna fíkniefnaneyslu: Atburðir sem opn- uðu augu yfirvalda og al- mennings Kastljósi íjölmiðlanna var beint aö fíkniefnavandamálum á íslandi þeg- ar hátt í þrír tugir ungmenna á aldr- inum 15-20 ára voru handteknir í kjölfar þess að tveir fíkniefnaneyt- endur veittu lögreglu harða mót- spyrnu með hnífum í Breiðholti um miðjan þennan mánuð. Einn lög- reglumaður varð fyrir meiðslum. Slíkri mótspyrnu hefur aldrei veriö beitt áður þegar fíkniefnalögregla á íslandi hefur átt í hlut. Eins og fram hefur komið í DV á síðustu dögum segir Arnar Jensson, yfirmaður deildarinnar, að aldrei hafi eins mörg ungmenni verið hand- tekin áður í einni atrennu. Hann benti hins vegar á að nokkrum sinn- um áður hefði svipaður fjöldi verið handtekinn vegna fíkniefna og þá víða á höfuðborgarsvæðinu. En þá áttu eldri neytendur í hlut. Aukin umræóa og aögerðir Umræða um fikniefnavandamál og aðhaldsaðgerðir hafa mjög veriö í brennidepli eftir handtökur lögregl- unnar og þeirrar umfjöllunar sem fíkniefnamál hafa fengið eftir þessa atburði. Á fundi borgarráðs í síðustu viku var samþykkt tillaga þess efnis að fela framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur aö skila greinargerð varðandi fíkniefna- neyslu í einstökum hverfum borgar- innar. Ýmsir fulltrúar og embætt- ismenn ríkis og borgar vinna nú við að afla gagna og ræða leiðir til að sporna gegn fíkniefnaneyslu. Ólafur Olafsson landlæknir sagði í samtali við DV að hann heföi haldið tvo fundi Vaaa, maður, rosalega er þetta útúrfríkað „Þegarstrákarnireruíhassvímu út í loftið svo foreldrarnir finni standa þeir sperrtir og segja sífellt ekki lyktina. Annars þekkist lyktin vaaá, maður, rosalega er þetta út- alveg - þetta er svona eins og lykt úrfríkað, maður! Þeir hætta ekki af einhverri jurt,“ sögðu piltamir. að brosa og eru greinilega i ímynd- Einn piltanna sagðist eiga vin unarveröld - þeir eru líka ansi sem áður reykti reglulega hass. rauðir i augunum,“ sögöu þrfr „En hann er hættur núna. Mamma fjórtán og fimmtán ára piltar úr hans frétti af þessu. Þetta var held- Austurbæjarskóla sem DV hitti að ur ekkert gott fyrir hann. Hann var máh í leiktækjasal í miðborginni í byrjaður að hósta ógeðslega mikið. vikunni. Hann reyndi aö hætta en það tókst Piltamir sögðu frá þvi þegar þeir ekki strax. Honum tókst þaö svo sáu jainaldra sína úr Reykjavík í að lokum eftir tvær tilraunir," hassvímu. „Einu sinni þegar ég var sagði pilturinn. á gangi um helgi í Austurstræti Við vitum um einn og einn sem kom síðhærður strákur að mér og reykir en það eru nokkrir sem vilja spurði hvort ég vildi kaupa eitt prófa einu sinni og sjá hvernig gramm. Ég vissi strax hvað hann þetta er. Einn piltanna benti á að átti við. Eg hafði ekki áhuga og þörf væri á umræðu um fikniefna- spurði ekki aö hvaö grammið kost- mál. „Það er gott að það sé umræöa aði. Eg veit að gangveröiö fyrir um þessa hluti. Það er örugglega gramm af hassi er 1.500 krónur. meira um þetta en fólk heldur,“ Piltamir segja að hassreykingar sagði annar úr hópnum. „Einu fari oftast fram í partíum eða ein- sinni var einn teMnn fyrir að hvers staðar á afviknum stöðum reykja á skólalóðinni og skóla- uti við. Oftast er hass reykt í par- hjúkrunarkona haföi samband viö tíum - heima hjá einhverjum á foreldrana,“ sagði pilturinn. fóstudags- og laugardagskvöldum. -ÓTT „Strákarnir spreyja bara einhveiju ' ■ JHjP rn K **jnr III ■ W ■t.MINOUA l M JONAUICAK . 1 jJfe í miklu úrvali. ' kl. 8.30 Allai P : ljósmyndavörur á einum stað; [rmmimimmiiiiiiinn] D LJÓSMYNDAÞJÓNUSTAN HF ; Laugavegi 178-Sími 68-58-11 (næsta hús við Sjónvarpið) ^ ■■■!■■■■■■■i■ ■■■■■■■■ ■ in■ ■■ntt bmiimiiiiiiínmnúm^i-rJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.