Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1990, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1990, Qupperneq 11
LAUGARDAGUR 31. MARS 1990. 11 á síðuStu tveimur vikum meö fulltrú- um lögreglu, Reykjavíkm'borgar, SÁÁ, menntamálaráðuneyti, skóla- hjúkrunarfræðingum, alnæmis- nefnd, Rauða krossinum, unglinga- athvarfi og fleiri. Þessir aðilar eru flestir sammála um að framboð á fíkniefnum hafi aukist á síðustu misserum. Á næstu dögum verður komið saman aftur og skoðað hvern- ig skipuleggja skuli forvarnastarf," sagði landlæknir við DV eftir fund- inn í vikunni. Amar Jensson sagði einnig í sam- tah við DV í síðastUðinni viku að kannanir á fíkniefnaneyslu hefðu á síðustu ámm verið fáar og ófull- komnar. Skömmu áður lagði Gísli Árni Eggertsson, fulltrúi æskulýðs- og tómstundaráðs Reykjavíkur, fram tiUögu til landlæknis um að gerð yrði könnun vegna fíkniefnaneyslu i Reykjavík. Sú tiUaga var studd af lögreglu og vitnað til áður framkom- innar tiUögu nefndar á vegum sex ráðuneyta. Fulltrúar nemendaráða grunn- skólanna í Breiðholti hafa komið þeim ábendingum á framfæri til fjöl- miðla að þeir sætti sig ekki við órétt- láta umræðu um Breiðholtið. Þeir segjast ekki kannast við að hverfið sé „fíkniefnabæli“. Nemendaráðin vUja vekja athygli á því aö „vanda- mál Breiðholtshverfisins séu ekki meiri en annarra borgarhluta". Skólahjúkrunarfræð- ingar mikilvægir Fram hefur komið að skólahjúkr- unarfræðingar gegni mikilvægu hlutverki þegar skólar og fíkniefna- neysla er annars vegar. Unglingar hafa tilhneigingu tU að opna sig frek- ar fyrir þeim sem ekki fara beint með eitthvert vald. Hér á opnunni kemur einmitt' fram álit skólahjúkrunar- fræðings sem unnið hefur að lausn fíkniefnavandamála nemenda. Hún segir að framboð og neysla á fíkniefn- um hafi aukist að undanfornu, verð- ið sé lágt, auðvelt að ná í efnin en erfitt fyrir foreldra á þeim heimUum þar sem fjölskyldumeðlimur reykir hass að sjá og jafnvel viðurkenna vandamálið. Nú skyldi ætla að á næstunni yrði unnið að því að opna augu almenn- ings með raunsæjum hætti. Hér er ekki verið að alhæfa að fíkniefna- vandamál sé í hverju skúmaskoti þjóðfélagsins. En miðað við stað- reyndir, sem fram hafa komið, og álit og viðbrögð þeirra sem gerst þekkja hefur fíkniefnavandamálið síst minnkað hjá flestum aldurs- hópum á allra síðustu mánuðum. Nýjar upplýsingar um kókaínneyslu Að sögn fíkniefnadeildar lögregl- unnar varð greinilega vart við stór- aukningu á neyslu kókaíns á síðasta ári. Þeir neytendur eru yfirleitt eldri en tvítugir. Nýjustu upplýsingar um kókaínneyslu, sem landlækni hafa borist, eru mjög athyglisverðar en þær komu fram í DV í ‘síðasta helg- arblaði. Skýrslur um 60 hjartaáfóll í Bandaríkjunum hafa borist þar sem sýnt var fram á að kókaínneysla var bein orsök. í skýrslunum var mikið um ungt fólk að ræða. Landlæknir segir að skýringin á hárri tíðni hjartaáfalla gæti því verið neysla kókaíns. Ólafur segir að vandlátir kókaínkaupendur séu í mestri hættu. „Besta efnið“ hefur hátt hreinleikahlutfall en það er hættu- legast og veldur krampa og stíflu í kransæðum. Einnig er athyglisvert að yfirmað- ur fíkniefnadeildar segir að oft hafi heyrst orörómur um að krakk sé í gangi í Reykjavík. Deildin hefur tekið efni úr umferð sem átti að vera krakk en var það ekki við nánari athugun. Efnið sem shkt hefur því ekki komiö fram ennþá hjá lögreglu. Fíkniefni tengjast afbrotum Ómar Smári Ármannsson hjá for- vamadeild lögreglunnar sagði við DV að það væri vitað að ávana- og fíkniefni tengdust gjarnan öfbeldi, innbrotum, þjófnuðum og jafnvel ránum. Engin sérstök heildarkönn- un hefur þó fariö fram á því hlutfalli. Svokallaðir „smákrimmar" frömdu 3-4 innbrot að jafnaði á dag í Reykjavík á síðasta ári samkvæmt könnun DV og lögreglu í ársbyrjun. Innbrotin og þjófnaðirnir er í mörg- um tilfellum gjarnan ætlað að fjár- magna kaupin hjá „fíklunum". Þessi tegund afbrota, sem dagblöð skýra svo oft frá, eru nefnilega oftar tengd fíkniefnum en ætla mætti og almenn- ingur gerir sér grein fyrir. í fréttum vegna innbrota er sjaldnast greint frá þessum staðreyndum. Vandamálið er álitið alvarlegra þegar ungir og óharðnaðir þjóðfé- lagsþegnar eiga í hlut - þó þeir séu kallaðir smákrimmar. Afbrot af þessu tæi virðast vera orðin svo sjálf- sögð í augum þeirra sem þau fremja. Þess vegna ber að leggja sérstaka áherslu á forvarnarstarf, viðhorfs- mótun unga fólksins, fræðslu til for- eldra og þess fólks sem vinnur með ungu fólki. Þá þarf sérstaklega að gæta að atvinnumálum ungs fólks, nemendum og fleiri áður en það fer út á braut afbrota. Fíkniefnaneysla hefur keðjuverk- andi.áhrif. En ef einum hlekk er kippt í burtu fara hinir hlekkirnir líka. Öðrum lögbrotum myndi fækka ef tækist að sporna við fíkniefna- neyslu sem nú hefur greinilega færst í aukana. -ÓTT ■■■—»-— í \ - W~v K 4 SOLUSYNING UM HELGINA LAUGARDAG KL. 10-18, SUNNUDAG 12-18 TOP VALUME fellihjólhýsi fyrir allar árstíðir Nýkomín tíl landsíns ný gerð, sérstaklega hönnuð fýrír ísland. Allur hugsanlegur útbúnaður í vagninum. Margar gerðír. 4% AFSLATTUR EF PANTAÐ ER FYRIR 7. APRIL HRINGDU OG VIÐ SENDUM BÆKLING UM HÆL SEGLAGERÐIN ÆGIR EYJARSLÓÐ 7, SÍMI 621780 Ferðaleikur DV, Bylgjunnar og Veraldar Ferðaseðill nr. 1 Vinningur: Terð til Costa del Sol 12. júlí að verðmæti kr. 50.000 með Ferðamiðstöðinni Veröld. Hlustaðu á Bylgjuna í dag og fylgstu með VERALDI sem er á ferðalagi um heiminn. Á hvaða áfangastað er Veraldur í dag? Fóstleggðu seðilinn strax í dag. Merktu umslagið: Ferðaleikurinn 1990 - nr. 1 [ Ég hlustaði á VERALD á Bylgjunni fm 98,9 og tel að hann sé □ Tokyó □ Costa Del Sol □ Mallorka staddur Nafn____ Jleimasími HeimilL Þegar þú hefur fundið svarið teiknaðu þá merki Veraldar í reitinn hér fýrir neðan: Vinnusími

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.