Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1990, Side 12
12
Sælkerinn
LAUGARDAGUR 31. MARS 1990.
Taj-Mahal:
Indverskur veitinga-
staður í Reykjavík
Reykvíkingar þckkja nú orðið
nokkuð vel kínverskar maíreiðslu-
aðferðir, enda eru starfandi í Reykja-
vík nokkrir „Kina-staöir". Indversk-
ur matur virðist ekki vera eins vel
þekktur nema á meðal þeirra ísiend-
inga sem hafa dvalist í London við
nám og störf. Hvergi í Evrópu er eins
mikið úrvai af góðum indverskum
veitingastöðum og í London. Einn af
þeim betri er Last days of the Rai (22
Drury Lane, WC2. sími 836 1628).
Hér í Reykjavík er starfandi ágætis
indverskur veitingastaður, Taj-
Mahal, að Laugavegi 34 a. Eigendur
eru hjónin Einar Óskarsson og Anna
Peggý Friðriksdóttir. Nokkur mis-
skiíningur virðist ríkjandi hér á
landi varðandi indverskan mat.
Margir halda að hann sé eins og kín-
verskur matur og að hann sé alltaf
bragðsterkur. Indverskur matur er
töluvert frábrugðinn þeim kín-
verska. Galdurinn við indverska
matreiðslu er að kunna að krydda
og þá ekki síður aö blanda kryddin
rétt. Indland er eiginlega heil heims-
álfa og hafa íbúarnir mörg trúar-
brögð. Trúarbrögð hafa veruleg áhrif
á neysluvenjur fólks. Hindúar borða
t.d. ekki nautakjöt og múslímar
borða ekki svínakjöt. Þá er veðurfar
og staðhættir ólíkir á Indiandi og
hefur það vitaskuld veruleg áhrif á
það hvaða afurðir íbúarnir fram-
leiöa. Þaö má því fullyrða að ind-
verskur matur sé mjög fjölbreyttur.
Umsjón:
Sigmar B. Hauksson
Hluti Indverja er jurtaætur og líkleg-
ast hefur ekkert 'eldhús upp á að
bjóða eins mikið úrval af jurtaréttum
og það indverska. Indverskur matur
er j)ví að jafnaði ekki bragðsterkur
því það er undir matreiðslumannin-
um komið hvað hann blandar mikið
af chilipipar í karríblönduna. Á Ind-
landi blandar hver matreiðslumaður
kryddið eftir sinni hefö og margar
húsmæður eiga sínar eigin karri-
blöndur.
Fjölmargir indverskir réttir eru
mjög bragðmildir enda oft soönir
með ávöxtum í kókosmjólk. Indverj-
ar matreiða oft á pönnu sem þeir
nefna karhai og er ekki ósvipuð hinni
kínversku wok eða kínapönnunni.
Einnig nota þeir pönnu sem kallast
tava en hún er mest notuð við brauð-
bakstur. Indverjar borða gjarnan
brauð með matnum, t.d. nan, sem er
ókryddað brauð, eða roti sem er
kryddað brauð. Þá eru svokallaðir
tandooriofnar mikið notaðir en þess-
ir ofnar eru hlaðnir úr múrsteini.
Réttir, sem eru steiktir í tandooriofn-
um, eru oftast marineraðir í jógúrt
sem hefur verið krydduö eftir kúnst-
arinnar reglum. Tandooriréttirnir
eru yfirleitt mjög vinsælir á meðal
Vesturlandabúa. Ef miðað er við ind-
versk veitingahús í nágrannalöndum
okkar, t.d. á Norðurlöndunum, er
Taj-Mahal mjög góður veitingastað-
ur. Matseðillinn gefur nokkuö góða
mynd af indverska eldhúsinu. Kjöt-
réttirnir eru fleiri en fiskréttirnir
sem er skiljanlegt. Tandooriréttirnir
eru hreinasta afbragð og er óhætt að
mæla með tandoorikjúklingnum. Á
indverskum veitingahúsum á Vest-
urlöndum má oft sjá lambakjöt á
matseðlinum. Á Indlandi er hins veg-
ar geitakjöt algengara. Á Taj-Mahal
má fá öndvegis lambakjötsrétti og
ætti markaðsnefnd sú, sem sér um
sölu á lambakjöti, að heimsæka Taj-
Mahal og kynna sér hvað hægt er
að matreiða ljúffenga rétti úr íjalla-
lambinu margumtalaða. Margir
virðast enn ragir við að bragða á ind-
verskum mat en þeir sem komist
hafa á bragðið vita fátt betra matar-
kyns en indverska rétti.
Anna Peggy starfar sjálf á Taj-
Mahal og ættu þeir sem ekki hafa
kynnst indverskum mat áður að
spjalla við hana og fá góð ráð. Taj-
Mahal er eini indverski veitingastað-
urinn á íslandi og það er vel þess
virði að eyða þar kvöldstund og
kynnast indverskri matargerðarlist.
Þið munuð ekki verða fyrir von-
brigðum..
Anna Peggy að störfum á veitingahúsi sínu, Taj-Mahal við Laugaveg.
0
Nýr STORNO farsími
tUS kr. aei vsk
hlýtur oi vero
oprílgobL
...en svo er ekki. Vegna mikilla vinsælda STORNO 440
farsímanna og hagstæðra innkaupa getum við boðið
glænýjan STORNO 440 farsíma í bíl á aðeins 83.788 kr.
staðgreitt m. vsk og STORNO 440 bíla- og burðatæki á
aðeins 99.748 kr. staðgreitt m. vsk.
Símarnir eru tilbúnir til ísetningar og innifalið í verðinu
er móðurstöð, talfæri, bílloftnet, kaplar, hljóðnemi
og hátalari fyrir handfrjálsa notkun. Ekki nóg með það,
við bjóðum líka greiðsluskilmála.
STORNO farsímarnir eru v.-þýsk gæðavara og búa yfir öllum fullkomnustu eiginleikum farsíma og með STORNO 440
gétur notað þjónustu tölvubanka og boðkerfisins.
Gríptu tækifærið því við eigum takmarkaðar birgðir af þessum vönduðu og
ótrúlega ódýru farsímum. Komdu í söludeildir Pósts og síma og staðfestu
pöntun strax á morgun.
Viö spörum þér sporin
SÖLUDEILDIR
Verð miðað við staðgreiðslu og gengi 30.3.1990.
PÓSTUR OG SÍMI