Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1990, Blaðsíða 14
14
LAUGARDAGUR 31. MARS 1990.
Útgáfufélag: FRJÁLS FJOLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÖNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFANSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11,105 RViK.SÍMI (91 )27022 - FAX: (91 (27079
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11-
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1000 kr.
Verð í lausasölu virka daga 95 kr. - Helgarblað 115 kr.
Við þökkum ráð Dana
Viö eigum að taka vel eftir því, sem Uffe Ellemann-
Jensen, utanríkisráöherra Dana, hefur sagt okkur um
stööu Norðurlanda gagnvart Evrópubandalaginu. Við
eigum aö gera þaö, þótt við séum ekki á þeim buxunum
aö ganga í bandalagið, eins og hann vill.
Ellemann-Jensen heldur fram, að viðræður Fríverzl-
unarsamtakanna við Evrópubandalagið gangi ekki eins
vel og norrænir utanríkisráðherrar vilja vera láta. Er
það raunar staðfesting á grun, sem áður hefur komið
fram, meðal annars nokkrum sinnum í leiðara DV.
Við vitum af annarri reynslu, að Sten Andersson,
utanríkisráðherra Svíþjóðar, hefur sérkennilegar skoð-
anir á utanríkismálum. Hann hefur reynzt Litháum
þungur í skauti, meðal annars með yfirlýsingum um,
að sjálfstæðissinnar séu öfgasinnaður minnihlutahópur.
Erfitt er að skilja fullyrðingar Anderssons, sem sum-
ar hverjar eru studdar af Jóni Baldvin Hannibalssyni
utanríkisráðherra, um, að Ellemann-Jensen sé að sá
misklíð og klofningi á Norðurlöndum með klunnalegum
afskiptum af viðkvæmu máli, og beri að afþakka slíkt.
Hér í DV og víðar hefur verið haldið fram, að við
eigum að reyna að koma á tvíhliða viðræðum við Evr-
ópubandalagið og einstök ríki innan þess. Þetta jafngild-
ir ekki tillögu um að hætta viðræðum á vegum Fríverzl-
unarsamtakanna, eins og Jón Baldvin gefur í skyn.
Einnig er rangt, sem stundum er fullyrt, að Evrópu-
bandalagið hafi bannað tvíhliða viðræður. Þeir, sem
óska eftir viðræðum, fá yfirleitt viðræður, hvort sem er
í viðskiptum milli fyrirtækja, ríkja eða samtaka. Við
þurfum sjálf að gæta okkar fiskveiðihagsmuna.
Við verðum að viðurkenna, að Evrópubandalagið er
orðið að öflugum segli. Útflutningsafurðir okkar fara í
vaxandi mæli til ríkja innan þess, miklu frekar en til
ríkja í Fríverzlunarsamtökunum og til Bandaríkjanna.
Og Japan er of langt í burtu til að vera sambærilegt.
Austur-Evrópa beinir augum sínum að Evrópubanda-
laginu, en alls ekki að Fríverzlunarsamtökunum, þótt
þau hafi stundum verið kölluð biðstofa bandalagsins.
Fríverzlunarsamtökin eru að verða norrærjn klúbbur,
sem gagnast íslenzkum útflutningi ekki nógu vel.
Evrópubandalagið er engin fyrirmyndarstofnun. Það
er verndarstofnun gamalla atvinnugreina og fyrirtækja
í Evrópu gegn hagkvæmara atvinnulífi í Norður-
Ameríku og Suðaustur-Asíu. Bezta lýsingin á bandalag-
inu er, að það sé risavaxið landbúnaðarráðuneyti.
Aðdráttarafl bandalagsins felst ekki í, að það sé að
flestu leyti indælt, heldur stafar það af, að þjóðir í ná-
grenni þess vilja ólmar komast inn fyrir dyr. Það eru
viðbrögð annarra þjóða, til dæmis hugsanlega Norð-
manna, sem knýja okkur til að ræða við bandalagið.
Við höfum að mörgu leyti góðan viðskiptasamning
við bandalagið, þótt saltfisktollar valdi okkur erfiðleik-
um. Við viljum gjarna geta haldið áfram að haga seglum
eftir vindi og stunda gagnkvæma fríverzlun við önnur
viðskiptaveldi, svo sem einkum Japan og Bandaríkin.
Bezt væri fyrir okkur að geta verið utan bandalaga
í þjóðbraut siglinga og flugs milli hinna stóru viðskipta-
segla heimsins og bjóða hér fríhöfn fyrir hvers konar
vörur og þjónustu. En íslenzkir stjórnmálamenn eru
því miður ekki nógu víðsýnir til að efla slíka sérstöðu.
Og raunar hefur í vetur verið meira vit í orðum Elle-
mann-Jensens heldur en orðum Andersons og Jóns
Baldvins. Verið getur, að við eigum engra kosta völ.
Jónas Kristjánsson
Sjálfstæði Lithá-
ens og samloðun
Sovétríkjanna
Mikhail Gorbatsjof heimsótti Lit-
háen fyrr í vetur, þegar kommún-
istaflokkur landsins var aö búa sig
undir aö slíta tengshn við komm-
únistaflokk Sovétríkjanna. Hann
ræddi viö flokksforustuna á fund-
um og almenning á götum úti. Þeg-
ar Sovétleiðtoginn sá aö Litháar
sátu viö sinn keip hagaði hann
kveðjuorðum viö brottförina á þá
leið aö þeir myndu fá vilja sínum
framgengt en þaö tæki tíma og
hann yröu þeir aö ætla sér.
Þeir sem ráða ferðinni í Vilnius,
höfuðborg Litháens, kusu aö fara
öfugt aö. í þingkosningum hlaut
sjálfstæðishreyfmgin Sajudis yfir-
gnæfandi meirihluta og þegar við
blasti breyting á stjórnarskrá Sov-
étríkjanna meö stórauknum völd-
um forsetaembættis, ákvað forusta
Sajudis aö hafa hraðan á að koma
fram meö sjálfstæðisyfirlýsingu
áður en Gorbatsjof settist í nýja
forsetaembættið, meðal annars
með aukin völd til íhlutunar í ein-
stökum lýðveldum. Þingsetningu í
Vilnius var því hraðaö, þótt enn
ætti eftir að útkljá skipun nokk-
urra þingsæta í síðari umferð kosn-
inganna og sjálfstæðisyfirlýsing
samþykkt 11. mars.
Sovéska þingið lýsti yfirlýsing-
una frá Vilnius jafnharðan ólög-
lega og fól Gorbatsjof að sjá um aö
þar yrði farið aö sovéskum lögum.
Sovétherinn hefur haft sig mjög í
frammi, hertekið byggingar
kommúnistaflokksins í Vilnius og
safnað vopnum frá varasveitum
jafnt og veiðimönnum. Litháar
stroknir úr sovéskri herþjónustu
hafa veriö handteknir. Þegar þetta
er ritað virðist öldur hafa lægt í
bih og aðilar vera að þreifa sig
áfram að viðræðugrundvelli.
Vytautas Landsbergis, forseti
sjálfstæðisstjórnarinnar í Vilnius,
og nánustu samstarfsmenn hans í
forustu Sajudis virðast í senn hafa
reynt með skjótri ákvaröanatöku
að láta Gorbatsjof standa frammi
fyrir gerðum hlut og skapa Litháen
sérstöðu meðan enn er svigrúm til,
skyldi hann ekki verða langær á
valdastóli. Niðurstaöan er að fyrsta
prófraun á Gorbatsjof í forsetaemb-
ætti með framkvæmdavald snýst
um tilveru Sovétríkjanna. Geti Lit-
háen tekið sér sjálfstæði með ein-
faldri, einhliða samþykkt hefur það
ekki aðeins fyrirsjáanleg eftirköst
í hinum Eystrasaltsríkjunum held-
ur ekki síður í Moldavíu í suð-
vestri, Georgíu, Armeníu og As-
erbadsjan í Kákasus, jafnvel Mið-
Asíulýðveldunum og Úkraínu.
Þetta er líka meginástæðan til að
beiönir Landsbergis til umheims-
ins um viðurkenningu á stjórn
sinni mæta daufum eyrum. Form-
lega er því auðvitað haft á oddi, að
stjórnin uppfyllir ekki frumskil-
yrðið til viðurkenningar, hún ræð-
ur ekki landinu sem hún segist
stjórna. Þar ræður sovétherinn því
sem hann vill. En meginástæðan
til að George Bush og Margaret
Thatcher leggja megináherslu á að
hvetja aðila tii stillingar og gætni
er að stjórnir þeirra láta sig öllu
varöa hvernig af reiðir viðleitni
Mikhails Gorbatsjofs og manna
hans til friðsamlegrar ummyndun-
ar Sovétríkjanna. Upplausn þeirra
í umbrotum er atburðarás sem eng-
inn má til hugsa meðal ábyrgra
stjórnmálamanna, ekki síst af því
að um kjarnorkuveldi er að ræða
með víða dreifð gereyðingarskeyti.
í samanburði við þetta keppikefli
láta ríkisstjórnir vestrænna ríkja
sér í léttu rúmi liggja hvort Litháar
öðlast sjálfstæði árinu eða áratugn-
Erlend tíðindi
Magnús Torfi Ólafsson
um fyrr eöa síðar.
Enginn efast nefnilega um að
núverandi stjórnendur Sovétríkj-
anna eru búnir að sætta sig við að
óhjákvæmilegt sé og að sumu leyti
hagstætt fyrir Sovétstjórnina að
Eystrasaltsríkin fái sjálfstæði. Þau
gætu vegna sögu sinnar og sér-
stööu orðið þýðingarmikill miölari
í verslun og öðrum samskiptum
milli slavneska baklandsins í
austri og Vestur-Evrópu. Að þessu
lýtur áhugi Gorbatsjofs á að koma
Eystrasaltsríkjunum í beint sam-
band viö Norðurlandaráð. Ráðu-
nautar Sovétleiðtogans sjá fyrir sér
fulla aöild Eistlands, Lettlands og
Litháens að Norðurlandaráði, sem
meðal annars veiti sameinuðu
Þýskalandi mótvægi í norðri og þá
sérstaklega viö Eystrasalt.
En áður en sú framtíðarsýn ræt-
ist þarf margt að gerast og marga
ásteytingarsteina aö forðast. Gor-
batsjof ávarpaði nýskipað ráðgjaf-
aráð sitt, Forsetaráðið, fyrir viku.
Þar skipaði hann í fremsta sæti
aðkaliandi úrlausnarefna nýrri
valdaskiptingu milli stjórna Sovét-
lýðveldanna og miðstjórnarinnar í
Moskvu. Eftir því sem ráða má af
umræðu um þetta efni í Sovétríkj-
unum er um það aö ræða að lýð-
veldin fái sjálfræði með sjálfstæðu
löggjafarvaldi en miðstjórnin fari
áfram með landvarnir og utanrík-
ismál. Vera má að slíkt fyrirkomu-
lag fullnægði óskum Úkraínu-
manna.
Öðru máli gegnir um þjóðir
Eystrasaltsríkjanna. Bæði Lettar
og Eistlendingar feta sömu braut
og Litháar en ætla sér að fara mun
hægar í sakirnar. Ástæðan er með-
al annars að í þessum löndum búa
langtum fleiri af rússnesku og öðru
slavnesku þjóðerni en í Litháen þar
sem Rússar munu vera um 10%
landsmanna. Kommúnistaflokkur
Eistlands hefur þegar ákveðið að
segja skihð við kommúnistaflokk
Sovétríkjanna en gefur mönnum
misserisfrest til að velja á milli
meirihlutans sem vill slit og minni-
hluta sem lýst hefur yfir stofnun
nýs flokks með óbreyttri aðild að
Sovétflokknum.
Mesta hættan á árekstrum í Lit-
háen stafar sem stendur af her-
þjónustu ungra Litháa í Sovéthern-
um. Þeir eru taldir 35.000 alls og
hafa margir mátt sæta aðkasti og
misþyrmingum af hálfu annarra
hermanna eftir að sjálfstæðismálið
komst á oddinn. Voru margir
þeirra sem yfirgáfu herbúðir og
leituðu hælis litháískra hjálpar-
stofnana illa leiknir eftir barsmíð-
ar.
Við bætist að þessa dagana kem-
ur til framkvæmda herkvaðning
nýs árgangs ungra manna í Sovét-
ríkjunum og er giskað á að hún nái
til 9.000 Litháa. Fáir eru líklegir til
að gefa sig fram af fúsum vilja eins
og mál standa og herkvaðning
þeirra með valdi af heimilum sín-
um gæti ekki farið fram átaka-
laust. Því hefur Landsbergis forseti
beðið Litháen-þing að vinda bráðan
bug að lagasetningu um þjónustu
herkvaddra við þörf verkefni í
landinu. Jafnframt biður hann
þingið um að leggja á hilluna áform
um stofnun varnarliðs sjálíboða-
liða svo ekki spretti upp nýtt mis-
klíðarefni.
Ofstopamenn í forustu Sovét-
hersins virðast líklegastir til vand-
ræða. Yfirhershöföingi landhers-
ins, Valentín Varenníkof, sem
stjórnar hersveitunum í Litháen,
hélt því til dæmis fram í viðtali við
Sovétskaja Rossia, málgagn rúss-
neskra þjóðrembumanna, að Lit-
háar söfnuðu vopnabirgðum í
pakkhús og fengjust viö að reisa
fangabúðir yfir tilvonandi pólitíska
fanga. Svona uppspuni er auðvitað
ekkert annað en blekkingaáróður
til að réttlæta óyndisúrræði.
Magnús Torfi Ólafsson
Vytautas Landsbergis, forseti Litháens (t.v.), ræðir við K. Prunskene
forsætisráðherra í hléi milli þingfunda í Vilnius á fimmtudag.
Simamynd Reuter