Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1990, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1990, Qupperneq 16
16 LAUGARDAGUR 31. MARS 1990. Skák „Voðalegur jafnteflisfnykur er héma,“ varð einum keppanda Búnaðarbankamótsins að orði er hann hann átti leið framhjá efstu borðunum. Þar vom menn frið- samlegir dag eftir dag, en sem betur fór var það ekki mjög smitandi. Áhorfendur fengu því ávallt eitt- hvað fyrir snúö sinn en það virtist regla að eftir því sem „neðar dró“ í sahnn urðu skákimar æsilegri. Jafnteflin á efstu boröum gerðu tíu stórmeistara að sigurvegurum. Þar er fyrstan að telja Helga Ólafs- son og Jón L. Ámason; síðan Sovét- mennina Polugajevsky, Razúvajev, Dolmatov og Vaganjan; þá Seiraw- an og de Firmian frá Bandaríkjun- um og loks Ernst, Svíþjóð, og Mort- ensen, Danmörku. Allir fengu þeir 7.5 v. af 11 mögulegum. Þar á eftir komu fjórir Sovétmenn og einn Bandaríkjamaður: Makarítsév, Tukmakov, Azmaiparashvili, So- kolov og Benjamin, sem allir fengu 7 v. Með 6,5 v. komu m.a. Margeir Pétursson og Hannes Hlífar Stef- ánsson. íslendingar meö 6 v. voru Halldór G. Einarsson, sem hreppti þar með fyrsta áfanga sinn að al- þjóðameistaratitli, Tómas Björns- son og Héðinn Steingrímsson. Meö 5.5 v. voru m.a. Snorri Bergsson, Þröstur Þórhallsson og Lárus Jó- hannesson. Meö 5 v. voru dr. Kristján Guðmundsson, Þröstur Árnason og Karl Þorsteins. Sá síð- astnefndi tefldi við sterkustu and- stæöingana á mótinu - meðalstig yfir 2560 - og vann tíu stig, þrátt fyrir að hafa ekki fengið fleiri vinn- inga. Er upp er staöið er kannski eftir- tektarverðast hvað titillausu ís- lendingamir stóðu sig vel. Hvað eftir annað náðu óþekktir menn (á alþjóðamæhkvarða) höfuðleðrinu af þekktum meisturum. Það er greinilegt að breiddin meðal ís- lenskra skákmanna er að aukast og er það vel. Einnig er rétt að minnast á nýju höfðustöðvar skákhreyfingarinnar við Faxafen, en aöstæður þar eru allar hinar ákjósanlegustu - bylt- ing í skákmálum íslendinga og vonandi til frambúðar. Mótið fór vel fram í hvívetna og er þeim sem að því stóðu til mikils sóma en kunnátta og leikni íslendinga í mótshaldi og skipulagningu er löngu vel þekkt meðal skákmanna. Úrslitaskákin Eini ljóðurinn á mótinu var í rauninni friösemd þeirra sem flesta höfðu vinninga en áhorfend- ur vildu vitaskuld sjá menn duga eða drepast. En þrátt fyrir endur- teknar samningaviðræður efstu manna fór þó aldrei svo að ein- verjir þeirra reyndu ekki að tefla til þrautar. Ein athygUsverðasta skák mótsins og sú sem úrslit móts- ins ultu á var milU Dolmatovs og Helga Ólafssonar, sem tefld var í næstsíðustu umferð. Dolmatov er erfiður þegar hann hefur hvítt og ætlar að vinna. Frábær byrjana- þekking og næmur stöðuskilningur gera það ekkert auöhlaupaverk að setjast gegnt honum. Skrifari þess- ara Una veit þetta af eigin reynslu - eina tapskák hans í mótinu var með svörtu í Sikileyjarvöm gegn Dolmatov. Helgi ákvað að freista ekki gæf- unnar í Sikileyjarvöminni, sem þó er helsta vopn hans. í stað þess bryddaði hann upp á spænskum leik og fetaði þar í fótspor ekki ómerkari manns en Anatolys Karpov. En hann kom ekki að tóm- um kofunum. Dolmatov hafði nýj- ung á takteinum og Helgi lenti í bölvaðri klemmu í miötaflinu. Rétt fyrir fyrstu tímamörk missti Dolmatov af vænlegum kosti og er 40 leikjum var náö var Helgi enn á lífi. Staða hans Vcir þó enn erfið. Hann var svo því sem næst búinn að jafna taflið er hann lék af sér, rétt fyrir 60. leik. Þá var gert stutt hlé á skákinni og síðan haldið áfram fram eftir nóttu - til þess að skákinni yrði Jón L. Arnason og Helgi Olafsson, tveir af tíu efstu mönnum á mótinu, fara yfir eina af skákunum i gærkvöldi. DV-mynd GVA Búnaðarbankaskákmótinu lokið: Tíu hrepptu sigurlaunin örugglega lokið fyrir lokaumferð- ina. Dolmatov átti vinningsstöðu en tók skakkan pól í hæðina. Átt- aöi sig ekki á því að þótt hann ætti manni meira í endatafli var staðan jafntefU. Sannarlega óvenjuleg jafntefhsstaða, sem minnti helst á skákþraut. Er skákin fór í biö um nóttina var útilokað fyrir Dolmatov að tefla til vinnings og um morgun- inn bauð hann svo Helga jafntefli. Hvítt: Sergei Dolmatov Svart: Helgi Ólafsson Spænskur leikur 1. e4 e5 2. Rf3 Rc6 3. Bb5 a6 4. Ba4 Rf6 5. 0-0 Be7 6. Hel b5 7. Bb3 d6 8. c3 0-0 9. h3 Bb7 10. d4 He8 11. Rbd2 Bf8 12. Bc2 Breytir frá 12. a4 h613. Bc2 exd4 14. cxd4 Rb4 15. Bbl o.s.frv. sem Jóhann og Karpov tefldu í Seattle og nú síðast Timman og Karpov í Kuala Lumpur. Eins og menn rek- ur minni til komst Karpov vel frá þeim vopnaviðskiptum. 12. - Rb813. a4 Rbd714. Bd3 exd4!? Helga fannst traustasti leikmát- inn, 14. - c6 ekki fýsilegur kostur, í ljósi þess að eftir 15. b3 g6 16. Ba3 Dc7 17. Dc2 Had8 18. Habl!? vann Dolmatov góða skák af Beljavsky nýlega (á sovéska meistaramótinu í fyrra). Skák Jón L. Árnason 15. cxd4 c5 16. axb5 axb5 17. Hxa8 Bxa8 18. dxc5!? Eftir 18. d5 c4 má svartur vel við una en þannig hafa Short og Jó- hann Hjartarson teflt. Dolmatov hefur sitthvað til málanna að leggja. 18. - Rxc5 19. Bxb5 He7 20. Rd4! Rcxe4 21. Rxe4 Rxe4 22. Be3! Dc8 23. Da4 Hc7 24. Bfl! h6?! Betra er 24. - g6 til að auka út- sýni biskupsins. Hvítur fær nú tak á stöðunni. E.t.v. má finna að áætl- un svarts í síðustu leikjum. 25. b4! Bb7 26. b5 d5 27. Rb3! Dolmatov teflir þennan þátt skákarinnar af stakri snilld. Þessi er mun sterkari en 27. b6? Hc3! með hugmyndinni aö fóma skiptamun á e3 og skjóta svo biskupnum til c5. í því tilviki ætti svartur góð gagnfæri. 27. - Rd6 28. Ra5 Ba8 29. b6 Hc2 30. Hbl Hc3 31. Bd4 Hcl 32. Hxcl Dxcl 33. Dd7 Dd2 34. Rb3 Dc2 35. Dd8 Bc6 s m 7 1 i 6 A Jl A 5 A 4 Jl 3 & A 2 m A A 1 abcdefgh 36.Ra5? Eftir 36. Bc5! ætti svartur í mikl- um erfiðleikum. Helga tekst nú að töfra fram vörn þótt tímanaumur sé. 36. - Rb7! 37. Rxb7 Bxb7 38. Db8 Dc8! 39. Dg3 Eftir drottningakaupin ætti svartur ekki í erfiðleikum með að halda sínu. En nú er staða hans enn erfið þótt þaö versta sé yfirstaðiö. 39. - Dc6 40. Bd3 Dd6 41. Dg4 g6 42. De2 Bg7 43. De8+ Df8 44. De3 Bxd4 45. Dxd4 Dd6 46. f4 Kf8 47. f5 gxf5 48. Bxf5 Ke7 49. Khl Kf8 50. Bd3 Ke7 51. Bb5 Df6 52. De3+ De6 53. Da3 + ! Kf6 Ekki 53. - Dd6 vegna 54. Da7! og vinnur. 54. Dc3+ De5 55. Dcl Kg7 56. Dc7 Dxc7 57. bxc7 Bc8 58. Kh2 Kf6 59. Kg3 Kg5? Eftir skákina kom í ljós að 59. - Ke5! heföi gefið svörtum jafntefU. Helgi var í tímahraki og tapar dýr- mætum tíma með þessum ranga kóngsleik. 60. Bd3 d4 61. Bc2 Kf6 62. Kh4 Ke5 63. Kh5 Kd6 64. Kxh6 Kxc7 65. h4 Bg4 66. h5 Be2 67. Kg5 d3 68. Bb3 d2 69. h6? Eftir þetta er skákin einungis jafntefli, þótt ótrúlegt sé. Hins veg- ar hefði 69. g4! leitt til vinnings, eins og Dolmatov sýndi fram á. Ekki gengur þá 69. - dl = D 70. Bxdl Bxdl 71. KfB! og vinnur. 69. - Bd3 70. Kf6 Bg6 71. g4 Kd6 72. g5 Þótt svartur missi biskup sinn í næstu leikjum fyrir h-peðið er stað- an jafntefli. Eitt afbrigðið er 72. Bdl Kd5 73. Kg7 Ke4 74. h7 Bxh7 75. Kxh7 f5! og báðir vekja upp drottn- ingar. 72. - Kc5 73. Kg7 Kd4 74. h7 Bxh7 75. Kxh7 Ke5 76. Kh6 Kf4 77. Bc2 Kg4 78. Bdl+ Kf4 79. Kh5 Kg3 80. Bg4 Kf2 81. Kh6 Kg3 Og jafntefli samið. Skoraði á Browne Lítum að lokum á bráðskemmti- lega skák aldursforseta mótsins, Davíðs Bronsteins, við Walter Browne úr sömu umferð. Bron- stein gerði sér lítið fyrir og skoraði Browne á hólm í eftirlætisafbrigði þess síðamefnda af Sikileyjarvörn. Bronstein hafði betur eftir byrjun- ina og spann laglega úr stöðunni. Hvítt: Davíð Bronstein Svart: Walter Browne Sikileyjarvörn 1. e4 c5 2. Rf3 d6 3. d4 cxd4 4. Rxd4 Rf6 5. Rc3 a6 6. Bg5 e6 7. f4 Be7 8. Df3 Dc7 9. 0-0-0 Rbd7 10. g4 b5 11. Bxf6 Rxf6 12. g5 Rd7 13. f5 Bxg5+ 14. Kbl Re5 15. Dh5 Dd8 16. Hgl h6 Browne hefur teflt svona margoft með svörtu mönnunum og síðasta leikinn fann hann sjálfur í nýlegri skák við landa sinn Wolff. 17. fxe6 g6 18. exf7+ Kxf7 19. De2 Kg7 20. h4!? Wolff þessi lék 20. Rd5 en eftir 20. - Hf8 21. Dg2 Ha7! komst hann lítt áleiðis og tapaði um síðir. 20.-Bxh4 21. Rf5 +! Kh7? Browne gefur sjálfur upp í skýr- ingum sínum 21. - Bxf5 22. exf5 HfB en vafalaust hefur hann óttast hugsanlega endurbót öldungsins. En leikur hans í skákinni er slakur. 22. Hxd6! Df8 23. Dh2! Bxf5 24. Dxe5 De7 25. Dxe7+ Bxe7 26. Hc6 Hhc8 27. Hb6 Hxc3 Annars fellur á g6 og svartur á slæma stöðu. 28. exf5! He3 29. Bd3 Bc5 30. Hbxg6 Hae8 31. a4! bxa4 32. f6! Hxd3 33. Hg7+ Kh8 34. Hhl! Og Browne gafst upp. -JLÁ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.