Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1990, Side 19
LAUGARDAGUR 31. MARS 1990.
19
Sviðsljós
Veronica árið 1985. Allir gláptu á
hana á ströndinni. Hún hélt að það
væri vegna þess hve hún væri grönn
og vel vaxin.
Veronica í dag. Hún er 25 ára og
53 kíló. Hún vonast til að geta yfir-
unnið sjúkdóminn með tímanum.
VíöáttunúMí
baðstrendur
Danmörkvi..
§§§fe"'
Pað angar allt og sýður af
ánægju þegar sumarið nær
hámarki í Danmörku.
Komið og finnið það sjálf.
Víðáttmiklar strendur.
Grænir skógar og engi. Og
allskonar skemmtigarðar s.s
Tivoli, Fárup Sommerland,
Legoland og Knuthenborg
Safaripark. Pað er allt að
finna í elsta konungsríki
veraldar. Og hjá Danland
býr maður með allt innan
seilingar. Rétt við bestu
baðstrendur Danmerkur.
Komið á staðinn og njótið
sumarsins.
Við hlökkum til þess að
geta boðið ykkur allt það
sem sannarlega getur talist
danskt. Hringið og fáið
sendan bækling og verðlista.
f Y HIRTSHALS
) BLOKHUS
[>\NMARKS TURISTRAD
NORRÆNA FbRÐASKRIFSTOFAN.
SMYRIl. LINE - ÍSIANI)
Laugavegur 3 Fjarðargata 8
Reykjavík SeyðisQörður
S.: 91-626362 S.: 97-21111
Danland
Megrunin varð sjúkleg:
Svelti sig
nærri í hel
Veronica Perry er 165 sm á hæö
og fyrir fimm árum vó hún aðeins
30 kíló. Hún var ekkert nema skinn
og bein þegar hún var lögð inn á
sjúkrahús í skyndi. Matarskammtur
hennar yfir einn dag var tvö epli
og sex dósir af diet kók. „Ég kom
ekki meiru niður,“ segir hún.
Foreldrar Veronicu skildu þegar
hún var tveggja ára gömul. Hún bjó
hjá móður sinni á Englandi en faðir-
inn flutti til Ástralíu. Þegar hún var
átján ára flutti hún til föður síns en
dvölin hjá honum olli henni von-
brigðum.
Stuttu seinni varð mikil truflun á
mataræði hennar. Veronica borðaði
ekki grænmeti í mörg ár en sætindi
voru þess meira á borðum. Hún fitn-
aði og eins og flestar ungar stúlkur
langaði hana að missa nokkur kíló.
„Mér gekk vel að losa mig við kílóin
og var orðin ánægð með hve grönn
ég var orðin. Ég kunni vel við mig á
ströndinni og fékk oft hrós fyrir
hversu vel vaxin ég væri. Hugsunin
var orðin sú að missa eitt kíló í við-
bót og verða enn flottari."
Veronica ákvað aö láta sér nægia
800 kaloríur á dag. Hún steig á vigt-
ina á hverjum morgni og deginum
var bjargað ef vigtin sýndi aðeins
minna en daginn áður. Ef vigtin
sýndi meira svelti hún sig enn meira
en venjulega. Þannig gekk lífið hjá
Veronicu næstu mánuði. Lífið sner-
ist í kringum vigtina og á tólf mánuð-
um missti hún einn þriðja af líkams-
þyngd sinni.
„Ég var komin niður í 30 kíló og
þegar ég gekk á ströndinni góndi fólk
á eftir mér. Sjálf hugsaði hún um það
eitt að líta stórkostlega út. Móðir
hennar fékk fréttir af dótturinni og
kom til Ástralíu og bað hana að leita
sálfræðings. Hann sagði að hún væri
með sjúkdóminn anorexíu (sjúklegt
lystarleysi). Veronica trúði því ekki.
Engu að síður var hún lögð inn á
sjúkrahús þar sem hún átti að þyngj-
ast um 1250 grömm á viku. Veronica
grét yfir þessu ranglæti. Hún var þó
komin upp í 51 kíló tveimur mánuð-
um sírar og var útskrifuð frá sjúkra-
húsinu. Hún gekk út með það fyrir
augum að létta sig aftur. Eftir sex
mánuði var hún aftur komin hiður
í 30 kíló. Hún þjáðist af næringar-
skorti og var alvarlega sjúk.
Augu hennar fóru að opnast fyrir
á hvaða stigi hún væri og ef hún leit-
aði sér ekki lækninga yrði hún dauð-
ans matur. „Ástandið var orðið
þannig að ég kom engu niður nema
vatni og kaffi. Nú vildi ég þyngjast
en gat það ekki.“ Veronica bað um
sjúkrahúsvist í þetta skiptið. Á fimm
mánuðum þyngdist hún aðeins um
fimm kíló. „Nú verður þú að bjarga
þér sjálf, við getum ekki meira gert,“
sögðu læknar við hana og hún var
útskrifuð.
Veronica fór til móður sinnar á
Englandi. Þar leitaði hún einnig til
sálfræðings sem sagði henni að ef
hún þyngdist ekki yrði hún rúmhggj-
andi áður en langt um liði. Veronica
fór á sinn eigin 1200 kaloríu kúr á
dag og tókst hægt og sígandi að ná
þeim 53 kílóum sem hún vegur í dag,
25 ára gömul.
Sjúkdómurinn þjáir hana enn. Hún
vonast til að geta komist yfir sálar-
ástand sitt með tímanum, fá áhuga á
karlmönnum og geta lifað eðlilegu
lífi. Megrunin fyrir fimm árum hefur
eyðilagt líf hennar og framtíðarvon-
ir. En hún gerir sér grein fyrir sjúk-
dómnum og hefur lært að lifa með
honum - nokkuð sem margir hafa
ekki getað og þá er ekkert nema
dauðinn sem blasir viö.
FUSADAGAR
VERÐLÆKKUN
VEGGFLÍSAR Verð frá kr. 975
GÓLFFLÍSAR Verðfrá kr. 995
rrP
XXXXXXXXXXXXXXX 1 <^>
G.Á. Böðvarsson hf.
Grensásvegi 11, sími 91 -83500 Byggingavörur
Selfossi, sími 98-21335
ngar^
nflstan hf
Stillholti 16, Akranesi,
sími 93-11799
M
METRO
Álfabakka 16,
sími 91 -670050
Bæjarhrauni 16,
Hafnarfirði, sími 91 -652466