Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1990, Síða 20
20
LAUGARDAGUR 31. MARS 1990.
Kvikmyndir
Schwarzenegger í nýj-
um framtíðarþriller
Nýjasta kvikmynd Arnold Schwarzenegger, Total Recall, er framtíð-
armynd sem gerist að miklum hluta á reikistjörnunni Mars.
Total Recall er nýjasta kvik-
mynd Arnolds Schwarzeneg-
gers. Verður hún frumsýnd
vestanhafs seinna á árinu. Þaö
sýnir hversu óhemju traust
peningamennirnir í Hollywoo-
od hafa á Schwarzenegger aö
Total Recall er búin að liggja í
nokkurn tíma án þess að nokk-
uð hafi verið gert þótt allir séu
vissir um að handritið sé'gott
og myndin komi til með að
verða vel sótt. Allir útreikning-
ar geröu aftur á móti ráð fyrir
þaö dýrri kvikmynd aö enginn
lagði í að taka áhættuna fyrr
en Schwarzenegger lýsti áhuga
sínum á að leika aðalhlutverk-
ið. Þá risu augabrúnirnar á
framleiðendum og ekkert var
til sparað, enda er lokakostnað-
urinn viö myndina sagður vera
60 milljónir dollara.
Söguþráðurinn gerist í fram-
tíðinni. Schwarzenegger leikur
Kvikmyndir
Hilmar Karlsson
Doug Quaid, sem er í góðri
vinnu og á eiginkonu sem hann
elskar og góða vini.
Eini ljóðurinn á lífi hans eru
draumfarir sem hann fær
stanslaust, draumfarir sem
ganga út á það að hann lifi öðru
lífi á Mars. Til að fá lausn á
þessu leitar hann á náðir fyrir-
tækis sem nefnist Rekall In-
corporated, fyrirtæki sem sér-
hæfir sig í að gera drauma ein-
staklingsins að veruleika.
Quaid fer í meðferð en aðgerð-
in fer úr skorðum og áður en
hann veit af er hann hundeltur
af atvinnumorðingjum sem
hafa fengið skipun um að drepa
hann.
Á ílótta sínum finnur hann
myndband eitt sem merkt er
honum. Þegar hann setur það í
myndbandstæki kemur mynd
af honum á skjáinn og rödd
hans segir: „Vertu viðbúinn
miklum fréttum. Þú ert ekki þú
heldur ég.“ Er þetta allt draum-
ur eða veruleiki? Um það snýst
dæmið fyrir Quaid. Hvað sem
því líður fmnur hann aö lausn
veröur ekki fundin nema hann
fari til Mars.
Paul Verhoeven
Leikstjóri er Paul Verhoeven
og þeir sem sáu RoboCop er
ljóst að honum er vel treystandi
til að koma þessum ílókna sögu-
þræði til skila. Verhoeven er
hollenskur og fæddist í Amst-
erdam. Hann eyddi sínum
fyrstu árum sem kvikmynda-
gerðarmaður í hollenska sjón-
varpinu.
Alþjóðlega frægð hlaut hann
meö kvikmyndinni Turkish
Delight sem tilnefnd var til
óskarsverðlauna sem besta er-
lenda kvikmyndin. Síðan komu
Keetje Tippel og Soldier of Or-
ange sem var tilnefnd til Golden
Glope verðlaunanna í Banda-
ríkjunum. Hann hélt áfram í
heimalandi sínu og kórónaði
verk sín þar meö Fjóröi maöur-
inn sem fékk fjölda alþjóðlegra
verölauna, meðal annars var
myndin kosin besta kvikmynd
af gagnrýnendum í Los Ange-
les.
Nú var komin röðin að
Bandaríkjunum. Hans fyrsta
kvikmynd þar var Flesh and
Blood sem gerðist á miðöldum
og var blóðug saga um valda-
baráttu og ástríður. Aðalhlut-
verkið lék hollenski leikarinn
Rutger Hauer sem hafði einmitt
hlotið alþjóðlega frægð í mynd-
um Verhoevens. Flesh and Blo-
od vakti athygli og fékk ágæta
dóma en áhorfendur létu sig
vanta.
Áhorfendur létu sig ekki
vanta á næstu kvikmynd Ver-
hoevens, RoboCop, sem vakti
mikla athygli og varð mjög vin-
sæl. RoboCop er framtíðar-
mynd um lögregluþjón sem
drepinn er af glæpamönnum,
„lífgaður" við og gerður að
óvinnandi „vélmanni".
Verhoeven virðist kunna vel
við að leikstýra framtíðar-
myndum. Alla vega hafa engar
fréttir borist um aö hann hafi í
hyggju að snúa sér aö raunsæj-
um kvikmyndum aftur.
-HK
Góðir gestir á franskri kvikmyndahátíð
I dag hefst í Regnboganum
frönsk kvikmyndavika. Verða
sýndar átta úrvalskvikmyndir,
flestar nýlegar. í tilefni kvik-
myndavikunnar heimsækja
okkur þrír gestir, þekkt nöfn
úr frönskum kvikmyndaheimi,
tveir leikstjórar og ein leik-
kona.
Leikkonan er Annie Girardot,
sem er fædd 1931. Hún er ein-
hver virtasta leikkona Frakka
nú og hefur hlotiö fjölda viður-
kenninga fyrir leik sinn. Hún
fékk gullpálmann í Feneyjum
1965 fyrir leik sinn í Trois
Chambres a Manhattan og Ces-
ar verðlaunin frönsku fyrir leik
sinn í Docteur Francoise Gail-
land. Hún hefur leikið fyrir
marga af fremstu leikstjórum
Frakka. Girardot kemur hér til
að vera viðstödd frumsýningu
á Ástargamanleikur (Comédie
d’amour) sem er nýjasta kvik-
mynd hennar.
Meö henni kemur leikstjóri
myndarinnar, Jean-Pierre
Rawson. Hann er fæddur 1936.
Hann gerði sína fyrstu kvik-
mynd í fullri lengd 1972 en hafði
áður gert margar stuttmyndir.
Rawson var búinn að bíða lengi
eftir tækifæri til að gera Ástar-
gamanleik.
Þriðji gesturinn sem kemur
er franski leikstjórinn Alain
Jessua. Hann kemur til að vera
við frumsýningu myndar
sinnar í mesta sakleysi (En tout
innocence).
Jessua byrjaði feril sinn sem
aðstoðarmaður hjá nokkrum af
bestu leikstjórum Frakka, má
þar nefna Jaques Becker, Marc-
el Ophuls, Marcel Carné og
Yves Allegret. Jessua var verð-
launaður fyrir sína fyrstu stutt-
mynd, en það er ekki fyrr en
1963 að hann gerir fyrstu kvik-
myndina í fullri lengd. Hann er
meðal þekktustu leikstjóra
Frakka, leikstýrir ekki mörgum
myndum, en ávallt þegar koma
nýjar kvikmyndir frá honum
vekja þær mikla athygli.
-HK
Franski leikstjórinn Alain Jessua.
ROBERT REDFORD er leikari sem leikur
ekki í hvaða mynd sem er. Staðreyndin er
sú aö hann leikur ekki í nema einni mynd
á tveggja ára fresti. Hann hefur nú nýlokið
við aö leika í Havana sem leikstýrð er af
uppáhaldsleikstjóra hans, Sidney Pollack.
Mynd þessi er rómantiskur þriller sem ger-
ist á síðustu dögum Batista. Leikur Redford
mann sem lætur reka fyrir vindi eins og
sagt er. í því stríðsástandi sem einkennir
Havana hittir hann unga konu sem gift er
uppreisnarforingja. Þau heillast hvort af
öðru en vandamálin eru mörg. Gerist mynd-
in á sjö dögum, síðustu dögum Batista-
stjórnarinnar. Meðleikarar Redfords eru
Lena Olin, sem er á góðri leið meö að verða
næsta sænska stórstirnið í kvikmyndum,
og Raul Julia. Hugmyndin aö Havana er
ekki nýtilkomin. Handritið er búðíð að
velkjast um í kvikmyndaverum í Hollywood
ailt frá því 1978 þegar það var gert lýðum
ljóst að Jane Fonda og Jack Nicholson
myndu leika aðalhlutverkin í myndinni. Sú
varð þó aldrei raunin.
* * *
JAMES CAAN telur sig hafa verið í mikilli
lægð undanfarin ár. Koma bæði til persónu-
leg vandamál og litiö úrval handrita sem
honum hafa borist. Hann er nú fullur bjart-
sýiri á að næsta kvikmynd hans, Misery,
komi honum á rétta braut. Misery er gerð
eftir metsölubók Stephen Kings sem komið
hefur út i íslenskri þýðingu undir nafninu
Eymd. Leikstjóri verður Rob Reiner sem er
ekki alveg ókunnur verkum Kings því hann
leikstýrði Stand By Me sem var gerð eftir
einni sögu Kings. Ekki var Caan sá fyrsti
sem framleiðendur vildu í hlutverk ritliöf-
undarins sem slasast í bílslysi og er bjargaö
af konu einni sem heldur honum á heimili
sínu gegn vilja hans. Það var Warren Beatty
sem fékk fyrstur boð um hlutverkið en þeg-
ar hvorki var hægt að fá já eða nei frá hon-
um í nokkra mánuði var leitaö til Caan sem
tók hlutverkinu fegins hendi. „Ég var á leið
til ítah'u til að leika í einhverri ruslmynd
þegar kallið kom,“ segir Caan. Aðrir leikar-
ar í Misery eru Lauren Bacall, Kathy Bates
og Richard Famsworth.
* * *
BRUNO GANZ, þýski leikarinn góðkunni
sem heimsótti okkur á síðustu kvikmynda-
hátið til aö vera viðstaddur sýningu á Him-
mel úber Berlin, er nýbúinn að leika í kvik-
mynd sem er leikin á ensku. Er það Strap-
less sem leikstýrð er af hinum eftirtektar-
verða breska leikstjóra, David Hare. Þetta
er rómantísk kvikmynd með „slæmurn"
endi. Bruno Ganz leikur dularfullan mann
sem verður á vegi læknis eins sem Blair
Brown leikur. Önnur stór hlutverk í mynd-
inni eru í höndum Bridget Fonda og Alan
Howard.
★ * ★
BRUCE WILLIS situr heima hjá sér þessa
dagana og telur alla þá dollara sem hann
fékk fyrir að tala hlutverk bams í myndinni
Look Who’s Talking sem Stjörnubíó mun
bráðlega taka tii sýninga. í raun getur þessi
saga aðeins gerst í Hollywood. Aðstandend-
ur myndarinnar vildu ólmir fá afnot af rödd
Willis. Hann var tregur en jánkaði loks.
Hann neitaði aftur á móti aö taka laun, að-
eins prósentur. Willis vann i fjóra daga viö
að tala inn á myndina. Svo geröust ósköpin.
Strax eftir frumsýningu þótti ljóst að mynd-
in yrði óhemjuvinsæl. Aðstandendurmynd-
arinnar urðu auðvitað óhemjuglaðir enbro-
sið stirðnaði á þeim þegar farið var að
reikna út laun Willis. Look Who’s Talking
er nú búin að raka inn 130 milljónum dollur-
um og laun Willis fyrir íjóra daga eru hvorki
meira né minna en 10 milljónir dollara. Og
reyni nú hver sem er aö reikna tímakaup
hans í íslenskum krónum.
★ ★ ★
MICHAEL KEATON er sjálfsagt á hátindi
ferils síns hvað vinsældir snertir. Hann get-
ur valið úr hundruðum kvikmyndahand-
rita. Samt valdi liann aukahlutverk i Pacific
Heights sem sitt næsta verk. Ástæðan er sú,
að hans sögn, að hann vildi breyta til, hætta
að leika „góða drenginn“ og leika einhvern
virkilega slæman. Leikur hann hálfgeðveik-
an leigjanda sem hefur uppi skuggaleg
áform um að drepa húseigandann sem hann
leigir hjá. Það er John Schlesinger sem leik-
stýrir en aðalhlutverkiö leikur Melanie
Griffith.