Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1990, Page 21

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1990, Page 21
LAUGARDAGUR 31. MARS 1990. 21 dv_____________________________________________Vísnaþáttur Það ber þó til ég segi satt Ég tel affarasælast, áður en ég sný mér að efni þessa þáttar, að koma eftirfarandi leiðréttingu á framfæri: Síðasa vísa í þættinum laugardaginn 24. febr. er eftir Stef- án (ekki Sigfús) Eiríksson á Akur- eyri. Rétt er hún þannig: Víst kaus ég ungur að vaða reykinn, vizkan hjá dyrum beið. Vonir mínar og veruleikinn völdu hvort sína leið. „Sannleikurinn er sagna beztur" er orðtak sem flestir kannast viö en fæstir fara eftir. Hugsið ykkur hvað geröist ef fólk tæki allt í einu upp á því að segja alltaf sannleik- ann. Ég las endur fyrir löngu sögu um mann sem veðjaði við félaga sinn að hann skyldi segja sannleik- ann í einn dag. Taldi það engum vandkvæðum bundið. Hann vann veðmálið en það kostaði hann vinn- una. Unnustan sagði honum upp og vinir hans snerust gegn honum. Ætli það færi ekki á þann veg fyrir flestmn. Hreinskilni getur veriö hættuleg, jafnvel þótt hún sé blönd- uð gamansemi. Mörgum hættir til að bæta aöeins við sannleikann og við hverja viðbót minnkar hann. Því eldri sem maðurinn verður þess hraðar hljóp hann þegar hann var strákur. Meðalhófiö í þessum efnum er vandratað. Jón Rafnsson kvað svo: Þröngt í búi orðið er, öfugt snúið fíestu. Þráfalt trúað, því er ver, þeim sem ljúga mestu. En það taka ekki allir lygina góða og gilda. Ólafur Briem, bóndi og trésmiður á Grund í Eyjaflrði, orti: Enginn þarf að ætla sér upp á nokkurn máta, fyrir satt aö segja mér, sem ég veit að lygi er. Sumum fallast hreinlega hendur, eins og þeim sem kvað eftirfarandi stöku: Rekur mig í rogastanz, reyni ekki að trúa, því að allir andskotans útsendarar ljúga. En það er ekki aldeilis sama hvernig er logið, samanber vísu Indriða Þórkelssonar á Fjalli: Torfi Jónsson Af því gátu galtóm rök gullvæg sýnzt hjá honum. Vann hann fuUa frágangssök framar öllum vonum. Þeir eru tíl sem reynist hrein of- raun að segja sannleikann ef marka má eftirfarandi stöku um Kela Færeying eftir Jón Þorsteins- son: Það ber þó tU ég segi satt, samt þó kunni að ljúga. En úr honum Kela aldrei datt orð sem mátti trúa. Og ekki hefur ástandið verið betra hjá þeim sem svo var um kveðið: Sigurjón hefur geðið glatt, glapinn er hann fógrum konum. Þó hann reyni að segja satt má sjálfur andskotinn trúa hon- um. Þó tekur stundum út yfir hvað menn geta verið ómerkilegir: Þar fannst engin ærleg taug. Yfir vegferð stranga, hann laug og sveik og sveik og laug. Svona var hans ganga. Og ekki spiUir það að þekkja krókaleiðir laganna þegar á þarf að halda. Það hefur Bjarni Jónsson AÐALFUNDUR Aðalfundur Félags starfsfólks í veitingahúsum verður haldinn mánudaginn 2. apríl 1990 kl. 15 í Ingólfsbæ, Ingólfstræti 5. Dagskrá: v.enjuleg aðalfundarstörf. Stjórnin frá Gröf, úrsmiður á Akureyri, gert sér ljóst þegar hann kvað: Lögin heimta mat á mat, miklu tekst að ljúga.' Það er á þeim gat við gat sem gæðingamir smjúga. Jóhannes Guömundsson á Húsa- vík orti um mann sem honum fannst vera kominn út á hálar brautir í útvarpsumræðum: Einhver menntun er í því, einnig gáfnaskíma, að ljúga hverju orði í aUt að klukkutíma. Guðmundur Guðmundsson, bóndi í Berufirði eystra, kveður svo: Stormasamt við Skuldasker, skammt á milli brota. Lygina fyrir lífakker læra menn þar að nota. Eftirfarandi mannlýsing er eftir Jónatan Jakobsson: Sig úr hverjum vanda vatt, ' vék til hhðar réttlætinu. Stundum reyndar sagði satt, sýnu oftar brá þó hinu. Borgfirðingurinn Guðmundur Jónsson tekur öllu dýpra í árinni: Margur lastaveginn velur, vex oft af því slæmur kur, einn er lyginn, annar stelur og hinn þriðji er kjöftugur. Afleiðingarnar gætu orðiö eitt- hvað líkar því sem Þórarinn Bjarnason frá Björnólfsstööum í A.-Hún. lýsir í stöku sinni: Æran glatast ýtum hjá í því Satans vígi, þar sem matað allt er á öfund, hatri og lygi. En þrátt fyrir allt er gott að vera bjartsýnn og taka undir með Árna G. Eylands: Lygin víða leiðir bagar, Uggur í götu margur steinn. Síðar koma sumir dagar, sannleikurinn gildir einn. Torfi Jónsson TENS3Í ’90 hljómtækjalínan Fermingargjöf - framtíðareign Verð 29.349,- stgr. SJÓNVARPSMIÐSTÖÐIN Síðumúla 2, sími 68 90 90 TENSAICOMPO 95 * Útvarp (FM/MW/LW) 2« minni. * Magnari 40 W músík * Kassettutæki tvöfalt * Equalizer 2x3 banda * Plötuspilari hálfsj álfvirkur * Geislaspilari * Fjarstýring Stem 82 hátalarar 70 W músík. Verð 48.204,- stgr. TENSAI COMPO 90 * Útvarp (FM/MW/LW) 20 minni. * Magnari 40 W músík * Kassettutæki tvöfalt * Equalizer 2x3 banda * Plötuspilari hálfsjálfvirkur * Fjarstýring Stem 82 hátalarar 70 W músík. r. UNCOLN I NORWEL Rafsuðuheimurinn í tveimur orðum Ameríska stórfyrirtækið Lincoln og evrópska Norweld samsteypan sameinuðu krafta sína 1989. Sameining þessara risa í rafsuðuiðnaðinum þýðir einfaldlega að við í Sindra-Stáli erum nú enn betur í stakk búnir til að þjóna viðskiptavinum með allt er snertir rafsuðu og plasmaskurð. Það þarf bara að muna tvö orð: Lincoln Norweld. sindra/ovSTálhf BORGARTÚNI 31 • SlMAR: 627222 - 21684

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.