Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1990, Qupperneq 22
22
LAUGARDAGUR 31. MARS 1990.
Helgarpopp
öðlast tónlistin gildi
Sinéad O'Connor vinnur sigra með nýrri plötu
Guð gefi mér æðruleysi
til að sætta mig við það
sem ég fæ ekki breytt.
Kjark til aö breyta því
sem ég get breytt.
Og vit til að greina þar á milli.
Á þessum oröum æðruleysis-
bænarinnar hefst önnur plata
írsku söngkonunnar Sinéad O’C-
onnor. Þessi fyrrverandi vand-
ræðahnáta, sem eyddi hluta af
unglingsárum sínum á upptöku-
heimili, hefur nú fengið gæfuna í
hð með sér og saman vinna þær
stöllur sæta sigra. Frumburður
Sinéad O’Connor, The Lion and the
Cobra, sem var útgefin árið 1987
beindi kastljósi poppskríbenta að
þessari smávöxnu, sköllóttu og
snareygöu írsku stelpu. Henni var
hampaö sem athyghsverðasta ný-
Uöa téðs árs og helstu von kvenna-
poppsins. í annari viku nýhafins
árs kættust fjölmargir aðdáendur
Sinéad en þá sendi hún á markað
fyrstu afurö sína í tæp tvö ár. Ekki
var smíöin þó aö öUu leyti úr hug-
arfylgsnum írans því aö hér var
um gamalt lag úr smiöju Prince að
ræða. Sinéad hafði heyrt lagið á
plötu hljómsveitarinnar The Fam-
Uy sem ættuð er frá MinneapoUs
fylki Bandaríkjanna, seint á árinu
1986 og strax orðið skotin í því með
fyrrgreindum afleiöingum. Skot-
held lagasmíð Prince og mögnuð
meðhöndlan Sinéad O’Connor
(fiutningur + útsetning) hefur faU-
ið rokkunnendum vel í geð og lagið
hefur farið sigurfor um heiminn á
undanfomum vikum. Nothing
compares 2 U var í mánuð í efsta
sæti vinsældalistans í Englandi og
í síðustu viku var lagið í efsta sæti
vinsældaUstana í Þýskalandi, HoU-
andi og Ástralíu svo dæmi séu tek-
in.
Lagið hefur einnig náð eyrum
Bandaríkjamanna og var í síðustu
viku í 33. sæti BUboard-Ustans í
sinni annarri viku á lista en það
er árangur sem stórstjömur á borð
við Michael Jackson og Bmce
Springsteen væru fuUsæmdar af.
Nothing Compares 2 U undirbjó þvi
jarðveginn vendUega fyrir útkomu
breiðskífunnar I do not want what
I havent got.
Eftirvænting þeirra sem þegar
höfðu beðið misserin mörg jókst
um aUan helming og aðrir sem ekki
höfðu heyrt tónUstarmannsins get-
ið fengu áhuga á frekari kynnum.
Þannig jókst sala á fyrri plötu Siné-
ad O’Connor, The Lion and the
Cobra, það mikið í febrúarmánuði
sl. að platan fór inn á topp 40 breiö-
skífuUstans í Bretlandi tveimur og
hálfu ári eftir útkomu.
Loksins
Þann 12. mars sl. kom loks I do
not want what I havent got fyrir
augu og eyru almennings og er
óhætt að segja að gripurinn standi
undir þeim væntingum sem uppi
vom (það er altént reynsla undir-
ritaðs). Hér er á ferð ein af þeim
Umsjón:
Snorri Már Skúlason
plötum sem vonUtið er aö lýsa með
orðum, en slíkt vandamál er gjam-
an samnefnari áheyrilegustu af-
urða rokksins á hverjum tíma. Hér
skal þó farið nokkrum orðum um
plötuna en sá ljóður er á slíkri
umfjöllun að þrátt fyrir að grannt
hafi verið hlustað á I do not want
what I havent got, þá hefur undir-
rituðum gengið treglega að finna
galla á grip.
Lofrulla
Sinéad O’Connor hefur afrekað
ljóðræna plötu með sinfónísku
ívafi. Þannig er allt yfirbragð I do
not want what I havent got fremur
rólegt og einfalt, hljóðfæraleikur
fábreyttur en hnitmiðaður. Tals-
vert ber á gmnnhljóðfæmm rokks-
ins, trommum, bassa og gítar en
áhrif og vídd tónlistarinnar em
aukin meö vönduðum strengja út-
setningum þar sem ekkert er of eöa
van. Þegar engilþýð rödd söng-
konunnar er sett fram fyrir allt
þetta nálgast hljómkviðan full-
komnun. Textar plötunnar fjalla
flestir um tilfmningar, brostna ást
og óréttlæti í samfélaginu. Þannig
má með réttu segja að tónlistin
öðhst gildi þegar litið er í djúpblá
augu söngkonunnar sem umslag
plötunnar skartar, því greinilegt
er að eigin reynsla Uggur til grund-
vallar í textagerðinni.
Þijú lög skera sig nokkuð úr
heildarmynd plötunnar. Þar skal
fyrst nefna Jump in the river, lag
með þungan en þéttan botn þar sem
rífandi gítarleikur Sinéad O’Conn-
or og smekklegur bassaleikur
Andy Rourke (áður í Smiths) fara
mikinn. Þetta lag minnir nokk á
Jesus and Mary Chain og þá má
sjá hve langt Sinéad getur farið frá
sinfónískum ljóðlínum án þess að
gæðum tónlistarinnar hraki. Sine-
ad syngur reynslusögu í skemmti-
legu rokklagi, Nýju fötin keisarans
og þriðja lagið, sem stingur í stúf,
er byggt á gömlu keltnesku þjóð-
kvæði. Umrætt lag ber titiUnn I am
streched on your grave en i því
nálgast Sinéad þá sögu og fortíð,
sem kvæðið geymir, á heldur
óvenjulegan hátt. Botninn í laginu
er einfaldur trommuheilataktur
studdur bassaleik. Raunar eru
þessi tvö hljóöfæri í aðalhlutverk-
um og er útkoman hip hop-kenndur
ljóðasöngur, þar sem fiðluleikur í
enda lagsins undirstrikar hver
uppruni þess er. Athygli vekur fjöl-
hæfni Sinéad O’Connor sem tón-
listarmanns á þessari nýju plötu.
Auk þess aö semja níu af tíu lögum
plötunnar, spilar hún á gítara,
hljómborð og sér um áslátt á stöku
stað. Það er hins vegar í útsetning-
um sem hún vinnur stæstu sigr-
ana, en þær eru á köflum hreint
frábærar. Söngkonan hefur greini-
lega næmt eyra fyrir því hvaða
umgjörð hentar rödd hennar best
og í hvaða ljósi hennar fær best
notið. Strengjaútsetningarnar eru
sérstaklega smekklegar. Annars er
með I do not want what I havent
got eins og fallegt málverk, hver
og einn veröur upplifa sjálfur þá
fegurð sem býr í verkinu. Að mati
undirritaðs er hér á ferðinni besta
plata sem rokkiö hefur ahð af sér
það sem af er ári. Nothing compar-
es 2 it.