Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1990, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1990, Side 24
24 LAUGARDAGUR .31. MARS 1990. „Ég get ekki neitað því að þessi uppgangur minn hefur komið mörg- um eldri starfsmönnum á óvart og það er ekki laust við að ég finni fyrir öfund. Ég leiði það hjá mér og um- gengst alla starfsmenn jafnt, hvort sem það eru lagermenn eða yfir- menn,“ sagði Ólafur Jóhann Ólafs- son, 27 ára gamall, aðstoðarforstjóri Sony verksmiðjanna í Bandaríkjun- um og rithöfundur, er helgarblaðiö heimsótti hann í New York. Raunar fór viðtalið fram á 107. hæð í World Trade Center yflr ljúffengum málsverði og undurfögru útsýni yfir stórborgina. Það átti vel við að ræða við Ólaf Jóhann á toppnum svo vel hefur honum vegnað í Ameríkunni. Ólafur Jóhann dúxaði svo rækilega í Menntaskólanum í Reykjavík árið 1982 að enginn hefur ennþá náð að slá honum við. Það var Guðni rektor sem átti hugmyndina að því að Ólafur færi til Bandaríkjanna til frekara náms. „Þegar ég var í sjötta bekk í menntó kailaði Guðni rektor í mig og sagði mér frá skóla í Boston sem nokkrir MR-ingar höfðu farið í tii framhalds- náms. Guöni hafði sótt um fyrir einn nemanda á ári og bauð mér slíkt hið sama. Ég haföi ekki hugsað mér þá að fara til Bandaríkjanna. Var reynd- ar ekki ákveðinn hvað mig langaði að gera veturinn eftir svo ég sló til. Eftir umhugsun valdi ég mér eðlis- fræði til að gera eitthvað," segir Ólaf- ur hæverskur. Dúxaði tyívegis Ekki var nóg með að Ólafur dúxaði í MR, hann dúxaði einnig í Boston. „Það er alyeg voðalegt að fá þennan dúxstimpil á sig,“ segir hann. „Þjóö- sagan segir að flestir sem dúxi verði ruglaðir eða skrítnir á einhvern hátt,“ heldur hann áfram og hlær. „Sá árgangur sem ég útskrifaðist úr var mjög góður, skemmtilegur bekkur og margir með fínar einkunn- ir. Allnokkrir með vel yfir 9,40 enda góðir kennarar í MR. Mér var boðinn styrkur, þeir borguðu skólagjöld, fæði og húsnæði þannig að mér leist vel á þetta." Ólafur Jóhann segist alltaf hafa haft gaman af vísindum en eðlis- fræðina valdi hann einungis að gamni sínu. „Ég hafði meiri áhuga á 1 bókmenntum og listum en var búinn að lesa svo mikið af bókmenntum að mér fannst ég ekkert græða á há- skólanámi í því fagi. Eðlisfræðin fannst mér spennandi sem grund- vallarvísindi en ég ætlaði mér aldrei að starfa sem eðlisfræðingur. Eftir að ég lauk náminu ýttu prófessorar mínir mjög á mig að halda áfram og klára doktorsnámið. Ég var hins veg- ar búinn að fá nóg, að mér fannst á þeim tíma, og langaði mikið til að setjast niður og skrifa bók. Ég hafði lengi dundað við skriftir en það fór allt í skúffuna. Á þessum tíma fór mig að langa að setja eitthvað á prent," segir Ólafur ennfremur. Beið eftir atvinnu- leyfi og skrifaði bók Að mati Ólafs fór allt ágætlega með áætlanir hans. „í gegnum prófessor- inn minn kynntist ég manni sem heit- ir Michael Schulhof, sem er núver- andi forstjóri Sony í Bandaríkjunum. Hann er einnig eðlisfræðingur og hafði sama prófessor og ég á sínum tíma. Þessi maður bauð mér starf hjá Sony sem ég þáöi. Ég fór heim og beið eftir atvinnuleyfi og skrifaði bók á meðan. Það voru smásögur, Níu lyklar, sem komu út 1986 en það sama ár komum við hingað út,“ segir Ólaf- ur Jóhann. Eiginkona hans er Anna Ólafsdóttir, 26 ára, en hún hefur kennt Ameríkönum eróbikk, fyrst í Kaliforníu og nú í New York. „Ég byrjaði að vinna hjá Sony í Kaliforníu.. Reyndar hafði ég verið í stöðugu símsambandi við þá þann tíma sem ég beið eftir atvinnuleyfi. Nokkrum sinnum flaug ég hingað en annars vissi ég ósköp lítið hvað ég var að taka að mér. í fyrstunni starf- aði ég við að líta á þá tækni sem Sony hafði yfir að búa og gera tillögur að tækjum sem hægt væri að búa tíl. Starfssviðið var kallað sérfræðingur í rannsóknum. í því starfi var ég nokkra mánuði. Ég verð að viður- kenna aö ég þekkti ekki mikið inn á Verð aldrei uppstoppaður bisnesskarl - segir Ólafur Jóhann Ólafsson, aðstoðarforstjóri Sony í Bandaríkjiinum Ólafur Jóhann ásamt eiginkonu sinni, Önnu Ólafsdóttur. Hún hefur kennt Ameríkönum eróbikk meðan eiginmaðurinn bjargar viðskiptamálum. DV-myndir ELA amerískan eöa japanskan fyrirtækja- rekstur í upphafi. Þetta kom þó fljótt," segir Ólafur Jóhann. Starfaði í hátækninni Flestir setja samasemmerki milli hljómtækja, sjónvarpstækja og Sony fyrirtækisins en Ólafur Jóhann var hins vegar aö vinna við tæknimálin, tölvur og hluti í tölvur. „Sony fram- leiðir meirihlutann í flestar þær tölv- ur sem eru á markaðnum, t.d. Mac- hintosh og IBM, þó þeirra nafn komi þar hvergi fram. Þessi hlutdeild Sony í tölvumarkaðnum nemur tveimur milljörðum Bandaríkjadala á ári. Heima á íslandi er Sony nafnið kannski ekki stórt en í könnun á þekktustu vörumerkjum, sem gerö var hér í Bandaríkjunum á síðasta ári, voru IMB, Coca Cola og Sony í efstu sætunum." Skrifstofur Sony sem Ólafur Jó- hann byrjaði að vinna fyrir voru staðsettar í San Fransisco en hann hafði auk þess aðgang að rannsókn- arstofunum sem ílestar eru í Japan. „Ég hef mikið verið í Kalifomiu und- anfarið og verð á næstunni vegna mikilla skipulagsbreytinga sem nú eiga sér stað hjá fyrirtækinu. Ég er að flytja margar deildir, t.d. frá Colo- rado, New Jersey og Los Angeles yfir til San Fransisco. Staðurinn þar sem Sony er staðsett er kallað Kísildalur og er helsta hátæknisvæði Banda- ríkjanna." Ólafur Jóhann segir að fyrsta verk- efni hans hafi verið þægilegt að því leyti að hann kynntist vel öllum inn- viðum fyrirtækisins og ýmsum deild- um þess. „Sony veltir tuttugu mill- jörðum dollara á ári sem í dag eru tuttugufóld fjárlög íslenska ríkisins." Fór hratt upp Hann segir að ráðgjafastarfiö hafi meðál annars falið í sér ákvarðanir um kaup og sölu á fyrirtækjum. „Ég var aðeins nokkra mánuði í því starfi en þá tók ég að mér að stjórna deild með hátækni í sambandi við tölvur. Þar var ég í stuttan tíma en fór síðan að reka fyrirtæki Sony í tölvuiðnað- inum. í þeirri deild hafði ég umsjón með geisladiskum fyrir tölvur. Smám saman jukust umsvifm og ég fór að hafa umsjón með rannsóknarstofum víös vegar um Bandaríkin. Allt leiddi þetta hvað af öðru og ég fór að vinna mikið fyrir forstjóra Sony í fyrir- tækjakaupum og samningum við fyr- irtæki. Fyrsta fyrirtækið sem Sony keypti var hljómplötuútgáfan CBS. Síðan komu smærri fyrirtæki, svona hundrað, hundrað og fimmtíu milljón dollara fyrirtæki. Þetta voru alls kyns fyrirtæki m.a. eitt sem framleið- ir kísilflögur og annað sem framleiðir sjónvarps- og útvarpstæki í flugvélar. Síðan létu þeir mig reka fyrirtæki sem nefnist Sony Video Shopper sem þeir keyptu til að eignast videorétt á myndum frá stórfyrirtækjunum og til að læra á viðskiptin áður en þeir eignuðust Colombia kvikmyndaver- ið. Nú er verið að selja þetta fyrir- tæki. Kaupin á Colombia eru stærstu kaup Sony í Bandaríkjunum.“ Michael Schulhof, forstjóri Sony, sér um allt framtíðarskipulag fyrir- tækisins og ég starfa fyrir hann. Ég flutti til New York til að vera í betra sambandi við umheiminn. Ég er með menn sem reka tölvudeildina í Kali- forniu, þeir heyra undir mig, en sjá um allan daglegan rekstur.“ Óvænt forstjórastaða Þau Ólafur Jóhann og Anna fluttu til New York í september sl. en áður hafði hann búið meira eða minna á hótelum í New York. Þann 1. mars sl. var Ólafi Jóhanni boðin staða að- stoðarforstjóra fyrirtækisins. „Jú, ætli ég sé ekki langyngsti forstjórinn en þegar menn skjótast svona hratt upp falla þeir bara mun hraðar nið- ur,“ segir Ólafur Jóhann. Hann segir að peningar hafi aldrei skipt sig neinu máli og hann hafi ekki tekið við starfinu þeirra vegna. „Þetta er vel launað en það réð ekki úrslitum,“ segir Ólafur Jóhann. Á einni viku fær hann á bilinu fimmtíu til sextíu tilboð frá banda- rískum fyrirtækjum sem vilja láta kaupa sig. „Mörg þeirra eru í ein- hvers konar tækni. Mitt er síðan að meta hvort kaupin borgi sig. Ég tek ákvarðanir en endanlegt vald er auð- vitað í höndum forstjórans." Ólafur Jóhann segist aldrei vera smeykur um að gera vitleysu. „Það þýðir ekkert að hafa áhyggjur af slíku, þá kæmi maður engu í verk,“ segir hann. „Maður reynir bara að gera sitt besta en allir geta gert mis- tök, ég reyni bara að gera færri mis- tök en aðrir." Daglega þarf Ólafur Jóhann að vera í sambandi við aðalskrifstofur í Jap- an, hvort sem það er í gegnum síma, fax eða að fara á fundi þar. Hann segist ekki hafa tölu á hversu oft hann. hafi farið til Japans en lætur næga aö segja: Alltof oft. „Það er erfitt að fara yfir, langt flug, margir fundir og ekki síst mikið skemmtana- líf á Japönum." Margir meðalmenn Þessa mánuðina er mjög mikið að gerast innan veggja Sony fyrirtækis- ins. Miklar endurskipulagningar eiga sér stað og Ólafur Jóhann segist hafa í mörgu að snúast. „Á meðan á þessu stendur gerir maður lítið annað en að vinna,“ segir hann. „Þetta er ákveðin hagræðing sem er í gangi. Sumar deildir byrjuðu smátt en hafa þanist út. Við erum að reyna að skipta deildum upp í sjálfstæðar ein- ingar og láta þær standa undir sér sjálfar. Í leiðinni minnkum við alla skriffinnsku og annað slíkt. Þetta er mjög góð þróun sem hefði átt að ger- ast fyrr.“ Ólafur Jóhann segir að það sé mik- ið af meðalmönnum í bandaríska fiármálaheiminum og það hafi kannski komið honum á óvart. „Margir menn hafa komist mjög langt án þess að vera heilsteyptir eða neitt sérstaklega klárir heldur," segir hann. Sjálfur segist hann hafa verið algjörlega ómótaður þegar hann lauk námi.“ Þar sem Ólafur Jóhann verður mikið á flakki milli New York og Kaliforniu næstu mánuöi hafa þau hjónin ákveðið að taka sér íbúð á leigu þar einnig. Anna kann betur við sig í Kaliforníu, þar sem hún hafði eignast marga vini, og Ólafur segir að hún geti ráðið á hvorum staðnum hún búi. „Ég verð hvort eð er til skiptis hér í New York og í Kalifomíu næstu mánuði," segir hann. Skammsýni helsta meinsemdin í sland á hug þeirra líka og þau segja engin jól vera nema heima. „Ég fer alltaf í rjúpurnar hennar mömmu og hangikjötið," segir Ólafur. „Auk þess reyni ég að skreppa heim á tveggja mánaða fresti.“ Ólafur segir að Skandinavía og þar með ísland séu lítið dæmi fyrir Sony. „Þeir mættu standa sig betur heima," segir hann. „Heima selja þeir vörur frá helsta samkeppnisaðila Sony í sömu verslun, Panasonic. Markaður- inn er bara svo lítill þannig að það er skiljanlegt." Bandaríski fiármálaheimurinn er harður. Ólafur segist standa utan við þann heim. „Það borgar sig ekki að vera samtvinnaður honum. Það eru svo miklar sviptingar í þessum heimi og ef maður ætlaði að láta hjartað slá í takt við Wall Street þá lifði maður nú ekki lengi. Meginmismunur á jap- önskum og bandarískum fyrirtækj- um er sá að bandarísk fyrirtæki þurfa að gera skil á þriggja mánaða fresti á veltu og hagnaði sem veldur því að menn hér er of skammsýnir, hugsa ekki til lengri tíma. Japanir hugsa hins vegar lengra fram í tím- ann og þess vegna eru þeir jafnsterk- ir og raun ber vitni. Japanir eru til í að láta deildir tapa peningum í nokk- ur ár ef þeir trúa því að peningarnir skili sér síðar. Helsta meinsemd í amerísku viðskiptalífi er skammsýni. Það er mikið talað um að Japanir séu að yfirtaka amerískt viðskiptalíf en Ameríkumenn eru ríkasta þjóðin ennþá og það er margt gott hérna. Háskólar í Bandaríkjunum eru til dæmis mjög góðir,“ segir Ólafur Jó- hann. Óþolinmæði helsti kosturinn Skjótur frami Ólafs Jóhanns hjá Sony fyrirtækinu hefur komið mörg- um á óvart. Hann segist aldrei hugsa um þannig hluti og hann hafi ekkert sóst eftir þessum óvænta frama. Þó þarf vissan metnað. „Maður verður að vera tilbúinn að gera hluti sem öðrum mundi líka illa ef maður telur þá rétta og vera tilbúinn til að láta reka sig daginn eftir. Ákveðið kæru- leysi er nauðsynlegt. Mig langaði reyndar alltaf að flytja til New York og táka þátt í staifseminni hér en bjóst aldrei við að það yrði svo fljótt." Forstjóri Sony, Michael Schulhof, sagði í viðtali við amerísk blöð fyrir stuttu að Ólafur Jóhann væri sá maður sem hann myndi treysta í for- stjórastöðu fyrirtækisins. Ólafur seg- ir hins vegar að þessi sami maður sé sá sem haldi í sig hjá fyrirtækinu. „Hann er klárasti bisnessmaður sem ég hef hitt. Hann hefur stóran heila og hjarta með samvisku. Það er skemmtilegt að vinna með honum enda er þetta maður sem lætur hlut- ina ganga á stundinni. Einhver sagði við hann að það versta við mig væri hversu óþolinmóður ég væri. Hann taldi það minn helsta kost enda erum við líklega .jafnóþohnmóðir. Þessi maður er einn af færustu forstjórum í bandarísku viðskiptalífi. Hann stóð m.a. fyrir kaupunum á CBS og síðan Colombía. Schulhof er stjama í viö- skiptalífinu hér um þessar mundir. Hann er gyðingur, eðlisfræðingur og

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.