Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1990, Síða 25
(-> | í h JuÁuHAOjÁJ
LAUGARDAGUR 31. MARS .L990.
33
einn yngsti maður í sínu starfi í
Bandaríkjunum, 57 ára.“
Kynntust í laugunum
Anna hefur ekki sagt mikið yfir
kvöldverðinum. Þau kynntust upp-
haflega í Sundlaug vesturbæjar en
þá var Ólafur á öðru ári í háskóla-
námi í Boston og var í sumarfríi
heima. Anna vann í Landsbankanum
þetta sumar en Ólafur Jóhann í
gömlu mjólkurstöðinni. Anna segist
hafa verið búin að fylgjast lengi með
honum í laugunum áður en hún gat
fundið sér upp erindi til að eiga orða-
stað við hann. Anna fylgdi honum
stuttu síðar til Bandaríkjanna þar
sem þau hafa nú dvalið saman í sex
ár. Hún sér lítið af Ólafi um þessar
mundir og segir að jafnvel á næturn-
ar hringi síminn - þá frá Japan.
Ólafur Jóhann hefur trú á að í
framtíðinni muni þau eiga heimili
bæði í Bandaríkjunum og á íslandi.
„Við erum mikið á ferðinni miili New
York og Kaliforníu, flugtíminn er
styttri til íslands þannig að ég gæti
vel ímyndað mér að við ættum eftir
að búa á báðum stöðum,“ segir hann.
Þau eru barnlaus enn sem komið er
en aðstoðarforstjórinn hefur hug á
að eignast sex börn minnst. „Við
mundum kannski frekar vilja ala upp
börn á íslandi," segir hann. „Án þess
að vera að fordæma þá langar mig
nú ekki að eignast Kana,“ heldur
hann áfram og brosir. „Ég er viss um
að það er vel hægt að ala upp börn á
íslandi og vera hér líka.“ Anna hrist-
ir höfuðið og segir: „Bjartsýnn."
Fær mörg
atvinnutilboð
Ólafur Jóhann segist ekki sjá fram
á breytingar hjá sér í starfi. Hins
vegar skortir hann ekki vinnutilboð-
in. „Hér er stétt manna sem kölluð
er hausaveiðarar „Head Hunters“ og
þeir sjá um að þjóða mönnum störf
hjá hinum og þessum fyrirtækjum.
Slíkum boðum er farið að fjölga hjá
mér allnokkuð en ég hef ekki áhuga
á að breyta til. Ætli ég fái ekki tilboð
vikulega frá hinum og þessum fyrir-
tækjum.“
Ólafur Jóhann fær auk þess margar
símhringingar frá viðskiptamönnum
á íslandi sem vilja leita álits eða fá
ráðleggingar. „Ég reyni að hjálpa
þessum mönnum eftir bestu getu,“
segir Ólafur Jóhann. „Þeir spyija
hvernig þeir eigi að snúa sér í hinum
margvíslegustu málefnum - hvernig
Ameríkumenn fari að og hvernig
hægt sé aö komast inn á markaðinn
hér. Þetta eru menn í ýmsum við-
skiptum heima og hjá mörgum stór-
fyrirtækjum."
Ólafur Jóhann segist hafa fengið
mjög gott uppeldi í föðurhúsum. „Ég
lenti aldrei í neins konar sálarþreng-
ingurn," segir hann. „íslendingar
kynnast hinu daglega lífi mjög
snemma sem er mjög gott. Menn
verða alltaf að þora að taka áhættu
og ég er nokkuð bíræfinn í því. Ég
hef oft tekið áhættu og það hefur
gengið upp hingað t±L.“
Mikill prakkari
Fótbolti var áhugamál Ólafs á yngri
árum og hann var mikill KR-ingur.
„Ég ólst upp á Suðurgötu og við
strákarnir lékum fótbolta í garðinum
hjá heildverslun Péturs Péturssonar
sem á þakkir skildar fyrir að skipta
um rúður þegar við brutum þær.
Ætli ég hafi ekki verið snarbrjálað
barn. í barnaskóla var ég t.d. oft rek-
inn úr tíma. Annars er ég mjög þakk-
látur barnaskólakennaranum sem
rak mig úr tímum. Hún sagði að ég
væri mikill fyrir mér en það væri
ekkert illt í mér,“ segir Ólafur Jó-
hann og hlær. „Það var að minnsta
kosti engin mannvonska," bætir
hann við.
Faðir Ólafs Jóhanns og nafni, Ólaf-
ur Jóhann Sigurðsson rithöfundur,
sem nú er látinn, kenndi syninum
lestur löngu áður en hann fór í skóla.
„Ég er mjög gamaldags að mörgu
leyti enda voru foreldrar mínir vel
yfir fertugt þegar þeir eignuðust
mig,“ segir Ólafur og fullyröir að í
honum hafi alla tíð búið prakkari
þrátt fyrir allt. „Maður verður að
passa sig á því að hta ekki út eins og
uppstoppaður bisnesskarl. Ég geri oft
Olafur Jóhann Ólafsson er aðeins 27 ára en er engu að síður orðinn aðstoðarforstjóri hjá stórfyrirtækinu Sony í Bandaríkjunum. Hér er hann fyrir utan
skrifstofuhús Sony sem er kirfilega merkt númer 9 með appelsínulitum stórum staf á gangstéttinni.
í því að stríða kunningjum mínum
svolítið."
Mikill lestrarhestur
Anna bætir nú inn í samræðurnar
að Ólafur Jóhann sé ótrúlegur lestr-
arhestur og setjist helst aldrei niður
nema með bók í hendi. „Svo les hann
svo hratt,“ segir hún. „Hann opnar
bók og þá er hún búin og svo þá
næstu og hún er búin. Enda er fólk
farið að gera grín að lestraráráttu
hans,“ segir hún. Ólafur segist nú
hafa áhuga á fleiri hlutum svo sem
tennis, listum, rauðum vínum sem
hann safnar, og hann er sælkeri á
mat. Reyndar fer hann svo oft út að
borða með viðskiptavinum að þjón-
arnir í veitingahúsinu Windows on
the World, sem staðsett er í World
Trade Center og þykir einn fínasti
veitingastaður í New York, eru vel
kunnugir honum. Og Mr. Ólafsson
fær bestu þjónustu.
Þegar þau eru spurð um sameigin-
leg áhugamál líta þau hvort á annað
og hlæja. „Engin,“ segir Anna. Þau
segjast aldrei ræða viðskipti heima
fyrir og Ólafur segist hafa það fyrir
reglu að ræða þau heldur ekki við
kunningja. Oft kemst hann þó ekki
hjá því vegna áhuga viðstaddra, sér-
staklega í samkvæmum, segja þau.
„Ég hef engu að síður mjög gaman
af minni vinnu. Það skiptir mestu
máli að mér og forstjóranum kemur
mjög vel saman. Ef hann færi frá
Sony myndi ég hætta."
Ný bók í smíðum
Ólafur Jóhann hefur ekki haft mik-
inn tíma fyrir ritstörfin undanfarið.
Engu að síður er hann byrjaður á bók
sem á að koma út fyrir jólin 1991.
„Hún er ólík fyrri bók minni. Reynd-
ar gerist hún hér en einnig í Dan-
mörku. Sögumaður er kominn á sjö-
tugsaldur. Viðskipti koma þar við
sögu og margt annað líka. Það er
hægt að lesa bækur á margvíslegan
hátt en þær þurfa að koma einhverju
róti á hugsunina. Mér finnst hafa
borið við hjá íslenskum rithöfundum
að skrifa bækur sem ekki eru læsileg-
ar. íslendingar eru á eftir aö þessu
leyti. Menn halda að vegna þess að
bókin sé ólæsileg þá sé hún gáfuleg.
Mín skoðun er sú að fólk á að skilja
sem það les og hafa skemmtun af í
leiðinni." Þess má geta að Ólafur Jó-
hann skrifar bækur sínar ekki á
tölvu heldur á blað með blekpenna.
Það verður ekki sagt um aðstoðar-
forstjóra Sony að hann sé stressaður
þrátt fyrir mikil umsvif. Raunar
geislar hann af léttleika og býr yfir
miklum húmor. „Menn verða að
ganga í gegnum lífið og hafa gaman
að því,“ segir hann. „Ég tek þessu
með hæfilegu kæruleysi en ákveðni.
Líklegast er ég mjög þrjóskur en
reyni að ná samstöðu um þau mál
sem ég vil ná fram. Mér gengur vel
að semja við Japani og yfirleitt eru
það þeir sem styðja mínar ákvarðan-
ir þó Bandaríkjamenn standi á móti
þeim. Ég nenni aldrei að standa í
hasar eða hamagangi. Mér finnst það
líka mikilsvert að umgangast alla
starfsmenn jafnt hvort sem það er sá
sem skúrar eða hinn sem stjórnar.
Ekkert fer meira í taugarnar á mér
en þegar yfirmenn tala niður til
starfsmanna sinna,“ segir Ólafur Jó-
hann.
I/
Sex milljónir
á mánuði í laun
Starfssvið Ólafs er að færast meira
út í kvikmyndaþátt fyrirtækisins en
Sony er að undirbúa miklar breyting-
ar er varða sjónvarp. Hugmyndin er
sú að fólk geti fengið mynd, sem er
verið að frumsýna, beint á sjónvarps-
kjáinn í gegnum gervitungl. Hug-
myndin er svipuð og hjá Sky Chann-
el í Evrópu. Þá er mikil þróun í geisla-
spilurum. Myndbönd færast yfir á
diska áður en langt um líður og hægt
verður að taka upp tónlist um leið
og hún er spiluð. Það verður allt á
geisladiskum áður en langt um líð-
ur,“ segir Ólafur. „Það er margt í
þróun, allt í fullum gangi." Ólafur
Jóhann er kominn á kaf í viðskipta-
málin en þau eru of flókin til að skýra
út í þessu viðtali.
Sjálfsagt eru margir forvitnir að
vita hvað forstjóri í Bandaríkjunum
hefur í laun á mánuði. Ólafur Jóhann
er ekki tilbúinn að gefa upp sín laun
en segir að meöallaun í shku starfi
sé um sex milljónir íslenskra króna
á mánuði. „Peningar skipta mig
engu,“ segir Ólafur Jóhann. „Hvaða
máli skiptir þó maöur hafi góð laun
á þrítugsaldri. Að mínu mati er eftir-
sóknarveröast í lífinu að skilja eitt-
hvað eftir sig. Ég mun skilja meira
eftir mig í bókum en í viðskiptaheim-
inum,“ segir Ólafur Jóhann ðlafsson,
aðstoðarforstjóri Sony í Bandaríkj-
unum. Þegar helgarblaðiö heimsótti
hann á skrifstofu hans daginn eftir
kom í ljós að hún er uppi á 43. hæð
og aðstoðarforstjórinn horfir yfir
Central Park eins og hann leggur sig
beintúrskrifborðsstólnum. -ELA