Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1990, Síða 29
LAUGARDAGUR 31. MARS 1990. 37
J3V Handbolti unglinga
Spennandi keppni í
4. flokki karla lokið
- úrslitin réðust á markatölu
Um síðustu helgi fóru fram úrslitin
í 4. flokki karla. Það er óhætt segja
að tvísýnni úrslitakeppni hefur ekki
verið leikin í langan tíma hér á landi
og sem dæmi varð FH íslandsmeist-
ari á markatölu. Það voru Valsmenn
sem sóttu um að fá að halda þessa
úrslitakeppni í minningu féíaga síns,
Magnúsar Blöndal, sem lést á síöasta
ári. Valsmenn stóðu mjög vel að
framkvæmd keppninnar og eiga þeir
þakkir skildar fyrir.
FH íslandsmeistari
Eins og áður sagði varð FH íslands-
meistari eftir mikla baráttu við
Stjörnuna, Þór Ak. og Val sem veriö
hafa ósigrandi í allan vetur. FH vann
alla leiki sína á mótinu nema tvo sem
enduðu með jafntefli. FH gerði jafn-
tefli við Stjörnuna, 12-12, og við Val,
10-10. FH-ingar fengu því 12 stig.
Stjarnan fékk einnig 12 stig en liðið
gerði jafntefli við FH eins og áður
sagði og jafnefli við Val, 10-10.
Markatala þeirra var hins vegar lak-
ari en FH-inga og lenti Stjarnan því
í 2. sæti sem verður að teljast mjög
góður árangur.
Þór Ak. hafnaði í 3. sæti og kom
árangur þeirra nokkuð á óvart og
má segja aö þeir hafi komið mest á
óvart allra liða í keppninni. Liðið
tapaði aðeins tveim leikjum - á móti
Stjörnunni, 19-16, og á móti FH, 12-9.
Valsmenn, sem hafa verið ó-
sigrandi í allan vetur, höfnuðu í 4.
sæti. Þessi úrslit hljóta að hafa verið
mikil vonbrigði fyrir liðið en svona
Valsmenn urðu að sætta sig við 4. sætið að þessu sinni en liðið hefur
verið ósigrandi í vetur. Hér skorar það eitt marka sinna á móti Reyni, Sandg.
FH tryggði sér Islandsmeistaratitilinn í 4. flokki karla með sigri á Þór Ak. í síðasta leiknum á mótinu. Hér er eitt
marka FH í uppsiglingu.
er handboltinn, ekkert er öruggt fyr-
irfram. Valur fékk 10 stig, jafnmörg
og Þór Ak., en Þór vann innbyrðis-
viðureign þessara liða.
Týr Ve. varð í 5. sæti með 6 stig
og stóðu sig ágætlega en herslumun-
inn vantaði hjá þeim i nokkrum leikj-
um og þess vegna varð liðið ekki ofar.
KR hafnaði í 6. sæti og fékk liðið 3
stig. Reynir, Sandg., fékk 2 stig og
hafnaði í 7. sæti og Víkingar ráku
lestina að þessu sinni fengu aðeins 1
stig.
Að móti loknu var verðlaunaaf-
hending og veittu Valsmenn auka-
verðlaun til leikmanna sem þóttu
hafa skarað fram úr. Verðlaun þessi
voru veitt til minningar um Magnús
Blöndal en þess má geta að hann
þjálfaöi einmitt 4. flokk Vals í upp-
hafl þessa keppnistímabils. Besti
leikmaður mótsins var valinn Ari
Allansson, Val. Besti markvörðurinn
var valinn Jónas Stefánsson, FH.
Besti sóknarmaðurinn var valinn
Arnar Pétursson, Týr Ve. og besti
varnarmaðurinn var valinn Viðar
Erlingsson, Stjörnunni.
Þar með lauk skemmtilegu íslands-
móti í 4. flokki karla.
Heimaliðið best í Eyjum
- ÍBV íslandsmeistari í 4. flokld kvenna
Leikmenn ÍBV komu mjög ákveðnir til leiks í úrslitatörninni. DV-mynd Ómar
Úrslitakeppni 4. flokks kvenna fór
fram í Vestmannaeyjum um síðustu
helgi og var hart barist í öllum leikj-
um átta bestu liðanna í þessum ald-
ursflokki.
Fyrirfram var búist við að Haukar
Umsjón:
Heimir Ríkarðsson og
Brynjar Stefánsson
og Fram, sem höfðu unnið deildar-
keppnirnar fyrr um veturinn, yrðu í
tveimur efstu sætunum en annað
átti eftir að koma á daginn. Lið ÍBV
kom sterkt til leiks á heimavelli og
tapaði ekki leik að þessu sinni. Sterk
vörn Eyjastúlkna lagði grunninn að
sigri þeirra en andstæðingarnir áttu
í hinum mestu erfiðleikum með aö
finna leið að marki þeirra.
Baráttan um efstu sætin stóö á
milli ÍBV, Hauka og KR, sem kom
mjög á óvart um þessa helgi. Leikur
ÍBV og KR var fyrir margra hluta
sakir mjög athyglisverður, en bæði
höin mættu mjög ákveðin til leiks og
léku frábæran varnarleik allan leik-
inn. Endaði leikurinn með sigri ÍBV,
3-2, eftir að staðan í hálfleik hafði
verið, 2-1, þeim í vil.
Mest spennandi leikur úrslitatarn-
arinnar aö þessu sinni var án efa
viöureign ÍBV og Hauka enda reynd-
ist það vera úrslitaviðureignin. Mikil
taugaspenna var í leikmönnum
beggja liða og nokkuð um mistök í
sóknarleik liðanna. Varnarleikur
þeirra var hins vegar nokkuð
hnökralaus og skiptust liðin á að
skora. Skemmtileg viðureign þessara
liða endaði með sanngjörnu jafntefli,
6-6. Þetta var eina stigið sem ÍBV
tapaði í úrshtunum á meðan Haukar
töpuðu fyrir Gróttu, 9-10, og FH,
10-12, og þar meö hafði ÍBV tryggt
sér íslandsmeistaratitilinn í 4. flokki
kvenna 1990.
Keppnin um næstu sætin var mjög
spennandi. Haukastúlkurnar
tryggðu sér silfurverðlaunin að
þessu sinni með stórsigri á helstu
andstæðingum sinum, KR, 11-5.
Þrátt fyrir þetta tap geta KR-stúlk-
urnar vel við unað en þriðja sætið
féll þeim í skaut.
Grótta varð í fjórða sæti en Gróttu-
stúlkurnar töpuðu fyrir KR, ÍBV og
Fram naumlega en unnu aðra leiki
sína. í fimmta sæti varð lið FH og'
Fram varð í sjötta sæti. Þessi lið
tryggðu sér rétt til aö leika í 1. deild
í upphafi næsta keppnistímabils en
Víkingur, sem varð í sjöunda sætinu,
og UBK, sem hafði ekki erindi sem
erfiði um þessa helgi og tapaði öllum
leikjum sínum, hefja keppni í 2. deild.
Vel var staðið að umsjón hjá ÍBV
og brydduöu umsjónararaöilar upp á
þeirri nýbreytni að heiðra nokkra
leikmenn að loknu móti. Besti leik-
maður mótsins var valinn Brynja
Steinsen, KR, og besti markmaður
var Laufey Jörgensen, ÍBV.
Markahæstar í úrslitatörninni
voru þær Margrét Bjarnadóttir,
Fram, og Elísabet Sveinsdóttir, UBK.
Víkingar með yfirburði
- í úrslitum 2. flokks kvenna
Víkingar urðu Islandsmeistarar
í 2. fiokki kvenna er úrslitatömin
fór fram í Garðabæ um síöustu
helgi. Víkingar unnu alla leiki sina
öragglega enda hafa Víkingsstúlk-
urnar sýnt það og sannað í leikjum
sínum í vetur að þær hafa umtals-
verða yfirburði yfir aðra andstæð-
inga sína.
Urslitaleikur keppninnar að
þessu sinni stóð á milli Víkings og
Sfjömunnar en bæði þessi hð hafa
á að skipa mjög góðum hóp leik-
manna sem hafa leikiö lengi sam-
an. Víkingar voru ávallt fyrri til
að skora i leik þessara höa
Stjarnan hleypti Víkingi aldrei
langt frá sér. I hálfleik var jafnt,
4-4, en fljótlega upp úr miðjum
seinni hálfleik náðu Víkingsstúlk-
urnar tveggja marka forastu sem
Sfjarnan náði ekki að ógna. Endaði
leikur þessara liða með sanngjörn-
um sigri Víkings, 10-8.
Leikmenn KR komu mjög á óvart
í þessari úrslitatörn en hð þeirra
er nær eingöngu skipað leikmömi-
um úr 3. flokki. KR tryggöi sér silf-
urverðlaunin með því að bera sig-
urorð af Stjörnunni, 10-8, og þá
gerði KR-hðið einnig jafntefli við
Gróttu, sem lenti í fjórða sæti,
12-12.
Stjarnan varð aö gera sér þriðja
sætið að góðu að þessu sinni en
Stjörnustúlkumar era vanar
keppninni viö Víkmg í þessum ald-
ursflokki en óvanar því að láta
önnur lið skjótast upp fyrir sig, eins
og KR geröi að þessu sinni.
Grótta og
í síðustu umferð
og tryggðu KR-stúlkurnar sér þar
með annað sætið að þessu sinni.
ÍBK hlaut fimmta sætiö með því
að vinna Fram, Hauka og FH en
FII tryggöi sér sjötta sætiö með
sigri á Fram og Haukum. FH byrjar
því í 1. deild á næsta ári en Fram
og Haukar sem urðu i tveimur
neðstu sætunum hefja keppni í 2.
deild.