Dagblaðið Vísir - DV - 31.03.1990, Page 30
38
LAUGARDAGUR 31. MARS 1990.
Lífsstíll
Þrándheimur
Reykjavík 1
Þórshöfn 7'
Helsinki 9°
tóhólmur 12°
Glasgow
Kaupmannahöfn 13'
imborg 10'
Berlín 9
Luxemborg 13
S-
Barcelona
0 ^^Mallorca 15
Malaga 15° -^x*
Algarve
16°/CI
Heifiskfrt Wjnnipeg 2'
Lénskýjaö
Hálfskýjafi
Chicago 3
Skýjafi
Atlanta 8
Aiskýjaö Los Angeles 12°
lOrlando 20’
DVJRJ
Snjókoma Þmmuvefiur
Rigning V Skúrir
Með bíl og tjald:
Frjáls eins
og fuglinn
- ferðast um Evrópu
Þaö er mun ódýrari kostur aö fara
meö eigin bíi og tjaldvagn eöa tjald
á vit hins óþekkta á tjaldstæðum
Evrópu heldur en að gista á hótelum
eða í heimagistingu.
Þar er líka hægt að njóta þess að
vera í tjaldi sem trauðla er hægt á
íslandi, jafnvel ekki yíir hlýjustu
sumarmánuðina vegna kulda og
trekks. Það er hins vegar mun stað-
virðrasamara víða í Evrópu og því
betur hægt að njóta útilegunnar, það
er jafnvel hægt að stóla á að það sé
hægt að grilla úti alla daga án þess
aö þurfa að byrja á því að finna skjól-
sæla gjótu eða eiga það á hættu að
það rigni á steikina. Það er sem sagt
hægt að njóta þess að nota útiieguút-
búnaðinn. Svo fylgir því ákveöið
ferðafrelsi að þurfa ekki að vera bú-
inn að panta eða ofskipuleggja ferða-
lagið fyrirfram. Það er hægt að dvelja
eins lengi á hverju tjaldsvæði og hver
vill og ekki þárf að panta fy rirfram.
Ferðir
Tvær leiðir
Það eru tvær leiðir til þess að fara
með eigin bíl úr landi og tjaldvagn,
annars vegar með færeysku far-
þegaferjunni Norrænu eða með foss-
um Eimskipafélagsins, Laxfossi eða
Brúarfossi.
Viðkomustaðir fossanna eru í
Reykjavík, Immingham á Englandi,
Hamborg í Þýskalandi og Antwerpen
í Belgíu.
Norræna siglir hins vegar frá Seyð-
isfirði til Færeyja, Danmerkur, Nor-
egs og Shetlandseyja.
Svo er að sjálfsögðu hægt að kaupa
Veðrið í útlöndum
HITASTIG IGRÁÐUM
-10 laagra HH Otll-S 1 tlls S11110 11 til 15 16 til 20 20 tii 25
Byggt á veðurfréttum Veöurstofu Islands kl. 12 á hádegl, föstudag
pakkann flug og bíl og taka tjaldið
og viðleguútbúnaðinn með sér út.
Góð þjónusta
Það er víða hægt að finna tjald-
stæði og þau eru merkt inn á öll vega-
kort og á hraðbrautunum eru greini-
legar merkingar sem sýna hvar
næsta tjaldstæði er að finna. Yfirleitt
er ekki langt á milli þeirra. Auk þess
er hægt að fá upplýsingar um tjald-
stæði á upplýsingaskrifstofum fyrir
ferðamenn og á feraðskrifstofum.
Tjaldstæðin eru flest mjög vel úr
garði gerð. Þar eru þjónustumið-
stöðvar þar sem hægt er að þvo
þvott, öll hreinlætisaðstaða er fyrir
hendi og matvöruverslanir eru
gjarnan staðsettar í nágrenninu,
brauðbúðir og jafnvel góðir veitinga-
staðir.
Tjaldstæðin eru öruggir staðir. Þau
eru afgirt og þar eru öryggisverðir á
vakt sem eiga að sjá til þess að ekki
séu aðrir á ferð um tjaldsvæðin en
þeir sem þar búa á hverjum tíma.
Það er fremur ódýrt að gista á tjald-
svæðum í Skandinavíu, meðalverð
fyrir fjölskyldu er á milli 900 og 1000
krónur nóttin, sem er miklu ódýrara
en að gista á hótelum.
Á mörgum tjaldsvæðum er sömu-
leiðis að finna góða leikaðstöðu fyrir
börn, leikvelli og í Danmörku er á
flestum tjaldstæðum hægt að leigja
reiðhjól.
Flakkað að vild
Það er því hægt að vera frjáls eins
fog fuglinn með því að taka bílinn
með í fríið og tjaldið eða tjaldvagn-
inn. Þaö er hægt að flakka á milli
tjaldstæða að vild, það eina sem fólk
þarf í raun og veru að hafa í huga
er að þegar skipt er um tjaldstæði
að það borgar sig að finna nýjan
næturstaö áður en haldiö er í skoð-
unarferðir eða í bæjarferðir því það
getur verið erfiðleikum háð að finna
bílastæði ef fólk er að dragnast með
tjaldvagna aftan í bílunum inni í
borgum og bæjum.
Tjaldað undir stóru tré.
DV-myndir GVA
Aðstaða á tjaldsvæðunum er yfirleitt mjög góð.
I gönguferð um Frankfurt
Það eru ófáir íslendingar sem
sækja Frankfurt heim á hverju ári
og njóta þess sem borgin hefur upp
á að bjóða.
Vinsæll þýskur rithöfundur, sem
búiö hefur í Frankfurt um áratuga
skeið, Horst Krúger, komst svo að
orði í tímaritsgrein nýlega að borgin
væri loksins komin af gelgjuskeiðinu
og orðin fullorðin. Þetta er hverju
orði sannara. Frankfurt var nær ger-
eyðilögð í seinni heimsstyijöldinni.
Uppbyggingin að henni lokinni hefur
verið fremur hröö og virðist sem
margar götur og hverfi borgarinnar
hafi byggst upp án þess að nokkur
gerði kröfur um samræmi, stíl eða
aðlaðandi umhverfi. Af þessum sök-
um fékk Frankfurt heldur slæmt orð
á sig, bæði erlendis og meðal Þjóð-
verja sem sögðu aö þetta væri kulda-
leg og óaðlaöandi iðnaðarborg.
Svona var málum komið í lok sjö-
unda áratugarins en þá fóru hlutirn-
ir heldur betur að breytast. Um leið
og borgarbúar hófust handa við að
komast í nánari tengsl við sögu borg-
arinnar og endurbyggja hús, sem
eyðilögðust í stríðinu, fóru fram-
sæknir arkitektar að teikna mið-
borgina upp á nýtt frá allt öðru sjón-
arhorni. Fram á þennan dag hefur
hver skýjakljúfurinn af öðrum risið
á bökkum Main-árinnar og ber nú
flestum saman um að vel hafi til tek-
ist. í því sambandi má til dæmis
benda á glæsibyggingu Þýska bank
ans Die Deutsche Bank. Á síðustu
árum hefur jafnframt verið lagt kapp
á að fjölga grænum svæðum í Frank-
furt. Um leið gerðist það að menning-
unni var gert hærra undir höfði,
kaffihúsum og veitingastöðum hefur
fjölgað og svona mætti lengi halda
áfram að telja.
Við skulum fara i stuttan göngutúr
um miðbæinn og hefjum fórina vð
Gömlu óperuna, Die alte Oper. Þessi
gamla og virðulega bygging var tekin
aftur í notkun árið 1981 eftir gagnger-
ar endurbætur eftir eyðileggingu
heimsstyrjaldarinnar síðari. Þarna
eru ekki bara fluttar óperur. Húsið
var þannig innréttað að unnt er að
hafa þar menningarviðburði af öðr-
um toga eins og sirkus eða leikhús,
popþhljómleika sem sinfóníutón-
leika, ráðstefnur og grímudansleiki
og er hér aðeins fátt eitt nefnt. Frá
óperunni er ekki nema spölkorn í
Fressgrass. Hvort sem litið er til
hægri eða vinstri má segja að í hverju
húsi sé annaöhvort veitingastaður
eða sælkeraverslun af einhverju tagi.
Sá sem á leið um Fressgrass verður
ósjálfrátt svangur.
Fyrr en varir er Fressgrass á enda
og leiðin liggur niöur á Haupwache
sem er torgið sem allar leiðir liggja
til í Frankfurt. Á vinstri hönd tekur
við aðalverslunargatan í Frankfurt,
Die Zeil. Um hana er stöðugur
straumur fólks frá morgni til kvölds.
Héðan er ekki nema um fimm mín-
útna gangur niður á Römertorg, en
það færir okkur heim sanninn uin
að hversu mikð sem endurbygging
gömlu húsanna þar kostaði hafi þetta
framtak margborgað sig enda borg-
arbúar stoltir af þessu torgi sínu þar
sem þýsku keisararnir voru krýndir
til forna. Við getum fetað í fótspor
þeirra og gengið aðeins lengra og þá
komum við til dómkirkjunnar en þar
er meðal annars hægt að skoða Krýn-
ingarkapelluna. Það er skrýtiö að
vera staddur á Römertorgi miðju og
virða fyrri sér hin fornu hús og hins
vegar þessa aðlaðandi skýjakljúfa
sem setja nú orðið hvað mestan svip
á miðborgina.