Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1990, Qupperneq 2

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1990, Qupperneq 2
2 FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 1990. Fréttir Jónatan Þórmundsson í málflutningi í Hafskipsmálinu: Langvarandi, samfelld og stórfelld vanræksla Jónatan Þórmundsson, sérstak- ur ríkissaksóknari í Hafskips- og Útvegsbankamálinu, sagði meðal annars í ræðu sinni í gær, þegar hann ræddi um þær tryggingar og eftirlit með þeim sem Hafskip lagði til vegna skulda við Útvegsban- kann, aö menn hafi gerst sekir um langvarandi, samfellda og stór- fellda vanrækslu allt þar til Haf- skip varð gjaldþrota 6. desember 1985. Jónatan vék mikið að hlut Axels Kristjánssonar, yfirlögfræðings Út- vegsbankans og síðar aðstoðar- bankastjóra, og samskiptum hans við forráöamenn Hafskips. Jónatan rakti meðal annars veðsetningar fyrir lánum við bankann. Hann vitnaði meðal annars í bankaeftir- htið þegar hann hélt því fram að veð hafi ekki staðið fyrir skuldum. Jónatan sagði meðal annars að tjón Útvegsbankans vegna viðskipta við Hafskip væri á núverandi verðlægi um einn milljaröur króna. í máli Jónatans kom fram að veð- hæfi skipa Hafskips var hækkað úr 70 prósentum í 85 og það án þess að nokkuð hefði gerst sem réttlætti slíkt. Þegar skipaverð fór lækknadi var enn leyft að veðsetja skipin allt - Útvegsbankinn tapaöi um einum milljaröi á Hafskip að 85 prósentum af tryggingaverði. Allir þeir bankastjórar Útvegs- bankans sem voru yfirheyrðir sögðu að Axel Kristjánsson hefði haft það starf með höndum að fylgj- ast með veðhæfi eigna Hafskips. Það gerði hann i samráði við forr- áðamenn félagsins. Jónatan nefndi nokkur dæmi um tryggingar sem ekki reyndust vera eins miklar og gert hafði verið ráð fyrir. Þar á meðal var trygginga- víxill upp á 990 þúsund vestur-þýsk mörk. Þegar Hafskip varð gjald- þrota var víxillinn ekki innheimtur eftir því sem sérstakur ríkissak- sóknari kemst næst. Jónatan nefndi einnig veðsetningu eigna Hafskips við Njarðargötu - Tívolí- iö. Veðsetningin var 10 milljónum króna hærri en brunabótamat eignanna. Þá nefndi hann einnig tryggingabréf vegna veðsetninga ýmissa tækja, svo sem bíla, lyftara, tölva, gáma og fleira. Jónatan sagði að í ljós hefði komið að huti tækj- anna hefði verið veðsettur oftar en eipu sinni og eins hafi komiö í ljós að Hafskip átti ekki alla gámana. -sme Jónatan Þórmundsson, sérstakur ríkissaksóknari, hefur enn ekki lokið ræðu sinni í Hafskipsmálinu. Gert er ráð fyrir að hann Ijúki henni í dag. Hafskipsmálið er eitt umfangsmesta sakamál síðari tíma og geysilega umfangsmikið og því ekki nema eðlilegt að saksóknari verði að koma víða við í ræðu sinni. DV-mynd GVA Sérfræöingar OECD: Gefa lítið fyrir „þjóðar- sáttina“ - stefna sem leiðir til óstöðugleika til lengri tíma í skýrslu hagfræðinga Efnahags- kjarasamninga á almennum og framfarastofnunarinnar í París vinnumarkaöi afskiptalausa hafi (OECD)umástand oghorfuríefna- mistekist en stefnt sé aö því láta hagsmálum á íslandi er varað enn aðifa vinnumarkaöarins eina um og aftur við hversu ríkan þátt samningana á næsta ári. Síðan stjómvöld hafa átt í kjarasamning- mistekst það aftur og fulltrúar Al- um hérlendis. Sérfræðjngar OECD þjóða gjaldeyrissjóðsins fá að heyra telja slíka samninga fela í sér halla sömu ræðuna að ári. á ríkisbúskapnum, peningaprent- Annað sígilt atriði úr skýrslu un, eftirspumarþenslu og launa- OECD snýr að fjármagnsmarkað- skrið. Ekkert bendi til að hægt sé inum. Eins og í fyrri skýrslum að ná árangri með tekjustefnu af leggja þeir til aukið ftjálsræði á þessu tagi. Þvert á móti er Jíklegt markaöinum. Víss árangur náðist að þessi stefha leiðl tO óstöðug- á níunda áratugnum en hins vegar leika. sé enn mikið verk fyrir höndum. Þetta er sú einkunn sem sérfræð- Þessi áhersla á frelsi á fjármagns- ingar OECD gefa svokölluðum markaðinum hefur gengið eins og þjóðarsáttum sem einkennt hafa rauöur þráður í gegnum skýrslur kjarasamninga á íslandi; nú síðast OECD um ísland frá upphafi enda með samkomulagi Alþýðusam- eru meiri höft á fjármagnsmarkaði bandsins, vinnuveitenda og ríkis- á íslandi en þekkist f öðrum lönd- stjórnar frá í febrúar sem meira um OECD. að segja bændur tóku þátt i. Þó að nokkur árangur hafi náðst Þessi gagnrýni OECD ætti ekki i glímunni við verðbólguna taka að koma neinum á óvart. Hún hef- sérfræðingar OECD fram að spár ur verið sett fram í skýrslum stofn- um verðbólgu hérlendis á næstu unarinnar mörg undanfarin ár. mánuðum geri ráð fyrir mun meiri Fulltrúar Alþjóöa gjaldeyris- veröbólgu en víðast hvar í iönríkj- sjóðsins hafa sömuleiðis gagnrýnt unum. Lögö er áhersla á að aðhalds stjómvöld vegna þessara „þjóðar- sé þörf á næstu mánuöum. Sér- sátta“ááriegumfundumhérlendis fræðingar OECD leggja sérstaka sem haldnir eru á hveiju hausti. áherslu á jafnvægi í ríkisbúskapn- Þar tilkynna islensk stjórnvöld um. Það eru sígild vamaöarorö úr iðulega að markmiö þeirra frá fyrri skýrslum OECD. fyrra ári að markmið um að láta -gse Umhverfísráðuneytið: Júlíus hótaði að fella kvótafrumvarpið - heyktist á því við atkvæðagreiðslu Það var ekki bara að Júlíus Sólnes umhverfisráðherra hótaði stjórnar- slitum ef ekki yrði gengið frá málefn- um umhverfisráðuneytisins fyrir þinglok. HannTiótaði hvaö eftir ann- að, meðan umræður um kvótafrum- varpið stóðu yfir í fyrrinótt í efri deild, að greiða atkvæöi gegn því og þar með fella það ef ekki yröi orðið við kröfum hans um umhverfisráðu- neytið. Bæði Skúli Alexandersson og Kar- vel Pálmason sögðu að Júlíus hefði sagt þeim að hann væri tilbúinn til að greiða atkvæði gegn fmmvarpinu. Hann fékk aldrei neitt loforð um nóttina að gengið yrði frá málefnum umhverfisráðuneytisins fyrir þing- lok. Samt sem áöur heyktist hann á því að greiða atkvæði gegn kvóta- frumvarpinu og tefja þannig fram- gang þess og ýta á að málefni ráðu- neytis hans kæmust á hreint. -S.dór íslenskir læknar ekki útilokaðir - segir Viðar Hjartarson, fulltrúi Læknafélagsins „Það er engin ástæða til að halda því fram aö verið sé að útiloka ís- lenska lækna frá framhaldsnámi á Norðurlöndum og í raun alveg frá- leitt,“ sagði Viðar Hjartarson, full- trúi Læknafélags íslands í sérfræði- deild læknadeildar Háskólans. í DV í gær var vitnað til greinar- gerðar með frumvarpi heilbrigðis- ráðherra um breytingar á læknalög- um þar sem fram kemur að eftir að læknadeildin hafnaði íslenskum lækni sem fengið hafði sérfræðileyfi í Svíþjóð um slíkt leyfi hérlendis stefndi hagsmunum íslenskra lækna í framhaldsnámi á Norðurlöndum í voða. Viöar sagði að í þessu gætti óná- kvæmni hjá höfundum frumvarps- ins þar sem ólík ákvæði gildi um lækningaleyfi og sérfræðileyfi í nor- ræna vinnumarkssamningnum. Á sínum tíma kröfðust Norðmenn og Svíar þess aö íslenskir læknar störf- uöu að minnsta kosti í sex mánuði á heilsugæslustöð til að öðlast lækn- ingaleyfi. íslendingar mótmæltu þessu á þeim forsendum að aðildar- ríkin gætu einungis krafist ákveðins námstíma enm ekki í hvaða greinum námið væri fólgið. Svíar féllust á þetta árið 1987 og Norðmenn árið 1989. Viðar sagöi því enga ástæðu til aö ætla að það mál sem nú er fyrir eftirlitsnefnd með norrænum samn- ingi um starfsréttindi í heilbrigðis- þjónustu gæti stefnt framhaldsnámi íslenskra lækna í voða. í því máli sem DV greindi frá í gær leggur Viðar til að gildandi reglugerð verði breytt þannig að viðkomandi læknir geti fengið sérfræðiréttindi og byggir það á álitsgerð lagadeildar Háskóla Islands og núverandi af- stöðu eftirlitsnefndar með norræna samningnum. Lagadeild Háskóla ís- lands komst aö þeirri niðurstöðu í álitsgerð sinni að þar sem ísland væri aðili að norræna samningnum væru stjómvöldum skylt að breyta gildandi lögum í samræmi við hann. -gse

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.