Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1990, Side 5

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1990, Side 5
FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 1990. 5 Fréttir Sýni úr Sauðár- krókstunnun- um til Árósa - niöurstööur væntanlegar í næstu viku Sýni úr tunnunum 28 sem grafnar voru upp við Steinullarverksmiðj- una á Sauðárkróki fyrir skömmu voru send út til dönsku iðntækni- stofnunarinnar í Árósum í gær. Að sögn Ólafs Péturssonar, efna- verkfræðings hjá Hollustuvernd rík- isins, eru tunnurnar sjálfar ennþá í vörslu Steinullarverksmiðjunnar. Hann sagði að ekki stafaði hætta af þeim þar sem þær eru geymdar núna. Þær tunnur sem í eru fljótandi efni bíða eftir að verða sendar utan til eyðingar. Guðjón Jónsson, forstöðumaður efnatæknisviðs Iðntæknistofnunar, sagði að gert sé ráð fyrir að niður- stöður greiningar sýnanna í Árósum berist í næstu viku. Þrenns konar sýni voru send utan til greiningar. „Það hefði verið of kostnaðarsamt og tímafrekt að forvinna rannsókn á sýnunum hérlendis. Þess vegna var sá kostur valinn að senda þau til Danmerkur. Það hefði verið mun dýrara og erfiðara að láta greina efn- in hérlendis," sagði Guðjón í samtali viðDV. -ÓTT Árni Baldursson heldur á 7 punda urriða úr Rangánum, þeim stærsta úr ánum það sem af er veiðitimabilinu. DV-mynd Hallgrimur Góð veiði í Geirlandsá „Veiðin gekk ágætlega, það veidd- ust 34 fiskar er Vatnamótin voru opnuð, sá stærsti var 9 pund,“ sagði tíðindamaður okkar á árbakkanum og bætti við: „Það var kominn tími til að opna, menn héldu þetta ekki út lengur." „Við vorum um helgina í Vatna- mótum og veiddum vel á fyrsta hálfa deginum, fengum 12 stykki, en síðan uðru það miklir vatnavextir að það varð óveiðandi,“ sagði Þórhallur Guöjónsson, formaður Stangaveiði- félags Keflavíkur, í gærdag. „í Vatna- mótum hafa veiöst um 60 flskar. í Geirlandsá hefur veiðin verið verið góð og eru komnir nokkrir vænir, einn 12 punda og fáeinir 10 punda. Þeir fengu 17 í Geirlandsá á sama tíma og við veiddum 12 í Vatnamót- unum,“ sagði hann ennfremur. „Veiðin hefur gengið rólega enda hefur verið kalt, ætli það séu ekki komnir á milli 35 og 40 fiskar,“ sagði Ægir Þorgilsson á Hellu er viö spurð- um frétta af Rangánum. „Stærsti fiskurinn er 7 pund. Vonandi fer veð- urfarið að batna og fiskurinn að taka,“ sagði Ægir. „Það hefur verið reytingsveiði í Þorleifslæknum, engin mokveiði. Ég fékk fjóra fiska þegar ég fór og sá nokkra væna,“ sagði veiðimaður sem var að koma úr læknum í vik- unni. -G.Bender Dagmæöur á ísafirði: Varaðar við hertum aðgerðum skattstjóra Helga Guörún, DV, feafiröi: í síðustu viku sendi skrifstofa skatt- stjórans í Vestfjarðaumdæmi félags- málastjóranum á ísaflrði, Guðjóni Brjánssyni, fyrirspurn um það hverj- ir hafi leyfi til að taka aö sér pössun á börnum í heimahúsum. Óskað var eftir upplýsingum um greiðslur ísa- íjarðarkaupstaðar til dagmæöra og beðið var um nöfn, kennitölur og fjölda barna í umsjá hverrar dag- móður. Félagsmálastjórinn svaraði bréfi skattstjóra og upplýsti að ísa- fjarðarkaupstaður greiðir starfandi dagmæðrum á ísafiröi ekki laun. „Hins vegar hefur það fyrirkomulag gilt um nokkurt skeið að bæjarsjóður niðurgreiði þjónustu dagmæðra til foreldra í forgangshópi", segir í bréf- inu til skattstjóra. Sama dag og umrætt bréf félags- málastjóra til skattstjóra var dagsett, þ.e. 25. apríl sl„ sendi félagsmála- stjóri dagmæðrum bréf þar sem hann varar þær við mögulegum aðgerðum skattstjóra. Þar segir hann meðal annars: „Samkvæmt laganna bókstaf eru dagmæðralaun skattskyldar tekjur. Það er hins vegar alkunna að dægmæður um land allt hafa ekki þurft að hafa af þessu áhyggjur. Það er ekki ljóst á þessu stigi livað veldur því að skattstjórinn í þessu umdæmi hefur frumkvæði að hertu eftirliti með skattheimtu af dagmæðraþjón- ustu því ekki hafa borist fregnir um svipaðar aðgerðir annars staðar frá. í framhaldi af þessu bréfi mínu er mögulegt að þið fáið einhverjar fyrir- spurnir frá skattstjóra, þótt engin vissa sé fyrir því. Ef til vill lætur embættið þetta nægja um sinn,“ seg- ir Guðjón Brjánsson, félagsmála- stjóri á ísafirði, í bréfi sínu til dag- mæðra. bortfarstiói Auglýsing um narkosninsfar í Revkiavík laugardaginn 26. maí 1990. ÞESSIR LISTAR ERU í KJÖRI: B-LISTI, BORINN FRAM AF FRAMSÓKNARFLOKKI. 1. Sigrún Magnúsdóttir. 11. Hafdís Harðardóttir. 21. Steinunn Þórhallsdóttir. 2. Alfreð Þorsteinsson. 12. Þór Jakobsson. 22. Einar Bogi Sigurðsson. 3. Hallur Magnússon. 13. Edda Kjartansdóttir. 23. Sigriður Jóhannsdóttir. 4. Áslaug Brynjólfsdóttir. 14. Sveinn Grétar Jónsson. 24. Anna Huld Óskarsdóttir. 5. Ösk Aradóttir. 15. Höskuldur B. Erlingsson. 25. Eyþór Björgvinsson. 6. Sigurður Ingólfsson. 16. Guðrún Einarsdóttir. 26. Helgi Hjartarson. 7. Margeir Daníelsson. 17. Gunnþóra Ónundardóttir. 27. Örnólfur Thorlacius. 8. Arnþrúður Karlsdóttir. 18. Kristján Andri Stefánsson. 28. Þrúður Helgadóttir. 9. Anna Kristinsdóttir. 19. Steingerður Gunnarsdóttir. 29. Steinunn Finnbogadóttir. 10. Þorsteinn Kári Bjarnason. 20. Magni Ólafsson. 30. Haraldur Ólafsson. D-LISTI, BORINN FRAM AF SJÁLFSTÆÐISFLOKKI. 1. Davíð Oddsson. 11. Jóna Gróa Sigurðardóttir. 21. Ragnar Júliusson. 2. Magnús L. Sveinsson. 12. Hilmar Guðlaugsson. 22. Inga Dóra Sigfúsdóttir. 3. Katrin Fjeldsted. 13. Hulda Valtýsdóttir. 23. Haraldur Andri Haraldsson. 4. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. 14. Guðmundur Hallvarðsson. 24. Helga Bachmann. 5. Anna K. Jónsdóttir. 15. Margrét Theodórsdóttir. 25. Pétur Hannesson. 6. Árni Sigfússon. 16. Haraldur Blöndal. 26. Áslaug Friðriksdóttir. 7. Júlíus Hafstein. 17. Ólafur F. Magnússon. 27. Þórir Stephensen. 8. Páll Gíslason. 18. Sigriður Sigurðardóttir. 28. Jónas Bjarnason. 9. Guðrún Zoega. 19. Katrín Gunnarsdóttir. 29. Ingibjörg J. Rafnar. 10. Sveinn Andri Sveinsson. 20. Ingólfur S. Sveinsson. 30. Geir Hallgrímsson. G-LISTI, BORINN FRAM AF ALÞÝÐUBANDALAGI. 1. Sigurjón Pétursson. 11. Elin Þ. Snædal. 21. Monika M. Karlsdóttir. 2. Guðrún Ágústsdóttir. 12. Hulda S. Ólafsdóttir. 22. Arnar Guðmundsson. 3. Guðrún Kristjana Óladóttir. 13. Hildigunnur Haraldsdóttir. 23. Sigrún Valbergsdóttir. 4. Ástráður Haraldsson. 14. Kolbrún Vigfúsdóttir. 24. Sigurbjörg Gisladóttir. 5. Stefanía Traustadóttir. 15. Einar D. Bragason. 25. Þorbjörn Broddason. 6. Einar Gunnarsson. 16. Soffia Sigurðardóttir. 26. Stefán Karlsson. 7. Gunnlaugur Júliusson. 17. Nanna Dröfn Sigurdórsdóttir. 27. Ida Ingólfsdóttir. 8. Guðrún Sigurjónsdóttir. 18. Sigþrúður Gunnarsdóttir. 28. Guðmundur Þ. Jónsson. 9. Páll Valdimarsson. 19. Guðrún Ása Grimsdóttir. 29. Tryggvi Emilsson. 10. Valgerður Eiriksdóttir. 20. Ólafur Jensson. 30. Adda Bára Sigfúsdóttir. H-LISTI, BORINN FRAM AF NÝJUM VETTVANGI. 1. Olína Þorvarðardóttir. 11. Sigurður Rúnar Magnússon. 21. Halldóra Jónsdóttir. 2. Kristín Á. Ólafsdóttir. 12. Ásbjörn Morthens. 22. Kristin B. Jóhannsdóttir. 3. Bjarni P. Magnússon. 13. Rut L. Magnússon. 23. Haraldur Finnsson. 4. Guðrún Jónsdóttir. 14. Reynir Ingibjartsson. 24. Vilhjálmur Árnason. 5. Hrafn Jökulsson. 15. Helgi Björnsson. 25. Skjöldur Þorgrimsson. 6. Ásgeir Hannes Eiríksson. 16. Árni Indriðason. 26. Guðrún Ómarsdóttir. 7. Gísli Helgason. 17. Aðalheiður Fransdóttir. 27. Ragnheiður Daviðsdóttir. 8. Aðalsteinn Hallsson. 18. Björn Einarsson. 28. Magnús H. Magnússon. 9. Pálmi Gestsson. 19. Kristrún Guðmundsdóttir. 29. Magnús Torfi Ólafsson. '10. Kristín Dýrfjörð Birgisdóttir. 20. Gunnar H. Gunnarsson. 30. Guðrún Jónsdóttir. M-LISTI, BORINN FRAM AF FLOKKI MANNSINS. 1. Áshildur Jónsdóttir. 11. Steinunn Pétursdóttir. 21. Sigurbergur M. Ólafsson. 2. Sigríður Hulda Richards. 12. Stígrún Ása Ásmundsdóttir. 22. Freydis Jóna Freysteinsdóttir. 3. Halldóra Pálsdóttir. 13. Brynjar Ágústsson. 23. Jóhanna Dögg Pétursdóttir. 4. Friðrik Vaígeir Guðmundsson. 14. Ásbjörn Sveinbjörnsson. 24. Hrannar Jónsson. 5. Einar Leo Erlingsson. 15. Guðmundína Ingadóttir. 25. Sigurbjörg Ása Óskarsdóttir. 6. Sigurður Sveinsson. 16. Margrét Gunnlaugsdóttir. 26. Anton Jóhannesson. 7. Guðmundur Garðar Guðmundsson. 17. Elísabet Rósenkarsdóttir. 27. Ásvaldur Kristjánsson. 8. Svanhildur Oskarsdóttir. 18. Tryggvi Kristinsson. 28. Skúli Pálsson. 9. Guðmundur Sigurðsson. 19. Sigrún Baldvinsdöttir. 29. Elin Þórhallsdóttir. 10. Aslaug 0. Harðardóttir. 20. Jóhanna Eyþórsdóttir. 30. Erling St. Huldarsson. V-LISTI, BORINN FRAM AF KVENNALISTA. 1. Elín G. Ólafsdóttir. 11. Hulda Ólafsdóttir. 21. Sigrún Sigurðardóttir. 2. Guðrún Ögmundsdóttir. 12. Bryndís Brandsdóttir. 22. Sigrún Agústsdóttir. 3. Ingibjörg Hafstað. 13. Elin Guðmundsdóttir. 23. Helga Thorberg. 4. Elin Vigdis Ólafsdóttir. 14. Stella Hauksdóttir. 24. Sigríður Lillý Baldursdóttir. 5. Margrét Sæmundsdóttir. 15. Guðrún Agnarsdóttir. 25. Borghildur Maack. 6. Hólmfríður Garðarsdóttir. 16. Hólmfríður Árnadóttir. 26. Magdalena Schram. 7. Guðrún Erla Geirsdóttir. 17. Kristín Jónsdóttir. 27. Sigriður Dúna Kristmundsd. 8. Helga Tuliníus. 18. Guðný Guðbjörnsdóttir. 28. Kristín Ástgeirsdóttir. 9. Kristin A. Árnadóttir. 19. María Jóhanna Lárusdóttir. 29. Laufey Jakobsdóttir. 10. Ina Gissurardóttir. 20. Málhildur Sigurbjörnsdóttir. 30. Ingibjörg Sólrún Gisladóttir. Z-LISTI, BORINN FRAM AF GRÆNU FRAMBOÐI. 1. Kjartan Jónsson. 11. Anna M. Birgisdóttir. 21. Björn Steindórsson. 2. Óskar D. Ólafsson. 12. Sigurður B. Sigurðsson. 22. Halldór Carlsson. 3. Gunnar Vilhelmsson. 13. Þór Ó. Víkingsson. 23. Sigurður Ó. Gunnarsson. 4. Sigrún M. Kristinsdóttir. 14. Guðrún Ólafsdóttir. 24. Máni Svansson. 5. Sigurður Þ. Sveinsson. 15. Jón G. Daviðsson. 25. Fríða Jónsdóttir. 6. Sigríður E. Júllusdóttir. 16. Bjarni Hákonarson. 26. Jóhannes K. Kristjánsson. 7. Metúsalem Þórisson. 17. Ingunn Arnardóttir. 27. Kristvin J. Sveinsson. 8. Guðmundur Þórarinsson. 18. Ásgeir Sigurðsson. 28. Íris B. Smáradóttir. 9. Árni Ingólfsson. 19. Birna Tómasdóttir. 29. Sigurður Bragason. 10. Sigurður M. Grétarsson. 20. Stefán Bjargmundsson. 30. Olafur R. Dýrmundsson. Kjörfundur hefst kl . 9.00 árdegis og lýkur honum kl. 11.00 síðdegis. Yfirkjörstjórnin hefur á kjördegi aðsetur í kennarastofu Austurbæjarskólans. Yfirkjörstjórnin í Reykjavík, 2. maí 1990. Guðmundur Vignir Jósefsson. Helgi V. Jónsson. Guðríður Þorsteinsdóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.