Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1990, Qupperneq 16
16
FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 1990.
FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 1990.
25
Iþróttir
Þrr heimsmeistarar
á meðal keppenda
á Evrópumeistaramótinu í kraftlyftingum í íþróttahúsi Vals
Evrópumeistaramótiö í
kraftlyftingum veröur
háð um helgina í íþrótta-
húsi Vals að Hlíðarenda
og er þetta í fyrsta sinn sem slíkt
mót er haldið hér á landi. Tíu ís-
# Magnús Ver Magnusson hefur
Evrópumeistaratitil að verja í Vals-
heimilinu.
lenskir kraftlyftingamenn taka
þátt í mótinu en alls hafa um 75
keppendur tilkynnt þátttöku sina
og þar á meðal eru þrír núverandi
heimsmeistarar.
Þaö eru þeir Jarmo Virtanen frá
Finnlandi, sem keppir í 82,5 kg
flokki, Vilmen frá Finnlandi, sem
keppir í 125 kg flokki, og John
Neighbor frá Bretlandi sem keppir
í 110 kg flokki.
• Magnús Ver Magnússon á Evr-
ópumeistaratitil aö veija í 125 kg
flokki en þar keppir heimsmeistar-
inn Vilmen frá Finnlandi og verður
fróðlegt að sjá hvort Magnús nái
aö leggja heimsmeistarann að velli.
Skúli Óskarsson, fyrrum heims-
methafi, veröur á meðal keppenda
og keppir hann í 75 kg flokki ásamt
Kára Elíssyni sem ætlaði reyndar
aö keppa í 67,5 kg flokki en honum
tókst ekki að létta sig.
„Það er búið að vera mikil vinna
í kringum þetta mót en um leiö
geysilega skemmtileg. Við áttum
ekki von á þvi aö fá að halda þetta I
mót þegar við sóttum um það en I
þegar okkur barst það svar að við I
heföum fengið mótið ákváðum við I
aö gera okkar besta og ég vona að |
það takist,“ sagöi Óskar Sigurpáls-
son, formaöur Kraftlyftingasam-
bands íslands.
„Ég held að okkar möguleikar á I
sigri á mótinu séu í 90 kg flokki en I
þar keppir Jón Gunnarsson í 1251
kg flokki þar sem Magnús Verl
keppir og í yfirþungarvigt þar sem |
Hjaiti Árnason er á meöal kepp-
enda. Og með góðum stuðningi|
fólks eiga allir þessir kappar mögu-
leika á verölaunasæti og ég skora |
á fólk aö hvetja okkar menn ogl
koma í íþróttahús Vals um helg- f
ina,“ sagði Óskar.
Davíö Oddsson mun setja mótiö I
kl. 11 í dag og klukkustundu siöar I
hefst keppni í 52 og 56 kg flokki. I
Kl. 16 hefst keppni i 60 kg flokki I
og kl. 20 hefst keppni í 67,5 kg|
þyngdarflokki. -GH |
Þessi kampakáti
tennisleikari heitir
Andrei Chesnokov og
er Sovétmaður. Sové-
skir tennisleikarar hafa
ekki verið sigursælir á
alþjóðlegum tennismót-
um. Á því varð breyting
á dögunum er Chesn-
okov sigraði glæsilega
á opna Monte Carlo
mótinu i Mónakó.
Chesnokov lék til úrslita
gegn Thomas Muster
frá Ástralíu og sigraði
7-5,6-3, og 6-3. Er þetta
stærsti sigur Sovét-
mannsins á tennisvell-
inum til þessa og á
myndinni fagnar hann
sigrinum.
Símamynd Reuter
Sport-
stúfar
Tveir leikir fóru fram
í fyrrakvöld í úrshta-
/7 | keppni NBA-deildar-
" innar í körfuknattleik.
New York Knicks sigraði Boston,
102-99, í æsispennandi leik. Larry
Bird átti möguleika aö jafna á síð-
ustu sekúndunum en þriggja
stiga skot hans geigaði. Bird var
stigahæstur Boston leikmann-
anna eins og oft áður og skoraði
31 stig en Patrick Ewing var stig-
hæstur hjá NY Knicks með 33
stig og að auki hirti hann 19 frá-
köst. Eftir þrjá leiki leiðir Boston,
2-1. Þá sigraði Phoenix lið Utah
Jazz, 120-105, og er staðan, 2-1,
fyrir Phoenix.
Emil sigraði í
haglabyssuskotfimi
Liða og einstaklingskeppni í
haglabyssuskotfimi var haldið á
velli Skotfélagsins í Keflavík um
síðustu helgi. í einstakhngs-
keppninni sigraði Emil Kárason,
Skotfélagi A-Skaftafellssýslu,
hann fékk 88 stig af 100 möguleg-
um. í öðru sæti varð Sigurður
Gunnarsson, Skotfélagi Keflavík-
ur, sem hlaut 82 stig. í þriðja
sæti varð Einar Páh Garðarsson,
Skotfélagi Keflavíkur, eftir
bráðabana við Óskar Pál Sveins-
son, Skotfélagi Hafnarfjarðar, en
þeir fengu báðir 80 stig.
Íþróttahátíð Grunnskóla
Reykjavíkur1990
Það verður mikið um
aö vera á íþróttasvæð-
um borgarinnar í
Laugardal í dag. Þá fer
fram íþróttahátíð Grunnskóla
Reykjavíkurborgar og munu
keppnedur verða um 2000. Móts-
setnig verður í Laugardalshöll kl.
13 en þar sýna unglingar úr Ár-
manni fimleika og Reykjavíkur-
meistarinn í „frístæl" sýnir dans.
Síðan hefst dagskráin með hinum
ýmsu íþróttagreinum auk þess
verður leiktækjasvæði, hjólreiða-
brautir og torfærubrautir ásamt
mörgu öðru.
• Guðmundur Torfason leikur varla með St. Mirren i lokaleiknum um helgina.
„Hvfldinni feginn“
- segir Guðmundur Torfason hjá St. Mirren
„Ég á ekki von á því að geta leikið síðasta leikinn í deildinni á morgun gegn Dundee
Utd. vegna meiðsla aftan í læri sem ég hlaut á æfingu fyrr í vikunni,“ sagði Guðmund-
ur Torfason hjá St. Mirren í samtali við DV í gær.
„Þetta er búið að vera langt og strangt tímabil hjá okkur í vetur og ég er hvíldinni
feginn enda hafa læknar liösins ráðlagt mér að taka mér gott frí og ná mér fullkomlega
af meiðslunum. Mér hefur líkað mjög vel hjá St. Mirren og það þarf að vera mjög
freistandi tilboð ef ég á að fara frá félaginu. Lið St Mirren hefur undanfarnar vikur
verið með Vestur-Þjóðverjan Thomas Stickroth að láni frá Bayem Uerdingen og í síð-
ustu viku skrifaði Stickroth undir tveggja ára samning við félagið, en hann leikur í
stööu hægri tengiliðs. Þetta er mjög sterkur leikmaður og á eftir að styrkja liðið mik-
ið. Það verða líklega 2-3 leikmenn keyptir fyrir næsta keppnistímabil og markið er
sett hátt eða alla leið á toppinn,“ sagði Guðmundur Torfason, markahæsti leikmaður
St. Mirren en hann skoraði 13 mörk á tímabilinu.
-GH
Robson velur
26 leikmenn
Bobby Robson, lands-
liðseinvaldur Eng-
iands í knattspyrnu,
hefur valið 26 leik-
menn fyrir heimsmeistarakeppn-
ina í knattspyrnu á ítaliu í sum-
ar. Fjórir af þessum leikmönnum
verða síðan að sitja heima þega
landsliðið heldur til Ítlaíu. Hóp-
urinn lítur þannig út: Peter Shil-
ton, Chris Woods, Dave Seaman,
Dave Bessant eru markverðir og
aörir leikmenn, Gary Stevens,
Paul Parker, Des Walker, Terry
Butcher, Tony Adams, Mark
Whright, Stuart Pearce, Tony
Dorigo, Chris Waddle, David Roc-
astle, Trevor Steven, Neil Webb,
Bryan Robson, Paul Cascoigne,
Steve McMahon, Steve Hodge,
John Barnes, Peter Beardsley,
Gary Lineker, Alan Smith, Steve
Bull, David Platt.
• Enska landsliðið leikur tvo
landsleiki í þessum mánuði. 15.
maí leikur liðið gegn Danmörku
og gegn Uruguay viku seinna.
Eftir þá leiki mun Robson gera
uþp hug sinn en víst er aö mark-
vörður, miðvörður, tengiliður og
framherji munu hverfa úr lands-
liðshópnum.
íþróttir
helgarinnar
bls. 23
Sportstúfar
• Golfklúbburinn Keilir mun standa fyrir
golfnámskeiðum í sumar á félagssvæðinu
á Hvaleyrarholti. Leiðbeinandi á nám-
skeiðunum verður Arnar Már Ólafsson.
Frekari upplýsingar eru gefnar í síma
53360 á daginn.
• Kays-mótinu í golfi, sem átti að fara
fram á Havaleyrarholtsvelli í Hafnarfirði
um næstu helgi, hefur verið frestað um
óákveðinn tíma.
• Mikið veröur um að vera hjá íþrótta-
félaginu Gerplu í Kópavogi. Dagurinn
hefst með innanfélagsmóti í fimleikum í
íþróttahúsinu Digranesi kl. 10 fyrir hádegi
og er áætlað að það standi til kl. 17. Keppt
verður í ýmsum getuflokkum (grunn-
hópar, framhaldshópar og keppnishópar).
Aðalfundur Gerplu verður haldinn sama
dag í húsi félagsins að Skemmuvegi 6 og
hefst kl. 17.30. Þessum viðburðaríka degi
lýkur síðan með árshátíð, sem haldin
verður í sal Skagfirðingafélagsins að Síö-
umúla 35 og verður húsiö opnað kl. 19.30.
• Haukar í Hafnarfirði taka í dag fyrstu
skóflustunguna að framtíðarsvæði félags-
ins á Ásvöllum. Allir félagar og stuðnings-
menn Hauka eru boðnir velkomnir og
hefst athöfnin kl. 18.
• Bordeaux féll í fyrrakvöld út úr
frönsku bikarkeppninni í knattspyrnu
þegar hðið beið lægri hlut gegn Racing
Paris i vítaspyrnukeppni. Liðin voru jöfn,
1-1, í lok framlengingar. Marseilles vann
Cannes, 0-3, og skoraði öll mörkin seint í
framlengingu. Montpelher vann Avignon,
0-1, og St. Etienne sigraði Mulhouse í víta-
spyrnukeppni eftir 2-2jafntefli. Sigurliðin
fjögur eru komin í undanúrslit.
Hennundur Sigmundsson, DV, Noregi:
Brann, lið Teits og Ólafs Þórðarsona,
verður án fyrirliða síns, landsliðsmanns-
ins Pers Egils Ahlsens, næstu ijórar vik-
urnar. "Hann meiddist á hné í leiknum
gegn Strömgodset í fyrstu umferð norsku
1. deildarinnar í knattspyrnu og það er
mikið 'áfall fyrir Brann. Ahlsen er leik-
stjórnandi hðsins og Teitur hefur byggt
spilið upp í kringum hann. Brann mætir
Kongsvinger í 2. umferð á heimavelli sín-
um í Bergen um helgina en bæði lið unnu
leiki sína í fyrstu umferðinni.
Hermundur Sigmundsson, DV, Noregi:
Elverum, lið Þóris og Gríms Hergeirs-
sona frá Selfossi, tryggði sér á dögunum
sæti í 2. dehd norska handboltans. Elver-
um háði harða keppni við Lillehammer
um efsta sætið í sínum riðh, og hafði betur
með einu stigi þegar upp var staðið en hð-
in skildu jöfn í síöustu umferðinni.
Þórir hefur verið endurráðinn þjálfari
Elverum fyrir næsta tímabh og Grímur
mun halda áfram að leika með liðinu.
Gústaf heldur áfram með Fram
Gústaf Björnsson verður áfram þjálfari karlaliðs Fram í handknattleik sem leikur á
ný í 1. deildinni næsta vetur eftir eins árs dvöl í 2. dehd. Þetta verður þriðja tímabil
Gústafs meö liðið, hann stjórnaði Frömurum þegar þeir féhu fyrir tveimur árum og
leiddi þá síðan til yfirburðasigurs í 2. deildinni í vetur.
_______________________________________________________________íþróttir
Sovéski handboltaþjálfarinn Boris Akbachev hjá UBK í DV-viðtali:
„Bogdan leit á
sig sem kóng
hér á íslandi“
- „Þorbergur á eingöngu að hugsa um HM á íslandi 1995,“ segir Boris
Það er greinilegt að Boris Akbac-
hev hefur mjög ákveðnar skoðanir
á þeim málum hér á landi og er
ekki alls kostar ánægður með gang
mála hjá íslenskum liðum. Hann
segir: „Það er gífurlega mikil vinna
að þjálfa handknattlkeikshð og í
flestum tilfellum kemst aðalþjálf-
arinn varla yfir sitt verk. Liðin
þurfa því að ráða aðstoðarþjálfara.
Tími liðsstjóra, sem hugsa um
vatnsbrúsana, -er einfaldlega lið-
inn.“
„Mér líður mjög
vel hér á íslandi“
Boris heldur áfram: „Mér líöur '
mjög vel hér á íslandi. Konan er
hér hjá mér en synir okkar tveir
búa með íjölskyldum sínum í
Moskvu. Ég vona að ég geti komiö
góðum málum th leiðar fyrir ís-
lenskan handknattleik. Ég hugsa
lítið um peninga. Hjá mér er vinn-
an númer eitt og ég legg mig allan
fram um að skila mínu verki vel.
Ég er bjartsýnn og dásamlegt veður
eins og er hér í Reykjavík í dag
gerir mann ánægðan með lífið,“
sagði þessi knái en smái Sovétmað-
ur í viðtahnu við DV í gær.
-SK
„Þorbergur á eingöngu að
hugsa um HM á lslandi“
- Nú hefur þorbergur Aðalsteins-
son veriö ráðinn landsliðsþjálfari
og eftirmaður Bogdans. Hvernig
líst þér á þá ráðningu?
„Ég hef ekki lagt það í vana minn
að ræöa mikið í fjölmiðlum um
aðra þjálfara en auðvitað hef ég
mínar eigin skoðanir. Þetta verður
án efa mjög erfitt hjá Þorbergi.
Hann er ungur og hefur litla
reynslu að baki sem þjálfari. Það
er hins vegar staðreynd að hann
var ráðinn. Ég tel að Þorbergur
eigi að einbeita sér alfarið að
heimsmeistarakeppninni árið 1995.
Hann á umfram allt að nota yngri
leikmenn og hvíla þá eldri. Hann á
að mínu mati ekki að hugsa um þá
leikmenn sem leika erlendis í dag
og veröa komnir yfir besta aldur
handknattleiksmanna árið 1995.
Nú er tími til uppbyggingar hjá ís-
lenska landsliðinu."
„Það þarfaðfaraað
yngja Valsliðið upp“
- Nú varst þú hér á árum áður
þjálfari hjá Val. Ert þú sáttur við
frammistöðu Valsliðsins á nýaf-
stöðnu keppnistímabili?
„Varðandi Valsliðið vil ég aðeins
segja það að það er kominn tími
fyrir Þorbjörn Jensson að fara aö
huga að yngri leikmönnunum hjá
Val. Hvað gerist hjá Val ef til dæm-
is Jakob Sigurðsson eða Valdimar
Grímsson hverfa skyndilega á
braut? Það sem þá mun koma í ljós
er einfaldlega það að yngri leik-
menn eru ekki til staðar enn sem
• Boris Akbachev, sovéski handboltaþjálfarinn hjá Breiðabliki i Kópavogi og fyrrverandi landsliðsþjálfari
Sovétríkjanna, hefur ákveðnar skoðanir á ýmsum málum varðandi handknattleikinn hér á landi eins og fram
kemur i viðtalinu hér á síðunni. Hér sést Boris Akbachev virða fyrir sér DV i gær. DV-mynd GVA
„Lið Breiðabliks er mjög ungt í
dag en í því eru margir efnilegir
leikmenn. Liðið verður þó ekki gott
nema með mikilli vinnu og þrot-
lausum æfingum. Við munum æfa
fimm sinnum í viku í allt sumar.
Þetta hefst ekki öðruvísi.“
„Bogdan leit á sig
sem kóng á íslandi“
- Nú hefur Bogdan Kowalczyk látið
af störfum landshðsþjálfara. Er það
rétt að hann hafi leitað ráða hjá þér
og haft mikið samband við þig er
hann þjálfaði landsliðið?
„Já. Bogdan hafði nokkuð mikið
samband við mig. Ég var oft ekki
sammála því sem hann var að gera
en þó stundum. Bogdan vann öðru-
vísi en ég vil að þjálfarar vinni.
Hann ráðfærði sig ekki mikið við
aðra menn. Hann var einn síns liðs
og leit á sig sem kóng í starfinu hér
á íslandi," segir Boris Akbachev.
komið er. Þegar ég var þjálfari hjá
Val hóf ég strax uppbyggingu og
tók mjög unga leikmenn fyrir. Þar
get ég nefnt Jakob, Valdimar, Júl-
íus, Geir og fleiri. Þeir voru margir
sem spurðu á sínum tíma hvað í
ósköpunum þessir leikmenn væru
að gera í meistaraflokkshópnum.
Ég tel hins vegar að ég hafi farið
rétt að. Nú þarf Þorbjörn Jensson
að fara að gefa yngri leikmönnun-
um tækifæri og hann veit það. Ég
veit að það tekur í þaö minnsta 3
ár að gera ungan leikmann tilbúinn
fyrir 1. deildar keppni.“
„Breyttfyrirkomulag er
alveg bráðnauðsynlegt“
- Nú hafa margir látið í ljós þá
skoðun að ef íslenskur handknatt-
leikur á að halda stöðu sinni í fram-
tíðinni þá verði að breyta keppnis-
fyrirkomulaginu i 1. dehd og fjölga
leikjum. Hver er þín skoöun?
„Eg er sammála því að það þurfi
að gera breytingar ogfjölga leikjum
mikiö. Það nær engri átt að leika
aðeins einn leik á viku. Mín hug-
mynd er að í 1. deild ættu að vera
12 lið. Liðin myndu leika tvöfalda
umferð eða 22 leiki á lið. Þegar hér
væri komið sögu kepptu 6 efstu lið-
in sér og 6 neðstu liðin sér, tvöfalda
umferð eða 10 leiki á liö. Loks
myndu 2 efstu liðin leika 2 eða 3
leiki um meistaratithinn ef bhið á
milli þeirra væri til að mynda inn-
an við 5 stig en ef það væri meira
væri efsta liðið einfaldlega meist-
ari.“
„Tími liðsstjóranna er
einfaldlega liðinn“
Við snúum okkur aftur að þjálfun.
„Eg hef ákveðnar skoðanir varðandi handboltann á íslandi, bæöi varðandi þjálfara og leikmenn. Ef
íslenskur handbolti á ekki að dala, og þar meö árangur landsliðsins, verða þeir menn sem ráða ferð-
inni að hugsa meira til framtíðarinnar," segir sovéski þjálfarinn Boris Akbachev í viðtali við DV.
Boris er mjög þekktur þjálfari í heimalandi sínu. Hann varð sovéskur meistari með herliði CSKA
Moskva árið 1956 en þá var fyrst keppt um sovéska meistaratitilinn í handknattleik. Eftir að ferlinum inni á
vellinum lauk hóf Boris að þjálfa og árið 1967 var hann ráðinn landsliðsþjálfari Sovétríkjanna. Var hann með
landsliðiö til ársins 1970. Aftur tók hann við stjórninni hjá sovéska liðinu árið 1971 og var landsliösþjálfari til
ársins 1974. Boris Akbachev hefur gert þriggja ára samning við 2. deildar lið Breiðabliks og hlýtur vera þessa
snjalla þjálfara að vera Blikum mikil hvatning.
-VS