Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1990, Síða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1990, Síða 25
FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 1990. 33 Afmæli Jóhann Ágústsson Jóhann Agústsson, aöstoðar- bankastjóri Landsbankans, Fífu- hvammi 7, Kópavogi, er sextugur í dag. Jóhann er fæddur í Reykjavík og ólst þar upp í foreldrahúsum. Hann lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskóla Reykjavíkur 1948, var í bankanámi og frönskunámi í Institut du Pantheon í París 1952- 1953 og starfsmaður Scandinavian Bank í London 1974-1975. Jóhann hóf störf í Landsbanka íslands í febrúar 1949 og hefur unnið þar síðan í ýmsum deildum bankans. Hann varð fulltrúi gjaldeyrisdeild- ar 1959, deildarstjóri þar 1960, úti- bússtjóri í Austurbæjarútibúi í nokkur ár, starfsmannastjóri um skeið, síðan framkvæmdastjóri af- greiðslusviðs og hefur verið aðstoð- arbankastjóri sl. tvö ár. Jóhann hefur starfað mikið í Frímúrara- reglunni, sat lengi í stjóm Alliance Francaise í Reykjavík og hefur starfað í Lionshreyfmgunni í tíu ár. Jóhann kvæntist 29. ágúst 1952 SvöluMagnúsdóttur, f. 15. sept- ember 1933. Foreldrar Svölu eru: Magnús Jóhannesson, yfirfram- færslufulltrúi í Reykjavík, en hann er látinn, og kona hans, Fríða Jó- hannsdóttir. Jóhann og Svala eiga þrjú börn. Þau eru Magnús Valur, f. 2. desember 1954, verkfræðingur hjá Vegagerð ríkisins, kvæntur Bjarnveigu Ingvarsdóttur og eiga þau þrjú börn; Guðmundur Örn, f. 23. desember 1960, markaðsstjóri hjá Stöð 2, kvæntur írisi Gunnars- dóttur og eiga þau eina dóttur; Sól- veig Fríða, f. 30. nóvember 1972, menntaskólanemi í foreldrahús- um. Systkini Jóhanns eru Hörður myndlistarmaður; Kristín hús- móðir í Bandaríkjunum og Erla, starfsmaður hjá Flugleiðum í Reykjavík. Foreldrar Jóhanns eru: Ágúst Markússon, f. 30. júlí 1891, d. 30. desember 1965, veggfóðrarameist- ari í Rvík, og kona hans, Guðrún Guðmundsdóttir, f. 4. júlí 1893, d. 27. september 1947. Föðurbróðir Jóhanns er Karl, afi Markúsar Arnar Antonssonar útvarpsstjóra. Ágúst var sonur Markúsar, söðla- smiðs í Rvík, bróður Guðlaugs, afa Andrésar Gestssonar nuddara, Óskars Jónssonar fræðimanns og langafa Víglundar Þorsteinssonar, formanns Félags íslenskra iðnrek- enda. Markús var sonur Þorsteins, b. í Gröf í Hrunamannahreppi, bróður Jóns, langafa Þorsteins Ein- Jóhann Ágústsson. arssonar íþróttafulltrúa. Þorsteinn var sonur Jóns, b. á Högnastöðum, Jónssonar, ættfóður Högnastaða- ættarinnar. Móðir Markúsar var Guðrún, systir Ingibjargar, langömmu Eðvarðs Sigurðssonar alþingismanns. Guðrún er dóttir Jóns, b. í Galtafelli, Björnssonar, b. í Vorsabæ, Högnasonar, lög- réttumanns á Laugarvatni, Björns- sonar, bróður Sigríðar, móður Finns Jónssonar biskups. Móðir Jóns var Bryngerður Knútsdóttir, systir Sigríðar, ömmu Tómasar Guðmundssonar skálds og Hann- esar þjóðskjalavarðar og Þorsteins hagstofustjóra Þorsteinssona. Móðir Guðrúnar var Guðrún Guð- mundsdóttir, prests í Hruna, Magnússonar, prests á Þingvöllum, Sæmundssonar, prests í Miklabæ, Magnússonar, b. í Bræðratungu, Sigurðssonar. Móðir Sæmundar var Þórdís Jónsdóttir (Snæfríður íslandssól). Móðir Ágústs var Jó- hanna Sveinbjörnsdóttir, b. í Ási, Jónssonar, og konu hans, Kristínar Einarsdóttur, systir Ingveldar, langömmu Steinþórs Gestssonar alþingismanns. Móðursystir Jóhanns er Andrea, amma Kristjáns Oddssonar, fram- kvæmdastjóra íslandsbanka. Guð- rún var dóttir Guðmundar, veit- ingamanns í Rvík, bróður Guð- mundar, langafa Jóhanns Hjartar- sonar stórmeistara. Guðmundur var sonur Ámunda, b. á Sandlæk í Gnúpverjahreppi, Guðmundsson- ar og konu hans, Guðríðar Guð- mundsdóttur, b. í Langholti, Björnssonar. Móðir Guðríðar var Guðrún Ámundadóttir, smiðs og málara í Syðra-Langholti og vefara í Innréttingunum í Rvík, Jónsson- ar. Móðir Guðrúnar Guðmunds- dóttur var Kristín, systir Magnús- ar, afa Stefáns Péturssonar, aðstoð- arbankastjóra Landsbankans. Kristín var dóttir Andrésar, b. og hreppstjóra í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi, Magnússon- ar, alþingismanns í Syðra-Lang- holti, Andréssonar, langafa Ás- mundar Guðmundssonar biskups og Sigríðar, móður Ólafs Skúlason- ar biskups. Móðir Magnúsar var Margrét Ólafsdóttir, b. á Efra-Seli, Magnússonar og konu hans, Mar- ínar Guðmundsdóttur, b. á Kóps- vatni, Þorsteinssonar, ættfoður Kópsvatnsættarinnar. Móðir Andrésar var Katrín Eiríksdóttir, b. og dbrm. á Reykjum á Skeiðum, Vigfússonar, ættföður Reykjaætt- arinnar, langafa Sigurgeirs Sig- urðssonar biskups, föður Péturs biskups. Móðir Katrínar var Ing- unn Eiríksdóttir, b. í Bolholti, Jóns- sonar, ættföður Bolholtsættarinn- ar, langafa Páls, langafa Björns Líndals, aðstoðarbankastjóra Landsbankans. Þau hjónin taka á móti gestum í Akoges-salnum í Sig- túni 3, Reykjavík, á afmæhsdaginn, föstudaginn 4.5. milli klukkan 17 og 19:00. Kristín Friðriksdóttir Kristín Friðriksdóttir, húsfreyja frá Rauðhálsi í Mýrdal, er áttatíu ára í dag. Kristín var húsfreyja aö Norður- Hvoli í Mýrdal 1929-72 en þá flutti hún að Laugardælum í Flóa og það- an á Kirkjuveg 8 á Selfossi. Kristín giftist 30.11.1929 Kristjáni Bjarnasyni, b. að Norður-Hvoli. Börn Kristinar og Kristjáns eru Bjarni, f. 1929, vélaverkfræðingur og rektor Tækniskóla íslands, kvæntur Snjólaugu Bruun húsmóð- ur; Elínhorg, f. 1930, húsmóðir, gift Baldri E. Jóhannessyni mælinga- verkfræðingi; Ester, f. 1931, hjúkr- unarkona á Akureyri, gift Bjarna Gestssyni vélgæslumanni; Friörik, f.1932, löggiltur rafverktaki í Reykjavík, kvæntur Auði Sigurðar- dóttur húsmóður; Magnús, f. 1938, skrifstofustjóri Búnaðarbanka ís- lands í Vík í Mýrdal, kvæntur Thor- dis A. Kristjánsson húsmóður; Þór- arinn, f. 1945, framkvæmdastjóri á Akureyri, kvæntur Guðrúnu Hall- grímsdóttur; Sigríður Kristín, f. 1946, húsmóðir í Reykjavík, og Sig- urður, f. 1951, búsettur í Svíþjóð,' kvæntur Ölfu Hjaltalín Systkini Kristínar eru Vigfús, f. 1897, vinnumaður á Rauðhálsi; Sig- urður, f. 1898, útgerðarmaður í Vest- mannaeyjum; Þorbergur, f. 1899, skipstjóri á Sviða; Oddsteinn, f. 1903, útgerðarmaður í Vestmannaeyjum; Árþóra, f. 1904, húsfreyja á Borg í Stykkishólmi; Högni, f. 1907, sjó- maður í Vestmannaeyjum; Sigríður, f. 1908, húsfreyja í Vestmannaeyj- um, nú í Reykjavík; Ólafur, f.1911, umsjónarmaður Gagnfræðaskólans á Selfossi; Ragnheiður, f. 1912, hús- freyja í Vestmannaeyjum; Þórunn, f. 1901, húsfreyja í Vestmannaeyj- um; Ragnhildur, f. 1902, húsfreyja í Vestmannaeyjum; Þórhallur, f. 1913, smiður og kennari í Skógum undir Austur-Eyjaflöllum, og Þór- halla, f. 1915, húsfreyja í Kópavogi. Foreldrar Kristínar voru Friðrik Vigfússon, b. á Rauðhálsi, og kona hans, Þórunn Sigríður Oddsdóttir, húsfreyja frá Pétursey. Meðal föðursystkina Kristínar eru Elsa, straukona í Skólastræti 5, Reykjavík, Þorbergur Halldór, for- sætisráðherra á eyju í Kyrrahafinu; Helga, húsfreyja á Bergstaðastræti 26, átti Jóhannes Jónsson, trésmið í Kvöldúlfi hf„ frá Deildartungu. Meðal móðursystkina Kristínar eru Sigurður, skipstjóri og hafn- sögumaður í Reykjavík, átti Herdísi Jónsdóttur frá Skipholti í Hruna- mannahreppi; Jón, trésmiður í Reykjavík, átti Jórunni Guömunds- dóttur húsfreyju, og Guðrún, hús- freyja á Ránargötu 32, Reykjavík, átti Kristinn Einarsson skútuskip- stjóra. Friðkrik var sonur Vigfúsar, óð- alsb. á Ytri-Sólheimum í Mýrdal Þórarinssonar og konu hans, Þór- dísar Berentsdóttur, óðalsb. á Ytri- Sólheimum, Sveinssonar, og konu hans, Helgu Þórðardóttur, prófasts á Felli í Mýrdal, Brynjólfssonar, b. í Skipagerði í Landeyjum, Guð- mundssonar. Faðir Vigfúsar er Þór- arinn Eyjólfsson frá Mörtungu, b. á Seljalandi í Fljótshverfi, Þórarins- sonar. Kona Þórarins á Seljalandi er Guðríður Eyjólfsdóttir, b. á Ytri- Sólheimum, Alexanderssonar, föð- urbróður Berents Sveinssonar. Fyrri kona Eyjólfs og móðir Guðríð- ar á Seljalandi er Gauðríður Sigurð- Kristín Friðriksdóttir. ardóttir, prests í Eystri-Ásum, Högnasonar, prófasts og staðar- haldara á Breiðabólstað í Fljótshlíð (Presta-Högna) Sigurðssonar. Móðir Kristínar, Þórunn Sigríður er dóttir Odds Jónssonar frá Jóns- húsi í Vestmannaeyjum og konu hans, Steinunnar Sigurðardóttur, húsfreyju frá Kaldrananesi, Eyjólfs- sonar, Þorsteinssonar í Breiðuhlíð. Kona Eyjólfs í Breiðuhlíð var Ólöf, systir Guðríðar á Seljalandi. Jóhanna J. Thorlacius Jóhanna J. Thorlacius, deildar- stjóri á Vistheimilinu á Vífilsstöð- um, Markarflöt 3, Garðabæ, er fimmtugídag. Jóhanna fæddist í Reykjavík og ólst þar upp í austurbænum. Hún lauk námi við Hjúkrunarskóla ís- lands 1962, varhjúkrunarfræðing- ur við Landspítalann ööru hvoru frá 1962-66, við Kleppsspítalann frá 1966 og í nokkur ár skólahjúkruna- rfræðingur við Flataskóla í Garðabæ en hefur sl. tólf ár starfað á Vistheimilinu á V ífilsstöðum. Jóhanna giftist 20.4.1961 Ólafi Þ. Thorlaciusi, deildarstjóra við Sjó- mælingar Islands, f. 21.10.1936, en hann er sonur Guðna Thorlaciusar skipstjóra, sem lést 1975, og Mar- grétar Ó. Thorlaciusar, húsmóður íReykjavík. Börn Jóhönnu og Ólafs eru Mar- Jóhanna J. Thorlacius. grét Ó. Thorlacius, f. 10.11.1961, hjúkrunarfræðingur og nemi í Ljósmæðraskólanum, búsett í Garðabæ, gift Heimi Kristinssyni, f. 1960, og eiga þau tvö börn, Heiðu Lind, f. 1986 og Kristin Bjarna, f. 1987; Sigríður E. Thorlacius, f. 8.8. 1963, stúdent og flugfreyja hjá Flug- leiðum, búsett í Garðabæ, gift Við- ari Magnússyni, f. 1960 og eiga þau einn son, Ólaf Th. Viðarsson, f. 1987; Þórdís Thorlacius, f. 8.9.1964, stúdent og nemi í fataiðn, í foreldr- ahúsum, og Theodóra Thorlacius, f. 24.5.1974, nemi í Garðaskóla. Bróðir Jóhönnu er Þorkell Jó- hannesson, f. 23.3.1934, búsettur í Garðabæ, kvæntur Veru Thómas- dóttur og eiga þau tvö börn, Thóm- as Þorkelsson og Önnu Þorkels- dóttur. Foreldrar Jóhönnu: Jóhannes Zoega Magnússon, f. 7.4.1907, d. 13.1.1957, prentsmiðjustjóri í Al- þýðuprentsmiðjunni í Reykjavík, og Sigríður E. Þorkelsdóttir, f. 27.6. 1909, húsmóðir. Snjólfur Fanndal Snjólfur Fanndal framkvæmda stjóri, Mýrarseli 7, Reykjavík, er fimmtugur í dag, 4. maí. Hann og kona hans, Erla Ingimundardóttir, taka á móti gestum í veitingahúsinu Glæsibæ milh klukkan 17 og 19:00 á afmælisdaginn. Úrval, ódýrara en áður Náið í eintak strax Urval, tímarit Snjólfur Fanndal. Til hammgju meö afmæliö 4. maí 85ára Sveinsína Aðalsteinsdóttir, Reykjavegi 80, Mosfellsbæ. 80 ára Jón Bjarnason, Austurbyggð 17, Akureyri. Sveinn Gamalíelsson, Kópavogsbraut 20, Kópavogi, 70 ára Ríkharður Gestsson, Bakkagerði, Svarfaðardalshreppi. Mekkín Guðnadóttir, Möðruvallarstræti 7, Akureyri. StefánG. Svavars, Álfheimum 36, Reykjavík. 60ára Þorgerður Sveinsdóttir, Jörundarholti 206, Akranesi. 50ára GuðriðurÞórarinsdóttir, Hvassaleiti 153, Reykjavík. Sigmar Björnsson, Mánasundi 1, Grindavík. 40ára Sæmundur Valtýsson, Hæðargerði 33, Reyðarfirði. Örn Þór Einarsson, Litlagerði 13, Hvolhreppi. Jón Ingimundarson, Núpi, Öxarfiarðarhreppi. Petrína Bára Árnadóttir, Faxabraut 12, Keflavík. Björn B. Berthelsen, Miðtúni 7, Tálknafirði. Sveinn Adolfsson, Birkiteig 10, Keflavík. Rúnar Jakobsson, Norður-Reykjmnll, Mosfellsbæ. Rósa Emelía Sigurjónsdóttir, Birkihrauni 2, Skútustaðahreppi. Una Svava Skjaldardóttir, Torfufelli 25, Reykjavík. Hnukur Björnsson, Hæðargarði 24, Reykjavík. Kristín Ellen Hauksdóftir, Sólvöllum 18, Breiðadalshreppi. Sæmundur Alexandersson, Heiðarbóli 61, Keflavik.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.