Dagblaðið Vísir - DV - 04.05.1990, Page 26
34
FÖSTUDAGUR 4. MAÍ 1990.
LífsstíU
/f===h
PAPRIKA
Hagkaup
Bónus
450 599
GURKUR
Mlkllgaróur
Bónus
95 149
TÓMATAR
Hagkaup
Bónus
ll
410 585
SVEPPIR
Nóatún
Mlkllgaróur I
I I
418 549
VINBER
Mlkllgaróur
Nóatún
■ I
275 425
Paprikur er nú hægt að fá í fimm litum, gulum, appelsínugulum, rauðum, grænum og fjólubláum, en verðið fer
ákaflega mikið eftir litnum.
DV kannar grænmetismarkaðinn:
Paprika lækk-
ar í verði
Það er lítil hreyfing á grænmetis-
markaðnum í þessari viku og meðal-
verð á flestum tegundum grænmetis
er mjög svipað og það hefur verið,
þó örlítið lægra á sumum.
Verð á papriku hefur lækkað um
8% frá því í síðustu viku, en einnig
hafa sveppir lækkað um 14%. Ber
þó að taka sveppaverðinu með nokk-
urri varúð því þeir fást ekki alls stað-
ar.
Það var Hagkaup sem var með
hæsta verðið á grænu paprikunni
eða 599 krónur kílóið, en ódýrust var
paprikan í Bónus sem seldi paprik-
una á uni 450 krónur, þar munar því
33%. Meðalverð var 509 krónur.
Græna paprikan var ákaflega mis-
falleg. Sums staðar virtist hún alveg
fersk og ekki hægt að sjá neitt at-
hugavert við hana, en annars staðar
var hún orðin fremur slöpp.
Ódýrustu tómatana var einnig að
finna í Bónus, en þar kostaði kílóið
410 krónur, þar sem þeir voru seldir
i 1/2 kg pokum. Dýrustu tómatarnir
voru í Hagkaup á 585 krónur, en þeir
voru einnig mjög fallegir og girnileg-
ir, alveg mátulega þroskaðir og stór-
Sparigrís vikunnar:
Verslunin
BÓNUS
ir. Verðmunur er í þessu tilviki því
43%.
Bónus átti einnig vinninginn er
kom að gúrkunum en þeir selja kíló-
ið á 95 krónur. Mikligarður kom dýr-
astur út með kílóið á 149 krónur, eða
57% dýrari.
Um 31% verðmunur var á svepp-
unum. Eins og áður sagði voru þeir
ekki til alls staðar og t.d. er Bónus
yfirleitt ekki með sveppi eða vínber.
Þar sem þeir fengust aftur á móti
voru þeir dýrastir í Nóatúni, á 549
krónur, en ódýrastir í Miklagaröi á
418 krónur. Sveppirnir í Nóatúni
voru þó alveg einstaklega fallegir, af
góðri stærð og ljósir.
Það munar 55% á dýrustu og ódýr-
ustu vínberjunum í þessari viku. Þau
ódýrustu fengust í Nóatúni á 275
krónur, en dýrust voru þau í Mikla-
garði á 425 krónur. Það er enn sama
sagan að grænu vínberm eru heldur
ræfilsleg og dökkblettótt og er þá
nægtum sama hvar niður er borið.
Aftur á móti má nú víða fmna virki-
lega góð blá vínber, bæði stór og
bragðgóð. í Hagkaupum voru bláu
vínberin á 339 krónur, í Miklagarði
á 534 krónur og í Fjarðarkaupum á
350.
Bónus býður lægsta veröið á kart-
öflum, eða á 61,60 krónu kílóið fyrir
fimm kílóa poka. Nóatún býður næst
best með þriggja kílóa poka á 249, eða
83 krónur kílóið. Flestir eru þó með
tveggja kílóa pokana frá Ágæti á 243,
- en Hagkaup selur einnig fimm kílóa
poka á 445 krónur eða 89 krónur kíló-
ið.
-GHK
Sértilboð og afsláttur:
TVeggja lítra Fanta
á 75 krónur
Það er af sem áður var er það tíðk-
aðist ekki aö selja vörur á tilboðs-
verði. Nú á tímum keppast verslanir
við að hafa sértilboð til að kynna ein-
hverja ákveðna vöru og þar með
auka sölumöguleika hennar. Sér-
staklega kemur þetta sér vel þegar
ný vara er á markaðnum en þá snýst
allt um að kynna hana sem best fyr-
ir tilvonandi kúnnum.
Eins og fyrri daginn eru fjöldamörg
tilboð í gangi í flestum verslunum
bæjarins.
í Bónus er hægt að fá tveggja lítra
Fanta á 75 krónur. Þetta hljóta að
teljast gífurlega góð kaup þegar litið
er á þá staðreynd að í sjálfsölum
kostar Fantadós, 33 cl, yfirleitt 70
krónur.
í sömu verslun er einnig hægt að
fá þrjú kíló af Sparr þvottaefni á 264
krónur, Bugles pakka á 119 krónur
og heildós af Falani ferskjum á 79
krónur.
Hagkaup býður nú upp á SS osta-
og grillpylsur á 159 krónur, Wasa
rískökur á 106 krónur pakkann, Ma
Ling sveppi á 106 krónur dósina og
aspas frá sama fyrirtæki á 99 krónur.
I nokkurn tíma hefur talsvert verið
gert af því að setja rauða æpandi
miða á ýmsar tegundir af áleggi með
orðinu „ódýrt“. Að gefnu tilefni skal
fólki bent á að láta ekki glepjast strax
heldur/ muna að bera alltaf saman
kílóverð á áleggi. „Ódýra“ áleggið
gæti verið jafndýrt og ef til vill dýr-
ara en áleggið við hhðina sem ekki
á athygli manns vísa.
-GHK
Tómatar
Verð í krónum
1 Sveppir
Vínber
«