Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1990, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1990, Blaðsíða 3
FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 1990. 3 DV Sjötug dönsk kona komst nýlega að því að hún er hálfíslensk: Fréttir „Það er ekki vottur af íslendingi í mér“ - er dóttir Guðbrands Jónssonar prófessors og danskrar vinnustúlku Úrklippan úr Politiken þar sem Inger Eichwald greinir frá þvi að hún hafi komist að þvi á efri árum að hún ætti íslenskan föður. „Eftirnafn mitt er Eichwald en ég er í raun Guðbrandsdóttir," segir hin tæplega sjötuga danska kona Inger Eichwald í viðtali við danska dag- blaðið Pohtiken og stoltið leynir sér ekki í röddinni. Inger hefur vitað að hún er fósturbam frá því hún var fjórtán ára gömul. Það var hins vegar ekki fyrr en eftir að hún varð ellilíf- eyrisþegi að sannleikurinn kom fylli- lega í ljós. Þá komst hún að því að hún var ávöxtur leynilegs ástarfund- ar íslensks prófessors og vinnu- stúlku í húsi í Kaupmannahöfn árið 1930, eins og segir í danska blaöinu Politiken 7. maí síðastliðinn. Faðir- inn var Guðbrandur Jónsson, próf- essor og sérfræðingur í kirkjusögu miðalda. Inger komst að því að hún var fóst- urbam þegar ein frænka hennar með laust málbein talaði af sér. Þegar Inger reyndi að komast að því hver hún væri í raun og vem snem fóstur- foreldrar hennar út úr. Það var erfitt fyrir þá að segja henni sannleikann ekki síst þar sem fósturfaðirinn haföi sett skilyrði fyrir hjónabandi sínu og fósturmóðurinnar. Enginn mátti nokkum tíma vita að þau hjón gætu ekki eignast börn. Það var því ekki fyrr en fyrir nokkrum árum, eftir lát fosturforeldranna, að Inger komst á sporið um raunverulega foreldra sína. Hún sá andlátsauglýsingu móð- ur sinnar í blaði og komst í samband við hálfsystur sína. Þá fóru hlutirnir skyndilega að rúlla. Sjötugsafmæli á íslandi „Mér var ráðið frá því að grafa dýpra en ég var komin en við það varð ég bara þijóskari. Þaö er ekki vottur af íslendingi í mér en mér finnst engu að síður að ég hafi öðlast eins konar innri ró við að komast að hinu sanna um foreldra mína. Ég hef nefnilega lifað við lygi mestan hluta ævinnar" segir Inger. Inger kemur til Islands í sumar til að halda upp á sjötugsafmælið sitt. Hún tekur börn sín og barnabörn með til að niðjar Guðbrands geti kynnst nánar. Hún á fjóra íslenska hálfbræður hér á landi. Hver er ég? Inger er formaður samtaka fullorð- inna fósturbarna sem heita Hver er ég? Hjálpa samtökin fósturbömum við aö finna líffræðilega foreldra sína og beijast einnig fyrir rétti þeirra. Þannig krefjast samtökin þess að skýrt komi fram á skírnarvottorði barna að þau séu ættleidd. Inger er á þeirri skoðun að fósturbörn eigi rétt á að vita um uppruna sinn eins fljótt og þau hafa vit til. „Það á að nota fyrsta tækifæri sem gefst til að segja börnunum frá líf- fræðilegum foreldrum sínum. Marg- ir fósturforeldrar hafa gripið til þess ráðs að bíða þar til á fermingardag- inn með að lyfta hulunni af leyndar- málinu. Það er hins vegar hreinn og beinn sadismi að segja barninu frá slíku á hátíðisdegi í lífi þess.“ í samtökunum eru um eitt hundrað meðhmir en mun fleiri hafa snúið sér til þeirra um aðstoð. Talið er að um 100 þúsund fósturbörn á öllum aldri séu í Danmörku. Týndur hlekkur „Þaö að gefa barn frá sér leysir ekki foreldra undan þeirri siðferði- legu skyldu að svara börnunum þeg- ar þau leita til þeirra síðar meir. En það er hins vegar í lagi að foreldr- arnir viti ekkert um örlög barnsins þar sem það á aö fá ró og frið til að undirbúa fund sinn með foreldr- unum, ef það kærir sig um að hitta þau. Það má ekki gleyma að fóstur- foreldrarnir gáfu okkur húsaskjól og önnuðust okkur frá því við vorum lítil. Þau tengsl sem þannig hafa myndast rofna ekki. Hins vegar getur þaö valdið óróa og nagað mann innan að vita af týndum hlekk í tilverunni. Að þegja slíkt í hel er eins og að byggja hús í hlíðum eldfjalls." -hlh Nýr glæsilegur Volvo Volvo 460 er glæsileg viðbót við framhjóladrifnu 400 línuna sem markaði tímamót hjá Volvo. Volvo 460 er bíll sem sameinar öryggi, frábæra aksturseiginleika og fágað útlit. Volvo 460 er ríkulega búinn: Öflug 106 hestafla vél með beinni innspýtingu, 5 gíra beinskipting eða 4 gíra sjálfskipting, framhjóladrif, álfelgur, vökvastýri/veltistýri, lúxusinnrétting, upphituð framsæti, rafstýrðar rúður og speglar, samlæsing á hurðum/skottloki, litað gler o.fl. Volvo á einstöku verði Verðið á Volvo 460 er eiostaklega gott, eða frá 1.344.000 kr. stgr. kominn á götuna. Bílasýníng í Keflavík hjá BG - laugardag og sunnudag - Brimborg hf. FAXAFENI 8 • S. 68 58 70

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.