Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1990, Page 9
FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 1990.
9
Reykingamenn:
Ævin styttist
um átján ár
Karlmenn sem reykja sígarettnr
nær alla ævi lifa átján árum skem-
ur en þeir sem aldrei byrja að
reykja. Þetta er niðurstaða rann-
sóknar sem gerð var á reykingar-
vetýum fullorðinna í Erie í Penn-
sylvaniufylki í Bandaríkjunum á
árunum 1972 til 1974. Þessi rann-
sókn er ein sú fyrsta þar sem vís-
indamenn ráðast í að kanna áhrif
reykinga i heilu samfélagi á
ákveönum tíma.
Niðurstaða rannsóknarinnar
bendir til þess að meiri munur sé
á lífslíkum reykingamanna og
þeirra sem ekki reykja heldur en
álitið hefur verið hingað til. Fyrri
rannsóknir um áhrif rey kinga, sem
til að mynda bandaríska krabba-
meinsfélagið hefur staöið fyrir,
bentu tii að munurinn á ævilengd
þeirra sem reyktu og þeirra sem
ekki reyktu væri sjö til níu ár.
Aðrar kannanir gerðu ráð fyrir
fimm til tíu ára mun eftir því
hversu mikið og hversu lengi við-
komandi hafði reykt. Það hefur
aldrei verið auðvelt að segja ná-
kvæmlega til um hversu æviskeið-
ið styttist mikið vegna reykinga þar
sem aðrir þættir geta einnig ieitt
til hjartasjúkdóma, krabbameins
og þjartaslags, helstu sjúkdó-
manna sem reykingamenn deyja
úr.
Með viðtölum við ættingja hátt á
fimmta þúsund látinna og viötölum
viö nær fjögur þúsund íbúa Erie
gátu sérfræðingamir sem unnu að
fyrmefndri rannsókn kannað
tengsl milli heilsufarsástands og
reykinga. Var hópnum skipt niður
í smærri flokka reykingamanna,
þeirra sem ekki reykja og fyrrver-
andi reykingamanna. Samkvæmt
sérfræöingunum geta þeir sem
ekki reykja eða hætta reykingum
snemma búist við að lifa miklu
lengur en þeir sem halda reyking-
um áfram.
Meðal karlmanna í Erie á aldrín-
um 50 til 54 ára höfðu 38 prósent
alltaf reykt - en það þýddi í raun
að þeir höfðu byijað að reykja á
táningsaldri - 31 prósent þeirra
hafði aldrei reykt og 20 prósent
voru hættir. Afgangurinn reykti
pípu eða vindla.
Þegar Mða tók á ævina létust þeir
sem reyktu fyrr en þeir sem ekki
reyktu. Af þeim sem náð höfðu 85
ára aldri voru aðeins 5,3 prósent
reykingamenn en 37 prósent höfðu
aldrei reykL Nær 48 prósent þeirra
sem enn voru á lífi voru fyrrver-
andi reykingamenn.
Heimild; Intornational
Herald Tribunc
Uppboðshaldari Sotheby’s í New York, til hægri, er að vonum ánægður
með söluna í gærkvöldi en þá var Renoir-mynd seld á 4,6 milljarða ís-
lenskra króna sem er annað hæsta verð sem fengist hefur fyrir málverk.
Simamynd Reuter
Renoir-mynd
seld á
4,6 milljarða
- Japani kaupir tvö dýrustu málverk heims
Það virðist ekkert lát á sölu lista-
verka á uppboðum þessa dagana. í
gærkvöldi var málverk eftir Pierre
Renoir, „Au Moulin de la Galette",
selt á uppboði hjá Sotheby’s uppboðs-
höldurunum í New York á 78,1 millj-
ónir dollara eða sem svarar til rúm-
lega fiögurra og hálfs milljarðs ís-
lenskra króna. Fyrr í vikunni var
Van Gogh mynd seld á fimm millj-
arða íslenskra króna, einnig á upp-
boði í New York en í það skiptið hjá
Christie’s. Þaö er hæsta verð sem
nokkum tíma hefur fengist fyrir
málverk. í fréttum japönsku frétta-
stofunnar Kyodo í morgun var skýrt
frá því að einn og sami maður hefði
keypt bæði verkin.
Talið er að þessi maður, Ryouei
Saito, rúmlega sjötugur heiðurs-
stjórnarformaður Daishowa-papp-
írsverksmiðjunnar, hafi veðsett
landareignir sínar til að undirbúa sig
fyrir þessi uppboð. Hann á nú dýr-
asta listasafn sem vitað er um í
einkaeign, tvö af dýrustu málverkum
heims. %
Saito vísaði á bug fréttum um að
kaup Japana á listaverkum ýttu und-
ir sífellt hækkandi verð þeirra á al-
þjóðavettvangi, að því er fram kom
í Sankei-dagblaðinu í Japan í morg-
un. „Ég veit að margir munu gagn-
rýna mig en ég tel að eftir fimmtíu
til hundrað ár muni heimurinn skilja
hvað lá að baki,“ sagði Saito. „Ef ég
hefði ekki keypt myndina hefði hún
aldrei komið til Japan."
Reuter
Útlönd
Timisoara:
Róstur á
kosningafundi
Kosningafundur í Timisoara,
vöggu byltingarinnar í Rúmeníu,
endaði með róstum þegar unglingar
réðust á stuðningsmenn Þjóðfrelsis-
hreyfingarinnar með brotnum fána-
stöngum.
Um fimm þúsund stuðningsmenn
Þjóðfrelsishreyfingarinnar, flestir
konur, höfðu safnast saman á Óperu-
torginu í borginni og um þrjú hundr-
uð stjórnarandstæðingar hrópuðu
slagorð gegn þeim. Nokkrir ungling-
ar reyndu að troða sér upp á ræðu-
pall og konur sem ætluðu að stöðva
unglingana voru slegnar í andlitið.
Unglingarnir toguðu einnig í hár
kvennanna og hentu þeim til jarðar.
Að minnsta kosti fimm konur voru
leiddar á brott með blæðandi hendur
og andlit. Lögreglumenn og óvopnað-
ir hermenn stóöu álengdar en gerðu
enga tilraun til aö skakka leikinn.
Orðrómur hafði verið á kreiki um
að forsætisráðherra landsins, Petre
Roman, myndi flytja ávarp á kosn-
ingafundinum og höfðu þess vegna
margar konur safnast saman í þeirri
von að geta virt fyrir sér hinn laglega
ráðherra.
í Búkarest lauk Ion Iliescu forseti
kosningabaráttu sinni við fagnaðar-
læti stuðningsmanna sinna en stúd-
entar efndu samtímis til mótmæla-
göngu og sökuðu forsetann um að
vera kommúnista. Uiescu sagði við
stuöningsmenn sína að aðeins Þjóð-
frelsishreyfingin gæti tryggt lýðræði
í Rúmeníu og vísaði á bug ásökunum
stjómarandstæðinga um að flokkur
hans hefði stolið byltingunni í des-
lon lliescu, (orseti Rúmeniu, á lokakosningafundi í Búkarest i gær. Þing-
og forsetakosningar fara fram i Rúmeníu á sunnudaginn.
Símamynd Reuter
ember.
Samkvæmt skoðanakönnunum
mun Þjóðfrelsishreyfingin vinna
auðveldan sigur í forsetakosningun-
um á sunnudaginn og talið er að
flokknum muni ganga jafnvel í í
þingkosningunum aem fram fara
sama dag.
Hundruð alþjóðleglegra eftirlits-
manna munu verða í Rúmeníu til að
fylgjast með því hvort kosningamar
fara réttilega fram en blöð stjórnar-
andstöðunnar skrifuðu í gær aö þeir
kæmu of seint til að koma í veg fyrir
að Þjóðfrelsishreyfingin hagræði úr-
slitunum sér í hag.
Alls eru 82 flokkar í framboði í
þingkosningunum og fiöldi óháðra
frambjóðanda.
Reuter
Itölsk borðstofusett
Borð úr gleri, stáli og einnig úr viði
stækkanleg)
GP-húsgögn hf.
Helluhrauni 10, s. 651234
Hafnarfirði.
Margar gerðir af
borðstofustólum
HUSGÖGN
Þýsku leðursófasettin komin - einstök gæði
Verð frá kr. 148.500 stgr.