Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1990, Síða 15
FÖSTUDAGUR 18. MAI 1990.
15
Stöndum saman um
velferðina í Kópavogi
Nú eru liðin 12 ár síöan Alþýðu-
flokkurinn komst í meirihluta í
Kópavogi. Fyrstu átta árin var
meirihlutinn myndaður með Al-
þýðubandalagi og Framsóknar-
flokki en síðustu flögur árin hafa
Alþýðuflokkur og Alþýðubandalag
stjórnað bænum.
Á þessum árum hefur Kópavogur
tekið miklum breytingum og raun-
ar svo miklum aö undrun sætir.
Það hefur alla tíð verið stefna okk-
ar jafnaðarmanna að velferð
mannsins sé sett í öndvegi. Þess
vegna höfum við byggt upp hér í
Kópavogi öðruvísi bæ en annars
staðar gerist. Viö höfum á þessum
árum lagt megináherslu á félags-
lega þáttinn þó framkvæmdir hafi
vissulega verið geysilega miklar.
Kópavogsmódelið
Félagsmálastofnun Kópavogs á
sér enga hliðstæða hér á landi, en
mörg sveitarfélög hafa mikinn vilja
til að koma sínum málum í svipað
horf.
í Kópavogi er uppbygging félags-
þjónustunnar með allt öðrum hætti
en t.d. í Reykjavík. Félagsmála-
stofnun Reykjavíkur er fyrst og
fremst vandamálastofnun en í
Kópavogi er Félagsmálastofnunin
alhhða þjónustustofnun, sem
sinnir öllum velferðarmálum flöl-
skyldunnar. Þar má nefna atvinnu-
mál, íþróttir, tómstundir unglinga
og aldraðra að ógleymdum dagvist-
armálunum. Þetta fyrirkomulag er
Kjallarirm
Guðmundur Oddsson
formaður félagsmálaráðs
Kópavogs
einsdæmi á landinu. Þetta er hið
svonefnda Kópavogsmódel.
Hér á eftir verður gerð grein fyr-
ir einum þætti hinnar miklu félags'-
þjónustu, sem fram fer í Kópavogi,
en öðrum þáttum verða gerð skil
síðar.
Staða leikskólans
Á síðustu tiu árum hefur ekkert
sveitarfélag á íslandi byggt upp
sinn leikskóla jafnhratt og Kópa-
vogskaupstaður. Á síðustu átta
árum hafa verið teknir í notkun
flórir þriggja deilda leikskólar og
að auki hafa þrír aðrir verið stækk-
aðir.
Árið 1981 samþykkti bæjarstjórn
Kópavogs 10 ára áætlun um upp-
byggingu leikskólans með það að
markmiði að ná á þessu tímabili
þeim áfanga að helmingur barna á
aldrinum 0-6 ára ætti kost á ieik-
skólarými. Með opnun hins nýja
leikskóla, sem verið er að byggja í
Suðurhlíðunum, á komandi hausti
mun þessu marki vera náö, enda
sem næst 10 ár frá samþykktinni.
Frá og með næsta hausti verður
heildarflöldi rýma á hinum níu
leikskólum Kópavogsbæjar um 780,
en 1. des. sl. voru börn á aldrinum
0-6 ára 1.623. Frá sama tíma verð-
um við búin aö fullnægja um 70%
af þörf barna á aldrinum 2-6 ára.
Auk þessa rekur Kópavogsbær tvö
skóladagheimili sem rúma 40 börn.
Alls starfa 170 starfsmenn á leik-
skólum og skóladagheimilum
Kópavogsbæjar og þar af'70 fóstrur.
Gott starfsfólk
Kópavogur hefur haldiö þeirri
sérstöðu meðal sveitarstjórna að
allir leikskólar okkar eru vel
mannaðir fagmenntuöu fólki og
um langa hríð höfum við haft tvær
fóstrur á hverri deild í öllum okkar
leikskólum.
Við skulum ekki gleyma því aö
það er kannski frekast í þessum
þætti sem það skiptir höfuðmáli aö
hafa félagslega hugsandi stjórn-
endur í sveitarfélaginu. Forsenda
góðrar starfsemi er að hafa gott og
vel menntað starfsfólk. Það höfum
viö i Kópavogi-
Skipulagsbreytingar
Mikil endurskoðun hefur átt sér
stað á skipulagi dagvistarþjón-
ustunnar. Sérstök rannsókn var
gerð á þörfmni og voru niðurstöður
hennar lagðar til grundvallar þeim
skipulagsbreytingum sem gerðar
hafa verið. Bæjarstjórn samþykkti
þær hugmyndir sem lagðar voru
fram og síðustu mánuði hafa verið
í gangi tilraunir á þremur leikskól-
um bæjarins. Helstu skipulags-
breytingarnar voru þessar:
1. Komið var á sveigjanlegum vist-
unartíma, 4-5-6 og 9 klst., og
þannig komið til móts við þarfir
barna/foreldra. Jafnframt var
daglegur starfstími leikskólans
lengdur um rúmlega eina klst. á
dag.
2. Hin hefðbundnu skil milli dag-
heimila og leikskóla voru rofin
og öllum börnum, sem dvelja
lengur en 5 klst. á dag, er boðiö
upp á næringarríkar máltíðir.
3. Samheitið leikskóli var tekið upp
yflr dagheimili og leikskólá, en
um leið var innritunar- og út-
hlutunarreglum breytt. Nú geta
allir sótt um leikskólarými fyrir
börn sín frá eins árs aldri í sam-
ræmi við þarfir hvers og eins.
Þetta breytta fyrirkomulag hefur
aukið nokkuð framboð á dvalar-
tíma, en aukin nýting húsnæðisins
er vissulega af liinu góða. Það er
mat manna að þessar breytingar
hafi gefist svo vel að full ástæða sé
til að koma þessu á í öllum leikskól-
unum.
í hugum okkar jafnaðarmanna er
leikskólinn afar stór þáttur í vel-
ferðarkerfinu. Það á að heyra sög-
unni til að menn líti á leikskólann
sem einhverja geymslustofnun, því
þetta á að vera sjálfsagður valkost-
ur hvers einasta barns.
Vilji Kópavogsbúar tryggja áfram-
haldandi þróun félagsþjónustunn-
ar í bænum og þá um leið að Köpa-
vogur verði áfram mesti velferðar-
bær á landinu, þá er öruggasta leið-
in að kjósa Alþýöuflokkinn í kom-
andi kosningum.
Guðmundur Oddsson
„Kópavogur hefur haldið þeirri sér-
stöðu meðal sveitarfélaga að allir leik-
skólar okkar eru vel mannaðir fag-
menntuðu fólki.“
Af hverju Flokkur mannsins?
illa staddan veitingarekstur i borginni", segir m.a. í greininni.
Nú eru borgarstjórnarkosningar
í nánd og sjö framboðslistar hafa
komið fram. Mörgum finnst nóg um
þennan flölda framboða og það á
jafnt við um þá sem styöja núver-
andi stjórn og þá sem eru andvígir
henni.
Fyrir þá sem vilja engar breyting-
ar er málið tiltölulega einfalt, þeir
kjósa að sjálfsögðu Sjálfstæðisflokk-
inn en fyrir hina sem eru orðnir
langþreyttir á því að hafa lítiö sem
ekkert um líf sitt og umhverfi aö
segja er máhð ögn flóknara.
Vilt þú breytingar?
Margir eru orönir mjög þreyttir
á að meirihluta flármagns borg-
arbúa er varið í stórhýsasöfnun.
Ráðhúsið þarf ekki ,að ræða mikið
meir, því allir vita aö fleiri þúsund
manns skrifuðu undir undir-
skriftalista gegn byggingu þess á
sínum tíma, en töluðu fyrir daufum
eyrum meirihlutans.
Annað dæmi um virðingarleysi
gagnvart peningum borgarbúa er
„auðkúlan-1 á Öskjuhlíðinni. Sjálf-
sagt verður þetta hiö fallegasta hús
en spurningin er hvort ekki hefði
verið hægt að nota þennan hagnað,
sem varð af rekstri Hitaveitunnar,
til annars, eins og t.d. lækka hitun-
arkostnað í borginni, hækka laun
borgarstarfsmanna eða leysa dag-
vistunarvanda borgarbúa.
Að því ógleymdu, að það er álita-
mál hvort Reykjavíkurborg eigi að
fara í samkeppni við illa staddan
veitingarekstur í borginni. í kom-
andi borgarstjórnarkosningum
þurfa kjósendur í Reykjavík að
gera upp við sig hvort þeir vilja að
haldið sé áfram að eyða peningum
borgarinnar í byggingar á minnis-
vörðum og reddingar fyrir fyrir-
tæki sem borga í kosningasjóð
Sjálfstæðisflokksins eða að þeim
KjaUarinn
Áshildur Jónsdóttir
markaðsstjóri. Skipar 1. sæti
á lista Flokks mannsins
til borgarstjórnar
veröi varið í að byggja liér upp
manneskjulega borg þar sem borin
er virðing fyrir skoðunum fólks og
því gert kleift að lifa hér eins og
uppréttir menn.
Rikisstjórnarframboðin þrjú
Nú mætti halda að valið fyrir þá
sem vilja seinni kostinn sé á milli
sex framboðslista minnihlutans, en
sú er ekki raunin. Ríkisstjórnar-
framboðin: Alþýðubandalag,
Framsóknarflokkur og Nýr vett-
vangur munu ekki gera neinar
breytingar hér í borg, því þau hafa
sannað það með setu sinni í íhalds-
sömustu ríkisstjórn fyrr og síðar
að þau eru ekki fulltrúar almenn-
ings heldur undir sömu sökina Seld
og hitt íhaldið, fulltrúar flármagn-
seigenda.
Nýr vettvangur - blekkj-
andivon
Margir kunna að halda að Nýr
vettvangur sé nýtt afl í íslenskri
pólitík, en það er ekkert nýtt við
það að gömlu flokkarnir og flokks-
brot fái sér andlitslyftingu og kalli
sig ferskum nöfnum, því innihaldið
breytist ekkert þó að umbúðirnar
séu nýjar.
Á undanförnum árum hafa kom-
ið fram ýmsir nýir valkostir sem
fólk hefur sett traust sitt á. Allir
vita hvernig fór fyrir Bandalagi
jafnaðarmanna og Borgaraflokk-
urinn hefur nú kiofnað í öreindir
sínar og það nýjasta heitir „Nýr
vettvangur". Það eina sem þessir
svokallaöir „nýir" valkostir gera
er að villa um fyrir fólki og tefla
fyrir raunverulegum breytingum.
Flokkur mannsins er húmanísk-
ur flokkur sem vill setja velferö
manneskjunnar í öndvegi.
Við viljum opna kerfið og gefa
almenningi kost á að vera með í
ákvarðanatöku í öllum helstu mál-
efnum borgarinnar með því að
koma á bindandi skoðanakönnun-
um. Við viljum breytta forgangsröð
á því hvernig peningum borgarbúa
er varið. Til dæmis gætu borgar-
yfirvöld leyst húsnæðisvanda
Reykvíkinga með því að kaupa
húsnæði á almennum markaði og
endurselja með kaupleiguformi eða
leigja á sanngjörnu verði. Þessi leið
gæti líka leyst vanda eldri borgara
sem vilja gjarnan minnka við sig
og flytja í þjónustuibúð en eiga í
erfiðleikum með það.
Hvernig starfar FM öðruvisi?
Flokkur mannsins er flokkur
mannréttinda. Við munum aldrei
styðja eða réttlæta brot á mann-
réttindum. Við erum líka eini
flokkurinn sem hefur enga hags-
munaaðila á bak við sig og getum
staðið við það sem við segjum. Það
er mismunurinn á okkur og hinum.
Á fundi sem Kvenréttindafélag
íslands hélt laugardaginn 12. maí
sl. þar sem einungis kvenframbjóð-
endum var boðið lýsti ég því yfir
að ég gæti ekki tekiö þátt í fundin-
um vegna þess að tilhögun hans
var mannréttindabrot. þaö er
mannréttindabrot að leyfa einung-
is öðru kyninu málfrelsi.
Ef þessi fundur hefði verið hald-
inn af einhverjum karlaklúbbnum
og aðeins karlar haft rétt til fram-
sögu er ekki vafamál að konum
hefði fundist á sér brotið. ég geðri
skýra grein fyrir þessu og hvatti
alla meðframbjóðendur mína til
þess að gagna með mér af fundi í
mótmælaskyni. Raunin var sú að
ég gekk ein frambjóðenda af fundi.
FM málsvari fólksins!
Alli^ flokkarnir segjast styðja
mannréttindi en eitt er að segja og
annað að framkvæma. Fólk er orð-
ið vondauft af því að stjórnmála-
menn segja eitt fyrir kosningar og
gera síðan annað. Það er tími til
kominn að fólkiö í borginni fái full-
trúa í borgarstjórn sem stendur viö
það sem hann segir. Það mun ég
óhrædd gera verði ég kosin í borg-
arstjórn. Ef þú, lesandi góður, vilt
raunverulega breytingar er Flokk-
ur mannsins valkostur fyrir þig.
Áshildur Jónsdóttir
„Borgaryfirvöld gætu leyst húsnæöis-
vanda Reykvíkinga með því að kaupa
húsnæði á almennum markaði og end-
urselja með kaupleiguformi eða leigja
á sanngjörnu verði.“