Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1990, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1990, Síða 16
V 16 fþróttir Sport- stúfar í frétt um vormót Golf- klúbbs Hellu 1 blaðínu í gær var rangt farið með nafn sigurvegar- ans í keppni með forgjöf. Það var Sæbjörn Guðmundsson úr GK sem sigraði en hann er sennilega þekktari fyrir afrek sín i annarri íþrótt, knattspyrnunni. Seaman dýrasti markvörður Breta Arsenal greiddi í fyrra- dag metfé fyrir bresk- an knattspyrnumark- vörð þegar félagið keypti David Seaman frá QPR fyrir 1,3 milljónir punda, eða um 130 milijónir íslenskra króna. Fyrra metið átti Crystal Palace sem í fyrra keypti Nigei Martyn frá Bristol Rovers fyrir eina millj- ón punda. Seaman er 26 ára gam- all og er varamarkvörður enska landsliðsins. Þetta er í fyrsta skipti í sögunni sem Arsenal greiðir milijón pund eða meira fyrir leikmann. George Graham segir að ekki séu uppi áform um aö seija John Lukic markvörö þó Seaman hafl verið keyptur. „Nú er ég með tvo af sex bestu mark- vörðum landsins í liði minu,“ segir Graham. íþróttaskóli Vals Knattspyrnufélagið Valur starfrækir íþróttaskóla fyrir 6-13 ára börn í sumar og er þetta þriðja árið í röð sem félagið gerir það. Þetta eru heils dags, fjölbreytt iþróttanámskeið fyrir stelpur og stráka. Hvert nám- skeiö stendur i hálfan mánuð og eru leiöbeinendur ailir fullorðnir. Fyrsta námskeiðið af fimm stend- ur frá 28. maí til 8. júni og er inn- ritun hafin á skrifstofu Vals. Breiðablik og ÍK á sunnudaginn Fyrsti stórleikur árs- ins í knattspyrnunni í Kópavogi fer fram á sunnudaginn. Þá mæt- ast á aðalleikvangi bæjarins liö Breiöabliks og ÍK og hefst viöur- eignin kl. 18. Þetta verður fyrri leikur félaganna um Alison-bik- arinn, sem gefinn var af Sauma- stofúnni Alis fyrir nokkrum árum. Keppt hefur .verið tvisvar um bikarinn, Breiðablik vann 1987 en ÍK 1988 en keppnin féll niður í fyrra. Síðari leikurinn fer fram seinna í sumar. Austurríki með tvo markakónga Austurríkismenn tll- kynntu í gær hvaða 22 leikmenn skipuðu landsliðshóp þeirra í heimsmeistarakeppninni í knatt- spyrnu á Ítalíu í sumar. Fremstir í flokki eru tveir af markahæstu leikmönnum í Evrópu í vetur, Gerhard Rodax írá Admira Wac- ker og Toni Polster frá Seyiila. Hópurinn er þannig skipaður: Markverðir: Otto Konrad, Mic- hael Konsel, Klaus Lindenberg- er. Varnarmenn: Emst Aigner, Peter Artner, Michael Baur, Ro- bert Peci, Anton Pfeffer, Kurt Russ, Peter Schöttel, Michael Streiter. Miöjumenn: Thomas Flögel, Andreas Herzog, Alfred Hört- nagl, Manfred Linzmaier, Andre- as Reisinger, Manfred Zsak. Framhetjar: Christian Kegle- vits, Andreas Ogris, Heimo Pfei- fenberger, Anton Polster, Ger- hard Rodax. Austurríkismenn leika i riðli með ítölum, Tékkum og Banda- ríkjamönnum. Lofsamleg grein um Sigurð Sveinsson: „Vinstri hand- ar klístrarinn“ - Sigurður skoraði 160 mörk fyrir Dortmund í vetur Þórarinn Sigurösson, DV, V-Þýskalandi: Vestur-þýska tímaritið Deutsche Handballwoche birti nýlega grein um íslensku stórskyttuna Sigurð Sveinsson, sem lék með OSC Dort- mund í 2. deildar keppninni í vet- ur. Sem kunnugt er hefur Sigurður leikið lengi í Vestur-Þýskalandi, var í fimm ár hjá Lemgo í úrvals- deildinni, kom heim sumarið 1988 og lék með Val en fór aftur til Dort- mund í fyrra. Hann hefur nú kvatt Vestur-Þýskaland og hyggst enda ferilinn með Valsmönnum. Greinin um Sigurð fer hér á eftir í lauslegri þýðingu: „Linke Klebe“ er hugtak sem notað er í Ruhr-héraðinu. Þetta hugtak hefur hvorki með kvikind- isskap að gera (link þýöir kvikind- islegur), né límefni (Klebstoff þýöir lím). Þetta þýðir einfaldlega: „Guð minn góður hvað hann er skot- fastur og það með vinstri!" Skýtur eins ogJohnWayne Lothar Emmerich, sem skoraði 115 mörk fyrir Borussia Dortmund í knattspymunni, hefur hingað til verið sá eini sem mátt hefur nota vörumerkið „Linke Klebe.“ En í júlí 1989 fékk hann samkeppni. Ef nú er talað um „vinstri handar klístrarann" er ekki lengur átt við Emmerich heldur Sigurð Sveins- son. Hann skýtur nefnilega eins og John Wayne gerði þegar hann var upp á sitt besta - snöggt og hnitmið- að. í 160 skipti „klístraði" Siggi Sveins boltanum í mark andstæð- inganna síðasta vetur. Enginn ann- ar leikmaður náði að skora svo mörg mörk í norðurriðli 2. deildar- innar. Þrátt fyrir markakóngstitilinn er íslendingurinn ekki beint ánægður með árangurinn í Dortmund. Markakóngur - hvaða þýöingu hef- ur slíkur persónulegur árangur í hópíþrótt? Fyrir utan mörkin 160 (og jafnmargar ef ekki fleiri falleg- ar sendingar) á hann ekki margar góðar minningar um gengi Dort- mund. Vottar ekki fyrir drambi eða sýndarmennsku Honum kom mjög vel saman við hina leikmennina. Öllum líkaði vel við víkinginn, vegna kímnigáfunn- ar, vingjarnleikans og vegna þess að ekki vottar fyrir drambi eða sýndarmennsku vegna eigin vel- gengni. Sigurður fór til Dortmund fyrir orð eigandans, Uli Bucker, sem ræddi við hann eftir B-heimsmeist- arakeppnina í Frakklandi. Hann þekkti líka Gunter Klein að góöu frá dögum sínum hjá Lemgo og treysti líka forsetanum og varafor- setanum, Frank Roring og Fried- heim Nahle, og ætlaði því að vera í þrjú ár í Dortmund. En í desember 1989 hætti þjálfar- inn, forsetinn og varaforsetinn hættu í mars, Sigurður er farinn og Bucker hefur tilkynnt að hann muni segja af sér á næsta aðalfundi félagsins í haust. Sorglegur endir Áhangendur Dortmund hlökkuðu til þess að hafa Sigurð í liði sínu næstu þrjú árin, alveg fram að næstsíðasta leik liðsins í 2. deild- inni í vor. Þá vann Dortmund yfir- burðasigur á Bad Schwartau, sem komst upp í úrvalsdeildina, 29-21. Fagnaðarlátum áhangendanna ætlaði aldrei að linna og þeir gerðu sér vonir um að eftir þessa frammi- stöðu myndi Bucker hætta við að selja liðið. En svo fór ekki og keppnistímabilinu lauk því á sorg- legan hátt. Konungurinn frá Luttfeld Eftir að hafa dvalið í eitt ár í heima- landi sínu varð vinstri handar skyttan á ný vör við fiöringinn í hinum skotharða vinstri handlegg - fiðring fyrir nýjum áskorunum frá öðrum löndum. Sigurður, sem hefur skorað 992 mörk í 1. og 2. deild, yfirgaf Lemgo á sínum tíma sem „konungurinn frá Luttfeld". Fyrir nokkrum dögum renndi flutningabíll upp að Schleppen Pfad 5 í Dortmund. Siggi, eiginkona hans, og litla dóttirin, Auður, pökk- uðu niður húsgögnum og persónu- legum munum. Hvert var ferðinni heitið? Á heimaslóðir til að byrja með, en hver veit - kannski lýkur henni í Dormagen þar sem hann getur þénað mjög vel. Handknattleiksmenn á íslandi fá lítið eða ekkert borgað fyrir íþrótt sína en þar getur Sigurður tekist á við framtíöaratvinnu sína og þar þekkir hann land og þjóð og hugs- unarhátt fólksins. Kannski mun hann einhvern tíma á þessum hræðilega löngu vetrarkvöldum í Noröurhafi líka hugsa til Dort- mund og segja: „Eiginlega var dvöl- in hjá OSC mjög ánægjuleg þrátt fyrir allt. Bara að áhorfendur heföu verið fleiri.“ • Sigurður Sveinsson hefur ákveðið að leika handknattleik á íslandi á næsta vetri. Sigurður lék i vetur með Dortmund í Vestur-Þýskaiandi við góðan orðstír. Haukur jafnaði sitt eigið heimsmet - á vormóti ÍR í fxjálsum íþróttum 1 gærkvöldi Vormót ÍR í fijálsum íþróttum fór fram að Varmá í gærkvöldi. Haukur Gunnarsson jafnaði sitt eigið heims- met í 100 metra hlaupi, hljóp á 12, 8 sekúndum. Pétur Guðmundsson sigraði í kúluvarpi, kastaði 19,28 metra. Birgitta Jóhannsdóttir, UMSE, sigraði í 400 metra hlaupi á 44,20 sek, Þuríður Ingvarsdóttir, HSK, sigraði 100 m grindahlaupi á 15,2 sek, Þórdís Gísladóttir, HSK, sigraði í hástökki, stökk 1,75 m. Oddný Árnadóttir, ÍR, sigraði í 100 m hlaupi á 12,2 sek oh einnig í 400 m hlaupi á 57,3 sek og loks sigraði Ein- ar Einarsson, Ármanni, í 100 m hlaupi á 10,5 sek. -JKS FÖSTUDAGUR 18. MAÍ 1990. FÖSTUDAGUR Í8. MAÍ 1990. 25 íþróttir • Vestmannaeyingar, sem eru nýliðar i 1. deild, mæta Fram í Eyjum á morgun. Eyjamenn hafa æft á grasi undanfarna daga og á myndinni er Sigurlás Þorleifsson, þjálfari liðsins, á fullri ferð með knöttinn á æfingu iiðsins í gær. DV-mynd Ómar Garðarsson 79. íslandsmótið hefst á morgun - stórleikur 1. umferðar er leikur FH og KA 1 Hafnarfirði íslandsmótið í knattspyrnu, það 79. í röðinni, hefst á morgun, laugardag. Heil umferð er í 1. deildar keppni karla um helgina og einnig hefst keppni í 4. deild. Áhugaverðasti leikurinn í fyrstu um- ferð 1. deildar er án efa viðureign tveggja efstu hðanna frá því í fyrra, FH og KA, sem fram fer í Kaplakrikanum í Hafnar- firði á sunnudaginn kl. 16. Öllum á óvart böröust þessi tvö félög um íslandsmeist- aratitilinn í fyrra, og KA hafði betur eft- ir æsispennandi lokaumferð. KA-menn ættu að vera með sitt sterkasta lið en hjá FH vantar Magnús Pálsson, sem er í leikbanni, og markvörðinn og fyrirlið- ann Halldór Halldórsson, sem er ekki búinn að ná sér eftir uppskurð. í stað hans ver Þorsteinn Bjamason, fyrrum landsliðsmarkvörður, mark Hafnar- fjarðarliðsins. Leikið verður á grasi, væntanlega á æfingasvæði FH í Kapla- krikanum. Eyjamenn byrja gegn bikarmeisturunum í Eyjum mæta nýliðar ÍBV, sem nú leika í 1. deild á ný eftir fjögurra ára fjarveru, bikarmeisturum Fram á morgun klukk- an 14. Eyjamönnum hefur gengið mjög vel í vorleikjunum, hafa æft á grasi aö undanfomu og gætu reynst Frömurum mjög erfiðir andstæðingar. Frömurum var spáö íslandsmeistaratitlinum af forráðamönnum 1. deildar liðanna í vik- unni og þeir verða væntanlega með full- skipað lið. Hjá ÍBV vantar Inga Sigurðs- son sem er í leikbanni. Hvað gera KR-ingar gegn Víkingum? KR-ingum er spáð góðu gengi í sumar og þeir hefja mótið á morgun á grasvelli sínum í vesturbænum gegn Víkingum klukkan 14. KR vann Reykjavíkurmótið á dögunum án þess að vera með fullskip- að lið og getur líklega ekki teflt fram öllu sínu besta vegna meiðsla. Víkingum er spáö áframhaldandi fallbaráttu og þeir eru óskrifað blað vegna mikilla breytinga frá síðasta tímabili. Malarbarátta á Akureyri Þór og Stjörnunni var spáð falli í 2. deild og þessi félög mætast einmitt á malar- velU Þórsara á Akureyri klukkan 14 á morgun. Þórsarar rétt sluppu við fall í fyrra, björguðu sér í síðasta leik, en hafa styrkst síðan þá. Stjarnan er að leika í fyrsta skipti í 1. deild eftir að hafa kom- ið á tveimur árum úr þeirri þriðju, og hér er því um eldskírn þeirra Garð- bæinga að ræða. Þeir verða án Svein- björns Hákonarsonar sem er í leikbanni. Valur og ÍA úr öldudalnum? Lið Vals og ÍA ollu bæði vonbrigðum á síðasta ári og náðu sínum lakasta ár- angri í 1. deild í langan tíman, höfnuöu í 5. og 6. sæti. Þau ljúka fyrstu umferð- inni þegar þau mætast á æfingagrasi Valsmanna á Hlíðarenda klukkan 20 á sunnudagskvöldið. Báöum liðum hefur gengið brösuglega í vorleikjunum og það verður fróðlegt að fylgjast með því hvernig þessi tvö gömlu stórveldi hefja íslandsmótið. Landsliðsmaðurinn Alex- ander Högnason leikur ekki með ÍA þar sem hann er í leikbanni. -VS Chicago í undanúrslit Chicago Bulls vann í fyrrinótt sigur í ein- víginu við Philadelphia 76ers í úrslitakeppninni um bandaríska meistaratitilinn í körfuknatt- leik. Chicago vann.á heimavelli sínum, 117-99, og sigraði því í fjórum leikjum en 76ers náði einum sigri. Það verða því Chicago og Detroit Pistons sem mætast í úrslitaleik Austurdeildar- innar, en í Vesturdeildinni mætir Phoenix Suns annaðhvort San Antonio Spurs eða Portland Trailblazers í úrslitum. Michael Jordan var að vanda í aðalhlutverki hjá Chicago og skoraði 37 stig. Scottie Pippen gerði 29 stig en hjá 76ers voru drýgstir þeir Ron Anderson með 20 stig og Charles Barkley sem skoraði „aðeins“ 17. 76ers voru með undirtökin lengi vel og leiddu, 62-63, í hálfleik. En með frábærum varnarleik sá Chicago til þess að gestirnir gerðu aðeins 36 stig í síðari helmingi leiksins og sigldu fram úr. -VS Lið Haukanna styrkist enn Hauka. Lið Hauka í handknattleik styrkist með hverjum degi. Skammt er síðan forráðamenn félagsins sömdu við míög sterkan tékkneskan landsliösmann og nú hafa tveir þekktir handknattleiksmenn gengiö til liðs við Fyrstan skal telja Magnús Ámason markvörð en hann lék sem kunnugt er áöur með liði FH. Magnús er bróðir Guöjóns, fyrirliða íslandsmeistaranna, og mun styrkja lið Hauka miög mikið enda sterkur markvörður á ferð. Hinn nýi Haukamaöurinn er Pétur Amarsson en hann kemur úr Breiðabliki. Pétur lék áður með Njarðvík og er rajög efnilegur leikmaður. Það er greinilegt að Haukar ætla sér stóra hluti í framtíðinni í handboltanum og und- ir stjóm Viggós Sigurðssonar er liöið til ails liklegt, hvort sem þaö verður í 2. eöa 1. deiid. -SK United enskur bikarmeistari - sigraði Crystal Palace, 1-0, á Wembley Gurmar Sveinbjömsson, DV, Englandi: Manchester United varð í gær- kvöldi enskur bikarmeistari í knatt- spyrnu í sjöunda skipti í sögu félags- ins. Manchester United og Crystal Palace áttust við öðru sinni í úrslita- leik bikarkeppninnar á Wembley í gærkvöldi og sigraði United í leikn- um með einu marki gegn engu. Liðin áttust einnig við síðasta laugardag og varð þá jafntefli, 3-3, eins og flest- um er kunnugt. Leikurinn stóð ekki undir nafni Seinni úrslitaleikurinn í gærkvöldi reis ekki undir nafni og olli hann 80 þúsund áhorfendum vonbrigöum, nema að sjálfsögðu stuðningsmönn- um Manchester United, sem fögnuðu ákaft í leikslok. Greinilegt var að fyrri úrslitaleikurinn um síðustu helgi sat í leikmönnum beggja liða. Bæði liðin sköpuðu sér sárafá mark- tækifæri og fyrri hálfleikur var sér- lega dapur. Ein breyting var gerð á liðskipan Manchester United, Les Sealey tók stöðu Jim Leighton í markinu, og greip hvað eftir annað vel í leikinn. Leighton var sakaður um lélega frammistööu í fyrri leikn- um og missti stöðuna í liðinu. Seinni hálfleikurinn var skömm- inni skárri en sá fyrri en samt ekki til að hrópa húrra fyrir. Á 60. mínútu dró til tíðinda, Neil Webb átti langa sendingu inn á vítateigshornið, þar tók hinn 22 ára gamli vinstri bak- vörður Lee Martin við knettinum og skoraði undir þaknetið. Þess má geta að Martin hefur veriö hjá Manc- hester United frá 12 ára aldri. Bryan Robson, fyrirliði United, átti góðan skalla í þverslá í seinni hálfleikn- um. Lið Crystal Palace komst næst því að jafna metin þegar Andy Gray átti skot í stöng en lengra komust leik- menn Palace ekki. Ian Wright, sem skoraði tvö mörk í fyrri leiknum, kom inn á í síðari hálfleik og sást lítið sem ekkert. • Lee Martin, vinstri bakvörður Manchester United, hampar hér bikarnum á Wembley-leikvanginum í Lundúnum i gærkvöldi. Lee skoraði sigurmark United i siðari hálfleik. Símamynd Reuter Robson tók við bikarnum í 3. skipti Bryan Robson tók við hinum eftir- sótta bikar en þetta er í þriðja skipfc sem hann tekur við bikarnum á ferl- inum. Alex Ferguson, framkvæmda- stjóri liðsins, er fyrsti stjórinn til að stýra liði frá lokum seinni heims- styrjaldar, til sigurs í bikarkeppni í teimur löndum. Ferguson stýrði skoska félaginu Aberdeen til sigurs í skoska bikarnum áður en hann gerðist framkvæmdastjóri Manc- hester United. Til smávægilega óeirða kom til meðan á leiknum stóð og eins eftir hann og voru að minnsta kosti 26 manns handteknir. -JKS CÖ ■f. M METRO KR FORMPRENT Hverfisgötu 78, simar 25960 - 25566 VIKINGUR Laugardag kl. 14.00 á KR-velli Knattspyrnuskóli KR 1. námskeið byrjar 5. júni. Innritun hafin. Upplýsingar og innritun í síma 27181

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.