Dagblaðið Vísir - DV - 18.05.1990, Qupperneq 24
32
' FÖSTUDAGtJR 18. MAI 1990.
Einn á móti einum - eða:
Hvernig þorskur
varð ígildi áls
Þorskafli á íslandsmiðum
þúsundtonn
500
400
1950-1989
10 ára meðaltö!
300
200
100
1950-59 1960-69 1970-79 1980-89* 1990
* Aætlað fyrir árin 1988360þús. tonn og 1989 300þús. tonn.
Heimild: Hafrannsóknarstofnun
hni-clrofli ó ÍclonHcmiAiim 1 QRQ 10
I DV 26. apríl sl. var grein í
Fréttaljósi eftir Gunnar Smára Eg-
ilsson. í henni freistar hann þess
aö bera saman hreina gjaldeyrisöfl-
un á hvert kíló af þorski og áli. í
því sambandi er vísað til skrifa
minna til iönaðarráðherra þar sem
ég tel ekki ýkja fjarri lagi að álton-
nið leggi sig á þorsktonn í verð-
mætasköpun þjóðarbúsins. Mér er
því máhð skylt og ætla að skýra
hvernig samlíkingin varð til og á
hvaða forsendum.
Að taka réttan pól í hæðina
Það er fyrst til að taka að í skrif-
um mínum til iðnaðarráðherra sl.
haust stendur þetta:
„Þjóðhagsstofnun hefur lagt mat
á nýlegar tillögur Hafrannsókna-
stofnunar um heildarveiði á árinu
1990. í tillögunum er m.a. gert ráð
fyrir 90 þúsund tonna minni þorsk-
veiði en á árinu 1989. Þjóðhags-
stofnun telur að tekjur muni lækka
í sjávarútvegi um u.þ.b. 7 milljarða
króna og samdráttur í þorskveið-
um er um 83% þessarar fjárhæðar.
Er þá ekki reiknað með óbeinum
áhrifum á aðra starfsemi. 90 þús-
und tonna minni þorskveiði lækk-
ar verga landsframleiðslu um tæp
2%. Samkvæmt áætlunum um nýtt
álver hækkar það verga lands-
framleiðslu um 4-5% á ári þegar
framkvæmdum við orkuver og
verksmiðju er lokið og rekstur
kominn í eðlilegt horf. Það virðist
því ekki fjarri lagi að áhrif hvers
tonns af þorski til lækkunar sam-
svari hiverju áltonni til aukningar."
KjaUaiinn
Guðmundur Magnússon
prófessor í viðskipta- og hag
fræðideild HÍ. Á sæti í nefnd á
vegum iðnaðarráðuneytis til
ath. á áhrifum nýs álvers.
Af þessu má ljóst vera að hér er
átt við verðmætasköpun þjóðar-
búsins (verga landsframleiðslu) en
ekki gjaldeyrisöflun (hvorki verga
né hreina).
Hvernig varð hugmyndin til?
Samlíkingin var til einn góðan
veðurdag er ég var að hlusta á há-
degisfréttir í útvarpinu. Þar voru
raktar tölur frá Þjóðhagsstofnun
um mat á tillögum Hafrannsókna-
stofnunar um samdrátt í flskveið-
um. Tölumar virtust býsna líkar
þeim sem ég hafði séð um virðis-
auka af samsvarandi magni ál-
framleiðslu. Þegar betur var að gáð
reyndist hlutfallið vera einn á móti
einum.
Svar Þjóðhagsstofnunar við
spurningu iðnaðarnefndar neðri
deildar Alþingis.
Samjöfnuðurinn barst um landið
og inn á Alþingi. Þjóðhagsstofnun
svaraði því hinn 3. þ.m. að beiðni
iðnaðarnefndar neðri deildar Al-
þingis hvert væri verðmæti áltonns
í samanburöi við þorsktonn. Þar
segir m.a.:
„Vergur innlendur virðisauki af
áltonni og þorsktonni er svipaður,
en hins vegar eru hreinar gjaídeyr-
istekjur tvö- til þrefalt meiri af
þorsktonni."
Lokaorð
Samlíking mín stenst þegar verg-
ur virðisauki er settur á vogarskál-
arnar. Útreikningar í Fréttaljósi
DV miöast hins vegar við hreinar
gjaldeyristekjur. Eitthvert villuljós
hefur þó leitt greinarhöfund afvega
enda er um flókið samspil aðfanga
og afurða að ræða. Ég vænti þess
að greinarhöfundur kynni sér út-
reikninga Þjóðhagsstofnunar að
þessu leyti.
Að lokum þetta: Líkingamáhnu
var ætlað að vekja athygli á nýju
álveri sem gæti gert þjóðarbúinu
léttbærari samdrátt í þroskveiðum,
sbr. mynd. Ég geri mér fulla grein
fyrir að með þessu get ég ekki
reiknað fisk í sjóinn. Og þó - skerð-
ing þorskkvóta nú eykur fiskgengd
og afla í framtíðinni.
Guðmundur Magnússon
„Samkvæmt áætlunum um nýtt álver
hækkar það verga landsframleiðslu um
4-5% á ári þegar framkvæmdum við
orkuver og verksmiðjur er lokið..
Með málflutningi sínum að undan-
förnu í ræðu og riti hafa sjálfstæð-
ismenn í Kópavogi vegið svo
harkalega að starfsemi og framtíð-
armöguleikum íþróttafélaganna í
Kópavogi að það nálgast hrein
skemmdarverk.
Menn geta haft misjafnar skoðan-
ir á gildi íþrótta, hvort sem um er
að ræða keppnisíþróttir eða al-
menningsíþróttir og það er ekkert
óeðhlegt. Það er hins vegar sjald-
gæft og nánast einsdæmi að heill
flokkur manna taki höndum sam-
an og hefji slíka aðför sem nú er í
gangi í Kópavogi af hálfu D-listans.
Og í hveiju er sú aðför fólgin?
* Sjálfstæðismenn hóta að rifta
samkomulagi því sem gert hefur
verið um byggingu íþróttahúss í
Kópavogsdal.
* Sjálfstæðismenn segja að bygg-
ingin muni rýra framkvæmdafé
bæjarins stórlega næstu árin.
* Sjálfstæðismenn reyna að telja
fólki trú um að ailar fram-
kvæmdir í þágu öflugrar íþrótta-
starfsemi í bænum séu hreint
bruðl og þær séu á kostnaö ann-
arra „brýnni verkefna".
KjaUarinn
Ólafur Björnsson
skipar 5. sæti á lista
Alþýðuflokksins i Kópavogi
Það er heldur óskemmtilegt hlut-
skipti íþróttafélaganna í bænum og
óverðskuldað að þau skuli nú, eftir
áratuga starf í þágu barna og ungl-
inga þessa bæjar, vera notuð eins
og grýla á bæjarbúa af mönnum
sem láta ekkert tækifæri ónotað til
að dásama „fijálsa félagastarf-
semi“. En menn hafa það þá á
hreinu í eitt skipti fyrir öll að þegar
þessir menn tala um dásemdir
„fijálsra félaga“ þá eru þeir ekki
að tala um íþróttafélögin í Kópa-
vogi.
Arðsemi íþrótta
Sjálfstæðismenn í Kópavogi
skilja ekki enn að arðsemi er hægt
að sjá í fleiru en beinhörðum pen-
ingum. Þeir skilja ekki að með því
að fá ungt fólk til þátttöku í iþrótta-
og æskulýðsstarfi hvers konar er
veriö að vinna mikilvægt forvarn-
arstarf. Þeir meta einskis það óeig-
ingjarna sjálfboðastarf sem hundr-
uö bæjarbúa leggja af mörkum í
þágu bama og unghnga og þar með
bæjarfélagsins í heild. Og þeir
munu sennilega ekki átta sig á gildi
slíks starfs fyrr en þeir verða búnir
að koma því fyrir kattarnef. Sjálf-
stæðismenn ættu að vita að þegar
börnin eru „á götunni" þá kemur
fyrir lítið þó hún sé malbikuð.
Þeir sögðu já en meintu nei
Bæjarstjóm Kópavogs var ein-
huga um það á sl. ári að gera stórá-
tak í uppbyggingu íþróttamann-
virkja og útivistarsvæða í bænum
og þá stóðu fulltrúar allra flokka
að baki þeirri ákvörðun að gera
samstarssamninga við íþróttafé-
lögin í bænum um þá uppbyggingu.
Tilkoma nýja íþróttahússins er
sannarlega í anda þeirrar stefnu
sem þá var mörkuð og því er af-
staða Sjálfstæðisflokksins nú,
nokkmm mánuðum og einu próf-
kjöri seinna, algjörlega á skjön við
það sem þeir höföu áður samþykkt.
Þessi nýja afstaöa Sjálfstæðis-
flokksins ber vott um skammsýni
og skort á kjarki til að takast á við
brýnt hagsmunamál íþróttahreyf-
ingarinnar í bænum og þar með
bæjarbúa allra. En hún er því mið-
ur staðreynd.
Sjálfstæðisflokkurinn mun því,
fái hann til þess tækifæri, rifta
þeim samningi sem þegar hefur
verið gerður og hann mun um leið
greiða „frjálsri félagastarfsemi" í
bænum þungt högg. Og þar „hegg-
ur sá er hlífa skyldi".
Leggjum ekki vopnin upp í
hendurnar á þeim
Það er í valdi Kópavogsbúa að
koma stefnu þeirra í þessu mikil-
væga máh fyrir kattamef og engra
annarra! Það verður best gert með
því að tryggja áframhaldandi sam-
starf þeirra flokka sem nú ráða
ferðinni í málefnum bæjarins.
Það hefur sýnt sig á undanförn-
um árum, og er enn undirstrikað
með þeim áformum sem nú eru
uppi, að þar er fólk sem þorir.
Þorir þú?
Þá kýst þú X-A þ. 26. maí nk.
Ólafur Björnsson
„Þessi nýja afstaða Sjálfstæðisflokks-
ins ber vott um skammsýni og skort á
kjarki til að takast á við brýnt hags-
munamál íþróttahreyfingarinnar í
bænum.“